Pressan - 22.12.1988, Síða 15

Pressan - 22.12.1988, Síða 15
Fimmtudagur 22. desember 1988 15 spáin vikuna 25. des. — 31. des. (21. mars — 20. apri!) Gakktu hægt um gleðinnar dyr þessa viku. Hætturnar leynast við hvert fótmál, einkum I líki fólks sem þér hefur alltaf fundist veratvöfalt í roöinu. Þú færðáþví staðfestingu sem geturorðið þér afdrifa- rik. Passaðu upp á að vera við aöra eins og þú vilt að þeir séu viö þig. Það er heppilegt áþessum árstlmaað hafasllkt i huga. 't 11 (21. april — 20. mai) Kannski gerist eitthvað, kannski ekki. Maðurveit aldrei. Ef til vill verðurðu ást- fangin(n). Hverveit. Ferð i bióog sérð þar manneskju sem starir á þig svo heitum augum að þú brennurundan. Og brennur. (21. mai — 21. jtiní) Ekki láta unglinga fara í taugarnar á þér. Mundu þegar þú varst sjálf(ur) ungl- ingur. Auðvitað eru unglingar hallæris- legasta fyrirbrigöi I heiminum en það er engin ástæða til að sýna þeim að þú vitir það. Leggðu þess I stað lag þitt við þér eldra fólk. (22. jiiní — 22. júlíj Siminn hringir. Óvænt. Á línunni er manneskjan sem þú hefur þráð um langa hrlð að násambandi við. Hefur samt ekk- ert gert I málinu. Núna er tækifærið. Svaraöu kæruleysislega. Láttu hanaekki finna að þú hafir veriö að biða. Segðu að þú sért önnum kafin, leggðu svo á og gældu bara áfram við drauminn. Þ (23. júlí — 22. ágúst) Hvernig sem allt fer, láttu ekki hugfall- ast. Það er til gott fólk I þessum heimi þó það beri ekki mikið á þvl. Hættu að reyna að bjarga heiminum, það hef ur engan til- gang, þvi á mælikvarða eillfðarinnar er ævi þín eins og sekúndubrot. (23. ágúst — 23. sept.) Ekki aka undir áhrifum áfengis nema þú sért viss um að löggan sé hvergi ná- lægt. Hitt gæti orðið verra fyrir þig en á móti kemur að oft getur verra orðið skárra nema hvorttveggja sé. Vertu dug- legur að þrífa greninálarnar undan jóla- trénu. (24. sept. — 23. okt.) Vertu duglegur aö sækja kirkju, þó ekki endilega á messutlma. Aldrei er of seint aö átta sig á leyndardómum kristn- innar. Á hinn bóginn skaltu ekki hlustaof grannt á nágranna þinn sem er sterktrú- aöur og öfgafullur. Vertu óhræddur við að skella hurðinn á nefið á honum. Ulvjí (24. okt. — 22. nóv.) Ekki láta angistina ná tökum á þér þó ættmenni þln láti sig vanta I þlna árlegu jólaveislu. Mundu að þú átt ætlð að launa illt með góðu. Sendu þvl I leigubíl til þeirra það sem þú annars ætlaöir að bjóöa þeim upp á. (23. nóv. — 21. des.) Ekki vera of ákafur. Hóf er I öllu best. Taktu varlega á málum. Láttu þér llða eins og þú sért sáttasemjari rlkisins I erf- iðri kjaradeilu en taktu ekki á þig and- vökunætur sem hann þarf að taka á sig. Ef þú átt konu, vertu þá góður viö hana eftir að rökkvar, ef þú átt mann skaltu gera hið sama. (22. des. — 20. janúar) Taktu ákveðna afstöðu i þjóðþrifamáli. Láttu ekki hafa áhrif á þig þó margir kunni aöveraámóti þér. Stattu fasturfyr- ir. Hver málstaöurinn er skiptir ekki öllu máli, en til greina kemur að vera á móti feguröarsamkeppnum, finnast Linda Pétursdóttir ófrlð eða halda þvl fram að Laxness sé vondur höfundur. (21. janúar — 19. febrúar) lökaðu andans menntir um þessi jól og áramót. Lestu mikiö af fögrum skáld- skaþ, hlustaðu á óðinn til gleöinnar, vertu Ijúfur, káturog góöur. Og þú munt uppskera margfalt. Bjóddu óvinum þln- um I mat, þó ekki mönnum sem hyggjast innan tlöar skrifa ævisögu sina, þvl þeir eru vlsirtil að notaallt sem þú segir gegn þér. Snúa út úr góðmennsku þinni og gestrisni. (20. febrúar — 20. mars) Ræktaðu sérvisku þlna. Þú ert of dauf- ur karakter, vænn skammtur af sérvisku myndi flikka upp á ímyndina. Ekki gráta gamla tíma sem aldrei koma aftur. Horfðu til stjarnanna og hyggöu hátt. Að öðrum kosti breytist aldrei neitt. En breytingar eru náttúrlega ekki alltaf af hinu góða. Farðu á Austurvöll og skoð- aðu þinghúsió við tækifæri — ef þú hef- ur ekki tök á því geturðu skoðað á þér naflann. Þaö er kannski jafngott. í þessari viku: VATNSBERI (kona, fædd 13.2.1941) lófalestur AMY ENGILBERTS ÖRLAGALÍNAN (1); Þessi kona hefur gjarnan fariö eigin leiðir i llfinu. Þaö veröa tölu- verðar breytingar á starfsferli henn- ar á seinni hluta fertugsaldurs eöa I upphafi fimmtugsaldurs. Þá sækist hún eftir því aö starfa sjálfstætt og öörum óháð. Konan er raunar um þessar mundir aö fara inn í ákveðið undir- búnings- eða umbreytingatimabil, sem mun sþanna næstu sjö til átta ár. Og það veröa töluverð þáttaskil i lífi hennar u.þ.b. árið 1990—1993. Konan er hraust og úthaldsgóð. Hún er einnig tilfinningarík og læt- ur tilfinningarnar stjórna sér. Þó er ekki endilega þar með sagt að hún sé ástríðufull. Þetta er svolitil framúrstefnu- kona og líklega listræn. Fagurkeri, sem vill njóta lífsins gæða. FINGURNIR: Konan er undir miklum áhrifum frá merkúr. Það sést t.d. á fingrun- um og ýmislegt bendir til þess að hún sé nokkuð klók. Hún myndi áreiöanlegasþjarasig vel á„nýjum“ sviðum í atvinnulífinu, eins og i vinnu við tölvureðaaðranýjatækni. Þetta er hugsjónakona, sem að öllum likindum hefði ekkert á móti velgengni, frægð og frama. Hún vill hafa það gott, njóta þess að vera til og iifa lifinu lifandi. VILTU LÁTA LESA ÚR LÓFANUM ÞÍNUM? Sendu þáTVÖ LJÓSRIT af hægri hendinni (nemaþú skrifirmeð þeirri vinstri)og skrifaðu eitthvert lykilorð aftan á blöðin, ásamt upplýsingum um kyn og fæðingardag. Utaná- skriftin er: PRESSAN — lófalestur, Ármúla 36, 108 Reykjavik. Hver veit nema röðin komi næst að þér? bækur Af trú og efa söguklerks (en minna af ástinni) Trúin, ústin og efinn. Minningar séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staðastað. Guðbergur Bergsson skráði. Forlagið 1988. Ýmsir hafa tekið eftir miklum áhuga okkar íslendinga á ævisög- um. Telja sumir þennan áhuga í ætt við einhvers konar löngun til að gægjast inn um glugga nágrannans, sennilega helst svefnherbergis- gluggann að kvöldlagi. Þannig gluggagæjar verða fyrir vonbrigð- um með bók þeirra Rögnvalds og Guðbergs. Ég held að áhugi okkar á ævisög- um sé ekki svo ýkja frábrugðinn áhuga okkar á öðrum bókum og sá gluggi sem við viljum helst gægjast inn um sé gluggi okkar eigin sálar. Því það sem við lærum af bókum, ævisögum og öðrum bókum, er, þegar allt kemur til alls, alltaf eitt- hvað um okkur sjálf og vist okkar í rysjóttum heimi. RAUNVERULEIKI UG MINNINGAR Vangaveltur klerksins í sögunni urðu mér tilefni til að velta vöngum, ýmist í takt eða á skjön við hann. Vangaveltur um trúna og efann eru áberandi og einnig vangaveltur um muninn á raunveruleikanum og minningunum, muninn á veruleika kúa í Hornafirði í raunveruleikan- um og veruleika þeirra í listinni, sem er hinn algildi og varanlegi veruleiki í lokin. Sem má auðvitað heimfæra upp á muninn á veruleika prestsins í raunveruleikanum og í sögunni, sem er sá veruleiki sem skiptir okkur lesendur máli. Vangaveltur um eðli ævisögunn- ar og tilgang hennar skipa stóran sess og eru frjóar. í upphafi bókar er þessi yfirlýsing gefin: „Ævisögur eru tilraun til að rifja upp og gera það varanlegt sem er horfið eða mun að lokum hverfa og hefur gleymst að mestu og verður ekki endurheimt nema með vissri tegund af skáldskap... enda er ævi- saga ekki sagnfræði heldur lítið dæmi um eðli gleymskunnar og hæfni tungunnar til að endur- heimta eða jafnvel blekkja.“ (Bls. 9.) Þessi yfirlýsing stangast að nokkru leyti á við aðra síðar i sög- unni um viðleitni til að segja hug sinn allan og dulbúa Iíf sitt ekki. Eru ekki skáldskapurinn, tungumál- ið og blekkingin ein tegund dulbún- ings þar sem aldrei er hægt að segja alla söguna, enda ekki hægt að vita hver öll sagan er? Síðar segir um ævisöguna: „Ævisaga manns er ekki það að gera tilraun til þess að endurheimta liðna ævi eða liðna tíð, heldur hitt að hafa viðhorf og bera tilfinningar til þess sem er glatað. Þetta sjónar- mið hef ég að leiðarljósi. “ (Bls. 100.) Og það er einmitt heiðarleg til- raun þeirra Guðbergs og Rögnvalds tl að miðla viðhorfum og tilfinning- um sem gefur bókinni gildi, ekki hvort „öll sagan er sögð“. KARLMANNLEGT TÍMASKYN UG ÁSTIN Rammi sögunnar er líf Rögn- valds, sem er rakið í nokkurn veg- inn reglulegri timaröð frá fæðingu. Þessu fyrsta bindi lýkur á þeim tímamótum þegar hann kynnist seinni eiginkonu sinni og er að hefja þann þátt lífsins sem verður efni í öðru bindi ævisögunnar. Þótt nokkur hliðarstökk séu tek- in í báðar áttir frá þeirri timaröð, eftir því sem ástæða er til, er sagan því hefðbundin að byggingu og skynjun höfunda á lífshlaupinu og tímanum hinn karlmannlegi og línulegi skilningur, þar sem eitt skeið tekur við af öðru í einhvers konar rökréttri röð. Sennilega munu einhverjir verða fyrir vonbrigðum með þátt ástar- innar í bókinni, sem að mínu mati er rýr og nokkuð yfirborðslegur. Mér finnst það hins vegar enginn galli, heldur aðeins sýna að annað sækir fastar á huga þess sem segir frá og hinn listræni söguklerkur er ekki svo upptekinn af ástum meyja. Þar verður veruleiki sögunnar að ráða ferðinni, en ekki óskhyggja lesenda. í LEIT AÐ SJÁLFUM SÉR Sá þáttur bókarinnar sem mest áhrif hafði á mig var þáttur efans. Trúarefans og efans um sjálfan sig. Við fylgjumst með stöðugri leit að sjálfsmynd, nagandi óöryggi og til- finningu um að velja aldrei rétta kostinn. Þannig tilfinningum virð- ast konur eiga aðveldara með að lýsa og þær er sjaldgæft að sjá i ævisögum karlmanna, a.m.k. jafn einlægar og hér. Þótt þæ hljóti að vera ofarlega í hug .m flestra manna er eins og karlmennsku- ímyndin hafi meinað körlum að tjá þær. Þess vegna verður ferðalag okkar um minningaheim Rögn- valds enn lærdómsríkara en ella og birtir okkur að vissu leytí nýja hlið á reynsluheimi karlmannsins, hlið sem alltof oft er hjúpuð þögn. Um verkaskiptingu skrásetjarans Guðbergs og viðfangsefnisins Rögnvalds er ekki auðvelt að dæma. Að forminu til er sagan lík- ust sjálfsævisögu og aðeins á einum stað er sagt frá í þriðju persónu, það er undir lokin, þegar kafla- skipti verða í lífi aðalpersónunnar. Og hvað er undan rifjum hvors runnið, Rögnvalds eða Guðbergs, skiptir í raun ekki máli heldur er það hinn listræni veruleiki klerks sögunnar sem við látum okkur varða og getum ýmislegt lært af. Ragnhildur Richter

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.