Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 18. maí 1989
PRESSAN
________VIKUBLAÐ Á FIMMTUDOGUM____________
Útgefandi Blað hf.
Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson
Ritstjórar Jónína Leósdóttir
Ómar Friðriksson
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími:
68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og
umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaðaprent hf.
Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu-
blaðið: 900 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 125 kr. eintakið.
Islenskt frumkvæði
innan NATO
Mikilvægar breytingar eiga sér nú stað í utanríkismálum
íslendinga. Undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar
utanríkisráðherra hafa verið lögð drög að íslensku frum-
kvæði í afvopnunarmálum innan Atlantshafsbandalags-
ins. Yfirlýsing utanríkisráðherra nýverið um að
íslendingar eigi að beita sér sérstaklega í samstarfi við nán-
ustu bandamenn sína að því að knýja á um afvopnun í og
á höfunum er lofsverð. Þá hafa íslendingar hallast á sveif
með Þjóðverjum um að fresta beri endurnýjun taktískra
kjarnavopna í Evrópu, en sem kunnugt er hefur komið
upp klofningur innan NATO um þetta mál þar sem Banda-
ríkjastjórn vill endurnýja Lance-eldflaugar sem staðsettar
eru í Þýskalandi. Ýmsir virtustu sérfræðingar í Bandaríkj-
unum s.s. Henry Kissinger og Paul Nitze, sem var um ára-
bil helsti ráðgjafi forsetans í vígbúnaðarmálum, hafa þó
lýst því yfir að afstaða Bandaríkjastjórnar og Breta í þess-
um málum sé pólitískt ósættanleg fyrir flest Evrópuríkin
innan NATO.
í síðustu viku lögðu Sovétmenn fram stórtækar tillögur
um fækkun hefðbundinna vopna sem geta greitt mjög fyr-
ir afvopnunarviðræðunum í Vínarborg. Þá viðraði Gor-
batsjoff hugmyndir um einhliða fækkun skammdrægra
kjarnaflauga sem hafa mælst vel fyrir, því yfirburðir Sov-
étmanna á því sviði á landi eru mjög miklir. Sovétmenn
hafa lýst því yfir að þeir vilji samninga sem nái yfir lang-
dræg kjarnavopn, hefðbundin vopn, efnavopn og skamm-
dræg kjarnavopn og að því loknu geti stórveldin snúið sér
að afvopnun í höfunum. Afvopnun í Evrópu getur haft þá
hættu í för með sér að stórveldin bregðist við með því að
auka vopnastyrk sinn í höfunum. Þar er komið að stærstu
öryggis- og umhverfishagsmunum íslendinga. Það er því
skynsamleg afstaða utanríkisráðherra að vilja tengja af-
vopnunarsamninga á höfunum við heildarsamninga stór-
veldanna. Leggja kapp á að hraða viðræðunum í Vín um
takmörkun hefðbundinna vopna og hafa frumkvæði að
því að í framhaldi af árangri afvopnunarviðræðna í Evr-
ópu verði þegar í stað gerðir gagnkvæmir heildarsamning-
ar um minni vígbúnað í og á höfunum og eftirlit með þeim.
Umræður um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og ein-
hliða yfirlýsingar um afvopnun af hálfu Vesturlanda heyra
sögunni til í þeirri öru þróun afvopnunarsamninga sem nú
gengur yfir. Sú stefna sem hefur verið að mótast í ríkis-
stjórninni gengur út á fulla þátttöku íslands innan NATO
og aukið frumkvæði. Þegar kemur að mikilvægasta örygg-
ismáli okkar, afvopnun á Norðurhöfum, geta íslendingar
stuðlað að verulegum árangri á því sviði í samstarfi við
Norðmenn, sem eiga hér sömu hagsmuna að gæta. Það líf
sem blásið hefur verið í öryggismálastefnu íslendinga og
frumkvæði innan NATO virðist auk þess geta sameinað
þau öfl innan stjórnarflokkanna sem oft og einatt hafa
eldað grátt silfur í friðarumræðunni. Það er í ofanálag
ekki svo lítill árangur.
Athugasemd
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrum fréttamaður á ríkissjónvarpinu, hafði
samband við blaðið vegna Pressumola, sem birtist fyrir hálfum mán-
uði. Þar var sagt að framsóknarmenn á Vestfjörðum hefðu „orðað við
hana sæti á framboðslista flokksins", en Ólína segir slíkt algjörlega úr
lausu lofti gripið. Það hafi aldrei verið minnst á það við sig að taka sæti
á framboðslista Framsóknarflokksins — hvorki vestur á fjörðum né
annars staðar á landinu. Þar að auki tók Ólína fram að hún væri hvorki
í Framsóknarflokknum né nokkrum öðrum stjórnmálasamtökum.
Hlýlegar móttökur
„Velkommen til Reykjavík, herr Carlsson!“
hin pressan
„NT og Timinn eru algerlega
óskyld fyrirtæki.“
— Finnur Ingólfsson í Timanum.
„Alkóhól i bjór er nákvæmlega
sama efnið og alkóhól i vini og
sterkum drykkjum."
— Athugasemd frá áfengisvarnarráði I
Degi.
„Heimsækið okkur, styðjið okk-
ur, ræðið við okkur en látið ekki
eins og við séum ekki til né veriö
ósanngjarnir eða komið fram við
okkur eins og ókunnuga."
— Eric Mc Vadon flotaforingi í kveðju-
ávarpi til íslendinga í Keflavikurherstöð-
inni. Morgunblaðsfrétt.
„Að sjálfsögðu væri það afar
ósmekklegt af oss eyjarskeggjum
að kenna sænska stórveldinu
mannasiði eða diplómatí...“
— Jón Baldvin i Alþýöublaðinu.
„Hreggviður Jónsson, frjálslynd-
ur hægrimaður, hefur spurt kirkju-
málaráðherra um útfararþjónustu."
— Frétt í Alþýðublaðinu.
„Það hvarflaði aldrei að mér að
veröa lögregluþjónn.“
— Bjarki Eliasson, fyrrv. yfirlögreglu-
þjónn, í Morgunblaðinu.
„í haust, þegar við hófum um-
ræðu meðal almennings um EB,
vissi varla nokkur maður um hvað
viö vorum að tala.“
— Halldóra Pálsdóttir, Flokki mannsins,
í DV.
„Hvað varðar launakjör almennt i
félaginu, þá höfum við ávallt kapp-
kostað að fylgja þvi sem almennt
gerðist á markaðnum.“
— Thor Ó. Thors, forstjóri fsl. aóalverk-
taka, um laun stjórnarmanna i Morgun-
blaðsviðtali.
„Okkur vantar ferða-
skrifstofu, sem býður
okkur upp á farseðil
til Fœreyja, svo við
getum keypt íslenskt
lambalceri á 52 krón-
ur kílóið. “
— Lesendabréf i Morgunblaðinu.
„Þrátt fyrir lambakjötsátið eiga
íslendingar þó heimsmet í langlifi,
hvernig sem það kemur heim og
sarnan."
— I.G. i timanum.
„Á sama hátt veltur mat manna á
„æskileik" brautar vitanlega á því
hvort þeir telja endilega nauösyn-
legt að komast greiöustu hugsan-
lega leið milli þeirra punkta sem
brautin tengir."
— Heimir Pálsson, forseti bæjarstjórn-
ar Kópavogs, um Fossvogsbraut i Þjóö-
viljanum.
„Valdimar Flygenring leikari,
sem var kynnir ásamt Sigrúnu
Waage leikara, sagði að á þessum
mánuðum hefðu stúlkurnar senni-
lega gengið meira á háum hælum
en meðalkona gerði á ári.“
— Frétt Mgrgunblaösins af fegurðar-
samkeþþni islands.
„Unnusta Maradona ól honum
dóttur í gær.“
— íþróttafrétt i Morgunblaöinu.
„Þepar búið er að reyna við-
ræður i fimm vikur við samninga-
nefnd ríkisins, fjármálaráðherra
og forsætisráðherra, auk þess
sem ráðherranef nd ríkisstjórnar-
innar hef ur lagt f ram f ormlegt til-
boð þá eru nú ekki fleiri eftír hér
innanlands nema kannski páf-
inn.##
— Ólafur Ragnar Grlmsson I DV.