Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 18. maí 1989
Stór hópur fólks á íslandi,
sem annars staðar á Vestur-
löndum, telur sig eiga allt
undir því að nöfn hans og
andlit birtist nógu oft i fjöl-
miðlum. Sérstaklega er talið mikil-
vægt að komast í sjónvarpið, sem
allir trúa að sé áhrifamesti fjölmið-
illinn. Ákafinn við að koma sér á
síður dagblaða, tímarita og á sjón-
varpsskjáinn fékk nýlega nafn á ís-
lensku. Fyrirbærið er kallað
athyglissýki.
Dæmi um athyglissýki er þegar
eiginkona stjórnmálamanns skrifar
í grein í dagblaði að hún hafi verið
í útlöndum nýverið og þar hafi
„beinstífir” dátar reynt að kíkja
upp undir stutta pilsið sem frúin
klæddist. Annað dæmi er af leik-
stjóra sem gerir heimildarmynd fyr-
ir sjónvarpið um heimsókn
dægurlagasöngvara til íslands. í
myndinni ber meira á leikstjóran-
um, vinum hans og vandamönnum
en söngvaranum sem var tilefnið.
Athyglissýki er sjúkdómur af
sama stofni og stelsýki og áfengis-
sýki. Það er umdeilt hvort sjúk-
dómurinn er nokkuð annað en
siðferðisbrestur. Sá athyglissjúki
lætur stjórnast af hégóma, sá stel-
sjúki af ágirnd og alkóhólistinn af
hóglífi.
Menningarsjúkdómur
Ennfremur eru þessir sjúkdómar
að einhverju leyti háðir samfélags-
aðstæðum. Fjölmiðlar eru for-
senda athyglissýki á svipaðan hátt
og stórmarkaðir freista þjófa og
gnótt brennivíns eykur mönnum
þorsta. Til að komast að raun um
hvort athyglissýki er menningar-
sjúkdómur verður að fara aftur í
tímann og líta á aðstæður þegar nú-
tímafjölmiðlun tók að mótast.
Ljósmyndir ruddu sér til rúms
um miðja 19du öld og þóttu bylt-
ingarkennd nýjung. Margir litu svo
á að með ljósmyndatækninni væri
mönnum í fyrsta sinn gert mögulegt
að festa brot úr veruleikanum á
pappír. Og hvaða veruleika var vin-
sælast að setja á pappír? Jú, fyrst
og fremst voru teknar rnyndir af
mönnum og konum sem þannig
vildu tryggja sér einhverskonar
ódauðleika. Ljósmyndir af lands-
lagi, svo dæmi sé tekið, voru ekki
nærri eins eftirspurðar og andlits-
myndir.
íslendingar voru fljótir að til-
einka sér tækni og siði Evrópubúa
og átti það ekki síst við um ljós-
myndun. Þvers og kruss um sveitir
landsins sendu menn ljósmyndir af
sér. Með þeim hætti var vinarhugur
staðfestur og sjálfsagt þótti mönn-
um til þess koma að vita af sér í
ramma uppá vegg eða hillu í fjar-
lægu héraði.
Gömul saga
Þann 8da október árið 1844 sendi
Ein frægasta setning heimsbókmenntanna er „cogito, ergo sum" sem ó ís-
lensku útleggst „ég hugsa og því hlýt ég að vera til". Höfundur setningarinn-
ar er franski 17du aldar heimspekingurinn René Descartes og staðhæfingin
var lokaniðurstaða hans í glímunni við efann um sjólfan sig og tilveruna.
Ef Descartes væri nútímamaður, óöruggur með sjólfan sig og í vafa um
stöðu sína, myndu vangavelturnar leiða til annarrar niðurstöðu: „Televisus,
ergo sum" sem ó íslensku mætti þýða „ég er í sjónvarpinu og því hlýt ég að
vera til".
EFTtR: PÁL VILHJÁLMSSON — TEIKNING: ARNÞÓR HREINSSON
Gísli læknir Hjálmarsson á Arn-
heiðarstöðum bréf til Jóns Sigurðs-
sonar I Kaupmannahöfn. Gísli var
einlægur aðdáandi Jóns og saknaði
hans. í bréfinu segir meðal annars:
„llla fórstu með mig, bróðir minn,
að unna mér ekki að sjá af þér ge-
fjes-myndina. Viljir þú ég skuli
nokkru sinni minnast þín framvegis
í bænum og andvörpum, þá láttu
hana koma að sumri. Hugur minn
hressist við það að sjá hismi það
nærri mér, því ekki er sagt, hvenær
fundum okkar ber saman.” „Ge-
fjes” er danskt gamanyrði um and-
lit sem Gísli klæðir sárindi sín.
Það er ekki ósennilegt að um-
kvörtun Gísla stafi að hluta til af af-
brýði. Hann gæti hafa frétt að
einhver annar hefði fengið mynd af
Jóni með vorskipunum. Jón Sig-
urðsson vissi hvað klukkan sló þeg-
ar almannatengsl voru annarsvegar.
Fram á þessa öld mátti á bæjum
víða um land sjá andlitsmyndir af
Jóni sem hann sendi á sínum tíma.
Móttökurnar sem ljósmynda-
tæknin fékk á íslandi undirstrika
að landsmenn voru á sama menn-
ingarstigi og Evrópubúar. í frum-
stæðari samfélögum er Iitið með
tortryggni á Ijósmyndun og hvers-
kyns myndatöku. Þar óttast menn
að tapa hluta af sjálfum sér þegar
þeir eru festir á filmu. Þessu er þver-
öfugt farið í nútímaþjóðfélagi, seg-
ir bandaríski rithöfundurinn og
gagnrýnandinn Susan Sontag.
„Sjónvarpsframkoma"
í snjöllum ritgerðum Sontag,
teknar saman í bókinni On plioto-
graphy, segir frá þeirri öfugþróun
sem leiddi til þess að veruleikinn
tók að apa eftir ljósmyndun og síð-
ar sjónvarpi. Ljósmyndin hætti að
vera skrásetjari veruleikans og varð
að fyrirmynd hans. Það er litið svo
á að maður bæti við sig eiginleikum
í sjónvarpi, að minnsta kosti þeir
sem búa yfir góðri „sjónvarpsfram-
komu”. Það er líka talað um að
myndast vel eða taka sig vel út á
skjánum.
Við þetta bætist að heimur sjón-
varpsins er áferðarfallegri og meira
spennandi en nokkurs annars fjöl-
miðils. Meginhluti þess sjónvarps-
efnis sem er framleitt á
Vesturlöndum hefur hreint
skemmtigildi að markmiði, er bein-
Iínis búið til til að drepa tímann fyr-
ir fólki.
Það er ekki sjálfsagt mál að sjón-
varpið skuli einkum vera skemmti-
atriði. Ástæðuna fyrir stöðu
sjónvarpsins í dag má rekja til að-
stæðna í Bandaríkjunum fyrir
þrem til fjórum áratugum, en
Bandaríkin eru í senn fyrirmynd
sjónvarpsmenningar Vesturlanda
og stærsti framleiðandi sjónvarps-
efnis í heiminum.
Auglýsingamennska
Bandaríski blaðamaðurinn Ben
Bagdikian færir sannfærandi rök
fyrir því í bókinni The media mono-
poly að hagsmunir og kröfur aug-
lýsenda móti sjónvarpið á
afgerandi hátt. Á árdögum sjón-
varps, segir Bagdikian, var litið á
það sem framhald af menningar-
starfsemi sem fyrir var.
Sjónvarpið tók upp og sýndi leik-
verk sem fjölluðu á alvarlegan og
raunsæjan hátt um knýjandi úr-
lausnarefni samtímans, það gerði
heimildarþætti um misrétti milli
kynþátta og félagshópa og beindi
athyglinni að skúmaskotum stór-
borga. Bandarískur almenningur
tók þessu sjónvarpsefni vel og það
þótti auka mönnum skilning á sam-
félaginu sem þeir bjuggu í.
Dagskráin breyttist þegar sjón-
varpsstöðvar leituðu til fyrirtækja
um að kosta útsendingar. Stórfyrir-
tæki sáu sér leik á borði og gegn því
að kosta tiltekna sjónvarpsdagskrá
fengu þau áhrif á innihaldið.
Bagdikian nefnir dæmi um sígar-
ettufyrirtæki sem kostaði gerð
framhaldsþáttar. Fyrirtækið krafð-
ist þess að illmennin í þáttunum
reyktu ekki sína tegund og ekki
mátti sýna atriði þar sem aðalper-
sónurnar notuðu sígarettur til að
lýsa reiði eða vanþóknun, til dæmis
með því að kasta frá sér hálfreyktri
sígarettu.
Tannkremið og tilveran
Alvarlegt sjónvarpsefni er sem
eitur í beinum auglýsenda. I Banda-
ríkjunum er dagskráin reglulega
rofin til að koma að auglýsingum.
Sjónvarpsefni ,sem á trúverðugan
máta lýsir gleði og sorg, von og
eymd nútímamannsins verður ekki
rofið til að koma þeim skilaboðum
til áhorfandans „að ef þú bara
burstar tennurnar með kol-
geit-tannkremi verður tilveran
bjartari”. Umgjörð auglýsingarinn-
ar undirstrikar fáránleika hennar
og áhorfandinn skellir upp úr.
Auglýsendur leggja á það áherslu
að umhverfi auglýsingarinnar,
sjónvarpsdagskráin, falli vel að stíl
og anda auglýsingamennskunnar.
Sjónvarpssápur eins og Dallas og
Dynasty eru sérstaklega þénanlegar
þessu markmiði. Sögupersónurnar
eru staðlaðar steríótýpur og efnis-
þráðurinn ein allsherjar endur-
tekning.
Fólkið í framhaldsþáttunum er
fallegt, konurnar kynþokkafullar
og mótleikararnir karlmenni. Aug-
lýsingin um kolgeit og betri tilveru
fellur eins og flís við rass að þessari
sjónvarpsmenningu.
Auglýsingasjónvarp framleiðir
og heldur við fyrirmyndarheimi þar
sem allt er ljúfara og einfaldara en
í hversdagsleikanum. Svo spenn-
andi er þessi heimur að meirihluti
þjóðarinnar sest á hverju kvöldi
vikunnar fyrir framan kassann sinn
og glápir. Það er þess vegna eftir
nokkru að slægjast að komast í
sjónvarpið.
Matteusarlögmólið
Það sem skilur að athyglissjúka
og aðra sem birtast í sjónvarpinu er
að þeir fyrrnefndu sækjast eftir at-
hyglinni á meðan hinir eru kallaðir
til. Það þarf ekki endilega að vera
hégómi sem knýr þann athyglis-
sjúka áfram. Oft eru það beinharð-
ir hagsmunir. Rithöfundurinn selur
fleiri bækur ef hann kemur fram í
sjónvarpi, kaupahéðnar fá ókeypis
auglýsingu fyrir vörur sínar, stjórn-
málamaðurinn heldur sjónvarps-
viðtal rakta leið til vinsælda og
skemmtikraftur að markaðsgildi
sitt hækki.
í nútímasamfélagi skiptir höfuð-
máli að „láta vita af sér”. Þetta er
lykilatriði fyrir menn og konur sem
á einn eða annan veg byggja af-
komu sína á því að vera þekkt eða
fræg. Hugsi maður út í það eru þeir
töluvert margir sem þannig er ástatt
um og fer fjölgandi.
Það er kallað matteusarlögmálið
sem sker úr um hverjir fá inni í sjón-
varpinu og hverjir ekki. Lögmálið
hljóðar á þessa leið í nýju biblíunni:
„Yður er gefið að þekkja leynda
dóma himnaríkis, hinum er það
ekki gefið. Því að þeim, sem hefur,
mun gefið verða, og hann mun hafa
gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur,
mun tekið verða jafnvel það, sem
hann hefurl’ (13:10—12.)
Þeir sem þekkja leyndardóma
sjónvarpsins og hafa þegar náð at-
hygli þess fá meiri athygli og um-
fjöllun en hinir sem engri athygli ná
fá alls enga umfjöllun og eru
dæmdir til gleymsku.
I þeirri aðstöðu myndi Descartes
stynja þungan og hugsa upphátt á
latínu: „Non televisus, non sum.”
Á íslensku: Ég er ekki í sjónvarpinu
og því er ég ekki til.