Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. maí 1989
3
Kaffileikhúsið fæðist:
STÓRBORGARBLÚS
I KVOSINNI . . .
Það líður varla sú vika að ný verk
séu ekki frumsýnd af litlum sjálf-
stæðum leikhópum bæjarins. Síð-
astliðið mánudagskvöld bættist
enn eitt blómið við fjölbreytta flóru
leikhúss í höfuðstaðnum, þegar
Kaffileikhúsið opinberaði fyrsta
verk sitt í kjallara Tunglsins, sem nú
heitir Bíókjallarinn. Það var leikfé-
lagið Ljóri, samansett af nemend-
um í öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð, sem frumsýndi eitt
þekktasta verk „absúrd“ leik-
skáldsins Edwards Albee, Sögu úr
dýragarðinum.
Að sögn aðstandenda er Kaffi-
leikhúsið hugsað sem vettvangur
fyrir hina ýmsu leikhópa Reykja-
víkur, sem munu í framtíðinni sýna
verk í Bíókjallaranum í þrjár eða
fjórar vikur. Til tals hefur komið að
EGG-leikhúsið, Alþýfðuleikhúsið
o.fl. setji upp verk eftir að sýning-
um á Sögu úr dýragarðinum lýkur.
Enn hefur ekki verið ákveðið með
fullri vissu hvaða leikhópur fylgir í
kjölfarið undir verndarvæng Kaffi-
leikhússins, en það mun væntan-
lega skýrast innan skamms. Þangað
til standa sýningar á Sögu úr dýra-
garðinum yfir á fimmtudögum,
sunnudögum og þriðjudögum. Vill
einhver þiggja smástórborgarblús
með kaffinu?
Daniel Ingi Pétursson og Haraldur Kristjánsson í hlutverkum sínum í leikriti Albees, Sögu úr dýragarðinum. Þeir
leika tvo ólíka menn sem fyrir tilviljun hittast á bekk i garði. í Ijós kemur að þessi kynni hafa örlagarík áhrif á líf
þeirra beggja.
Við erum komnir í skap og bjóðum upp á nýj-
ung í bílaviðskiptum á íslandi, nýjung sem við köli-
um
Undirtektir við sölunni hafa verið frábærar og
greinilegt að fólk kann vel að meta afsláttinn
og greiðslukjörin.
Við bjóðum þessa viku SKODA 120 L. árg. 1989.
Sívinsæll og þrautreyndur við íslenskar aðstæður.
Nú er rétta tækifærið að gera góð bílakaup fyrir
sumarfríið. Lægsta verð á nýjum bíl í áraraðir.
SKODA 120 L.
4 dyra, 4 gíra, 1174 cc, 52 DIN HÖ.
Verð áður
VOR-verð
stgr. kr. 306.400.-
stgr. kr. 276.400.-
VORafsláttur 30.000.-
VORgreiðslukjör:
25% útborgun, eftirstöðvar á 18 mán.
ATHUGIÐ! AÐEINS ÞESSA VIKU.
Allir bílar á ▼•RttlV eru af
árgerð 1989.
Við tökum allar tegundir
eldri bíla í skiptum en Skoda
er sérstaklega velkominn í
skiptum og þá getum við lán-
að allan mismuninn í allt að
átján mánuði.
Líttu við og þú sannfærist! NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600
JÖFUR HF
JÖFUR— ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL