Pressan - 18.05.1989, Page 28

Pressan - 18.05.1989, Page 28
: HÉýverið staðfesti borgarráð tillögur Uinhverfisinálaráðs borg- arinnar um veitingu lána úr Hús- verndunarsjóði, en þau eru með hagstæðum kjörum og eru hugsuð til að stuðla að viðgerðum húsa, sem þykja mikilvæg frá verndunar- sjónarmiði. Veitt voru lán vegna ýmissa húsa í borginni, svo sent Að- ventkirkjunnar og Hlaðvarpans, en hæsta Iánið var fyrir viðgerð og endurnýjun utanhúss á húseigninni að Hólatorgi 4. Var það upp á rúm- ar 2 milljónir króna, en eigendur hússins eru læknishjónin Valgarður Egilsson og Katrín Fjeldsted. Katr- ín er borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og situr í borgarráði, en hún mun hafa vikið af fundinunt á meðan ákvörðunin var tekin... ^ÍFyrir skemmstu var haldið upp- boð á jörðinni Leirubakka í Land- sveit og hljóðaði hæsta tilboðið upp á sjö ntilljónir króna. Heyrst hefur að tilboðið hafi annaðhvort komið frá Frjálsri fjölmiðlun hf., sem gefur út I)V, eða stjórnarfor- manni þess, Sveini R. Eyjólfssyni. Hreppurinn hefur hins vegar for- kaupsrétt, sem ekki hefur enn verið ákveðið hvort verður nýttur eður ei... e ^^kuldastaða Alafoss er með ótrúlegustu dæmum sem heyrst hafa um rekstrarkreppu fyrirtækja. Heildarskuldir fyrirtækisins nerna um 2 milljörðum króna. í síðasta mánuði var fyrirtækinu veitt 200 milljóna króna lán hjá atvinnu- tryggingasjóði til skuldbreytinga, en þær björgunaraðgerðir eru sagð- ar ná skammt til að Álafoss megi rétta úr kútnum. Fyrirtækið hefur leitað til hlutafjársjóðs, en hefur enga fyrirgreiðslu fengið enn þar fremur en önnur fyrirtæki. Eignar- hlutir í Álafossi skiptast jafnt á milli Framkvæmdasjóðs íslands og SIS og á Jón Sigurðarson forstjóri sæti í stjórn Sambandsins. Vitað var að erfitt myndi reynast að fá stjórn SÍS til að samþykkja hluta- fjáraukningu í fyrirtækinu, en það hafðist þó í gegn á stjórnarfundin- um sl. þriðjudag. Var ákveðið að SÍS legði fram 90 milljónir í aukið hlutafé fyrirtækisins, en flestir sem til þekkja fullyrða að enn sé langt í «. land með að bjarga rekstrinum, því þrátt fyrir möguleika á veltuaukn- ingu í ár er árleg velta fyrirtækisins enn langt undir heildarskuldum. Til að ná bjartsýnustu mörkum þyrfti að keyra skuldastöðuna niður um u.þ.b. einn milljarð króna... HAFÐU SUMARFRlIÐ Um miðjan maímánuð hefst áætlunarflug Flugleiða til Parísar. Flogið verður allt að 4 sinnum í viku yfir sumarmánuðina. Með þessum aukna sveigjanleika hefurðu því frjálsari hendur en áður. IAR í París er tilveran engu lík: kaffihúsin, götulífið, stórkostleg söfnin og veitingastaðirnir gera dvöl þína að einstakri upplifun. Flugleiðir bjóða mörg góð og ódýr hótel, vel staðsett í borginni, svo og bílaleigubíla fyrir þá sem þess óska. Frakkland, með París í fararbroddi, er í einu orði sagt ómótstæðilegt. Verð frá kr. 21.130* * Súper-Apex fargjald. BON VOYAGES Viltu vita meira um París? Náðu þér í nýja sumarbæklinginn okkar á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FUJGLEIDIR Söluskrifstofur: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og Leifsstöð. Uppfýsingar og farpantanir: Sími 25 100. ium vis/>mv

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.