Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 16
16
Fimmtudagur 18. maí 1989
sjúkdómar og fólk
HVÍTLAUKURINN
Mislangur legutími
eftir aögerð
Fyrir tuttugu árum lagðist ég í
sjúkrahús vegna botnlangabólgu.
Botnlanginn var tekinn á venjuleg-
an hátt og ég lá í sjúkrahúsinu í 10
daga eftir aðgerðina, eins og þá var
venja. Fyrstu dagana lá ég að mestu
fyrir, borðaði lítið og lét sem
minnst á mér kræla. Síðan var ég
útskrifaður og allt gekk vel. Lítil
vinkona mín gekk undir þessa
sömu aðgerð fyrir nokkrum mán-
uðum, en í þetta skiptið var gangur-
inn allt annar. Hún var drifin á fæt-
ureftir nokkra klukkutíma, var far-
in að borða og drekka fljótlega og
kontin heim á 3ja degi. Ungir Iækn-
ar nútímans hlæja dátt að þessum
gömlu vinnuaðferðum, að láta
sjúklingana liggja svona lengi eftir
aðgerðir, en þá var þetta viðtekin
venja og álitin góð og gild læknis-
fræði.
Hindurvitni og vísindi
Ég var að velta þessu fyrir mér
um daginn, þegar ég sat og var að
glugga í gamla bók um sögu læknis-
fræðinnar. Nútímalæknar hafa því
ntiður þá tilhneigingu að álíta
gamlar kenningar og vitneskju
hégóma einan og hafa tröllatrú á
nútímatækni og vélvæðingu. En
vísindin eru breytingum háð og
sannleikur dagsins í dag er oft að-
hlátursefni á morgun. Eað er náið
samband milli vísinda og hindur-
vitna, því það sem við köllunt
hindurvitni og hégóma nú á tímum
var eitt sinn nefnt vísindi. Menn
framtíðarinnar rnunu kalla margt
af því hindurvitni og hégóma sem
við stoltir nefnum vísindi á okkar
tímum. En mikið sem stendur í
gömlum læknabókum er i fullu
gildi enn í dag og nútímalæknis-
fræði byggir í raun á ýmsum kenni-
setningum úr grárri forneskju.
Heilhrigð sál i hraustum líkama
(mens sana in corpore sano) sagði
Decimus .luvenalis forðum og ótrú-
legur aragrúi líkamsræktarstöðva
út um allan bæ sýnir að nútíma-
menn reyna að lifa samkvæmt
þessu. Gamla læknisfræðin lagði
mikla áherslu á heilbrigt mataræði
Sú var tíð, að við stærðum okkur
af því að hér á landi væru allir born-
ir til sama réttar, allir jafnir fyrir
lögunt. Við brostum góðlátlega, er
við heyrðum hinar voldugu þjóðir
heims halda hinu sama fram á tylli-
dögum, skrúðgöngur þeirra og
skart huldu ekki gaddkylfu frum-
skógarins fyrir okkur. Én hér hjá
okkur var ekkert að fela, munurinn
því öllum auðsær. Einhvers staðar
segir, að það sé auðveldara að koma
auga á flís í auga bróður en bjálka
í sínu eigin. Og það skyldi þó ekki
eiga við hér? Ertu alveg viss um að
allir séu hér jafnir fyrir lögum? Eg
ætla að staðhæfa við þig, að svo er
alls ekki.
í dag nenni eg ekki að renna und-
ir þessa fullyrðingu þeirri augljósu
staðreynd, að til dæmis orðið
þjófnaður er orðið að hugtaki, sem
við, almúginn, vitum ekki hvað
þýðir lengur. Kænsk^, dugnaður,
fjárdráttur, gjaldþrot, allt eru þetta
greinar, sem okkur eru sýndar á
sama stofni, og hér veltur á, hvar þú
í fylking stendur, er til breka þinna
er horft. Þetta vita allir sem i blöð
líta, eiga útvarp eða sjónvarp. Því
stærra sem brotið er, því fínna nafn
og líferni og einhvers staðar segir
Hippókrates: Megi maturinn vera
eina lyfið sem við tökum. í mínum
huga er hlutverk læknisfræðinnar
að upplýsa um þá ábyrgð sem við
berum á eigin líkama, heilsu og
mataræði. Læknar eiga að hvetja til
heilbrigðs lífernis og stuðla þannig
að því að fyrirbyggja sjúkdóma en
ekki líta á lyfjagjafir og uppskurði
sem aðalhlutverk sitt.
Hvítlaukurinn
í þessari gömlu bók var sérstakur
kafli um hvítlaukinn og sögu hans í
læknisfræðinni. Ég hef unt langt
skeið liaft mikið dálæti á hvítlauk
og notað hann óspart í mat, enda er
hann mjög góður til allrar matar-
gerðar. Þessi áhugi kviknaði fyrir
mörgum árum, þegar ég var á er-
lendu læknaþingi og rætt var um
lægri tíðni á hjartasjúkdómum í
löndum í Suður-Evrópu (Frakk-
landi, Ítalíu) en í löndum Norður-
Evrópu (Þýskalandi, Hollandi,
Danmörku). Fyrirlesarinn hafði á
takteinum ýmsar skýringar á þessu
fyrirbæri; minna stress, annað lífs-
mynstur, meiri víndrykkja og sitt-
hvað fleira. Þá reis einhver upp úr
áhorfendahópnum og spurði: Gæti
þetta ekki stafað af mun meira hvít-
lauksáti? Fyrirlesarinn varð háll'-
hvumsa, enda hafði hann ekki
athugað þetta nægilega vel.
Saga hvítlauksins
Mannkynið hefur um aldir hal't
mikið dálæti á hvítlauk, bæði sem
lyfi og kryddjurt. Læknar í Egypta-
landi hinu forna notuðu hann til
lækninga eins og fram kemur á
papýrus-rúllum frá því 1500 f.Kr.
Þar kernur m.a. fram aðferð til að
komast að því hvort kona er með
barni. Leggja skyldi hvítlaukslauf
milli fóta hennar yfir nóttina, ef
fannst út úr henni hvítlaukslykt
daginn eftir, þá var hún þunguð
(vísindi??, hindurvitni??). Faðir
læknisfræðinnar, Hippókrates,
notar sömu aðferð. Þessi sami
Hippókrates átti ekki orð til að lýsa
aðdáun sinni á hvítlauknum og
taldi hann bót við tannpínu, brjóst-
sjúkdómum, hægðatregðu, holds-
veiki og mörgu öðru. Galenos
verður að velja því, svo að gamlir
lagabálkar kannist ekki við það.
Aðeins hinir vinlausu eða ungu og
smáu verða að verja sig án aðstoðar
hagsmunahópa.
En veiztu, að allt i kringum okk-
ur er fólk sem er að berjast fyrir lífi
sínu í klóm þess hagkerfis sem við
höfum komið okkur upp. í bjart-
sýni heldur ungt fólk á vit nýrra
morgna, gengur í hjónaband, eign-
ast börn, gerir kaupsamning um
íbúð. Æskuþrótturinn svellur því i
brjósti og það leggur nótt við dag,
til þess að draumar rnegi breytast í
vökumyndir. Þau borga af lánum,
reyna að standa í skilum, en hvernig
sem þau hamast hækka skuldirnar.
Þau leita styrkja, en komast að því,
að þar er ekki öllum jafn greiður
aðgangur. Hversu oft hefi eg ekki
setið með ung hjón fyrir framan
mig, grátandi ung hjón, sem mætt
eru til þess að skilja, vegna þess að
þau eru að tapa öllu sínu, tapa arði
erfiðis síns liðin ár, eygja enga lausn
aðra en þá að geta veifað bréfi um
að þau séu orðin einstætt foreldri.
Þau vilja ekki skilja, en eru neydd
til þess af þessu skrímsli sem hag-
kerfi okkar er.
Claudius, frægur rómverskur
læknir, notaði hugtakið Lyf fátæka
inannsins um hvítlaukinn. Annar
læknir, Dioscorides, sem ferðaðist
m.a. með herjum Nerós, skrifaði
læknabókina Materia Medica og
lofsyngur hvitlaukinn og telur hann
til allra hluta nytsamlegan. Hann
segir hvitlaukinn nauðsynlegan
hermönnum sem ætli að geysast í
stríð, og íþróttamönnum fyrir
keppni, því hann auki þeim snerpu
og úthald og blási mönnum hug-
rekki og þori í brjóst. í Talmud, sem
er gömul gyðingleg lögbók, stendur
um hvítlaukinn að hann metti
hungur, haldi líkamanum heitum,
drepi alls konar sníkjudýr og eyði
öfundsýki. Þar er talað um hvít-
laukinn sem kynæsandi efni
(afrodisiaka) sem viðhaldi mönn-
um snörpum til ásta og sérlega er
mælt með hvítlauksneyslu á föstu-
dögum, en þá átti sérstaklega að
sinna ástaleikjum. í mörgum lönd-
um hafa menn haldið sérstakar
hvítlaukshátíðir, t.d. í Egyptalandi,
Spáni og á Ítalíu.
Sú var tíð, að hjónabandið var
talið styrkasta stoð þjóðar, börnum
skjól og öruggust leið til þess
þroska er þau hafa hæfileika til.
Börnin voru álitin gullið æðst er við
hefðum framtíð þjóðar að rétta. En
hér virðist annað mat setzt að völd-
um. Ekki veit eg, hvort þetta veldur
þér áhyggjum, en sjálfur er eg log-
andi hræddur við þessa þróun. Þeg-
ar svo er komið, að hjón þurfa að
skilja, til þess að leika á kerfið, þá
hafa vissulega einhver lög verið í
ógáti sett. Skilji enginn orð mín svo,
að eg telji rangt að hlú að einstæð-
ingum og munaðarlausum, en að
lög skuli stuðla að því að fjölga
þeim hlýtur að vera umhugsunar
virði.
Og þá kem eg að seinna erindinu
við þig í dag, hinni óvígðu sambúð.
Þetta er annað mál er liggur á borði
rnínu æði oft. Elskendur hafa hafið
sambúð, leiðst um lífsvanginn af
hörkudugnaði og orðið vel bjarg-
álna, sem kallað er. En þau hafa
ekki eignazt börn, og sú kemur
stund að karlinn deyr. Þá kemur í
ljós, að blessuð hjónaleysin höfðu
aldrei álitið sig annað en hjón, þó
ekkert bréf um slíkt væri í vasa.
Gildi hvítlauksins
Getur það verið að öll þessi vitn-
eskja kynslóðanna um hvítlaukinn
sé tómt bull og hégómi? Nútímavís-
indi hafa sýnt að hvítlaukurinn hef-
ur marga kosti. Hann inniheldur
efni sem heitir allisin, sem er
bakteríudrepandi. Um aldir hefur
hvítlaukurinn verið notaður sem
bakteríudrepandi efni, svo þar er
komin skýringin á því. Þegar allis-
inið gengur í samband við annað
efni, allinasa, kemur fram hin
fræga hvítlaukslykt. En hvítlaukur-
inn hefur að geyma önnur efni, eins
og eggjahvítu, brennistein (diallyl-
sulfíð), öll möguleg vítamín, C, A,
B, ýmis steinefni eins og gerrnan-
ium, kvenkyns- og karlhormón,
fosfór, kalsíum og járn. Þetta er
ótrúleg samsetning af bætiefnum
og hvert hvítlaukslauf inniheldur
aðeins 7 hitaeiningar! Áhrifin eru
ýmiss konar, bakteríudrepandi og
sveppadrepandi, auk þess vilja
sumir halda því fram að gerrnan-,
ium vinni gegn krabbameinsmynd-
un. Hvítlaukurinn kemur í veg fyrir
blóðstorku og hindrar þannig
tappamyndun í æðunum, auk þess
sem hann hækkar góðu blóðfituna
HDL. Þannig er margt sem bendir
til þess að sú trú sem forverar mínir
í læknastétt höfðu á hvítlauknum
hafi við rök að styðjast.
Hvítlaukslykt??
En hvað um hvítlaukslyktina?
Sumar viðkvæmar sálir kvarta há-
stöfum undan hvítlauknum. Best
væri að allir borðuðu hvítlauk, því
þá væri lyktin ekkert vandamál.
Annars eru til ótal ráðleggingar um
það hvernig megi eyða hvítlauks-
lykt. Best er að borða laukinn með
öðru grænmeti, því klórofyll í
grænmeti virðist eyða hvítlauks-
lyktinni. Besta ráðið er þó að ann-
ast vel tennur og maga og ekkert er
betra við maganum og tönnunum
en einmitt hvítlaukur svo lyktin
hverfur að mestu með tímanum,
þegar heilbrigðin eykst. En allir
geta veikst, jafnvel þeir sem borða
mikinn hvítlauk, og þá er að fá sér
enn meiri hvítlauk. Besta ráðið sem
ég veit við kvefi og alls konar óáran
Enginn kaupmáli, engin erfðaskrá,
ekkert sem tryggir rétt eftirlifandi
konu. Venjulega líður ekki langur
tími, þar til „ekkjan“ fer að kynnast
ættingjum karlsins, fólki sem hún
kannske áður hafði ekki hugmynd
um, en er nú mætt til að hirða það
er því ber. Gráðugir hugir reka
hendur til leitar í skápum og hirzl-
um, og gömul kona horfir á arð af
erfiði vinnu sinnar skráð á lista til
skipta milli lögerfingja og ríkis. Til
prestsins leitar hún með sviða sinn
og tár og spurnir. Víst höfðu þau
ætlað að ganga frá þessum hlutum,
hún og karlinn, en dregizt hafði úr
hömlu, þar til allt varð um seinan. í
slíkum tilfellum er prestinum ráða-
fátt, og eftir að hafa fengið lög-
fræðing mér við hlið skil eg hreint
ekki, hvernig eg klóraði mig frá
þessum málum hér fyrrum. Víst er
það mitt mál en ekki þitt. En hins
vildi eg beiðast af þér, ef þú þekkir
fólk í óvígðri sambúð, að þú spurj-
ir: Hvort það sé ekki einmitt í dag,
sem það ætti að koma málum sin-
um á hreint með löglegum stimpli,
því ekkert okkar á morgundaginn
vísan. Kannske breytir spurn þín
ekki miklu, en ætti þó að knýja
er hressandi livítlaukssúpa: 1 /2 I
kalt vatn i pott. Setjið í pottinn 1
tening af hænsnakjötkrafti, klippta
steinselju, sellerí, 2 lauka, 3—4
pressuð hvítlaukslauf og 3—4 heil
lauf, 1—2 gulrætur og jafnvel I—2
kartöflur. Látið sjóða í 20 mínútur
og pressið eina sítrónu út í súpuna
rétt áður en hennar er neytt. Þessi
súpa er algjört dúndur og bætir,
hressir kætir. Það er harðgert kvef
sem ekki lætur undan þessari með-
ferð. Auk þess er súpan ákaflega
bragðgóð, eins og allt sem inniheld-
ur hvítlauk, enda sagði Karl inikli
um hvitlaukinn að hann væri vinur
læknanna og verðlaun kokkanna.
Lokaorð
Oft er það gott sem gamlir kveða.
Ég hef mikla trú á ýmsu sem stend-
ur í gönilu læknisfræðinni og ofur-
trú gömlu læknanna á hvítlauknum
getur ekki verið tómur hégómi.
Hefði saga islensku þjóðarinnar
mögulega verið öðruvísi ef við
hefðum haft meiri hvítlauk? Hefði
Skarphéðinn brotist úr brennunni
ef hann hefði lifað á hvítlauk í upp-
vextinum eða hefði Eyjólfur Jóns-
son einhvern tímann komist yfir
Ermarsund ef hann hefði neytt
meiri hvítlauks? Hefðu íslendingar
stráfallið í pestarfaröldrum ef þeir
hefðu haft hvítlauk? Þessum
spurningum verður um aldir ósvar-
að en stundum hef ég velt því fyrir
mér hvort betra gengi íslenska
handbpltalandsliðsins í Frakklandi
en á Ólympíuleikunum í Seoul á
liðnu ári hafi stafað af því að þeir
félagar fengu meiri hvítlauk í
Frakklandi.
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON 0
karlinn til þess að horfast í augu við
það öryggisleysi, þá ósvífni, er hann
sýnir hjásvæfu sinni, að skrá arð
streðs þeirra beggja á eigið nafn,
hirða aðeins um hennar hag í mark-
lausu hjali. Stolt er heldur ekki sú
kona, er lætur bjóða sér slíkt. Von
mín er, að spurnin þín fækki tárum
arðrændra kvenna á skrifstofum
presta, arðrændra vegna trassa-
skapar elskenda, er telja sig ætíð
eiga eilíft líf á jörðu.
pressupennar
TÁR ÚR UNDUM TVEIM