Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 2

Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 18. maí 1989 EINAR OLASON LJÓSMYNDARI PRESSU ÞORSTEINN HÖGNI GUNNARSSON INGVAR Á ÍSLANDI Ingvar Carlsson situr þarna á milli borgarstjórahjónanna, Ástriðar Thorarensen og Davíðs Oddssonar, í hádegis- verðarboði i Viöey. Eins og kunnugt er hefur Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, verið staddur hér á landi undanfarnadaga,en hannferhéðan aftur í dag, fimmtudag. Meðfylgj- andi myndir voru teknar í síðdegis- móttöku á Hótel Borg, sem Alþýðu- flokksfélag Reykjavíkur hélt til heið- urs ráðherranum í gær, og í hádegis- verðarboði borgarstjóra úti f Viðey. Sænski ráðherrann skáiarvið hina íslensku kollega sina, Jón Sig- urðsson og Jón Baldvin Hanni- balsson. í bakgrunni má m.a. sjá Pál Sigurðsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Jafnaðar- mennirnir Gylfi Þ. Gisla- son og Ingvar Carlsson ræö- ast viö í mót- töku Alþýðu- flokksfélags Reykjavikur. Rauð rós er orðin hefðbundið tákn jafnaðarmennskunnar, en það fór meira fyrir lifandi blómarósum á öllum aldri i boðinu á Hótel Borg. Forsætisráðherrann var auðvitað umsetinn í móttökunni. Þarna er hann á tali við þá Sigurð Guð- mundsson og Karl Steinar Guðna- son. velkomin i heiminn 1. Þessí herramaður lét ekki hafa af sér fegurðarblundinn, þó hann fengi Ijósmyndara frá PRESS- UNNI í heimsókn. Hann er sonur þeirra Auðar Axelsdóttur og Eiríks' Guðmundssonar og fæddist 11. maí síðastliðinn. Mann vó þá 3200 grömm og mældist 50 cm langur. 2. Hann virðist fullkomlega af- slappaður, þessi ungi maður á Fæðingarheimilinu í Reykjavik, enda ekki ástæða til annars þegar lifið blasirvið manni. Þetta erson- ur Ingibjargar Árnadóttur og Finn- björns Vignis Agnarssonar, sem fæddist þann 9. maí. Hann er eng- in smásmiði — 54 cm og hvorki meira né minna en 18 merkur. 3. „Heilirog sæiir ættingjar góðir, nær og fjær!“ gætu skilaboðin verið frá þessari hressu stúiku. Pabbi hennar og mamma heita El- ín Guðmundsdóttir og Jón ísleifs- son og fæddist frumburðurinn 10. maí síðastliðinn. Unga daman mældist 49 cm löng við fæðingu og hún vó 13 merkur. 4. Þessi fallegi sveinn er staddur langt, langt frá móðurjörðinni. Hann leit dagsins Ijós vestur i Kanada þann 11. apríl í vor, en for- eldrar hans eru Vilborg Eiríksdótt- ir Elvy og Robert Elvy. Pilturinn vó 12 merkur, þegar hann fæddist, en núna er hann eflaust orðinn mun þyngri og fariö að togna úr honum. 5. Ungi drengurinn á þessari mynd sefur makindalega og lætur sig eflaust dreyma um mjólk og móðurarma. Um það snýst nú einu sinni lífið á þessu ævi- skeiði... Hann er sonur þeirra Sólborgar Sigurðardóttur og Sveins Haraldssonar og verður bráðum mánaðargamall, þvi hann fæddist 22. apríl síðastliðinn. Þá var hann 171/i mörk.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.