Pressan - 22.12.1988, Síða 29
Fimmtudagur 22. desember 1988
29
SUNNUDAGUR
ar við sögu við gerð handritsins,
allt erlendir nienn, en meðal
þeirra sem tókii þátt í gerð
myndaflokksins var Una Coll-
ins sem gerði búningana. Sem
fyrr segir leíkstyrir Ágúst verk-
inu en helstu hlutverk eru í
höndum þeirra Lisu Harrow
sem leikur Sigriði, Luc Merendu
leikur Harald Helgason, Stuart
Wilson l'er með hlutverk
Magnúsar Hansen, amman er
leikin af Conclia Hidalgo, Jó-
liann G. Jóliannsson leikur
Júlla smala og borstein leikur
Klaus Griinberg. Með hlutverk
þeirra bræðra, Nonna og
Manna, fara þeir Garðar Tlior
Cortes og Einar Örn Einarsson.
bættirnir verða sýndir í Ríkis-
sjónvarpinu daglega eftir fréttir
til 30. desembcr.
Stöð 2 kl. 19.05
KRÓKÓDÍLA-
DUNDEE * * *
Crocodile Dundee
Áslrölsk, gerð 1986, leikstjóri
Peter Fairman, aðalhlutverk
Paul Hogan, Linda Kozlowski.
Einhver vinsælasta gamanmynd
síðari tíma. Og, sem ekki er al-
gengt, afar góð sömuleiðis. Segir
frá kvenblaðamanni frá New
York sem fær ævintýramann til
að leiðsegja sér um óbyggðir
Ástralíu. Seinna fær hún hann
til að koma með sér til New
York, sem ef til vill er ekki síður
frumskógur. Þetta er ákaflega
indæl mynd, Ijúf og falleg, sem
er kannski óvenjulegt á vorum
tímum. Rómantík og brandarar
falla saman í Ijúfa löð. Dundee
er einhver geðþekkasta hetja
bíósins í dag. Trygg skemmtan
fyrir alla fjölskylduna.
Sunnudagur 25. desember
Ríkissjónvarpið kl. 20.30
NONNI
Nýr framhaldsmyndaflokkur
í sex þáttum, gerður af Þjóð-
verjum í samvinnu við Islenska
sjónvarpið, þýskar, austurrísk-
ar, spænskar og svissneskar
sjónvarpsstöðvar. Verkið er
byggt á bókum Jóns Sveinsson-
ar og segir frá æsku hans og
uppvaxtarárum á Akureyri,
myndin er reyndar ekki tekin
þar heldur í Flatey á Breiðafirði,
að mestu leyti sumarið 1987.
Leikstjóri er Ágúst Guðmunds-
son og er myndaflokkurinn
frumsýndur samtímis hér á
landi og í Þýskalandi. Sjón-
varpið hefur látið talsetja þátta-
röðina og er það í fyrsta skipti
sem slíkt er gert hér á landi við
erlendan myndaflokk. Ágúst
hafði sömuleiðis umsjón með
því verki. Alls komu fjórir aðil-
Kæra dagbók.
Þetta er búið að vera voða tvísýnt
með hana Bellu vinkonu á síðustu
dögum. Hún byrjaði sko að æla um
siðustu helgi! Og það er einmitt
þannig, sem maður verður handviss
um að vera ófrískur. Um Ieið og
uppköstin byrja þýðir ekkert að
ímynda sér að blæðingarnar séu
bara soldið óreglulegar. Þá er þetta
nefnilega orðið pottþétt.
Og hafi grey stelpan verið á taug-
inni áður, þá trylltist Bella nú end-
anlega þegar hún fór að gubba.
Mamma hennar hringdi í mig og
sagði að hún bókstaflega heimtaði
að hafa mig hjá sér. Það fannst kell-
ingunni auðvitað pínulítið skrítið,
vegna þess að Bella er ekki beint
þannig týpa að Ieika sér að því að
smita bestu vinkonu sína af ælu-
pest. En ég laug bara að við værum
orðnar svo ógeðslega „nánar“ eftir
að hafa lesið svona mikið saman
undir prófin og þyldum ekki annað
en taka þátt í öllu í sameiningu.
(Mamma hennar hlýtur að vera
meira en lítið biluð, því ég held hún
hafi trúað mér!)
í miðju gubbustandinu þurfti Óli
dólgur (Sko, sökudólgur — ekki
melludólgur) að mæta á staðinn til
að frétta af „barninu* sínu, því
Bella hafði byrjað á að kjafta í
hann, þegar hún byrjaði ekki á túr.
Mér finnst nú, svona persónulega,
að hún hefði frekar átt að snúa sér
til bestu vinkonu sinnar en dólgs-
ins, en hún hefur líklega verið eitt-
hvað skotin í honum. Það er að vísu
allt búið núna, enda henti Bella
postulínsuglu í hausinn á honum
um leið og hann steig yfir þröskuld-
inn í herberginu hennar. (Þetta var
voða dýr stytta, sem hún fékk frá
ömmu sinni eftir samræmdu prófin
í vor. Og hún brotnaði auðvitað í
mask. Þ.e.a.s. uglan...)
Ég gat eiginlega ekkert gert til að
láta Bellu líða betur (fyrir utan að
henda Óla út, sem ég gerði með
mestu ánægju), svo ég skrapp bara
til ömmu á Aragötunni. Hún er
miklu meira líberal en amma á Eini-
melnum og hefur m.a.s tekið vaktir
í Kvennaathvarfinu og allt, þannig
að ég var viss um að hún myndi
segja mér hvar fóstureyðingar eru
gerðar. En þessi ferð var nú meiri
bömmerinn, maður. Amma trúði
ekki að það væri vinkona mín, sem
væri ólétt. Hún hélt að þetta væri
gamla vinkonu-trixið og ég þyrði
barasta ekki að viðurkenna að það
væri ég!
Það var sko hringt í mömmu með
látum og haldinn fyrirlestur yfir
mér og ég veit ekki hvað og hvað.
Og nú heldur öll familían að ÉG sé
ófrísk! Það væri enginn vandi fyrir
mig að fá þetta á hreint, ef ég segði
þeim að þetta væri Bella, en ég lof-
aði henni með tíu fingur upp til
Guðs að kjafta ekki í neinn.
Æ, ég verð að hætta. Mér er orðið
svo ógeðslega bumbult. Ó, nei!!!
Guuuuuð, ætli það sé ekki örugg-
lega della að maður geti orðið ólétt-
ur á því að setjast á ókunnug kló-
sett?
Bless, Dúlla.
sjónvarp
25. desember
Jóladagur
Stöð 2 kl. 16.40
HVÍT JÓL * *
White Christmas
Bandarísk, gerð 1954, leikstjóri
Michael Curtiz, aðalhlutverk
Bing Crosby, Danny Kaye, Rose-
mary Clooney, Vera Ellen, Dean
Jagger.
Segir frá skemmtikröftum sem
koma heim úr stríðinu, taka
saman höndum og skemmta og
gengur vel. Þeir kynnast tveimur
stúlkum og saman ákveða þau
öll að eyða saman tima á vetrar-
dvalarstað. Staðurinn er rekinn
af fyrrum yfirmanni þeirra úr
hernum sem á í fjárhagskrögg-
um. Tónlistin eftir lrving Berlin
þykir hreint afbragð en hinsveg-
ar er myndin að öðru leyti frem-
ur slapparaleg.
JOLA
MYNDIRNAR
Ríkissjónvarpið kl. 22.15
EINS OG SKEPNAN
DEYR
Islensk, gerð 1985, leikstjóri
Hilmar Oddsson, aðalhlutverk
Þröstur Leó Gunnarsson, Edda
Heiðrún Backman, Jóhann
Sigurðarson.
Hilntar Oddsson sneið sér of
stóra skó í þessari mynd, ætlaði
að gera of mikið i einu. Myndin
er metnaðarfull að því leyti að
reynt er að kafa í persónurnar
og til þess er óspart notað tákn-
mál og tilvísanir í l'orlíð þeirra.
Handritið var hinsvegar tæplega
nógu slerkt og í myndinni eru of
rnargir lausir endar til að hún
geti talist skila þeirn hughrifum
sem líklegast hafa vakað fyrir
leikstjóranum. Hilmar þorði þó
að reyna að gera slíka mynd,
sem kannski er ekki algengt
þegar hafðar eru í huga sumar
aðrar myndir hérlendar, þar sent
yfirborðsmennskan og glassúr-
inn eru allsráðandi.
Stöð 2 kl. 22.30
NAFN
RÓSARINNAR * *
The Name of the Rose
ítölsk, þýsk, frönsk gerð 1986,
leikstjóri Jean Jacques A nnaud,
aðalhlutverk Sean Connery, F.
Murray Abraham, Cliristian
Slater.
Afar sérstæð mynd, gerist á
13du öld og segir frá munki sem
er eins og Sherlock Holmes end-
urgerður og aðstoðarmanni hans
(Dr. Watson) sem konta í klaust-
ur þar sem ýmislegt gruggugt fer
fram undir sléttu yfirborði.
Myndin er gerð eftir samnefndri
metsölubók Umbertos Eco. Hún
reynir að blanda sér í þær heim-
spekilegu pælingar sem bókin
býður upp á, en það gengur
eiginlega ekki upp. Sakamálið er
líka tæplega nógu spennandi hjá
Annaud. Myndin er þó fullkom-
lega verð allrar athygli margra
hluta vegna, einkum vegna frá-
bærrar frammistöðu Connerys.
Rikissjónvarpið kl. 23.50
MY FfllR LflDY
Bandarísk, gerð 1964, leikstjóri
George Cukor, aðalhlutverk Rex
Harrison, Audrey Hepburn,
Stanley Holloway, Gladys
Cooper.
Klassísk söngvamynd, gerð eftir
söngleikjaútgáfunni af Pyg-
malion, leikriti Bernard Shaw.
Segir frá prófessornum Higgins
sem stúderar mállýskur og finn-
ur stúiku, Elizu Doolittle, á göt-
unni og ákveður að breyta
henni, ótíndri götustúlkunni, í