Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 14

Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 18. maí 1989 ÞRÍR ÞEKKTIR ÍSLENDINGAR Fjarri stressi köldu vori Þegar íslendingar fara út til keppni a einhverju sviði bíður öll þjóðin í ofvæni. Við fylgjumst hins vegar minna með þeim íslendingum sem búsettir eru er- lendis og verða þekktir þar að góðu einu. Stundum munum við eftir Helga Tómassyni listdansara, stundum eftir Helgu Björnsson tískuteiknara í París og stundum eftir Karólínu Lórusdóttur ; myndlistarkonu í.Buetlandi. Sjaldnar hugsum við um hvernig Hugrúnu Ragn- arsson fyrirsætu, sem lengi bjó ó Spóni, gengur eftir að hún opnaði umboðsskrif- stofu í London eða hvernig öðrum Islend- ingum vegnar úti í hinum stóra heimi. Fegurð, bækur og íþróttir eru það sem helst hefur komið íslandi ó landakortið. Fulltrúar þessara hugtaka búa víða um heim. íslensk stúlka sem ókvað að freista gæfunnar í heimi fyrirsætanna 17 óra gömul lagði ó skömmum tíma Evrópu að fótum sér. Úti í Bretlandi situr íslensk- ur rithöfundur og skrifar íslenskt verk en konan hans, veðurfræðingurinn, er í nómi. Innan um kúrekahattana íTexas kemur spjót fIjúgandi úr höndum íslend- ings. Við erum alls staðar. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR FENGNAR FRÁ ÞJÓDVILJANUM, ÍÞRÓTTABLADINU OG ÞÝSKA TÍMARITINU MADAME JAPANI TIL AÐ KAUPA ÍSLENSKAN FISK Þrumur og eldingar í New York. Brynja Sverrisdóttir fyrirsæta er nývöknuð þegar PRESSAN hring- ir. Hafði komið frá París daginn áður þar sem hún var viðstödd brúökaup vinkonu sinnar og segist vera hálfrugluð enn og með höfuð- verk. Samt í feiknagóðu skapi: „Ég er i algjöru sumarskapi þrátt fyrir þrumur og eldingar i augnablik- inu,“ segir hún. „Ég er á leiðinni til Tokýó núna á laugardaginn, 20. maí, sem reyndar er afmælisdagur- inn minn,“ en Brynja verður þá 23 ára. Hún hefur starfað sem fyrir- sæta erlendis frá 17 ára aldri, hafði lengi aðsetur í París en flutti í hitt- eðfyrra yfir til New York þar sem velgengni hennar hefur haldið áfram. Brynja segist hafa gert tveggja vikna samning við Japani og mun þar taka þátt í tískusýningum, sitja l’yrir á Ijósmyndum og koma fram í sjónvarpsþáttum „þar sem ég ætla að reka dyggilegan áróður fyrir þvi áð Japanir kaupi íslenska fiskinn"! segir hún. „Þetta verður allsherjar vinna í tvær vikur en undirbúning- urinn hófst fyrir níu mánuðum. Eg átti upphaflega að fara í apríl en komst ekki þá svo þeir breyttu öllu planinu eftir mínum þörfum og ég er auðvitað mjög ánægð með það...! lnn i þessa vinnu fléttast skemmtiþættir sem ég á að koma fram í og ýmiss konar viðtöl og það er í þeim þáttum sem ég ætla að reyna að sannfæra Japanina um kosti þess að kaupa fisk af íslend- ingum.“ Ekki segist hún kunna orð i japönsku. „Ertu frá þér?! Þeir kunna allir ensku, það er ágætt.“ Þessi ferð er ekki sú fyrsta sem Brynja fer til Tókyó: „Ég hef eytt þremur mánuðum af mínum 276 í Tókyó. Það munaði minnstu að ég færi undir bíl þar í fyrsta skiptið, því þar er vinstri umferð.“ Fyrstu dagana í júní vinnur Brynja fyrir Ford i New York en um miðjan mánuðinn heldur hún til Italíu: „Ég vinn fyrir sína umboðs- skrifstofuna í hverju landi. Ég starfa free lance, „different people, different places“, það er miklu betra þannig. í Milanó verð ég í tvær vikur, verð í New York í eina viku í júlí, þaðan fer ég á „Roma ##tcj vinn fyrlr sina umboðs- skrifstof- una i hverju landi. „Dif- ferent pe- ople, dif- ferent places##, það er ágætt. Alta Moda“ í Róm og verð í fríi í ágúSt. Ágúst er góður mánuður því þá er ekkert að gera í þessu starfi, algjör hvíld.“ Hvort hún ætli að koma heim i sumarfríinu svarar hún: „Nei, núna. Iangar mig í „andlega“ ferð, fara til Tíbet eða eitthvert annað. Mig lang- ar síst af öllu á sólarströnd eða hót- el við sundlaug. Róbinson Krú- só-ferð er það sem ég sækist eftir núna.“ Hún segist hafa verið heima um páskana og komi líklega aftur um jólin: „Sýningarnar í Mílanó byrja í októberbyrjun og í París í lok október. Já, ég er bókuð út allt þetta ár og fram á það næsta.“ Hún sýnir mikið fyrir sömu hönnuðina, eins og Valentino, Gianni Versace „og svo hittir maður nýja hönnuði af og til. í gær var ég að sýna fyrir breskan hönnuð, Emanuel, sem er staddur hér í tvo daga til að kynna hönnun sína. Hann hannar allt fyr- ir Díönu prinsessu og ég sýndi aðal- lega íburðarmikla kjóla i stíl Vikt- oríutímabilsins". Brynja segist aldrei vera einmana þótt hún búi ein í ibúð: „Ég er með þjónustustúlku frá Kólumbíu sem kemur tvisvar í viku þegar ég er heima. Hún er alveg ómissandi og ég er búin að ákveða að hvert sem ég flyt fari hún með mér! Við þrífum saman, hún vökvar blómin, býr til kaffi og matreiðir oft rétti handa mér. Ég þarf nú stundum á nokk- urskonar mömmu að halda! Ann- ars er svo stutt á milli Bandarikj- anna og íslands að ég fæ aldrei heimþrá, alltaf hægt að koma heim. Lífið sem ég lifi núna er ekki enda- laust...!‘

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.