Pressan - 22.12.1988, Qupperneq 27
3S
27
&ud<i3a8?fessd^i»®
bækur
Skemmtileg ökuferð?
Ágúst Borgþór Sverrisson:
Síðasti bíllinn. Smásögur.
Reykjavík, ábs-bcekur, 1988.
110 bls.
Satt að segja er Síðasti bíllinn
ákaflega grá og litlaus bók, vekur
litlar tilfinningar og fær hvorki
hjörtu né kirtla til að starfa örar.
Þetta er bók sem er sköpuð til að
gleymast, enda þótt höfundur hafi
líklega ekki ætlað henni það í upp-
hafi.
Hinar einstöku sögur virðast
flestar vera hálfkæringslegar stíl-
æfingar lítt endurskoðaðar og illa
heppnaðar í þokkabót. Þrjár af níu
standa þó upp úr og verðskulda
næstum sæmdarheitið „smásögur“
— „Manía“, „Síðasti bíllinn" og
„Lokadagur". Auk þess má finna
nokkrar sæmilegar Iínur i „Þresti
frænda“ — sögu sem raunar svipar
í ýmsu óþægilega mikið til „Loka-
dags“.
„Síðasti bíllinn“ er væntanlega
heilsteyptasta og best unna sagan í
bókinni. En að efni til er hún ekki
nema miðlungi bitastæð: Drengur-
inn Tommi fylgist áhugalaus og
skilningssljór með því er foreldrar
Geira, vinar hans, rífast og faðirinn
hleypst á brott með yngri konu. Það
sem skiptir Tomma mestu máli er
að þetta gefur honum færi á að
sigra Geira í fyrsta sinn í Ieiknum
„Gettu bílinn“.
„Manía“ sker sig úr öðrum sög-
um bókarinnar fyrir það helst að í
henni örlar á einhverri kímni. Þó er
ekki hlúð nógu vel að frásögninni
— og síðasta setningin er hörmuleg,
spillir raunar fyrir öllu sem á undan
er gengið. „Næst færi hún í starfs-
mannafötum“ hljómar geigvæn-
lega líkt og lokin á ritgerð skóla-
barns um Skemmtilega ferð: „Allir
sneru heim glaðir í bragði, ákveðnir
að koma aftur næsta ár og taka þá
regnfötin með sér.“
Því miður einkennast of margar
sögurnar af þessu — að höfundur
kann ekki að ljúka þeim. Ýmist
koðna þær niður úr meðalmennsk-
unni í lokin eða hætta fyrirvara-
laust í miðju kafi. Síðarnefnda að-
ferðin væri raunar góðra gjalda
verð ef þetta „kaf“ væri bara haft á
réttum stað.
„Lokadagur“ er fín saga. A.m.k.
var hún það áður en höfundur fór
að segja hana. Hún hafði greinilega
alla burði til að verða traust og sterk
saga með einföldum, greinilegum
þræði — hvorki frumleg né fram-
sækin, en engu að síður ákaflega
virðingarvert verk. Höfundur sýnir
okkur aðeins skuggann af því sem
„Lokadagur" hefði getað orðið.
En það að við skulum geta séð að
meira hefði getað orðið úr sögunni
er í rauninni sönnun þess að meira
getur líka orðið úr skapara hennar,
Agústi Borgþóri Sverrissyni. Hann
getur skrifað betri sögur og eflaust
góðar líka.
Vonandi verður hann ekki svo
bráður á sér næst að gefa út efni
sem hann á eftir að ljúka við. ■
Baldur A. Kristinsson
hljómtæki
Frábœr samstœða Ferð aðeins
á ótrúlegu verði hr: 15.980.- staðgr.
D i -
fxdaTÖ
Ármúla 38, símar 31133 og 83177,
Sendum í póstkröfu
VILDARK/ÖR
V/SA
{,
HÚSGAGNA1HF
val
92/95/84 178/95/84
Smiöjuvegi 30 — 200 Kópavogur — Sími 72870