Pressan - 18.05.1989, Page 24

Pressan - 18.05.1989, Page 24
24 Fimmtudagur 18. maí 1989 Anna Vigdis Gisladóttir, systir brúðarinnar, skoðar giftingarhring- inn og Björg Ellingsen, móðir Jóns Óttars, fylgist með. Viðtal við brúðgum- ann Jón Óttar Ragn- arsson um hjóna- bandið og framtíðina VERA SKEMMTILEG BRÚÐKAUP EIGA AÐ Það hefur verið nóg að gera hjó þeim Jóni Óttari Ragnarssyni og Elfu Gísladóttur að undanförnu. Ýmsu þurfti að sinna í sambandi við brúð- kaupsundirbúninginn oq bæði hafa þau einnig verið önnum kafin ó Stöð 2, þar sem þau eru brótt ó förum í brúðkaupsferð. Okkur tókst þó að króa brúðgumann af skamma stund og spyrja hann nokkurra spurninga. Fyrst var hann inntur eftir því hvernig þau Elfa hefðu kynnst og af hverju þau hefðu ókveðið að giftast í stað þess að búa í óvígðri sambúð. „Við kynntumst í Leikhúskjallar- anum á annan í jólum árið 1983 og þetta var — að minnsta kosti frá minni hálfu — ást við fyrstu sýn. Við höfum ekki verið samfellt sam- an síðan, en nú höfum við gert það upp við okkur að deila lífinu í sam- einingu og þess vegna var ekkert eðlilegra en að ganga í hjónaband. Að mínu mati er hjónabandið mjög virðingarverð stofnun, ef svo má að orði komast. Við eigum að halda í slíkar hefðir, án þess að láta þær þó verða eins og myllusteina um háls- inn á okkur.“ Ástarsambönd undir miklu ólagi — Baðstu Elfu formlega með pomp og pragt — kannski á hnján- um, eins og menn gera stundum í bíómyndunum? „Nei, nei. Ég held, að nútímafólk geri nú óskaplega lítið af því að fara á hnén.“ Talið berst óhjákvæmilega að brúðkaupinu, sem greinilegt er að Jón Óttar hefur ákveðnar skoðanir á. „Mér finnst að brúðkaup eigi að vera skemmtileg og að fólk eigi að leggja töluvert á sig til að svo geti orðið . . . Þannig vildi ég hafa það og vona að gestirnir hafi notið dagsins eins og við hjónin. Þetta var skemmtilegasta stund lífs míns! — Hafið þið sett ykkur einhverj- ar ákveðnar lífsreglur í því mark- miði að halda ástinni heitri I amstri hvunndagsins? „Ástarsambönd eru undir tölu- verðu álagi í okkar þjóðfélagi vegna þess hve íslendingar vinna mikið. Ef hjónaband á að endast verður fólk því að gæta þess vandlega að langur vinnudagur komi ekki niður á sambandinu. Mér finnst líka mikilvægt að komast i gott sumarfri. Það er jafn- nauðsynlegt og góður svefn. Éf ég sef ekki get ég ekki unnið daginn eftir — og ef ég fer ekki í sumarfrí verður veturinn miklu erfiðari. Síðan eigum við ákaflega falleg- an sumarbústað við Álftavatn, sem ég er fæddur í og við bjuggum alltaf í fjóra mánuði á ári. Þar ætlum við Elfa að reyna að dvelja sem mest á sumrin, því þetta er algjör paradís. Lítum ó okkur sem utangarðsmenn — Hvernig kemur það út fyrir hjón að vera á sama vinnustað? Er ekki rœtt um málefni Stöðvar 2 all- an sólarhringinn? „Nei, sem betur fer. Við reynum meðvitað að halda umræðu um Stöð 2 í algjöru lágmarki, þegar heim er komið. Maður er aiveg bú- inn að fá nóg af vinnunni á kvöldin — en það gerir manni auðvitað svo- lítið erfitt fyrir að sjónvarpið skuli standa inni í stofu og minna þannig óneitanlega á starfið!" — Hvað eigið þið hjónin sam- eiginlegt og að hvaða leyti eruð þið ólík? „Bakgrunnur okkar er töluvert ólíkur og eflaust gerði það okkur erfitt fyrir í upphafi. Élfa er að miklu leyti alin upp í Bandaríkjun- um við amerískar hefðir, en ég er eiginlega alinn upp í ströngum þjóðernislegum rétttrúnaði. Hins vegar eigum við það sam- eiginlegt, að við litum dálítið á okk- ur sem utangarðsmenn í þessu sam- félagi. Ég á norska móður og féll aldrei inn í þennan borgaralega rétt- trúnað hér á landi. Mér fannst hann of bindandi og uppáþrengjandi. Við eigum það líka sameiginlegt að vera svolitlir flakkarar eða hipp- ar að eðlisfari. Svo erum við bæði mjög rómantísk í þeirri merkingu að tilfinningarnar skipta okkur að minnsta kosti jafnmiklu máli og steinsteypan. Ef ekki meira máli . . . Þær eru að minnsta kosti jafnrétt- háar skynseminni.“ kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurmn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. DRAUMAR OG VERULEIKI Það er afar hressandi fyrir kyn- fræðing að lesa, heyra eða sjá eitt- hvað jákvætt um kynlíf í umhverf- inu. Að ég tali nú ekki um ef maður hittir fyrir einstaklinga sem eru sáttir við sjálfa sig sem kynverur, líta á kynlíf frá víðum sjónarhóli (sem kyn-líf,.ekki bara samlíf) og sem virkilega þekkja viðhorf sín til kynferðismála. Slík upplifun er því miður alltof sjaldgæf. Það væri aldeilis draumaþjóðfélagið ef fólki liði tilfinningalega, andlega, líkam- lega og félagslega m.t.t. kynlífs. Fjölmiðlar á Islandi eru til dæm- is upp til hópa, fyrir utan eitt eða tvö tímarit, því miður nær alveg fastir inni í neikvæðri kynlífsum- ræðu. Það sem ég á við með „nei- kvæðri“ umræðu er til dæmis afar þröng umfjöllun um kynlíf. Það sem telst fréttnæmt um kynlíf teng- ist of oft ríkjandi ranghugmyndum, því að gera úlfalda úr mýflugu og því einu að selja framleiðsluna. Fólk sem starfar við fjölmiðla hef- ur fengið sömu félagsmótun í kyn- lífi og allir aðrir og það endurspegl- ar gæði i umfjöllun um kynferðis- mál. Það blæs enginn í lúðra og til- kynnir að aldraðir geti verið betri elskhugar en yngra fólk, en ef minnst er á titrara er það fréttnæmt og öskrað í auglýsingum að nú sé verið að skrifa um titrara. Kynlífs- umræða er alltof oft í brandara- eða sóðastílnum eða svo háfleyg að enginn skilur hana. Landssamtök um kynfrœðslu Allir sem hafa eitthvað komið nálægt kynfræðslu á íslandi síð- ustu árin vita að þjóðfélag okkar er þó nokkuð á eftir hinum Norður- löndunum, sérstaklega Svíþjóð og Danmörku, hvað varðar opnar og uppbyggilegar umræður og fræðslu um kynlíf. Sl. haust áskotnaðist mér kassi frá fyrirtækinu Fyrirtaki, fullur af getnaðarvörnum og upp- lýsingabæklingum frá landssam- tökum um kynfræðslu í Svíþjóð. Þessi kassi var ein svona jákvæð upplifun varðandi kynlífsmálin. Bara tilhugsunin ein að til væru landssamtök um kynfræðslu fannst mér frábær! Það væri verðugt verkefni að stofna svipuð samtök hér á landi. Samtök sem hefðu það að mark- miði að efla stórlega upplýsinga- streymi til almennings um allt það sem snertir okkur kynin, kynlíf okkar. Slík samtök væru í tengslum við almenning og fylgdust með öll- um breytingum í þjóðfélaginu sem koma kynlífi við. Megintilgangur- inn er að fólki líði vel kynferðislega. Mannlegir sjúkdómar Ekki minnkaði hrifningin þegar ég rakst á bækling sem bar yfir- skriftina „Karleksbaciller“ (kær- leiksbakteríur). Fólk sem fær kyn- sjúkdóma er stundum niðurbrotið og finnst það hin mesta hneisa að fá „þessa“ sjúkdóma. Auðvitað er slæmt að fá kynsjúkdóm en það er jafnslæmt að fá aðra sjúkdóma — sérstaklega ef maður leitar ekki lækninga strax. Alnæmi er heldur ekki eini sjúkdómurinn sem getur dregið til dauða. Svo lengi sem fólk á þessari jörð hefur samfarir mun- um við hafa kynsjúkdóma á meðal okkar. Með fræðslu, t.d. að brýna fyrir fólki að nota smokk, sérstak- lega við skyndikynni, getum við dregið úr fjölda smitaðra einstakl- inga. Með því að nota orð eins og kærleiksbakteríur get ég vel ímynd- að mér að dragi aðeins úr skömm- ustutilfinningunni hjá þeim sem fá kynsjúkdóma. En nú mega menn ekki heldur halda að ég sé að segja að það sé eitthvað fínt að fá kyn- sjúkdóma. Alls ekki — ég er bara að benda á að orðaval getur lýst við- horfum okkar mjög vel. Til dæmis var orðið „sjálfssaurgun“ og „sjálfsflekkun“ einu sinni notað hér á landi yfir sjálfsfróun. Tölfrœði Mig langar að geta þess í fram- haldi af umfjöllun um kærleiks- bakteríur að varast ber að túlka tölur um tíðni kynsjúkdóma ein- hliða. Mikil og víðtæk kynfræðsla getur orðið til þess að fólk leiti sér frekar lækninga af því það þekkir frekar einkennin og þorir frekar til læknis. Á pappírunum getur þetta litið svo út að um aukningu á kyn- sjúkdómum hafi verið að ræða fyrstu árin eftir að víðtæk kyn- fræðsla var hafin. Þeir sem eru hræddir við að kynfræðsla skaði gætu jafnvel sagt: „Þarna sjáið þið — tíðnin hefur ekkert lækkað,“ en á röngum forsendum.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.