Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 28
o
nn hefur enginn verið ráðinn
til að gegna stöðu biaöafulltrúa
ríkisstjórnarinnar, en sem kunnugt
er Iét Magnús Torfi Ólafsson af
starfinu fyrir nokkru. Áður höfum
við greint frá því að Arnþrúður
Karlsdóttir, fyrrv. fréttamaður, hafi
verið orðuð i starfið. Nú hafa þrjú
nöfn bœst við yfir þá sem taldir eru
að komi til greina en það eru:
Haukur Ingibergsson, fram-
kvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar ís-
lands og góður og gegn framsókn-
armaður, Ólína Þorvarðardóttir,
fyrrv. fréttamaður, og Herdís Þor-
geirsdóttir, ritstjóri Heimsmynd-
ar...
Hfileira um blaðafulltrúa-
starf ríkisstjórnarinnar. Stcingrím-
ur Hcrmannsson forsætisráðherra
er sagður hafa áhuga á að breyta
verksviði blaðafulltrúans og gera
það virkara en verið hefur. Þá mun
hann einnig hafa lýst áhuga á að
breyta starfinu i blaöafulltrúaemb-
ætti forsætisráöherra, í svipað form
og Jón Baldvin bjó til í fjármála-
ráðuneytinu í tíð síðustu ríkis-
stjórnar og nefnt var upplýsinga-
fulltrúi fjármálaráöuneytisins...
v
•r ið atkvæðagreiðslu um hús-
bréfafrumvarpiö í vikubyrjun
fengu sjálfstæöismcnn samþykkta
tillögu sína um að fella úr frum-
varpinu ákvæði, sem skerða áttu
lánsrétt í núverandi húsiueðiskerfi.
Fulltrúi ASI í nefndinni, sem samdi
húsbréfafrumvarpið, mun hafa lagt
mikla áherslu á að þetta ákvæði
næði fram að ganga og þess vegna
vakti það töluverða athygli að Alex-
ander Stefánsson framsóknarþing-
maður skyldi greiða atkvæði með
þeim, sem vildu fella það úr lögun-
um. Hann er nefnilega þekktur að
því að leggja ofuráherslu á að engar
breytingar séu gerðar á húsnæðis-
löggjöfinni nema með samráði við
ASl-menn...
L
■ inn heimsfrægi kvikmynda-
leikari og dálkahöfundur PRESS-
UNNAR Omar Sbarif er að öllum
líkindum væntanlegur til íslands nú
í haust í tengslum við bridgemót
Bridgesambandsins. Mótið kalla
þeir Alslemmu ’89 og er það fólgið
í átta helgarmótum, sem haldin
verða vítt og breitt um landið í sum-
ar. Sigurvegarar þessara móta
ávinna sér rétt til að spila á nokkurs
konar úrslitamóti í október, en það
er einmitt þá sem hjartaknúsarinn
og bridgesjúklingurinn Sharif kem-
ur til landsins...
æstkomandi sunnudag
ganga þau i það heilaga, Jón Óltar
Ragnarsson, sjónvarpsstjóri með
meiru, og Elfa Gísladóttir, leikkona
og innkaupastjóri barnaefnis á
Stöö 2. Þau verða gefin saman í
Dómkirkjunni, en þaðan liggur leið
brúðhjónanna og kirkjugesta í rút-
um út fyrir bæinn þar sem haldin
verður mikil veisla...
HEFUR STAÐGREÐSLU
AF LAUNATEKJUM
ÞINUM
^Oq.
VERÐ SKILAÐ?
Hafi launagreiðandi ekki staðið skil á
staðgreiðslu sem hann hefur dregið aflaunum
kemur full álagning á launamann til innheimtu.
Staðgreiðsla launamanns er
bráðabirgðagreiðsla tekju-
skatts og útsvars og dregst
frá við álagningu opinberra
gjalda. Ef um vanskil á stað-
greiðslu er að ræða af hálfu
launagreiðanda koma full
álögð opinber gjöld til inn-
heimtu, nema leiðrétting hafi
farið fram áður.
Nú hafa verið send til
allra launamanna yfirlit yfir
afdregna staðgreiðslu af
launatekjum þeirra á árinu
1988. Yfirlitið er byggt á skil-
um launagreiðenda á af-
dreginni staðgreiðslu launa-
manna til innheimtumanna.
Ío^/'-?609
7609 £ÝKiRrTn*‘
sj022,'7*09
, 05
5jo2;\7609
5j022i'7609
5j°22i ~?6°9
6JOlí,
O0'6£8g.
2t\
21
21.
63.
Mikilvægt er að launa-
menn beri yfirlitið saman við
launaseðla sína til þess að
ganga úrskugga um að réttri
staðgreiðslu hafi verið skilað
til innheimtumanna.
í þeimtilvikumsemum
skekkjur er að ræða skal
fyrst í stað leita skýringa hjá
launagreiðanda. Beri það
ekki árangur er mikilvægt að
umsókn um leiðréttingu á
sérstöku eyðublaði sé komið
á framfæri við staðgreiðslu-
deild RSK, Skúlagötu 57,
150 Reykjavík sem fyrst til
þess að tryggja að greiðslu-
staðan verði rétt við álagn-
ingu opinberra gjalda nú í
sumar.
Kynntu þér yfirlit um staðgreiðsluskil.
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI