Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 18. maí 1989
27
sjónvarp
FIMMTUDAGUR
18. maí
Stöð 2 kl. 21.30
MACKINTOSH MAÐUR-
INN**/2
(The Mackintosh Man)
Bandarísk spennumynd frá árinu
1973. Leikstjóri: John Huston. Að-
alhlutverk: Paul Newman, James
Mason og Peter Vaughn.
Einn besti leikstjóri Bandaríkj-
anna, John Huston, leikstýrir þess-
ari afbragðsnjósnamynd. Breskur
starfsmaður leyniþjónustunnar
reynir að hafa hendur í hári áhrifa-
mikils njósnara innan breska þings-
ins. Til að komast að kjarna máls-
ins lætur hann handsama sig og
varpa sér í steininn. Tilgangurinn er
að kynnast njósnara þar, sem þekk-
ir moldvörpuna í þinginu. Myndin
er byggð á skáldsögu Desmonds
Bagley, Gildrunni. Ágætiskvik-
mynd í alla staði ef ekki kæmi eitt
til: Þetta hefur allt verið gert áður.
Stöð 2 kl. 23.40
SVAKALEG
SAMBÚÐ*/.
(Assault and Matrimony)
Bandarísk mynd frá 1987. Leik-
stjóri: Jim Fawley. Aðalhlutverk:
Jill Eikenberry og Michael Tucker.
Hjón ein bregða á það ráð að losa
sig úr sambúðinni með fremur ofsa-
fengnum hætti. Edgar þolir ekki
nöldrið í konunni og hún kennir
honum um vansæld sína. Sæmileg
spennumynd sem rís sjaldan úr
meðalmennsku.
FÖSTUDAGUR
19. maí
Stöð 2 kl. 21.10
SYNDIN OG
SAKLEYSIÐ**
(Shattered Innocence)
Bandarísk mynd frá 1987. Leik-
stjóri: Sandor Stern. Aðalhlutverk:
Melinda Dillon, Jonna Lee, John
Pleshette, Dennis Howard og Nad-
ine van der Velde.
Átakanleg mynd, lauslega byggð
á lífi klámdrottningarinnar Shaunu
Grant. Myndin segir frá unglings-
stúlku sem flýr að heiman og
dreymir um frægð og frama. Hún
ratar í einfeldni sinni inn á brautir
kláms og eiturlyfja. Líf hennar er
hið hörmulegasta þar til hún kynn-
ist eiturlyfjasala sem er staðráðinn
í að segja skilið við fyrra líferni.
Saman reyna þau að flýja aðstæður
sínar en það gengur ekki alveg sam-
kvæmt áætlun. Þetta er ágæt kvik-
mynd sem jaðrar þó á stundum við
að minna á siðapredikun. Alls ekki
við hæfi barna.
Ríkissjónvarpið kl. 22.30
FALLVÖLT FRÆGÐ**
(The Harder They Come)
Jamaisk biómynd J'rá 1973. Leik-
stjóri: Perry Henzell. Aðalhlutverk:
Jimmy Cliff, Carl Bradshaw, Janet
Bartley og Bobby Charlton.
Jimmy (Jlitt er einn frægasti
reggae-tónlistarmaður sem komið
hefur frá Jamaíka í gegnum árin.
Hann leikur hér í mynd um
reggae-söngvara sem heldur til stór-
borgarinnar í leit að frægð og
frama. Hann á erfitt uppdráttar og
frægðin lætur á sér standa. Tæp-
lega er þessi mynd ómetanlegt
framlag til kvikmyndalistarinnar,
en hún er þess virði að fylgjast með
henni, þótt ekki væri nema fyrir
frábæra tónlist.
Stöö 2 kl. 23.15
EINN Á MÓTI
ÖLLUM**
(Only the Valiant)
Bandarískur vestri frá árinu 1950.
Leikstjóri: Gordon Douglas. Aðal-
hlutverk: Gregory Peck, Barbara
Peyton og Gig Young.
Gregory Peck leikur herforingja í
bandaríska riddaraliðinu sem þarf
að hreinsa sig af ásökunum um að
hafa sent undirmann sinn út í opinn
dauðann til að Iosna við samkeppni
um hylli ungrar stúlku. Peck leysir
náttúrulega málið með því að sýna
hugrekki sitt í því að slátra indíán-
um á báða bóga. Fremur meðal-
mennskuleg kvikmynd í alla staði.
Stöð 2 kl. 01.00
FURÐUSÖGUR II**/,
(Amazing Stories)
Bandarísk sjónvarpsmynd. Leik-
stjórar: Steven Spielberg, Peter Hy-
ans og Danny DeVito. Aðalhlut-
verk: Robert Blossom, Lukas Haas,
Hregory Hines, Danny DeVito o.fl.
Þessi mynd kemur úr smiðju Ste-
vens Spielberg en er skipt í þrjár
sjálfstæðar myndir, sem allar eiga
það sameiginlegt að innihalda mjög
furðulega atburði. Danny DeVito
leikstýrir m.a. fyrstu mynd sinni
hér. Ohætt er að mæla með mynd-
inni þótt kafiarnir séu misgóðir.
20. maí
Ríkissjónvarpið kl. 21.45
IÐGRÆNN
SKÓGUR***
(The Emerald Forest)
Leikstjóri: John Boorman. Aðal-
hlutverk: Powers Booth, Meg Fost-
er og Charley Boorman.
Ein af bestu myndum hins
þekkta leikstjóra Johns Boorman
er hér á ferðinni. Bandarískur verk-
fræðingur vinnur við stíflugerð í
Amazon-frumskóginum. Dag
nokkurn týnist sjö ára sonur hans
og hefst þá hættuleg og erfið leit. í
ljós kemur, eftir margra ára leit, að
sonurinn hefur alist upp meðal
frumbyggja í skógunum. Myndin er
öðrum þræði hvöss ádeila á þá
stefnu manna, að eyða regnskógun-
um í gróðaskyni. Ótrúlega falleg
kvikmyndtaka og sterkt handrit
prýða þessa afbragðsspennumynd.
Stöð 2 kl. 21.45
MÓDURÁST* *
(Love Child)
Bandarísk kvikmynd frá 1982.
Leikstjóri: Larry Pearce. Aðalhlut-
verk: Amy Madigan, Beau Bridges
og McKenzie Phillips.
Fremur væmin mynd sem fjallar
um stúlku sem dæmd er til fangels-
isvistar og á þar með á hættu að
missa nýfætt barn sitt. Hún þarf að
berjast um yfirráðarétt við föður-
inn, sem vill fá barnið. Óþarflega
gróf mynd, byggð á sannsögulegum
atburðum. AIls ekki við hæfi
barna.
Ríkissjónvarpið kl. 23.35
HVER MYRTI
F0RSETANN?***
(Winter Kills)
Bandarísk sakamálamynd frá 1979.
Leikstjóri: WilUam Richert. Aðal-
hlutverk: Jeff Bridges, John Hu-
ston, Anthony Perkins, Sterling
Hayden og Eli Wallach.
Forseti Bandaríkjanna er ráðinn
af dögum og yngri bróðir hans, sem
sættir sig ekki við niðurstöðu rann-
sóknar í málinu, fer að leita lausnar
á eigin vegum. Hann kemst fljótt að
því að margir eru ekki ýkja hrifnir
af framtaki hans, því málið reynist
vafasamara en virðist í fyrstu. Þetta
er góð sakamálamynd og jaðrar í
henni við svarta kímni á köflum.
Leikstjórinn John Huston á snilld-
arleik sem ríkur faðir Jeffs Bridges.
Stöð 2 kl. 00.10
REKKJARPARTÝ*
(National Lampoon’s Class Re-
union)
Bandarískur farsi frá 1982. Leik-
stjóri: Michae! Miller. Aðalhlut-
verk: Gerrit Graham, Michael
Lerner og Fred McCarren.
Sorglega ófyndin mynd um
bekkjarafmæli sem raskast þegar
morðingi fer að ganga i skrokk á
bekkjarfélögunum fyrrverandi.
Satt að segja er maður varla hissa á
manninum fyrir að vera morðóður
eftir að hafa gengið í skóla með því
fáránlega fólki sem prýðir þessa
mynd. Forðist með öllum tiltækum
ráðum.
SUNNUDAGUR
21. maí
Stöð 2 kl. 23.05
MEÐ ÓHREINAN
SKJÖLD**
(Carly’s Web)
Bandarísk sakamálamynd frá 1987.
Leikstjóri: Kevin Inch. Aðalhlut-
verk: Daphne Ashbrook, Carole
Cook, Gary Grubbs og Bert Ros-
ario.
Lágtsettri skrifstofudömu í
dómsmálaráðuneytinu berst kvört-
un frá indíána þess eðlis að flutn-
ingabíll með sojabaunir hafi ekki
skilað sér til hans og sé horfinn.
Stúlkan ákveður að aðstoða mann-
inn og kemst fljótt að því að bíllinn
. er geymdur í lögreglustöð skammt
undan. Málin fara að fiækjast veru-
lega þegar mútumál meðal banda-
riskra stjórnvalda virðist tengjast
týnda bílnum. Ágæt sakamála-
mynd með nokkuð góðum sögu-
þræði. Miðlungs að öðru leyti.
dagbókin
hennar
Það er eitthvað ógeðslega alvar-
legt að henni mömmu. Ég held, að
hún þurfi að fara til sálfræðings á
allra allra næstu dögum, því
ástandið fer versnandi.
Ég var ferlega sein að fatta hvað
var að gerast. Samt hefði ég
kannski átt að kveikja á perunni um
páskaleytið, þegar hún kom heim
með þrjár rúllukragapeysur handa
mér — gjörsamlega upp úr þurru.
Það var náttúrulega ekki normalt.
Hún hefur nefnilega predikað það
manna mest að „börn“ (það er nú
soldið hallærislegt, en henni finnst
ég sko ennþá vera ,,barn“...) eigi
aldrei að fá gjafir á milli afmælis-
daga og jóla. Hún og amma á Eini-
melnum hafa næstum slegist út af
þessu, því mamma þolir ekki
„gjafaæðið" i Einimelsslektinni,
eins og hún kallar það.
Til að byrja með notaði ég rúllu-
kragapeysurnar ofsa mikið, en
núna er sem betur fer farið að hlýna
pínu pons svo ég er ekki eins oft í
þeim — og þannig kom klikkunin í
mömmu í ljós! Hún var sítuðandi í
ntér yfir þvi að ég væri ekki í peys-
unum, sem hún hefði gefið mér, og
ég skildi ekkert hvaða röfl þetta var
í manneskjunni. Það var þá, sem ég
tók eftir nýju kremdollunum á bað-
inu. Þetta voru sjúklega dýr
hrukkukrem til að nota á hálsa á
kellingum. Og mamma, sem hefur
varla nennt á setja á sig varalit og
maskara, hvað þá meira!
Ég spurði pabba hvort hann
hefði tekið eftir dýru kremdollun-
um og hann barasta signaði sig í
bak og fyrir og sagði
„Guð-minn-almáttugur, Dúlla mín,
hún mamma þín er komin með
hálsinn á sér á heilann, minnstu
ekki á það ógrátandi, sjö-níu-þrett-
án og allt það... Það er ekki einu
sinni hægt að fara með hana í bíó
lengur. Hún sér ekkert nema sléttu
hálsana á ungu Ieikkonunum og
verður gjörsamlega miður sín. Og
hún á svo bágt með að horfa upp á
hvíta marsípanhálsinn á þér, elsk-
an.“ Ég meina það!!!
Ég vorkenni pabba ofsalega.
Hann er búinn að fylgjast með
þessar' geðveiki miklu lengur en ég,
enda er maðurinn farinn að grána
rosalega. Ég liélt að það myndi
kannski gleðja mömmu að minnast
á gráu hárin hans pabba, en það var
greinilega vitlaus taktík hjá mér. Ég
veit ekki hvert hún ætlaði að kom-
ast! Hún veinaði á mig að kallar
yrðu bara sætari með hverju árinu,
en konur yrðu hrukkóttar á hálsin-
um og kringum augun og enginn
vildi þær og ég veit ekki hvað og
hvað. Þetta var alveg meiriháttar
sjúkt kjaftæði. Þau eru sko bæði
orðin eldgömul (rúmlega fertug,
takk fyrir kærlega og gleðileg.
jól!!!) og verða bara að sætta sig við
það. Fortíðin var þeirra tími, en
nánasta framtíð tilheyrir mér ogt
mínu hálsslétta liði. Þannig er nú
lífið og það þýðir ekkert að vera
með einhvern æsing út af því. Eftir
tíu ár verð ég orðin 26 ára útbrunnið
gamalmenni, en ekkierég með neitt
vesen út af því!