Pressan - 22.12.1988, Side 26

Pressan - 22.12.1988, Side 26
Fimmtuciagur 22„ciesember 1988 88er ~:ed?n§89b .SsiuQsbuTrnmi-T Nú eru Sykurmolarn- ir, „undrabarnið“ í ís- lensku rokki, komnir heim úr tónleikaferð sinni um Evrópu. Þeir fóru vítt og breitt um álf- una; byrjuðu í Þýska- landi í nóvember og enduðu í London um miðjan desember. Syk- urmolarnir komu við í París á leið sinni um Frakkland og að sjálf- sögðu átti PRESSAN sinn fulltrúa á þessum tónleikum. Hér á eftir fergrein sem Dúi Land- mark skrifaði að lokn- um tónleikunum. BON SAUR . .. BON SAUR!!! Þannig heilsaói Einar Örn syk- urmoli Parisarbúum þriöjudags- kvöldiö 7. desembersl. í Elysée Montmarte, einum af virtustu tónleikastöðum milljónaborgar- innar. Tónleikagestir öskruöu og æptu þegar „molarnir“ birt- ust á svióinu og margir fulltrúar karlkynsins meöal áhorfenda hvöttu Björk á ástriðufullu tungumáli sínu til aö fækka föt- um hiö snarasta (BJÖRK A POIL!!!), enda meðvitaðir um þá kyntáknsímynd sem blöö og tímarit hafa veriö aö byggja upp af þessari stórgóöu söngkonu. En Sigtryggurtrommari lét óp karlmannanna ekki á sig fá og taldi inn í Oold Sweat af Life’s Too Good, hinni mögnuöu breiöskífu hljómsveitarinnar. Samt var þaö ekki kaldur sviti sem spratt fram á áhorfendum heldur heitur, heitur franskur sviti. Múgurinn var vel meö á nótunum, kannaöist vel viö lag- ið, hoppaði á réttum stööum, klappaði fótunum, stappaöi saman höndunum. Sykurmol- arnir hafa einstakt lag á því að trylla áhorfendur meö sviös- framkomu sinni og tónlist, enda var hvert gæöalagiö á fætur öðru leikið þetta kvöld: Blue Eyed Pop, Deus, Ammæli, Veik í leikföng, svo dæmi séu tekin. Frönskum Pierrum og Frans- eskum féll þetta vel í geð og blóðið rann hratt í æöum áhorf- enda, sem voru vel yfir þúsund talsins. Einar Örn var í banastuði, sagöi brandara á íslensku, sem Fransmenn og -konur botnuðu náttúrlega ekkert í. Viö þessu brást Einar Örn illa og þrumaði yfir skrílinn á ensku meö ís- lenskum Vatnsdalshreim: „You Just Learn lcelandic!" Þetta fannst innfæddum mátulega fyndiö, enda Frakkar yfirmáta stoltir af tungumáli sínu og vilja litiö meö önnur tungumál hafa aö gera. Og það var ekki nóg meö aö Einar hvetti áhorfendur til aö læra íslensku, heldur sýndi hann þeim líka hvaö Bragi bassaleikari er góö- ur á bassann, hann gæti meira að segja spilað á hljóöfæriö meö einum putta! Já, þeir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir, íslensku Sykurmolarnir. Þeir héldu áfram aö tæta Frakkana og trylla. Life’s Too Good var spiluö í heild sinni en þeir tóku einnig ný lög í bland, lög sem tónleikagestir könnuöust eöli- lega lítiö viö en eiga sennilega eftir aö heyra betur þegar önnur breiöskífa Sykurmolanna kem- urútánæstaári. Þettavoru m.a. lögin TV, Planet (Plánetan), The Nail (Naglinn), Good Day to Die (Góður dagur til aö deyja) og Hotel (sennilega áhrif frá mikl- um ferðalögum aö undanförnu)! Aö endingu voru Sykurmol- arnir búnir aö gera franska áhorfendur gersamlega „sykur- sjúka“ og fór svo að „molarnir” voru klappaöir upp í þrígang. Andrúmsloftiö á tónleikunum var magnþrungið, fötin klesst viö áhorfendur vegna svitans og hitans og margir þeirra voru nánast viti sínu fjær af hrifn- ingu. Þetta voru einu tónleikar sveitarinnar í höfuðborg fyrrum sólkonungsins og má meö sanni segja aö tónleikarnir hafi verið sannkallaöur sólargeisli í augu þeirra borgarbúa sem náöu aö tryggja sér mióa í tæka tíö, því aö sjálfsögöu var uppselt (og vel þaö). Því má bæta viö aö úti fyrir tónleikastað gengu miðar kaup- um og sölum á allt aö þreföldu auglýstu verði. Og aö loknum tónleikunum gengu tónleikagestir rennandi sveittirút í kaldaog þurrra París- arnóttina, eftir aö hafa fengið vænan skammt af sykurmola- rokki beint í æö. Stjörnur skinu á næturhimn- inum en þærstjörnursem skinu skærast þetta kvöld, og koma vonandi til með aö gera áfram, voru hinir rammíslensku Sykur- molar. Vive les SugarcubeslHH Dúi Landmark, París. Björk og Einar Örn á sviðinu í Elysée Montmarte. Þór Eldon gítar- leikari í baksýn. Útvarp Hafnarfjörður Um svipað leyti og rás 2 hélt upp á fimm ára afmæli sitt með miklu húllumhæi átti annar Ijósvakamið- ill ársafmæli. Útvarp Hafnarfjörð- ur. Afmælið fór hins vegar álíka hljótt og öll starfsemi útvarpsstöðv- arinnar. Það heyra nefnilega ekki aðrir í Útvarpi Hafnarfirði en Hafnfirðingar sjálfir og nrestu ná- grannar. Þegar útvarpslögum var breytt um áramótin 1985/86 og einka- stöðvum leyft að hefja starfsemi bjuggust þeir bjartsýnustu við því að nú risi útvarpsstöð í hverjum kaupstað. Svolítil grenndarstöð sem sendi út hluta dagsins stutta dagskrá sem tengdist byggðarlag- inu með tónlist í bland. Yrði sem sagt nokkurs konar keppinautur fréttablaðsins á staðnum. (Koma annars ekki út fréttablöð í hverjum kaupstað landsins?) Sú hefur aldeilis ekki orðið raun- in. Einkaútvarpsstöðvar lands- byggðarinnar voru til skamms tíma aðeins tvær; Hljóðbylgjan á Akur- eyri og Útvarp Hafnarfjörður. Sú fyrrnefnda hefur nú hafið útsend- ingar sunnan heiða. Dagskrá Hafnarfjarðarútvarps- ins hefur verið fremur smá í sniðum árið sem hún hefur starfað. Oft að- eins klukkustund á dag með frétt- um úr bæjarlífinu og tónlist í bland. En stundum teygist úr henni. Til dæmis þegar síðast var fundað í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun ársins. Þá gátu bæjarbúar fylgst með úmræðunum heima í stofu fram á nótt. Sömuleiðis hefur verið útvarpað frá ýmsum uppákomum í bænum, ýmist beint eða þær verið hljóðrit- aðar. Nú síðast er kveikt var á jóla- trénu á aðaltorgi bæjarins. Ekki má svo gleyma kvöldút- varpinu. Þá fá nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhalds- skólum bæjarins tækifæri til að spreyta sig á að búa til útvarpsdag- skrá. Að vísu er hún oft ekki burð- ug. En unglingarnir fá þó eigi að síður tækifæri til að kynna sér hvað það er að vinna við útvarp. Það sem háir Útvarp Hafnarfirði fyrst og fremst er lítill sendingar- styrkur. Þá er sendir stöðvarinnar í mónó. Auglýsingamarkaðurinn virðist enginn vera svo að útvarps- reksturinn er sjál fboðaliðastarf eig- andans, Halldórs Árna Sveinsson- ar. Hann verður því að fjármagna reksturinn úr eigin vasa. Meðal annars efndi hann til málverkasýn- ingar fyrir skemmstu og lét ágóða af sölu verkanna ganga upp í skuld- ir útvarpsstöðvarinnar! Til að stöðin nái betur eyrum hlustenda þarf eigandinn fyrst og fremst að fá sér sterkari sendi en nú er notaður. Helst tvöfalt stærri. Og ekki myndi skaða að hafa hann i stereó. Þá er tæpast nóg að einn maður sinni dagskrárgerðinni allt árið um kring. Hann hlýtur fyrr en seinna að þorna upp af hugmynd- um. En virða ber viljann fyrir verkið. Sem betur fer eru enn til hugsjóna- menn í einkaútvarpsgeiranum þótt ekki fari mikið fyrir þeim um þessar mundir.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.