Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. maí 1989 11 talar við svoleiðis fólk, “ sagði hann. „Ég mundi varla lifa af nótt í þorpi steinsnar héðan í burtu,“ bætti hann við, „en í hvaða borg vesturlanda sem er gæti ég lifað góðu lífi, ég færi bara á Holiday Inn eða Sheraton og þar mundi ég ör- ugglega hitta sálufélaga með svipuð áhugamál og sams konar þekkingu. Hann gæti verið frá hvaða landi sem er, bara ekki úr afkima í menn- ingarlegu tilliti. “ Önnur dýrategund Manni eins og þessum myndi aldrei nokkru sinni detta í hug að kvænast konu úr lágstéttum lands síns. Hann ætti ekkert sameiginlegt með henni annað en þjóðernið. Margt fólk úr hærri stéttum lítur á landa sína í lágstétt sem nánast aðra dýrategund. Eg hef verið á heimil- um í fleiri en einu landi þarna eystra, þar sem þjónustufólk var aldrei ávarpað með nafni, því var sigað með bendingum og hrópum eins og hundum. Hundelskur mað- ur myndi aldrei tala við dýrið sitt með þeim þjósti sem margir þarna temja sér gagnvart þjónustuliði. Þetta á raunar meira við um önnur lönd þarna eystra en Filippseyjar, þar sem pólitisk vitund hefur vakn- að á síðustu árum og fólk lætur síð- ur bjóða sér ofríki en áður. í því landi, eins og Thailandi og öðrum kapítalískum ríkjum austursins, er gjáin á milli stétta hins vegar jafnóbrúuð og annars staðar, og enginn fer þar yfir til giftingar. Það er því varla að undra, að þegar von er á manni að vestan með fullar hendur fjár og í leit að konu til að búa með sér við kjör sem fátækl- - inga getur ek ki dreymt um að öðlast í eigin landi, að þá er ekki fárra freistað. í mörgum tilvikum, sér- staklega í Thailandi og á löndum kínverska menningarsvæðisins, en síður á Filippseyjum, þarf fólk að yfirvinna verulega fordóma gegn hvítu fólki til að geta hugsað sér slíkan ráðahag, en þegar litið er til annarra kosta verður valið auðvelt fyrir marga. Augu eins barns Það er í rauninni ekki nokkur leið að lýsa því ástandi sem stór hluti íbúa Suðaustur-Asíu, og raun- ar margra annarra heimshluta, býr við og á enga Ieið út úr. Sú stað- reynd, að 40 þúsund börn deyja úr fátækt á hverjum degi, og ekki fá þeirra í mannhafi þessa heimshluta, segir eitthvað en lítið þó. Sjálfur skildi ég þetta lítið, þrátt fyrir lestur meira en hundrað bóka, fyrr en ég horfði í augu ungra barna sem þekktu ekki æsku sem annað en tólf tíma strit á hverjum degi, og ekki hvíld sem annað en tímann þegar hungrið var verst. Eftir það mun ég aldrei setjast í dómarasæti yfir fátækum manni. Ekki einu sinni þeim sem selur dóttur sína í vændi. Og þaðan af síður yfir dótt- ur sem vill gagnast heimili sínu á þann eina máta sem hún getur. Ég „Hér ríkja allir þeir fordómar sem vænta mó ó útkjálkum og við það bætist svo minnimáttarkennd þessarar dverq- þjóðar, sem brýst út í hlæailegri sjálfumgleði og dapúrlegri heimsku um umheiminn/7 er hins vegar tilbúinn að segja eitt og annað um þá vesturlandabúa, sem eyða hundruðum þúsunda í ferðalög til þess eins að svala losta á líkama þessara stúlkna. Þeim dytti víst fæstum í hug, að víkja lít- ilræði að þeim fyrir ekki neitt. Það sagði mér raunar kona í Hollandi, sem rannsakaði þessi mál í austur- löndum, að karlrembur, fullar af kynþáttahroka, væru fjölmennar í hópi viðskiptavina þessara kvenna. Þetta gefur þeim víst einhverja til- finningu um yfirburði, blessuðum mönnunum. Frétt Pressunnar I síðustu viku var Pressan með frétt um þessi mál. Hún var ekki síðri en það sem lesa hefur mátt í evrópskum blöðum og þá sérstak- lega þýskum blöðum á síðustu fimm eða tíu áruni. Myndin sem svona frétt gefur er hins vegar verri en engin ef rnenn vilja skilja hvað þarna er á ferðinni. Það er einkum tvennt sent svona fréttir snúast um. í fyrsta lagi er það auðvitað kyn- ferðislega hliðin á málinu, sem gerir það spennandi, og oft gefst þá til- efni til að birta myndir af fallegu, fáklæddu kvenfólki. í öðru lagi er svo gefið í skyn, að einhver gusa úr mannhafi Asíu geti gengið yfir landið og mengað þennan göfuga kynstofn sem útlendingar eru svo dónalegir að vita ekkert um og hafa engan áhuga á. Fréttir af þessu tagi gera hins vegar ekkert til þess að skýra þetta flókna mál. Aðeins eitt atriði úr fréttinni skal nefnt. í fyrir- sögn og meginmáli var sagt að 150 hefðu komið frá Thailandi og Fil- ippseyjum til íslands og i rauninni gefið í skyn að verulegur hluti þessa hóps væri konur sem eiginlega hefðu verið keyptar hingað. Þetta er svipað og þegar dönsk blöð skýrðu frá þeirri staðreynd, að íslendingar hafa oft komist i kast við lögin þar ytra og margir misnotað danska vel- ferðarkerfið, og greindu frá því i fyrirsögn slíkrar fréttar, að þúsund- ir íslendinga legðu leið sína til Dan- merkur á hverju ári. Okkur hinum liði þá sjálfsagt eitthvað svipað og thailenskum kjarneðlisfræðingi, sem litin væri eins og vændiskona. Þó vorkenni ég þeim menntamanni öllu minna en þeim sem enga von á um að ala börn til annars en hungurs og fátæktar, nema með því að bind- ast einhverjum útlendingi, og verða síðan fyrir háði og spotti samferða- manna fyrir vikið. Þessar konur hafa flúið það ofbeldi og fátækt sem stéttlæg kúgun í heimalöndum þeirra skapaði til þess að verða svo fyrir því ofbeldi sem fordómar heimskunnar skammta þeim í þjóð- félögum sem þykjast betri. Það er svo hinn gleðilegi hluti þessa máls, að víða hafa hjónabönd af þessu tagi lukkast með ágætum. Sumar af þessum konum hafa lent í hinum verstu hremmingum, en annars staðar hafa þær fundið það sem þær leituðu að, tækifæri til þess að ala börn til annars en ör- birgðar og kúgunar. Um leið hafa margir evrópskir karlmenn fundið góðan lífsförunaut og viðkomandi þjóðfélög hafa auðgast fyrir vikið. HÓTEL LOFTLEIÐUM ER GJALDEYRIS- AFGREIÐSLA OPINÁ ÓTRÚLEGU STU TÍMUM Já, það er ekki ofsögum sagt af þjónustu Landsbankans við erlenda jafnt sem innlenda ferðamenn. Gjaldeyrisafgreiðslan á Hótel Loftleiðum er opin sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 8:15-16:00 og 17:00-19:15. Laugardaga og sunnudaga kl. 8:15-19:15. Á sama tima eru afgreiddar ferðatryggingar. Að öðru leyti er almenn afgreiðsla opin á venjulegum tímum: Mánudaga-föstudaga kl. 9:15-16:00 og fimmtudaga síðdegis kl. 17:00-18:00. Verið velkomin, - hvenær sem er. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.