Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 22. desember 1988
23
nærmynd
Egill
Eðvarðsson
Súkkulaði-
drengur
sem breyttist
í bítil
eflir Bergljótu Daviðsdóltur
Að kvöldi annars dags jóla
verður frumsýnt I Ríkissjón-
varpinu nýtt íslenskt leikrit
byggt á þjóðsögunni um
Djáknann frá Myrká eftir Egil
Eðvarðsson. Sjálfur segir
hann Djáknann vera það verk
sem hann er hvað ánægðastur
með af öllu þvl sem hann hefur
fengist við til þessa.
Egill er fæddur á Akureyri í
október árið 1947, og segir að
þrátt fyrir að hafa lengstum
búið í Reykjavík hafi hann ætíð
sterkar taugar þangað. „Ég
segi börnum mínum gjarnan
sögur á kvöldin áður en þau
fara að sofa og hvernig sem á
því stendur hvarflar hugurinn
alltaf til bernskuára minna fyr-
ir norðan. Ég spinn í kringum
það sem ég sjálfur upplifði
sem barn,“ segir hann.
ENGINN KÚRISTI
Steindór Gunnarsson, lög-
fræðinguráAkureyri, eræsku-
félagi og skólabróðir Egils.
Þeir gengu saman I skóla og
eru samstúdentar frá MA. Um
skólaár þeirra Egils segir
Steindór: „Hann var enginn
kúristi, en átti gott með að
læra, sér I lagi það sem hann
hafði gaman af, hitt lét hann
lossa en engu að síður náði
hann góðum árangri i skóla.“
Steindór segir þá félaga einn-
ig hafa unnið saman á sumrin
í bæjarvinnunni á Akureyri
undir verkstjórn afa Egils sem
hafi verið þekktur maður þar I
bæ og náð hundrað ára aldri.“
„Hann hét Jón Vopni og var
ættaður frá Vopnafirði og var
Egill augasteinninn hans. Við
áttum nú til að slugsa dálítið f
vinnunni og tókum lífinu létt,“
segir Steindór.
Foreldrar Egils eru hjónin
Marta Jónsdóttir og Eðvarð
Sigurgeirsson, Ijósmyndari og
kvikmyndatökumaður, og bjó
fjölskyldan viö Möðruvalla-
strætið. Snemma var Egill far-
inn að fylgja föður sínum eftir
við vinnu. Eðvarð faðir hans
var að segja má nokkurs konar
frumkvöðull í kvikmyndagerð
og var sonurinn í miklu uppá-
haldi hjá karli föður sinum;
sannkallaðuraugasteinn hans
er haft eftir Steindóri.
GJÖRBREYTTIST í
AMERÍKU
Sjálfur segir Egill ekki hafa
staðið til að læra kvikmynda-
gerð — heldur arkitektúr. En
það datt upp fyrir þegar hon-
um bauðst Rotary-styrkur til
framhaldsnáms í Bandarikjun-
um eftir stúdentspróf. Hann
hafði frá barnsaldri verið drátt-
hagur og lá þá beinast við að
skella sér I myndlistarnám
sem hann og gerði. Egill dvaldi
þar í eitt ár og á þeim tímum
voru mikil umbrot þar vestra.
Blóma- og hippatímabilið I al-
gleymingi og sterk andspyrna
gegn stríðinu í Víetnam.
Steindór Gunnarsson, fé-
lagi Egils, segir hann hafa
komið gjörbreyttan heim; ekki
aöeins i útliti heldur hafi við-
horf hans til lífsins snúist við.
Þessi vel uppaldi, prúði súkku-
laðidrengur, sem hafði í æsku
verið virkur í æskulýðsfélagi
kirkjunnarog kveikti þarákert-
um ásunnudagsmorgnum, var
ekki sá sami. „Ég tel að hann
hafi orðið fyrir miklum áhrifum
vestra, enda vart komist hjá því
frekar en aðrir sem þar dvöldu
á árum Víetnamstríðsins.
Það s^n mér fannst hvað
merkilegast var hvað eitt ár gat
haft geysilegasterk áhrif álífs-
skoðun hans. Sjónvarp var
tómt kjaftæði, tíminn skipti
ekki máli og úr og klukkur
nokkuð sem ekki var þörf.
Síðan og ekki sist hafði að
hans mati ungt fólk ekkert
með það að gera að eignast
börn. En þessar skoöanir áttu
ekki lengi upp á pallborðið hjá
honum, enda er Egill í dag
mikill heimilisfaðir og nýtur
þess að vera samvistum við
börn sín.
SJÁLFSÖRUGGUR MEÐ
STERKAR TAUGAR
Aöal Egils finnst mér vera
hversu sterkar taugar hann
hefur og sjálfsöryggið mikið
og þá á ég ekki við I neikvæðri
merkingu. Hann er líka mikill
vinnuþjarkur og lætur aldrei
fara frá sér verk fyrr en hann er
fullkomlega ánægður. Nei,
Egill er ekki maður sem fellur
inn I tjöldann og hann er
óhræddur við að brydda á nýj-
ungum. Ég man til að mynda
þegar Bítlarnir með sitt siða
hár komu fram á sjónarsviðið,
þá var Egill ekki lengi að verða
fyrsti bítillinn á Akureyri. Það
segir Ifka heilmikiö um sjálf-
stæði hans, að hann varð ekki
beint aðdáandi þeirra — held-
ur var það Rolling Stones sem
varð hans uppáhaldshljóm-
sveit. Við áttum því láni að
fagna að vera sendir til Bret-
lands sumartíma til náms í
ensku og hygg ég að við höf-
um verið með fyrstu íslending-
um að sækja tónleika þeirrar
frægu hjómsveitar. Egill lét
sér ekki nægja að fara bara
einu sinni, heldur oftar.“
Þrátt fyrir að þeir Steindór
hafi verið mikið samvistum á
sínum yngri árum og brallað
ýmislegt hafa tengslin rofnað
með tímanum. Steindór segir
þó að þeir hittist ailtaf af og til
og eigi þá ánægjulegar sam-
verustundir og fylgist hvor
með öðrum.
ÁST VID FYRSTU SÝN
Egill er tvíkvæntur og á 17
ára gamlan son með fyrri konu
sinni; Hrafnhildi Hrafnsdóttur
flugfreyju. Seinni kona hans,
Guðrún Bjarnadóttir, er einnig
flugfreyja og eiga þau saman
tvo syni, 7 og 10 ára gamla, og
í mars nk. er væntanlegt í
heiminn nýtt krili og kemur
það engum á óvart sem til
þekkja, þar sem Egill er mikill
barnakall. Um Egil segir Guð-
rún kona hans að hann sé sér-
stakt Ijúfmenni, þægilegur I
umgengni og hafi einstakt
jafnaðargeð. „Það má með
sanni segja að þegar ég leit
hann fyrst augum hafi það
verið ást við fyrstu sýn og ekki
hefur dregið úr henni, heldur
vex hún með hverjum degin-
um,“ segir Guðrún.
„Egill er auk þess mikill
húmoristi, jákvæður og hefur
þann hæfileika að sjá björtu
hliðarnar á tilverunni. Hann er
minn besti vinur og við eigum
auðvelt með að tala saman um
það sem við erum að gera.
Hann stappar í mig stálinu og
sér ævinlega jákvæða lausn á
öllum þeim vandamálum sem
upp kunna að koma. Hann ber
einnig undir mig það sem
hann er að fást við, sem er ekki
svo lítið. Stundum skil ég ekki
hvernig hann^temur öllu því í
verk sem hann er að gera, þvi
hann lætur heimilið sitja I
fyrirrúmi án þess að það bitni
á vinnunni."
Til marks um það segir Guð-
rún þaðoftsinnis komafyrirað
þegar hún sé föst I vinnu geti
hann átt það til að hætta I
miðju verki til að ípra heim og
sinna drengjunum.
MED ALLT Á HREINU
Sigurður Jónasson var að-
stoðarmaður Egils við upptök-
ur og vinnslu á Djáknanum.
Um Egil segir Sigurður: „Það
var hreint út sagt stórkostlegt
að vinna með Agli. Hann vissi
nákvæmlega hvað hann var að
gera — var með allt á hreinu —
og hélt ró sinni hvað sem á
dundi. Hann var ákveðinn án
þess að örlaði á frekju og var
mjög samvinnuþýður og tók
Ijúfmannlegaöllum ábending-
um frá okkur hinum; semsagt
alltaf tilbúinn að hlusta á til-
lögur sem komu frá öðrum.
Hann ö^hugmyndarikur og fer
ótroðnar slóðir; sannkallaður
listamaður af guðs náö.“
Allir þeir vinir og kunningjar
Egils sem PRESSAN leitaði til
voru á einu máli varðandi
mannkosti Egils. Þó leitað
væri til margra aðila fékkst
enginn til að segja annað en
gott um hann — jafnvel ekkert
gagnrýnivert.
Það er Hrafn Gunnlaugsson
sem á lokaorðin: „Æðruleysi
er hans aðal. Hann er heill f
samskiptum við fólk og hefur
gott auga fyrir umbúðum. Á
þvi sviði hefur hann kennt mér
mest. Við höfum átt langt sam-
starf og það hefur oft tekist
vel. Við bætum hvor annan
upp.“
Jakob Frímann Magnússon
Únikum blanda
Ég hitti Egil fyrst í sturtu. Hann var þá malbikunar-
maður en ég sendill. Ég horfði öfundaraugum á þennan
kafloðna og karlmannlega malbikunarmann í heil tvö
sumur. Hvorugur okkar yrti á hinn, en ég hugsaði oft
með sjálfum mér: Skyldi ég verða svona glœsilegur og
loðinn á bringunni þegar ég verð stór? Svo varð ekki.
Þetta var í sundlaugunum á Akureyri ca. 1965.
Við Egill kynntumst síðan einum 10—12 árum síðar
hér í Reykjavík og það kom mér á óvart hve stór-
skemmtilegum persónuleika þessi hœg- og hljóðláti
malbikunarmaður lumaði á. Hann er úníkum blanda af
snjöllum myndlistarmanni, vel spilandi tónlistarmanni,
notalegum fjölskyldumanni og frábcerum húmorista.
Um hœfni hans sem stjórnanda og kvikmyndargerðar-
manns þarf náttúrulega ekki að fjölyrða, þar tala
verkin.
Örlögin höguðu því svo að nú búum við nánast hlið
við hlið og það er ekki hcegt að hugsa sér betri vini og
nágranna en þau Egil og Guðrúnu. Við Ragnhildur
lítum á þau sem hluta af fjölskyldunni.