Pressan - 11.05.1989, Síða 2
e
880r iam n ■i.'gcDulmmi-l
2
Fimmtudagur 11. maí 1989
velkomin i heiminn
1. Þessi Ijóshærði hnokki kom i
heiminn 29. april siðastliðinn.
Hann er sonur þeirra Margrétar
Árnadóttur og Steinars Sigur-
geirssonar. Þegar hann fæddist
vó hann 15 merkur og var 52 sm
langur. Hann er jafnframt frum-
burður Margrétar og Steinars.
2. Rósa Marta Guðnadóttirog Jón
Þór Guðmundsson eru foreidrar
þessa myndarlega pilts. Hann
fæddist 3. maí siðastliðinn og vó
þá 14 merkur og var 51 sm langur.
Heima biða hans tvö systkini sem
munu örugglega taka vel á móti
litla bróður.
Gestir Svitaballsins fylgjast með Sykurmolunum á sviði hlöðunnar í Efstalandi: Þótt flestir gestanna
væru frá Reykjavík slæddust nokkrir Selfyssingar með sem voru hálfundrandi á háttalagi nætur-
drottninga og -kónga höfuðstaðarins.
Svitaball i Ölfusinu
. . . og þakið lyftist á hlöðunni!
Skemmtanamenning íslands tekur stöðugt á sig nýjar myndir. Síðastliðið miðvikudags-
kvöld var Ölfusið brennipunktur næturlífsins þegar fjölskrúðugur hópur Reykvíkinga gerði
sér ferð úr bænum til að upplifa Svitaball. Það voru félagsskapurinn Postular pakkhússins
og Smekkieysa sm. hf. sem stóðu að þessari óvenjulegu næturskemmtun á bænum Efsta-
landi undir Ingólfsfjalli. Meðal skemmtiatriða í nýuppgerðri hlöðu bæjarins var hljóðfæra-
sláttur sem Sykurmolarnir og The Jupiters önnuðust.
Húsfyllir gesta virtist kunna
vel að meta þessa tilrauna-
kenndu nýjung og dansaði eft-
ir hljómfalli diskóteksins fram
undir morgun. Áhöld eru um
hvort tókst að skapa sannkall-
aðan næturklúbb þetta kvöld,
en nýjustu fregnir herma að
fleiri slíkra næturstunda sé að
vænta á næstu vikum, víðs
vegar um nærsveitir Reykja-
víkur.
Utfarartónleikar Sykurmolanna voru haldnir þetta kvöld i Ölfusinu:
í siðasta skiptið á árinu sem sú sveit leikur fyrir íslendinga.
Gossjálfsalar
og
fáklæddar
álfadrottningar
EINAR OLASON
LJÓSMYNDÁRI
PRESSU
ir*?
Grímuball
Stöðvar
” 2
Það er oft sagt aó þegar sól
fer að hækka á lofti og túnin að
grænka þá léttist lund manns-
ins og ýmsar annarlegar hvatir
sem hafa legið í dvala yfir vetrar-
tímann leysast úr læðingi. Fólk
vill breyta gervi sínu með bættu
tíðarfari og jafnvel fækka fötum
eilítið.
Starfsmenn Stöðvar 2 og ís-
lenska myndversins tóku upp
hætti sumarsins síðastliðið
laugardagskvöld þegar fyrsta
sumarblót ársins var haldið í
Átthagasal Hótels Sögu. Grímu-
ball var yfirskrift kvöldsins og
fengu þarýmsir gott tækifæri til
að iðka bæði skrautleg ham-
skipti og losna við hefðbundió
háttalag vinnustaóarins. Það er
mál manna að veislur sem
haldnar eru á vegum Stöðvar 2
séu hinar fjörugustu sem um
getur. Af þessum myndum aó
dæmavarþettagrímuball engin
undantekning.
Það þarf ekki að kappklæða sig á
vorkvöldum. Það vissi Marianna
Friðjónsdóttir enda fékk hún við-
urkenningu fyrir aö mæta i „skjól-
minnsta búningnum“.
Sigmundur Ernir Rúnarsson frétta-
maður er ekki farinn að sjá bleika
fila, en í fangi hans situr hins veg-
ar bleik kanina. Sú sem ber kan-
inubúninginn heitir Ólöf Björg
Bragadóttir.
ÞORSTEINN H'ÖG'K
GUNNARSSON
Ómari Ragnarssyni þótti takast vel upp í hlutverki
Alberts Guðmundssonar. Hann hlær hér hressi-
lega við hlið Guðrúnar Snæbjörnsdóttur stjórn-
unarritara.
Kynþokkafyllsti gesturinn var val-
inn Þórarinn Stefánsson sem
breytti um gervi þetta kvöld og kall-
aöi sig Þóru Stefánsdóttur. Með
honum er Jón Sigurðsson, fjár-
málastjóri Stöðvarinnar.
Sheikinn af Stöð 2, Goði Sveinsson dagskrárstjóri, læt-
ur sér vel lynda að vera umvafinn kvenfólki. Þessar eru
að vísu ekki lokaðar í kvennabúri en þær heita Ragnhild-
ur Ragnarsdóttir, Anna Kristín Úlfarsdóttir og Hafdís
Laxdal.
Frumlegasta búninginn þetta
kvöldið bar Börkur Bragason. Við
tökum undir þetta með frumlegheit-
in ...