Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 18. maí 1989 STÉTTABARÁTTA ÞRIÐJA HEIMSINS BERSTINN í ÍSLENSK SVEFNHERBERGI „Það eru tvöhundruð þúsund munkar í Thailandi en þrjúhundr- uð þúsund vændiskonur," heyrði ég eitt sinn borgarstjórann í Bang- kok segja. Sjálfur er borgarstjórinn munkur og vill fjölga í þeirri stétt en fækka í röðum vændiskvenna. Það segir kannski eitt og annað um þversagnir og fjölbreytileika þessa þjóðfélags, að borgarstjóri þessarar risaborgar gengur í bændastakk og á sandölum en tugþúsundir manna í borginni eru ríkari en íslending gæti dreymt um að verða. Flestir í Thailandi, sérstaklega utan Bang- kok, eru hins vegar bláfátækt fólk. Það eru kannski fjórar eða fimm milljónir manna í landinu sem hafa það gott efnahagslega, sumir mjög gott, en á milli þeirra og fimmtíu milljóna fátækra bænda og verka- manna er mikil gjá og fáar brýr. Vændiskonurnar eru nánast allar úr stórum barnahópum fátækra bænda. Konurnar sem gifst hafa til vesturlanda eru flestar úr þessari stétt líka. Doktor I heimspeki en tolin vændislcona Ein vinkona mín þarna að austan mun innan tíðar verja doktorsrit- gerð í heimspeki við bandarískan háskóla. Hún kynntist evrópskum manni sínum við einn af bestu há- skólum þess Iands. Að því loknu munu þau búa í Evrópu og hún þar kenna sín flóknu fræði. Hún veit hins vegar sem er, að hluti af þeim illa upplýsta almenningi sem hún þarf að umgangast í Evrópu mun líta hana hornauga vegna æsifrétta í flestum blöðum álfunnar um falar konur í austurvegi. Hún og fleiri Hún er skrítin þversögnin, að tvö af siðprúðustu þjóðfélögum heimsins skuli hafa orðið vettvangur vændis fyrir vestræna karlmenn. í Thailandi og jaf nvel enn frekar a Filippsey jum ríkja siðir um samskipti kynjanna, sem minna helst á hætti kennda við Viktoríu drottningu. Karlmenn hitta ekki ungar konur ein- samlar. Þeir verða að fara í gegnum raunir eins og tedrykkju með stjórfjöl- skyldu konunnar, ásamt með formlegu bónorði áður en stúlkunni er talið óhætt að umgangast hann nokkuð að marki. Þetta er eitthvað að breytast í risaborgunum Manila og Bangkok, sem eru orðnar eins stórar og París og London og geyma eins og aðrar stórborgir mismunandi lífshætti. Þessartvær borgir, Manila og Bangkok, hafa orðið alþjóðlegar miðstöðvar vændis og þess sem kallað hefur verið kvennasala. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar og flóknar en sumar auðskildar. Eins er unnt að skilja, en síður afsaka, þá for- doma sem þetta vekur sums staðar í Evrópu. JÓN ORMUR HALLDÓRSSON SKRIFAR hámenntaðar konur þarna að aust- an hafa sagt mér, að þær myndu ekki vilja búa í neinni smáborg í Evrópu vegna þessara fordóma. Stórborgirnar eru öðruvísi, fólk er þar síður heimskt, í þess orðs upp- haflegri merkingu, því þó það hafi kannski ekki ferðast um heiminn allan hefur heimurinn allur til þeirra komið. ísland er í þessu tilliti sjálfsagt verra en margar smáborgir Evrópu. Hér ríkja allir þeir fordóm- ar sem vænta má á útkjálkum og við það bætist svo minnimáttar- kennd þessarar dvergþjóðar, sem brýst út í hlægilegri sjáifumgleði og dapurlegri heimsku um umheim- inn. Nauðsyn þess að líta niður ó einhvern Hún benti mér á annað, þessi //1 Það eru tvö- hundruð þúsund munkar í Thai- landi en þrjú- hundruð þúsund vændiskonur/7 heyrði ég eitt sinn borgar- stjórann í Bang- kok segja." thailenska kona. Hún sagðist sjaldnast finna til fordóma frá menntuðu fólki, né heldur fólki með sæmilegt sjálfstraust. Hún kvað það sorglega staðreynd, að fólk úr þriðja heiminum fyndi mest fyrir fordómum frá þeim sem lægst væru settir á vesturlöndum. Og svo náttúrlega frá þeim sem byggja landfræðilega eða menningarlega útkjálka, sem ekki eru í tengslum við heimsmenninguna eins og hún er að þróast þessi árin. Ein skýring- in á þessu er sú, sagði hún, að allir þurfa að vera meiri en aðrir. Efna- hagslega og menningarlega kúgað- ar lágstéttir Evrópu finna sér fólk í útlöndum til að líta niður á, að sögn þessarar konu. Annarra skýringa er svo að leita í vanþekkingu, heimsku og einangrun frá umheiminum. Hin hliðin á málinu er svo minna þekkt á vesturlöndum. Þarna fyrir austan er víða mjög litið niður á hvítt fólk. Það þykir álíka merkilegt þarna og ruddalegir kúrekar að vestan með vasana fulla en höfuðið tómt þykja í menningarborgum Evrópu. í ofanálag er það almenn skoðun þarna eystra, að hvítt fólk þrífi sig illa, af því sé vond lykt. Útlönd úti á gangstétt Hvítir menn eru því ekki almennt taldir það hnoss sem síður upplýst eintök af þeirri dýrategund gætu kannski haldið. Ríkir menn eru hins vegar víðast taldir happafengur í hjónaband þar sem fátækt ríkir. Ríkt fólk giftist hins vegar ekki fá- tæku fólki í þessum löndum, frekar en víðast annnars staðar. ísland er undantekning frá þessari reglu, sennilega fyrst og fremst vegna þess að fáir lslendingar hafa verið ríkir í marga ættliði. Ríkt fólk er hér nýtt fyrirbæri, nánast bundið við allra síðustu ár. Þarna eystra eru þeir ríku flestir af ríkum komnir í marga ættliði og tilheyra samfélagi sem stundum virðist eiga meira sameig- inlegt með samfélagi ríkra í London og New York en samfélagi fátækra á gangstéttinni fyrir utan villurnar í Manila og Bangkok. Það sagði mér eitt sinn maður í öðru landi þarna eystra, að til þess að kynnast ein- hverju gersamlega framandi væri vænlegra fyrir hann að ganga nokkra metra frá húsinu sínu og ræða við fólkið sem bjó á gangstétt- inni en að fljúga til New York, þar sem hann var hagvanur. „Ég þekki engan mann úr sveitinni hérna í kring og veit ekki hvernig maður

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.