Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 5
Fimrntudagur 18. maí 1989
5
VARN ARMÁLAN EFND
TENGILIÐUR HERS
ÞJÓÐLIFS
ÍTÖK SUÐURNESJAMANNA FARA VAXANDI: PENINGANA SUÐUR!
I hverjum mánuði funda sex íslendingar með flotaforingjanum á
Keflavíkurflugvelli og fjórum eða fimm aðstoðarmönnum hans. Á
þessum fundum eru fyrir luktum dyrum rædd mál sem snerta samskipti
bandaríska hersins og íslendinga. Peningar koma oft við sögu á þess-
um fundum. Suðurnesjamenn hafa á síðustu misserum komist til auk-
inna áhrifa i varnarmálanefnd, samtimis eru háværar kröfur um að
auka hlut Suðurnesjanna í gróðanum sem verður til á Keflavíkur-
flugvelli.
EFTIR: PÁL VILHJÁLMSSON — MYNDIR: EINAR ÓLASON
Fundirnir eru haldnir til skiptis á
varnarmálaskrifstofunni í Reykja-
vík og í fundaherbergi flotaforingj-
ans á Keflavikurflugvelli og standa
i 2—4 klukkutíma í senn. Guðni
Bragason sendiráðsritari skrifar
fundargerð sem flestum er bannað-
ur aðgangur að.
Formaður varnarmálanefndar er
Þorsteinn Ingólfsson, sem veitir
jafnframt forstöðu varnarmála-
skrifstofu og er titlaður sendiherra.
Að sögn Þorsteins fjallar varnar-
málanefnd um samninga og sam-
skipti við bandaríska herinn og þau
vandamál sem koma þar upp.
Af því leiðir að fundaefnið er „af-
skaplega margbreytilegt”.
Með Þorsteini í nefndinni starfar
annar embættismaður, Berglind
Ásgeirsdóttir, ráðuneytissjóri í fé-
lagsmálaráðuneytinu. Að öðru Ieyti
eru í nefndinni menn skipaðir af ut-
anríkisráðherra; Höskuldur Ólafs-
son, bankastjóri
Verslunarbankans, Páll Jónsson,
sparisjóðsstjóri í Keflavík, Guð-
finnur Sigurvinsson, bæjarstjóri í
Keflavík, og Ólafur Björnsson, út-
gerðarmaður í Keflavík.
Það er nýlunda að Suðurnesja-
menn eigi svo marga fulltrúa í varn-
armálanefnd. Til skamms tíma var
lítið hróflað við nefndinni þó utan-
ríkisráðherrar kæmu og færu. Þeg-
ar Steingrímur Hermannsson varð
utanríkisráðherra árið 1987 breytti
hann fyrirkomulaginu og eftir það
fylgir skipunartími nefndarmanna
starfstíma þess ráðherra sem kallar
menn til starfa í nefndina.
Heimamenn
þrýsta á
Það var ekki síst fyrir þrýsting
Suðurnesjamanna sjálfra að nefnd-
arskipan í varnarmálanefnd var
breytt. Heimamenn töldu sig vera
afskipta þegar ákvarðanir voru
teknar um skipan mála á Miðnes-
heiði.
Eitt meginverkefni varnarmála-
nefndar er að undirbúa samninga
við Bandaríkjaher um verktöku á
athafnasvæði hersins. Verktaka er
aðaluppspretta þess gróða sem
verður til á Keflavíkurflugvelli. Þó
svo eigi að heita að Aðalverktakar
sitji einir að verkefnum á herstöð-
inni falla mörg smærri verk til ann-
arra verktaka.
Keflavíkurverktakar, sem stofn-
aðir voru árið 1957, og í eigu Suður-
nesjamanna fá viðhaldsverkefni
sem falla til. Iðnaðarmannafélag
Suðurnesja hafði forgöngu um
stofnun Keflavíkurverktaka á sín-
um tíma og íslensk stjórnvöld
beittu sér fyrir því að verktakarnir
fengju sinn hlut í hermanginu.
Þessi dúsa dugði heimamönnum í
tæpa tvo áratugi, en á þeim tíma
gerðist þrennt.
í fyrsta lagi stórjukust fram-
kvæmdir hersins og meira var til
skiptanna og í öðru lagi fjölgaði
þeim, bæði iðnaðarmönnum og
öðrum, sem stóðu utan Keflavíkur-
verktaka og fengu þess vegna ekki
hlutdeild í auðsuppsprettunni. í
þriðja lagi gerðist það að ýmsir
smærri verktakar úr Reykjavík
fengu verkefni á Keflavíkur-
flugvelli.
Ásakanir um
spillingu
Suðurnesjamenn sáu rautt þegar
Suðurvirki hf. var úthlutað verki
árið 1985 við urðun sorps fyrir her-
inn. Það kom á daginn að einn að-
aleigandi Suðurvirkis er Guðmund-
ur Sigþórsson, skrifstofustjóri
landbúnaðarráðuneytisins.
Aðdragandi þess að Suðurvirki
fékk verkið þótti heimamönnum
grunsamlegur og þeir stóðu í raun
frammi fyrir orðnum hlut þegar
fyrst fréttist af samningnum. Það
var hald sumra að gengið hefði ver-
ið frá samningnum í varnarmála-
nefnd og kunningsskapur ráðið
úrslitum.
Það var undir þessum kringum-
stæðum sem stjórnvöld tóku undir
það sjónarmið heimamanna að þeir
ættu að fá fleiri fulltrúa í nefndinni
sem fjallar um samskiptin við
herinn.
Steingrímur Hermannsson skip-
aði flokksbróður sinnPál Jónsson í
nefndina í utanríkisráðherratíð
sinni. Jón Baldvin Hannibalsson
bætti um betur og skipaði í nefnd-
ina tvo frammámenn Alþýðu-
flokksins í Keflavík, Ólaf
Björnsson útgerðarmann og Guð-
finn Sigurvinsson bæjarstjóra.
Samþætting hers
og þjóðlífs
Aukin áhrif Suðurnesjamanna í
varnarmálanefnd ber upp á sama
tíma og það færist í vöxt að pening-
ar frá Keflavíkurflugvelli séu fengn-
ir til að blása lífi í óburðug
fyrirtæki á svæðinu. Nefndarmenn
í varnarmálanefnd gegna Iykilhlut-
verki við að koma þessum pening-
um í réttar hendur.
Thor Ó. Thors, forstjóri Aðal-
verktaka, sagði í viðtali í Morgun-
blaðinu í gær að fyrirtækið hefði
undanfarin ár lánað til stofnana
eins og Dvalarheimilis aldraðra og
Sjúkrahússins í Keflavík. Þessi lán
fóru í gegnum Sparisjóðinn í Kefla-
vík, sem Páll Jónsson, nefndar-
maður varnarmálanefndar, stýrir.
Fyrir fáum árum var stofnað
hlutafélag á Suðurnesjum, Eldey
hf., en hlutverk þess var að vinna að
endurreisn sjávarútvegs á svæðinu,
sem á mjög undir högg að sækja.
Skólakrakkar fóru hús úr húsi til að
safna hlutafé í fyrirtækið, en því var
ætlað að vera almenningshlutafé-
lag. Eldri menn og ráðsettari fóru
hinsvegar á fund Thors Ó. Thors og
báðu um liðsinni Aðalverktaka.
í Morgunblaðsviðtalinu í gær
segir Thor Ó. Thors að „það átti að
neyða okkur til að gerast hluthafar
í útgerðarfélaginu Eldey hf., en við
gátum sloppið við það með því að
lána fyrirtækinu 10 milljónir til 5
ára, vaxtalaust, en verðtryggt og að
fullu tryggt“. Fyrirgreiðslan varð
umfangsmeiri, því Aðalverktakar
beittu sér fyrir því að Sparisjóður-
inn í Keflavík og Verslunarbankinn
lánuðu Eldey hf. samtals 80 rnillj-
ónir í viðbót. Bankastjóri Verslun-
arbankans er Höskuldur Ólafsson,
sem jafnframt á sæti í varnar-
málanefnd.
Bandaríkjamenn
vilja fá í staðinn
Bandariski herinn á Keflavíkur-
flugvelli hefur í áraraðir réttlætt til-
tölulega háan kostnað við að halda
her á íslandi með þeim rökum að
hér ríki „sérstakt ástand”. Þetta sér-
staka ástand stafar af því að allt frá
undirritun varnarsamningsins 1951
hefur andstaðan við veru Banda-
ríkjahers hér landi verið óvenju-
mikil, miðað við það sem
Bandaríkin eiga að venjast.
Bandaríkjamenn vita sem er að
staða þeirra hér á landi styrkist eftir
því sem efnahagur íslendinga verð-
ur háðari veru hersins hér á landi.
Þessi vitneskja eykur yfirmönnun-
um á Keflavíkurflugvelli sjálfs-
traust og í kveðjuræðu Erics
McVadon, fráfarandi flotaforingja
á Keflavíkurflugvelli, kveður við
annan tón en íslendingar eiga að
venjast frá bandarískum her-
mönnurn.
í ræðunni, sem flutt var í vik-
unni, veitir MaVadon íslendingum
ákúrur fyrir að sýna Bandaríkja-
mönnum kuldalegt viðmót og að
herinn fái ekki nægan stuðning frá
landsmönnum. í sömu andrá talar
McVadon um að æ erfiðara sé að
réttlæta fjárútlát bandaríska hers-
ins með sérstöðu íslands.
McVadon hvatti íslenska NATO-
sinna til að taka upp hanskann fyrir
Bandaríkin og andæfa herstöðva-
andstæðingum. Orð flotaforingj-
ans benda eindregið til þess að
Bandaríkjamönnum þyki kominn
tími til að íslendingar opni landið
frekar en nú er fyrir hermönnum af
Keflavíkurflugvelli.
Þegar að því kemur að yfirmenn
á Keflavíkurflugvelli fara þess á flot
við íslendinga að þeir sýni af sér
meiri gestrisni verður það gert á
vettvangi varnarmálanefndar.
Með eiginkonurnar
til Norfolk
Varnarmálanefnd leggur töluvert
upp úr því að treysta félagsleg sam-
skipti við yfirmenn bandaríska
hersins. Einu sinni á ári hverju fer
nefndin í heimsókn til aðalstöðva
bandaríska flotans í Norfolk á aust-
urströnd Bandaríkjanna. Með í för
eru forsvarsmenn stærstu verktak-
anna á Keflavíkurflugvelli, Aðal-
verktaka og Keflavíkurverktaka. í
Norfolk eru undirritaðir verksamn-
ingar næsta árs. Þessir fundir ganga
undir nafninu „haustfundir”, enda
iðulega haldnir í októbermánuði og
taka þrjá eða fjóra daga.
„Það hefur verið þannig í gegn-
um tíðina að eiginkonur margra
nefndarmanna hafa farið með til
Norfolk. Það er mjög gagnlegt frá
okkar sjónarhóli, auðveldar sam-
skiptin og stuðlar að persónulegum
samböndum," segir Þorsteinn Ing-
ólfsson, formaður varnarmála-
nefndar. Hann segir ferðakostnað
eiginkvennanna ekki greiddan af
ríkinu.
Vanalega ferðast varnarmála-
nefnd með áætlunarflugi Flugleiða
til Bandaríkjanna. í fyrra brá svo
við að nefndin varð samferða
bandarísku yfirmönnunum á
Keflavíkurflugvelli og flaug með
bandarískri herflugvél til Norfolk.
„Það var gert í sparnaðarskyni,"
segir Þorsteinn Ingólfsson.
Annað tækifæri til að efla sam-
skiptin milli íslendinganna og yfir-
manna Bandaríkjahers gefst á
sumrin. Þá tíðkast að bjóða yfir-
mönnunum í laxveiði í eina tvo eða
þrjá daga. Undanfarin ár hefur
varnarmálaskrifstofan tekið eina af
betri laxveiðiám landsins, Norðurá,
á leigu og boðið hermönnum af
Keflavíkurflugvelli og Bandaríkj-
unum til veiða ásamt nefndar-
mönnum varnarmálanefndar og
yfirmönnum Keflavíkurverktaka
og Aðalverktaka. Þorsteinn segist
vera búinn að gera ráðstafanir til að
fá ána leigða í sumar, en ekki sé
endanlega búið að ganga frá því
hvort eða hvenær af veiðiferðinni
verður.
„Persónuleg sambönd skipta máli,“ segir Þorsteinn Ingólfsson, formaður varnarmálanefndar.