Pressan - 22.12.1988, Page 17
bækur
Fimmtudagur 22. desember 1988
verið að hugsa til þess að
núna séu allir á spani heima
á íslandi við að kaupa jóla-
gjafir og það er bara gott að
vera laus við þaó einu sinni.
Hér er nákvæmlega ekkert
stress."
— Hvernig stód á þvi að
þú tókst að þér þetta verkefni
fyrir Rauða krossinn?
„Ég var í Eþíópíu fyrir
Hjálparstofnun kirkjunnar ár-
ið 1985 og skráði mig svo í
hjálparstarf hjá Rauða kross-
inum eftir það því það er
mjög fróðlegt aö taka þátt í
þessu og kynnast framandi
þjóðum. Þetta hefur veriö
mjög eftirminnilegur tími.“
Kristín segir að hennar
starfstími í Taílandi renni út
um miðjan næsta mánuð, en
þá kemur annar íslenskur
hjúkrunarfræðingur í hennar
stað. „Þá ætla ég að ferðast
eitthvað um Asíu áður en ég
kem heim,“ segir hún.
— Hvernig er aðstaðan
hjá ykkur á sjúkrahúsinu?
„Spítalinn er mjög vel rek-
inn en við notum aðallega
hugvitið og hendurnar því
það er mjög lítið um tæki
hér. Að vísu eru tæki á skurð-
stofunni en þegar við skipt-
um á sárum verðum við bara
að þvo okkur upp úr klórvatni
og nota berar hendurnar. Þaö
eru sko engir sótthreinsaðir
hanskar hér.
Þetta voru mikil viðbrigði
fyrst en svo hef ég vanist
þessu og þetta hefur gengið
Flestir sem slasast á flóttanum
yfir landamærin hafa stigið á jarð-
sprengjur. Að sögn Kristínar
koma 2—3 slasaðir flóttamenn á
skurðsjúkrahúsiö á hverjum degi.
Kristin starfar við skurðsjúkrahúsið i Thaiscan, en þangað er komið
með flóttamenn sem hafa særst á leið sinni yfir landamærin frá
Kambútseu.
um og ekkert minnir á jólin.
Það eru líka allir dagar eins.
Við vinnum hér alla daga og
líka um jólin en ég býst við
að það skapist jólastemmn-
ing þann 24. þegar við förum
að undirbúa kvöldið.
Það verður væntanlega
kalkúnn í jólamatinn og svo
þessi venjulegi taílenski mat-
ur, kjúklingar og svínakjöt í
allskoná'r karrísósum. Og svo
náttúrlega grjón í allan mat.“
— Saknarðu jóianna hér
heima?
„Nei, eiginlega ekki. Ég hef
ágætlega til þessa.
Við ætlum bara að hafa
það rólegt og gott um jólin
því það verður vonandi rólegt
við landamærin. Þó veit maö-
ur aldrei hvenær ófriður brýst
út. Ég býst því bara við að ég
hafi það gott þessa daga og
«, ætla að njóta þess að þurfa
ekki að spana um göturnar
við að leita aö jólagjöfum
eóa standa í kökubakstri,"
sagði Kristín Davíðsdóttir
hjúkrunarfræðingur í Tailandi
og bað að sjálfsögðu fyrir
jólakveðju heim.
„Gott að vera laus
við jólaspanið heima“
segir Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfrœðingur, sem er nú við hjálparstörf á vegum Rauða
krossins í Taílandi.
Hún býst við rólegum jólum en þó er aldrei að vita hvenœr ófriður brýst út við landa-
mœrin.
slasast af völdum jarð-
sprengja þegar þeir eru að
flýja yfir landamærin."
— Hvernig ætliö þiö aö
halda jólin hátiðleg þarna?
„Það verða væntanlega
skandinavísk jól á aðfanga-
dagskvöld en jólahald með
amerísku sniði ájóladag með.
kalkún og tilheyrandi. Hér
skortirekki matvæli og þess
háttar.
Taílendingar halda ekki jól
en þeir nota hvert tækifæri
til að halda veislur og það
verða því mikil hátíðahöld hér
bæði um jól og áramót.
Hljómsveitir spila á götum
úti og mjög fallegar Ijósa-
skreytingar verða settar upp.“
— Er kornin jólastemmn-
ing i hópinn?
„Nei, það er langt frá því.
Við liggjum hér í sólbaði í frí-
Kristin Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur úr Reykjavik, verð-
ur fjarri heimahögunum um jólin. Hún er nú við hjálpar-
störf á vegum Rauða krossins á skurðspítala í Thaiscan
í Taílandi, sem er rétt við landamæri Tailands og Kambútseu.
PRESSAN sló á þráðinn til Kristinar til að forvitnast um
jólahald á þessu framandi ófriðarsvæði en þar eru nú um 300
þúsund flóttamenn sem hafa komið yfir landamærin frá
Kambútseu.
„Það er mjög skrítið að
vera hér um jólin í sól og hita
en ég hef það mjög gott.
Hópurinn sem starfar hérna
er frá tíu þjóðlöndum og við
hyggjumst halda sameigin-
legt jólaboð. Ég er eini Is-
lendingurinn í hópnum en
hann samanstendur af Norð-
urlandabúum, Bandaríkja-
mönnum, Japönum, Nýsjá-
lendingum og svo að sjálf-
sögðu Svisslendingum.
Við störfum hér á eina
skurðsjúkrahúsinu sem starf-
rækt er fyrir flóttafólkið. Allir
sem verða fyrir loftárás, slas-
ast vegna jarðsprengja eða
verða fyrir skotsárum eru
færðir til okkar,“ segir Krist-
in.
— Hvernig er ástandið við
landamærin núna?
„Það hefurverið rólegt
undanfarið. Frá því að ég
kom hingað í júli í sumar hef-
ur ekki verið mikið urh stór-
slys en fyrsta daginn okkar
hér komu tuttugu sjúklingar
inn eftir loftárás. Annars hafa
að meðaltali komið tveir eða
þrír inn á sjúkrahúsið á degi
hverjum. Oftast hafa þeir þá
Kristín Daviðsdóttir. „Ég
býst við að hafa það ró-
legt yfir jólin. Það er eng-
in jólastemmning. Viö
liggjum hér i sólbaði þeg-
ar frítimi gefst og ekkert
ir á jólin.“ Mynd/Jó-
hannes Long.
Frekar múkka en hrafn
Eyvindur Eiríksson
Múkkinn
Iðunn 1988.
Eftir því sem ég kemst næst er
Múkkinn fyrsta skáldsaga Eyvind-
ar Eiríkssonar. Hún hefur að ég
held þó vakið litla athygli enda er
Eyvindur ekki ungur maður, hvorki
sonur skálds né framkvæmdastjóri
stórfyrirtækis, bók hans fjallar
ekki um násisma né heldur um há-
stéttir Reykvíkinga í ölduróti hvers-
dagslífsins í þrúgandi stórborginni.
Ekki aldeilis, hún fjallar um fyrir-
brigði sem íslendingar þekkja en
vilja þó Iítt kannast við. íslenska
sjómenn.
Það hefur verið sagt að með
kvikmynd sinni, Skyttunum, hafi
Friðrik Þór Friðriksson endurskap-
að íslendingasöguandann betur en
aðrir menn í seinni tíð. Óneitanlega
er nokkur skyldleiki með áður-
nefndri kvikmynd og bók Eyvind-
ar. Þetta er saga af hetjum sem eru
utangarðs, eiga hvergi heima nema
um borð í sínum togara þar sem
karlmennskan kemur fram í mál-
farinu og vinnuseminni, í grófleika
lífsins, sem er hrátt og óheflað.
Samt er alltaf fyrir hendi ákveðin
blíða og samkennd í svona samfé-
lagi, samfélagi sem er sjálfu sér
nógt um allt — nema konur. Sjó-
mennirnir eru eins og múkkinn sem
ekki getur flogið nema hann sjái
hafið, þeir eru utangátta þegar fast
land er komið undir fætur þeirra.
Saga Eyvindar af sjómönnunum
er einskonar hópsaga, kollektífur
róman eins og það heitir víst. Marg-
radda saga. Persónur bókarinnar
eru því fremur óskýrar þar sem ekki
er gerð nein grein fyrir þróun þeirra
á þeim tíma sem bókin tekur yfir.
Það er þó margt sem á daga sögu-
persónanna drífur en í lokin er líkt
og ekkert hafi gerst, sjórinn er jafn-
sléttur og hann var í upphafi. Hafið
gefur og hafið tekur, það krefst
sinna fórna og sjómennirnir kippa
sér ekki sérstaklega upp við það.
Vita að þessi er gangur lífsins og
honum verður ekki breytt. En um
leið skynjar lesandinn átök manns
og hafs sem birtast í Magga sem
uppgötvar ástina og lifir eitt augna-
blik í algleymi hennar en fellur svo
fyrir borð í ofsaveðri. Afdrif þessa
drengs, sem er sú persóna sem næst
stendur huga manns, eru látin
brjóta upp formið á nokkuð hug-
vitssamlegan hátt og þessi aðferð
veitir bókinni nauðsynlegan ólg-
andi undirtón, kannski ekki alveg
nægilega kraftmikinn til að sú vá
sem leynist undir yfirborðinu komi
skýrt fram.
Stíll Eyvindar er annarsvegar
næsta ljóðrænn í stuttum innskot-
um, þar sem fjallað er um múkkann
og skipið og samskipti þess við haf-
ið. Þessir kaflar eru nokkuð mis-
jafnir en mjög góðir þegar best læt-
ur. Stíllinn oft auðugur og fyrir rót-
gróna landkrabba mörg orðanna
afar sjaldgæf að sjá. Hinsvegar er
stíllinn kröftugur og kjaftfor, mál-
far sjómannana, sem reyndar mest
snýst um kvenmannstussur, er
sömuleiðis kraftmikið og hörku-
legt, kannski full á köflum — verð-
ur svolítið Ieiðigjarnt til lengdar að
lesa.
Ég hafði verulega gaman af þess-
ari bók, jafnvel þó hún sé ekki
gallalaus (svo maður hrapi í klisju-
skurð). Hér er á ferðinni metnaðar-
full tilraun 1 formi og stíl til að
skapa bókmenntalega nútímalýs-
ingu á lífi þeirra manna sem halda
okkur gangandi í þessu landi.
Skapa nútíma íslendingasögu sem
safnar saman sérstæðri reynslu ís-
lendinga. Fanga málfar manna sem
eru ekki venjulega á síðum bók-
menntanna. Sannarlega kominn tími
til að slíkt væri gert og ég hef enga
trú á því að íslendingum, almennt,
þyki slíkt efni ekki kærkomið. Hér
hefur lítið sem ekkert verið skrifað
um þessa stétt manna í alvarlegum
bókmenntufn, kannski eru menn
uggandi um að fólk nenni ekki að
lesa bækur um svo hversdagslegt
efni sem líf sjómannsins. En hér
gildir að það er skáldið sem hefur
umfjöllunarefnið yfir hvunndaginn
með auðgi anda síns — það þykir
mér Eyvindi hafa tekist að mörgu
Ieyti býsna vel. ■
Kristján Kristjánsson