Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. maí 1989
3
PRESSU
MOJUVR
[ AJ
I síðustu viku greindi PRESSAN
frá því að mikillar óánægju gætti
meðal fyrrverandi starfsmanna
Stjörnunnar, þeirra Jörundar Guð-
mundssonar og Bjarna Dags
Jónssonar, en báðir telja þeir samn-
inga hafa verið brotna þegar Stjarn-
an og Bylgjan voru sameinaðar.
Jörundur ku reyndar vera kominn
með málið í lögfræðing. Nú hefur
einn fyrrverandi starfsmaður Bylgj-
unnar bæst í þennan óánægjuhóp,
Steingrímur Olafsson. Steingrímur
var áður bæði verkstjóri á frétta-
stofu Bylgjunnar og umsjónarmað-
ur þáttarins Reykjavík síðdegis.
Hann hætti með þann þátt um
miðjan apríl og fluttist yfir á frétta-
stofuna. Eftir þvi sem PRESSAN
fregnar veiktist Steingrímur og var
rúmliggjandi og mætti því ekki til
vinnu. Forráðamenn íslenska út-
varpsfélagsins hf., eigendur út-
varpsstöðvanna, voru hinsvegar
ekki á því að greiða Steingrimi laun
fyrir aprílmánuð og sögðu hann
hafa stungið af úr vinnunni þrátt
fyrir að hann framvísaði fullgildu
læknisvottorði og starfsfélagar
staðfestu að hann hefði tilkynnt
veikindi. Steingrímur hefur höfðað
mál til að ná launum sínum út úr
fyrirtækinu. Sameining þessara
fyrirtækja er greinilega ekkert
spaug fyrir starfsmennina, því í
grein PRESSUNNAR í síðustu
viku kom t.d. fram að mörgum dag-
skrárgerðarmönnum var boðið að
taka á sig meiri vinnu en áður fyrir
lægra kaup.
Þ
__ að kostar sitt að taka þátt í
Fegurðarsamkeppni íslands. Stúlk-
urnar, eða öllu heldur foreldrar
þeirra, leggja út í þó nokkurn
kostnað vegna fatakaupa. Síður
kvöldkjóll kostar til dæmis ekki
undir 15 þúsund krónum. í ofaná-
lag verða foreldrar stúlknanna að
borga sig inn á sýninguna og kostar
miðinn 5.500 krónur.
^^Vestir á Fegurðarsamkeppn-
inn^ru í blaðaauglýsingum hvattir
til að skarta sínu fegursta. Slíkt hið
sama mun starfsfólkið víst gera og
hefur ekkert verið til sparað að gera
kvöldið sem glæsilegast. Meðal
þess sem ráðist var í var að sérhanna
kvöldkjóla á fjórar stúlkur sem
gegna því hlutverki að taka á móti
gestunum. Þær verða í svörtum
pallíettukjólum sem voru hannaðir
og saumaðir af Maríu Lovísu Ragn-
arsdóttur fatahönnuði...
úristar sem sækja ísland heim
með Norrænu á vegum þýskra
ferðaskrifstofa hafa heimild til að
flytja með sér tíu kíló af matvælum
og í reynd hafa ferðaskrifstofurnar
nýtt sér hana með því að flytja sjálf-
ar inn þessi matvæli í nafni ferða-
mannanna og selja þau svo hinum
sömu þegar til íslands er komið, án
þess þó að greiða nokkur gjöld af
veitingasölunni. Nú hefur verið lagt
til við yfirvöld að sama regla verði
tekin upp hér og gildir í Noregi, þ.e.
að ferðafólk verði að flytja matinn
með sér sjálft ef það vill nýta sér
þessa heimild. íslenskir ferðaskrif-
stofumenn hafa margsinnis mót-
mælt þessari misnotkun þýskra
ferðaskrifstofa...
L
■ Hin sameinaða fréttastofa
Bylgjunnar og Stjörnunnar missir
spón úr aski sínum innan tíðar því
Arni Magnússon fréttamaður hefur
sagt þar upp störfum og hyggst
reyna fyrir sér á nýjum vettvangi frá
og með næstu mánaðamótum...
u
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600
Viö bjóðum þessa viku SKODA 120 L. árg. 1989.
Sívinsæll og þrautreyndur við íslenskar aðstæður.
Nú er rétta tækifærið að gera góð bílakaup fyrir
sumarfríið. Lægsta verð á nýjum bíl í áraraðir.
SKODA 120 L.
4 dyra, 4 gíra, 1174 cc, 52 DIN HÖ.
Verð áður stgr. kr. 306.400.-
VOR-verð__________________________stgr. kr. 276.400,-
VORafsláttur 30.000.-
VORgreiðslukjör:
25% útborgun, eftirstöðvar á 18 mán.
ATHUGIÐ! ADEINS ÞESSA VIKU.
Allir bílar á ▼•RSÖLV eru af
árgerð 1989.
Við erum komnir í ’ff skap og bjóðum upp á nýj-
ung í bílaviðskiptum á íslandi, nýjung sem við köll-
um THSiéllí
Undirtektir við sölunni hafa verið frábærar og
greinilegt að fólk kann vel að meta afsláttinn
og V# greiðslukjörin.
Við tökum allar tegundir
eldri bíla í skiptum en Skoda
er sérstaklega velkominn í
skiptum og þá getum við lán-
að allan mismuninn í allt að
átján mánuði.
Líttu við og þú sannfærist!
NÝJUNG í
BÍIAVIÐSKIPTUM!