Pressan - 18.05.1989, Síða 25

Pressan - 18.05.1989, Síða 25
PÍtíiíTÍtVö a§l r i-iet' ^ r1989 & spáin vikuna 18. mai—25. maí (21. tnars — 20. aprílj Þér liggur eitthvaó þungt á hjarta þessa dagana. Ræddu málió við ein- hvern þér nákominn. Ýmislegt bendir til þess aó hrútar geti oróió heppnir í happ- drætti eða spilum á næstunni. Varist þó að leggja of mikið undir. Enginn veit hvenær gæfuhjólið snýst manni i óhag. (21. april — 20. maí) Það verður öllu léttara yfir þér næstu daga en verið hefur um langan tima. Þér fellur ekki framkoma náins ættingja í þinn garð og skalt ekki hugsa þig tvisvar um að segja álit þitt. Slikt verður þér til góðssíðar meir. Umfram allt verðurðu að varast að láta ska'pið hlaupa með þig í gönur þótt einhverjir aðrir séu með leið- indi. (21. maí — 21. jtini) Nú þarftu að taka á honum stóra þin- um til að hlutirnir gangi upp. Gættu þess að fá nægan svefn, þvi án hvíldarinnar miðar þér hægar en ella. Þú lætur fjöl- skyldumeðlimi fara i taugarnar á þér að óþörfu og þarft að temja þér meiri tillits- semi. (22. jlíní — 22. jiíli) Róleg vika er framundan. Hana væri æskilegt að nota til að undirbúa stór verkefni sem þarf að leysa úr. Þótt þau virðist viðs fjarri eins og er veistu að fenginni reynslu að timinn reynist oft knappur þegar á hólminn er komið. Helgin verður viðburðalitil en þægileg. (23. júli — 22. úgúst) Þer hefur fundist gengið framhjá þér á vinnustað og öðrum úthlutaó verkefni sem þérber. Einhverþéreldri erekki allur þarsem hann erséðurog þú skalt leitatil hinna yngri eftir stuðningi. í einkalífinu gengur hins vegar allt eins og sam- kvæmt uppskrift og þú átt ánægjulegar stundir heima fyrir. (23. ágúsl — 23. sepl.) Það er mjög mikilvægt fyrir þig að velja rétta aðila til að ræða viö i þessari viku. Engin breyting verður á högum þín- um ef þú leitarekki lausnaá réttum stöð- um. Reyndu að skipta þér ekki af deilum meðal vinnufélaga þinna og gættu þess umfram allt að segja ekkert sem auðvelt er að misskilja eöa rangtúlka. (24. sepl. — 23. okl.) Málshátturinn „hálfnað er verk þá hafið er“ á vel við þig þessa dagana. Þú verður sjálfur hissa á hversu miklu þú færð áorkað ef þú aðeins ýtir streitunni á braut. Taktu ekki of mikið að þér í einu. Hafðu hugfast að heiðarleikinn borgar sig alltaf. (24. okt. — 22. núv.) Vinnufélagar þínir virðast skyndilega boðnir og búnir að aöstoöa þig. Þú verð- ur að varast aó þeir hafi ekki aðeins i hugahvað þeirgeti grætt áþessari hjálp- semi sjálfir. Breytingar þarf að hugleiða vel áður en að framkvæmd kemur. (23. nóv. — 21. des.) Einhversem þú hittirfyrirtilviljun veit- ir birtu inn i lif þitt um þessar mundir. Tækifæri sem þú taldirglatað kemuraft- ur upp í hendurnar á þér. Vertu nú fyrri til að svaraen siðast. Loforö sem vinur þinn gaf þér virðist hafa gleymst og þú verður að ganga á eftir því að staðið verði vió það. (22. des. — 20. janúar) Viljinn erallt sem þarf og það verðurðu áþreifanlega var við á næstu dögum. Vertu vakandi fyrir nýjum tilboðum og griptu gæsina meðan hún gefst. Fárastu ekki yfir afskiptaleysi fjölskyldunnar, haltu þig á þeirri línu sem þér finnst gef- ast best. 21. janúar — 19. febrúar) Biddu ekki með að svara þeim sem í fyrstu virðast forvitnir. Þér er óhætt að biðja vini þína um greiða því allir virðast tilbúnir aö leggja þér lið. Gættu að eyðslu þinni og gleymdu ekki að þú kaupir ekki allt með peningum. ■ (20. febrúar — 20. mars) Þú hefur verið með nefiö niðri í annarra manna koppum, og skipt þér af því sem þér kemur ekki við. Littu þér nær og færðu hlutinatil betri vegar á heimavelli. Þegar þú hefur flutt út úr glerhúsinu get- urðu farið að kasta steinum. Ekki fyrr. í framhjáhlaupi Kristín Bernharðsdóttir skrifstofustjóri hjá Kókó og Kjallaranum feguröardrottning íslands 1979 Pínleqast þeqar éq þvældi í hljoðnemannf — Hvaöa persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Foreldrar mínir.“ — Hvenær varöstu hrædd- ust á ævinni? „Ég hef baraeinu sinni áæv- inni orðið óskaplega hrædd. Það var þegar ég var að klifra í Heimakletti fyrir tuttugu ár- um. Ég rann í bleytu og var á hraðri leið fram af klettinum þegar ég náði taki á grasi. Þetta atvik varð þó ekki til þess að ég hætti fjallaklifri og ég hef aldrei verið lofthrædd, hvorki fyrir þennan atburð né síðar.“ — Hvenær varöstu glöö- ust? „Þegar ég eignaðist son minn.“ — Hvers gætirðu síst verið án? „Vinnunnar." — Hvaö finnst þér leiðin- legast aö gera? „Að hanga og hafa ekkert fyrir stafni.“ — Hvaö finnst þér skemmtilegast aö gera? „Þeysa á vélsleða upp um fjöll og firnindi. Ég er því miður að mestu hætt að fara slíkar ferð- ir, en gerði mikið af því áður.“ — Hvað fer mest í taugarn- ar á þér? „Fals.“ — Manstu eftir pínlegri stöðu sem þú hefur lent í? „Já, hjálpi mér! Það var þegar ég var að skila titlinum árið 1980 og þurfti að tala fyrir framan gesti í míkrófón. Ég hreinlega dó úr feimni á sviö- inu, mundi ekkert hvað ég ætl- aði að segja og þvældi bara. Það var hræðileg tilfinning sem ég gleymi aldrei og ég er viss um að þeir sem voru við- staddir muna þetta líka! Síðan hef ég aldrei farið á svið til að tala í hljóðnema og ætla mér aldrei að gera slíkt!“ — Ef þú ættir að skipta um starf, við hvað vildirðu þá starfa? „Ég myndi ekki vilja skipta um starf. Ef ég yrði þá vildi ég fá framkvæmdastjórastöðu i ein- hverju fyrirtæki á íslandi...!“ lófalestur í þessari viku: K- 56 (kona, fædd 10.03.1946) Þetta er frekar lokuð persóna og hún ermjög varkár. Hún er af- ar skyldurækin, en mætti gjarn- an hafa meira sjálfstraust. Það er fyrst og fremst skyn- semin, sem stjórnar lífi þessar- ar konu. Þess vegna gæti verið jákvætt fyrir hana að vinna við einhver leiðbeiningarstörf. Um þessarmundireðaáallranæstu árum gæti orðið breyting á starfi hennar, enda hefur hún þá mikið úthald og þrek. Konan laðast að öllum líkind- um að kirkjulegum eðatrúarleg- um sviðum, a.m.k. eftir þvi sem hún eldist. Hún hefur tilhneigingu til að fá gigt og hún ætti að gæta heilsunnar vel. Þá gæti seinni hluti ævi hennar orðið betri en sá fyrri. Næstu ár geta reynst þessari konu góð — sérstak- lega hvað varðar einkalíf hennar og börn. VILTU LÁTA LESA LIR ÞÍNUM LÓFA? Sendu þáTVÖ GÓÐ LJÓSRIT af hægri lófa og skrifaðu eitt- hvert lykilorð aftan á blöðin, ásamt upplýsingum um kyn og fæðingardag. PRESSAN — lófa- lestur, Ármúla36,108 Reykjavik.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.