Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 18. maí 1989 bridge Þau eru mýmörg slysin sem hent geta við bridgeborðið. Hver kannast til dæmis ekki við að hafa í ógáti spilað öðru spili en ætlunin var í slag? Það hendir okkur öll og í flest- um tilvikum er skaðinn óbætan- legur. En þess eru fá dæmi að slík mistök leiði til vinnings! ♦ 1072 V Á ♦ DG973 ♦ 6543 OMAR SHARIF ♦ D98 V KG643 ♦ 52 ♦ Ád7 ♦ 643 V9752 ♦ 10864 •í* 108 ♦ ÁKG5 V DI08 ♦ ÁK 4* GK92 Með alla á hættu opnar Suður á 2-gröndum, sem norður hækkar í þrjú. Vestur spilar út hjarta-4. Með einhverju öðru útskoti hefði vinningurinn reynst auð- sóttur, því innkoman á blindan var nú horfin og tígullinn stíflað- ur. Svo í þeirri von að geta skapað nýja innkomu (á spaða-10) spilaði sagnhafi spaða-2 í 2. slag og svín- aði gosa. Vestur seig i þanka. Hvernig átti hann að haga framhaldinu, eftir að hafa unnið á spaðadrottn- ingu? Það var ljóst af sögnum að austur átti ekki stakan punkt. Vís- ast var best að spila hlutlaust til baka. Spaðaníu . . . ? En eitthvað fór úrskeiðis við vangavelturnar. Sér til mikillar hrellingar uppgötvaði vestur að hann hafði spilað spaða-9 í gos- ann! Samningurinn var nú dauða- dæmdur. Suður átti 7 slagi vísa og sá 8. fékkst i lokastöðunni. Og spilinu var varla lokið þegar lofsyrðum og hamingjuóskum með eitursnjalla vörn rigndi yfir vesalings vestur! skák Litið um öxl Þessir þættir hafa verið lausir í reipunum, en þar höfum við þó fylgst með útbreiðslu manntafls- ins í grófum dráttum, frá upphafi og fram undir árið 1700. Flestum sagnfræðingum kem- ur saman um að manntaflið sé indverskt að uppruna (þótt reynt hafi verið að leiða rök að því að það hafi fyrst komið fram í Kína), og við höfum fylgst með út- breiðslu þess þaðan vestur á bóg- inn. Manntaflið skýtur rótum með- al araba og lifir þar mikið blóma- skeið frá því um miðja níundu öld og allt fram undir 1500. Á þessum öldum semja arabar bækur um skák, hinar fyrstu í heiminum, þar koma fram fyrstu atvinnu- mennirnir, menn sem hafa ofan af fyrir sér með því að vera fremstir- í tafli. Þeir eru aufúsugestir við hirðir þjóðhöfðingja, vinna margan frægan sigur (sem nú er löngu gleymdur!) og eru mikils metnir. Manntafls er víða getið í bók- menntum araba, í ljóðum þeirra og orðtækjum, þjóðsögum þeirra og ævintýrum. í þessum fornu bókmenntum koma draumar víða við sögu, heilar bækur fjalla um drauma og ráðningar þeirra og þar er manntaflsins oft getið. Á áttundu og niundu öld berst manntaflið svo frá aröbum til Evrópu, fyrst til Spánar og Ítalíu. Nafn þess breytist úr sjatranj í skák eða eitthvert orð samstofna því og heitir skákin þá líklega í höfuðið á kóngi skákborðsins. Næsti þjóðhöfðingi írana á und- an erkiklerknum Kómení var shah eða keisari þeirra. Við höfum séð hvernig skákin breiddist út á Spáni og Italíu og lifði þar nýtt blómaskeið, hvernig hver bókin af annarri kom fram þar sem fjallað var um þennan leik, hvernig afreksmenn komu fram og unnu sér frægð, ferðuð- ust milli Ianda, tefldu við hirðir þjóðhöfðingja, gátu sér góðan GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON orðstír og lentu í ævintýrum af ýmsu tagi. Við höfum minnst á hirðir frakkneskra jarla og konunga þar sem skákin var í hávegum höfð og talin til hinna göfugustu íþrótta. Einnig höfum við sagt frá fyrstu þýsku riddarasögunni sem þjóð- sagnafræðingurinn Jakob Grimm gaf út á sínum tíma, sög- unni af riddaranum Ruodlieb. En þótt Þýskalands hafi annars verið að litlu getið í þessum þáttum er margt sem bendir til þess að manntaflið hafi einnig notið vin- sælda þar. Til er skjal l'rá árinu 1467 þar sem boðið er til skák- þings í Heidelberg. Þar er tiltekið hvaða dag þingið skuli hefjast, þátttakendum heitið griðum, þeim boðin gisting og fæði meðan mótið stendur. Ekki er vitað hvort þetta mót fór nokkru sinni fram, en svo fagmannlega er frá boð- skjalinu gengið að ekki er fráleitt að hugsa sér að þeir sem það sömdu hafi komið nálægt slíkum hlutum fyrr. Þá má geta þess að góðkunnur og vinsæll þýskur þjóðhöfðingi, Ágúst hertogi af Braunschweig-Luneburg (1579— 1666), þýddi bók þá er Ruy Lopez hafði ritað og gaf hana út árið 1616 undir dulnefninu Gustav Selenius. Ágúst hertogi hafði ferðast víða, hann safnaði bókum og stofnaði bókasafn í Wolfen- buttel og réð þangað kunnan mann sem bókavörð: skáldið Gotthold Efraim Lessing. Þetta bókasafn er enn til með fornum skákbókum sínum og þar er einn- ig safn til minningar um Lessing. krossgátan ÍISKuR' V 5 ró'öt/Mw kiwal -y SUlFLA SLurfcitm jpOLGbÐ GALDíaR £Kil£>uiJ GkíirhfL poíi- N'0Q\xk BLBVffí U/SKI WeW- /N£ PR-im GP0&R LoKKfí OfrKuR;; DU&L£d OHLO'oÐ sWW ODDlNri DR.fi/JG LJÚlFT BJfíLfflí? HÍTTla. M GoRmtA \titill Tfiu/J NfifN EKKI GALTI SLB.IFI/J KirfD m SIGAD Srfín/Afi L'iFFÆfil MfiLufí. SKfiSS fiFKO/0 fiNDfi OULuNfi- MU.NKI SF-Txe, líSTAT/R HOi-Ð SKiPurJ uMSTfirlG IÍEITIa FlJoTlÐ FoFtEO ufiNfl fiSK/Ju/A flNKt'/r/- DfiOPfl BNfiSfl liElDNl KLfiMPl J0R- KF-Nflfi 17 18 19 20 21 22 VERÐLA UNA KROSSGÁTA NR. 34 Skilafrestur krossgátunnar nú er til 28. maí. Utanáskriftin er: PRESSAN, krossgáta nr. 34, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Bókaverðlaun þessarar viku eru skáldsaga eftir Iris Murdoch, Nunnur og hermenn. Iris Murdoch er einn þekktasti rithöfundur Breta á þessari öld. Nunnur og hermenn, fyrsta bók hennar sem gefin gefin út á íslensku, er spennandi og falleg ástarsaga en jafn- framt átakamikið skáldverk. Það er bókaforlagið Iðunn sem gefur bókina út. Dregið hefur verið úrréttum lausnum á32. krossgátu en rétt lausn var: Skylt erskeggið hökunni. Hinn lukkulegi vinningshafi að þessu sinni er Linda Hilmarsdóttir, Unufelli46, 111 Reykjavík. Bókinsem hún fær í sinn lilut er Gengið í guðshús, kirkjur og kirkjnlist á ís- landi. Bókin, sem er eftir séra Gunnar Kristjánsson, er gefin út af Almenna bókafélaginu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.