Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 4

Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 4
F4rnmttídegiir-,1.8.í-maí i98& litilrædi af innivistarsvæði Eg hef voöa mikiö veriö aö hugsa um Fossvogsdalinn uppá síökastið. Verið alveg undirlagöur. Verst af öllu aö mér er fyrirmunað aö mynda mér skoöun á því, hvort rétt sé að byggja bílveg um Fossvogsdal eöa ekki. Kannske er þetta mál ekki nægilega flók- ið til aö hægt sé aö mynda sér skoðun á því. Stundum, þegar ég er í vandræðum með að mynda mér skoóanir, nota ég félags- fræöilegu aðferðina, aö flækja máliö fyrst og ná mér í launað djobb viö aö greióa úr flækjunni aftur. Þaö er þá fyrst til aö taka aö íslenska þjóöin skiptist í tvennt: dreifbýlingaog þétt- býlinga. Tiltölulega stutt síðan allir landsmenn voru dreifbýlingar og vafalaust skammt undan aö þjóöin öll veröi þéttbýlingar. Dreifbýlingar og þéttbýlingar eiga fátt sameiginlegt, nema ef vera kynni uppruna sinn. Flagsmunireru ólíkirog þáaö sjálfsögöu skoðanir allar líka. Nú er þaö svo, aöallireigasérdraum. Þaö á bæöi við um dreifbýlinga og þéttbýlinga. Og hver er svo draumurinn? Dreifbýlinga dreymir um aö fá aö búa í þéttbýli og þéttbýlinga dreymir um aö fá að búa í dreifbýli. Á nokkrum áratugum hafa á Islandi oröið þjóöflutningar, meö því aö sveitamenn hafa í hópum flust „á mölina11, til að láta þann draum rætast aö vera þéttbýlingar. Við þetta hafa orðið til borg og bæir, en þaö er þaö kallað þegar hús rísa mörg í þyrp- ingu, stundum aóskilin af götum, strætum og jafnvel torgum, og oftaren ekki eru í hús- unum unaöslegir sveitamenn sem hafa lát- iö drauminn um aö komast í þéttbýliö ræt- ast og geta látið sig fara aö dreyma um aö komast aftur uppí sveit. Ég er borgarbarn í einhverjaættliði, en þó er ég — sem betur fer — ágætlega hagvan- ur í sveit. Og nú kem ég aó því sem ef til vill verður mergurinn þessa máls. Ég elska útivistarsvæöi og veit ekkert dásamlegra en aö geta um frjálst höfuö strokið úti í guösgrænni náttúrunni. Og svo unaðslega vill til aö ísland er eitt allsherjar útivistarsvæði, vel aö merkja, bara ef þéttbýliskjarnarnir eru frátaldir. Borgir og bæir eru, eöli málsins sam- kvæmt, mest „innivistarsvæði“,., Svo ég geri nú langt mál stutt, þá er ég orðinn svo þreyttur á öllu útivistarsvæöa- röflinu um allar trissur að ég fæ vélgju þeg- ar ég heyri orðið „útivistarsvæöi" nefnt. Guöveitaöégerekki að amastvið Hljóm- skálagaröinum og Klambratúninu, Arnar- hólj eöa skrúögaröinum í Laugardal. Ég er meira aö segja hlynntur því að ekki verði meira byggt í Fossvogsdalnum, en herraguð. Ég held aö þeir sem hafa kosið sér aö búa í þéttbýli veröi aö sætta sig vió þaö að búa ekki í dreifbýli. Og, góöir hálsar, þegar búið er í þéttbýli, þá þarf fólk aö komast leiöarsinnar, og til aö fólk komist leiðar sinnar, þarf aö byggja göt- urog brautir, því hamingja þjóöarinnarer nú ekki síst fólgin í því aö komast af „útivistar- svæðum“ landsins heim til sín, inní innivist- arsvæöin, meö sérstakri hliðsjón af veður- farinu hérlendis. Annars hef ég fylgst með útivistarsvæö- um borgarinnarog fæsatt aö segjaekki séö aö þau séu úr hófi vinsæl. Meira aö segja Klambratúnið, sem erorð- ið einn fegursti bletturinn í Reykjavík. Þang- aö viróist fólk lítið sækja, nema ef til vill einn og einn kynlegur kvistur, sem á blíöum sumardegi bíöur í skjóli runnanna eftir því að fátækifæri til aðsýnaásérskömminaog hrella meö því gamlar konur og börn sem eru svo aldrei á túninu af því reykvíkingar nota önnur útivistarsvæöi en þau sem eru í miðbæ borgarinnar. Aldrei hef ég enn séð barn að leik, hvaöþá fullorðna, á svæöinu milli Miklubrautar og Hringbrautar, þar sem folaldsmerin hans Sigurjóns trónar meö planka á bakinu. Og hefur þó ólítið verið þvargaö um það „útivistarsvæði“. Einu útivistarsvæöin í Reykjavík, sem njóta vinsælda, eru Austurstrætið þegar blessaöri sumarsólinni loksins þóknast aö verma götuna, já og Hallærisplanið, ef þaö er þá ekki komið úr tísku. Og það minnir okkur enn einu sinni á þá staðreynd aö aldrei hefur miðbær Reykja- víkurveriðsubbulegri en um þessarmundir. Fyrirmér, sem búið hef viö umferðargötur í miðbænum, meö flugvöll í hlaðvarpanum, frá því ég fæddist, eru rökræðurnar um Fossvogsdalinn, mengunina sem skapast af bílum ef þeir fara um Fossvogsdalinn, hávaðann sem skapast af bílum sem fara um Fossvogsdalinn, náttúruspjöllin af bíl- vegi um Fossvogsdalinn og nauösyn þess aö byggja jarögöng undir Fossvogsdalinn svo aö hann haldi sér í upprunalegri mynd, fyrir mér er þetta aö veröa svo mikið víðáttu- kjaftæöi aö ég nenni ekki einusinni aö hafa skoðun á því. Ég hugsa aö varla sé til unaðslegra úti- vistarsvæöi en Heiömörkin. Þangað fara miklu færri en ætla mætti, samt er þangað fimm mínútna akstur úr borginni. Sannleikurinn er sá aö útivist sækja ís- lendingar uppí sveit eöa inná öræfi og inni- vist heimahjá sér og hluti af lífshamingju hvers manns er aö komast heimtil sín. Og flestirfara heimtil sín á bílum og til aö bílar komist leiöar sinnar þarf bílvegi og vonandi þarf ekki að leggja svoleiöis bílveg um Fossvogsdalinn bara ef allir komast samt heimtil sín o.s.frv. Ég held að þaö sé kominn tími til aö friða innivistarsvæðið í hausnum á þeim sem hæst láta í svona málum. • Framdrif. Rafmagnsrúður og læsingar og annar lúxusbúnaður • Vökvastýri og sjálfskipting m/overdrive • Hagstætt verð og greiðslukjör • Allt að 7 sæti. • Aflmikil 12 ventla vél. MAZDA 626 STATION m

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.