Pressan - 18.05.1989, Síða 13

Pressan - 18.05.1989, Síða 13
Fimmtudagur 18. maí 1989 13 Rithöfundurinn: LEIÐINLEG- AST AÐ UPP- LIFA STÉTTA- SKIPTING- UNA bórarinn Eldjárn var ekki heima þegar við hringdum. Hann hafði ekið út á Heathrow-flugvöll að sækja son sinn og Unnar Ólafsdótt- ur sem var að koma til þeirra til Kantaraborgar, þar sem þau hal'a búið síðustu mánuðina. En næsta morgun var hann við símann: „Við komum hingað i ágúst á síð- asta ári og ætlum að dvelja fram á haustið," sagði bórarinn. „Unnur er að stúdera tölvufræði og ég er bara að skrifa." Ekki vildi hann gefa upp iivaó hann væri að skrifa nákvæmlega: „Bara ýmislegt.“ Með bórarni og Unni eru tveir synir „eða helmingurinn af börnun- um“ eins og bórarinn segir. „beir eru Ari, 7 ára, og Úlfur, I2 ára, og likar prýðilega að ganga í skóla hér. Okkur líkar reyndar öllum mjög vel að búa hérna. Hér er ntun rólegra en heima og ódýrara að búa.“ Sumarið í Kantaraborg var kont- ið þótt bórarinn segði að ekki alveg nógu hlýtt væri i augnablikinu: „Apríl var eiginlega kaldasti mán- uður vetrarins. Hér var eiginlega enginn vetur og menn voru farnir að slá bletti í febrúar." Hann segir þó engan vafa leika á að þau komi aftur heim: „betta er bara smáhviid „Hér er mun ró- legra og ódýrara að búa.En þeir hafa vonda ríkis- stjórn./y og nijög gott að komast frá öllu stressinu sem er þarna uppfrá. bað virðist því miður enginn geta út- skýrt afhverju þetta stress stafar..." Hann segist vera húsmóðir jafn- hliða skrifunum og kunna ágætlega við það hlutverk: „betta eru allt hlutir sem þarf að gera, kaupa inn, búa til mat og annað, og við höfum alltaf séð um þau verk í samein- ingu.“ í Kantaraborg er fátt um íslend- inga, þau hjónin og tvær íslenskar stúlkur i námi. bórarinn segist kunna vel við Bretana, þeir séu gott og þægilegt lólk, „en þetta er dálít- ið öðruvisi þjóðfélag en tíðkast á Norðurlöndum og lægri standard. bað sem mér l'innst leiðinlegast að upplifa hérna er stéttaskíptingin, sem er svo gjörsamlega rótgróin og partur al' öllu hér og á sér náttúr- lega rætur langt al'tur í aldir. bessi stéttaskipting birtist á ýmsum svið- um eins og í skólakerfinu og mögu- leikum fólks. Svo hafa þeir vonda ríkisstjórn". Iþróttamaðurinn: TILRAUNA- STARFSEIVL- INNI ALLS EKKI LOKIÐ Klukkan i Austin í Texas var hálfátta að morgni þegar við hringdum til Einars Vilhjálmsson- ar. Eiginkona hans, Halldóra Dröfn Sigurðardóttir, hafði bent okkur á að reyna þann tíma, svo ör- uggt væri að Einar yrði heima. Hann var glaðvaknaður og á leið- inni í síðasta prófið sitt: „Eg er hér að stúdera alþjóðaviðskipti og hag- fræði við University of Texas, en ég byrjaði í þessu námi í haust.“ Áður hafði Einar lokið BS-prófi í líf- fræði frá sama skóla. „Ég kann ágætlega við þetta nám. betta er stór og mikil deild hér við skólann og mikið framboð af athyglisverð- um áföngum. Hér í Texas hef ég ver- ið allt í allt í firnm vetur og hef einn- ig komið hingað sem ferðamaður og í æfingabúðir." Einar segir töluvert hafa verið af íslendingum í námi við skólann. „Núna eru hér til dæmis þrír verk- fræðingar í námi og það hefur allt- af verið töluverð aðsókn í skólann, enda hefur hann staðið sig vel í samanburði við aðra bandaríska háskóla." Hann bætir við að skól- inn sé enda kallaður The University' of Texas, „með stóru THE“! Einar vill ekkert tala um „kastið^ sem var dæmt ógilt“ og var einn og hálfan metra frá heimsmeti: „bað var ekki mælt fyrr en eftir á, þá var það dæmt ógilt og ég tala yfirleitt lítið um ógild köst!“ segir hann hlæjandi. Hanp segist hafa æft mikið í vetur: „Ég er búinn að vera mjög grimmur í vetur, þetta er bara framhald á því sem ég hef verið að gera áður. betta er tilraunastarf- semi til að sjá hvar takmörkin liggja. Ég keppi ekkert fyrir hönd skólans og er fyrst og fremst að þessu fyrir sjálfan mig.“ Framundan er alþjóða Grand Prix-stigakeppnin í sumar, sem verður haldin víðs vegar unt Evr- ópu. „bar verður um tíu keppnir að ræða sem gefa stig en úrslitakeppn- „Þetta er bara áframhald á því sem éa hef verið ao gera. Ig hef verið grimmur við æfing- arnar i vet- in fer fram í Mónakó í haust. Síðan er heimsbikarkeppni í Barcelona og þar keppir einn fulltrúi fyrir Evr- ópu í hverri grein og ég var valinn sem fulltrúi Evrópu I985 og hef þannig séð það sæti að verja. í ár verður róðurinn Itins vegar töluvert erfiðari því þrír methafarnir frá Ólympíuleikunum ’88 eru Vest- ur-Evrópubúar þannig að þetta verður keppni um sæti í úrvalsliði Vestur-Evrópu. Ég reikna með að „melda“ mig á öll mótin í Grand Prix-keppninni.“ Hvar hann setji takmarkið núna svarar hann: „Ég ætla að bæta mig!“ Einar segir að sumnrdagurinn fyrsti í Texas sé ekki kominn á mælikvarða Bandaríkjamanna, „en hann er kominn á okkar mæli- kvarða. bað er 25 stiga hiti í dag en það hefur verið skýjað og nokkuð rakt. betta er mjög þægilegur stað- ur hvað veðráttu varðar og fyrstu l'jögur árin sem ég bjó hérna kom snjór þrisvar". Einar segist gera ráð l'yrir að koma heim til íslands í júní „og síð- an fer ég á l'lakk. Konan mín og dóttir okkar, Gerður Rún, sem verður fjögurra ára í júlí, munu lík- lega hafa aðsetur í æfingabúðum í Svíþjóð þar sem mín miðstöð verð- ur ntilli keppna“. Hann hefur sinnt spjótkastinu í ellelu ár og segir ekki á leiðinni að hætta: „Nei, nei, það er engin ástæða til þess l'innst mér. Framfar- irnar hafa komið jafnt, þétl og stig- andi, og tilraunastarfseminni nteð sjálfan mig er ekki lokið. bar fyrir utan fannst mér útkoman á Ólyrnp- íuleikunum þess eðlis að ég gat alls ekki hugsað mér að hætta.“ ur. M M

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.