Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 22. febr. 1990 PBOSSXn VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Adda Steina Björnsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Ljósmyndari: Einar Ólason Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir Próíarkalestur: Sigríður H. Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, simi: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöublaðiö: 1000 kr. á mánuði. Verö i lausasölu: 150 kr. eintakiö. HANDBOLTA- ÆVINTÝRIÐ í dag fylgir PRESSUNNI sérstakt kynningar- blað um heimsmeistarakeppnina í handknatt- leik og efnum við jafnframt til áheitasöfnunar til stuðnings landsliðinu. Þarf vart að minna nokkurn mann á þau stórafrek sem handbolta- strákarnir hafa unnið á síðustu árum. í sérstöku þakkarávarpi frá Jóni Hjaltalín Magnússyni, formanni HSÍ, í tilefni af kynningarblaði PRESSUNNAR, segir hann: ,,Án þess mikla skilnings og velvilja, sem fyrirtæki og einstak- lingar hafa veitt okkur, hefði þetta „handbolta- ævintýri” undanfarinna ára ekki verið mögu- legt.” Nú heldur landsliðið til Tékkóslóvakíu til móts við sextán sterkustu handknattleiksþjóð- ir heimsins. Jón Hjaltalín segir: „Áreiðanlega er það vilji allra landsmanna að við höldum áfram að vera í hópi bestu þjóða heims í hand- knattleik og að við vinnum okkur öruggt sæti á næstu Ólympíuleikum í Barcelona. Landslið okkar mun eins og ævinlega gera sitt besta og stefna að sigri í hverjum leik.” Jón Hjaltalín minnir á að stuðningur við landsliðið sé ekki síður mikilvægur en velvilji. PRESSAN tekur undir það og hvetur landsmenn til þátttöku í landsáheiti blaðsins. pélitisk þankabrot Norrœnt samstarf í nýrri Evrópu Fyrir um þaö bil ári þegar Thorvald Stoltenberg var enn utanríkisráðherra Noregs, sagði hann í skálaræðu, að hann hitti starfsbróður sinn í Svíþjóð, Sten Andersson, oft- ar en konuna sína. Þetta glens er kannski betri lýsing á norrænu samstarfi en langar útlistanir. Á þeim sífellda þeytingi milli landa og funda, sem er hlutskipti stjórnmála- og embættismanna á okkar tímum, eru náin persónuleg og pólitísk samskipti Norður- landabúa ómetanleg sem út- sýnishóll og áttavísir. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur ríkis- stjórna og þjóðþinga fimm norrænna ríkja og þriggja sjálfstjórnarsvæða, á hins- vegar við nokkra tilvistar- kreppu að stríða. Þróunin innan Evrópubandalagsins, breytingarnar í Austur-Evr- ópu, áform um evrópskt efna- hagssvæði og tillögur um að friðsamlegt Hansasamband ríki við Eystrasalt eru dæmi um gjörbreyttar aðstæður. Jafnvel þær forsendur sem komu í veg fyrir samstöðu norrænu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum upp úr síð- ari heimsstyrjöld eru nú senn úr sögu. Spurningin er hver á að vera hlutur norræns sam- starfs í nýrri Evrópu. -o-o-o- Hið opinbera samstarf Norðurlandanna hefur verið gagnrýnt fyrir að vera óform- legt, svifaseint og dreift yfir of mörg verkefni. Hér hefur Norðurlandaráð tekið sér tak. Norræna ráðherranefnd- in í Kaupmannahöfn hefur þegar tamið sér EB-stæla í ákvarðanatöku. I verkefna- áætluninni „Norðurlönd í Evrópu 1989—92“ eru verk- efni skilgreind, tímamörk ákvarðana tiltekin og ábyrgð á framvindu mála vistuð. Evr- ópusamvinnan er nú höfuð- verkefni ráðherranefndar- innar og er skrifstofu hennar ætlað að vera í senn hug- myndabanki og stefnumiðja fyrir norrænu ríkin í aðlögun- inni. Óvissa um framtíðarhlut- verk Norðurlandaráðs og að- haldsstefna í ríkisfjármálum hafa þegar framkallað bann við að norrænu fjárlögin vaxi að raungildi næstu árin. Nýj- ar hugmyndir um norrænt samstarf munu því ekki þýða meiri umsvif. Á móti framlög- um til nýs kvikmyndasjóðs og nemenda- og kennaraskipta (NORDPLUS) þarf að koma niðurskurður. Forgangur Evr- ópuverkefna mun leiða til þess að gömlum samstarfs- málum verður ýtt út af nor- ræna nægtaborðinu. Fram- undan eru erfiðar deilur um forgangsröðun norrænna samstarfsverkefna. Smjör- þefinn hafa menn fundið í til- lögum embættismanna um að leggja niður fjórar nor- rænar stofnanir og átta fasta- nefndir á sviði rannsókna. Þá er hafin heildarendurskoðun á starfsháttum og skipulagi Norðurlandaráðs. Sjálfsögun, forgangsröðun og aukin hraðvirkni breyta þó ekki þeirri staðreynd að Norðurlandaráð er áfram ein- ungis ráðgefandi samkoma og að norræna ráðherra- nefndin getur hvorki gert bindandi samninga innávið né útávið. Samkvæmt þeim drögum sem lögð hafa verið að evr- ópsku efnahagssvæði (EES) í viðræðum embættismanna EFTA og EB er gert ráð fyrir að flestar núverandi reglur Evrópubandalagsins og kom- andi EES-reglur verði sjálf- krafa lagalega bindandi í löndum innan evrópska efna- hagssvæðisins. EES-ákvarð- anir verða semsagt bindandi fyrir aðildarlöndin, og sér- stök eftirlitsstofnun með úr- skurðarvald í deilumálum verður sett á stofn til þess að tryggja að EFTA/EB-reglum verði fylgt út í ystu æsar. Hér er um að ræða miklu fleira en fríverslun og viðskiptapólitík. Evrópska efnahagssvæðið mun ná til flestra samstarfs- sviða á vettvangi Norður- landaráðs. Innan EES verður fjallað um umhverfis-, neyt- enda- og félagsmál, æðri menntun og rannsóknir, þjónustuviðskipti, fjármagns- hreyfingar, samskipti ein- staklinga yfir landamæri og vissa þætti samgöngumála. Utanvið EES falla einungis al- menn menningarmál, vissir þættir löggjafarmála, þróun- araðstoð, landbúnaðarmál og skógarhögg. EFTA-þingið verður hin þingræðislega yfirbygging evrópska efnahagssvæðisins, og á það að starfa í náinni samvinnu við Evrópuþing EB-ríkjanna, meðal annars með sameiginlegu þinghaldi. -o-o-o- EFTA-leiðin hefur ekki ver- ið gengin til enda og þeir eru til sem spá því að hún endi í fjallakrókum Sviss og Austur- ríkis og nái ekki að bakdyr- um Evrópubandalagsins. Enn er markið þó sett á að EES- uppkastið verði gert að samningsgrundvelli ríkis- stjórna EFTA-ríkjanna á sumri komanda og að samn- ingar um EES við Evrópu- bandalagið verði frágengnir sumarið 1991. Verði EES að veruleika óttast margir að það yrði slíkt meginverkefni fyrir pólitíska kerfið í nor- rænu ríkjunum að starfið inn- an Norðurlandaráðs fengi að sitja á hakanum hjá ráðandi fólki. Og munu norrænir þingmenn yfirhöfuð fást til að sitja bæði Norðurlanda- ráðsþing og EFTA-þing til þess að ræða í stórum drátt- um sömu mál? Verður Norð- urlandaráð bara vermireitur fyrir menningarlega þjóð- garðsverði og andstæðinga EES? Einn er sá ljóður á EFTA- þingi og EES að þar eru Danir ekki með og því hætta á enn meiri sundrungu norræns samstarfs. Kannski er því sú hugsun frá Dönum komin að breyta eigi norrænu sam- starfi æ meir í þá'átt að skil- greina og samræma hags- muni norrænu ríkjanna og reka áróður fyrir þeim á al- þjóðavettvangi. Norðurlönd- in sem þrýstihópur innan allra alþjóðasamtaka. Nor- ræn samstarfsverkefni yrðu hinsvegar í framtíöinni fram- kvæmd innan ramma stærri heilda. Einhvers konar nor- rænt BENELUX-samstarf. Norðurlandaráð stendur frammi fyrir flóknum spurn- ingum um form og innihald. Þeir sem biðja um skjót svör ættu að festa sér í minni þá fullyrðingu rithöfundarins Umbertos Eco, að við öllum flóknum spurningum sé til einfalt svar, og það sé vit- laust. Munu norrænir þingmenn yfirhöfuð fóst tii að sitja bæði Norðurlandaráðsþing og EFTA-þing til þess að ræða í stórum dráttum sömu mál? hin pressan „Rúmenia — Kjötið lagt af -stað" — Fyrirsögn á forsídu Þjóðviljans. ,,Karlnaut strauja víst!. . . minn karl er naut og þau tíu ár sem viö höfum búid saman höf- um viö hjálpast aö viö allt, strauj- un þar meö talda. Og ég veit aö fjöl- margir karlar gera þaö einnig.“ — Lesandi hringdi til Morgun- blaðsins. „Það er ekki nóg með, að mið- stjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins hafi verið sannkallaöur kattarþvottur, heldur héldu formaður og varaformaður . Aþýðubandalagsins áfram y þeim kattarþvotti í Þjóðviljan- um. ... tilraun Ólafs Ragnars til þess að gera upp við fortíö sína er náttúrlega hreinn aum- ingjaskapur." — Úr fieykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins. „Það er lítili glans yfir glans- tímariti sem ruglar saman Rolls Royce og límó." — Jón Óttar, sama grein i Morgun- blaðinu. „Börnin fái aö borða" — Fyrirsögn i Nýju helgarblaði. „Fjögur tékkhefti gegn óveð- ursskaða" — Fyrirsögn i Timanum. ,,Þaö er aö mínu mati mjög mikil- vœgt aö Þjóövilj- inn, Tíminn og Alþýöublaöiö komi út. Aö halda þeim uppi er nokkurs konar pólitísk heilbrigö- isþjónusta.“ — Stefán Jón Hafstein i Nýju helgarblaði. „... ég geri þar engan greinar- mun á Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar og dagblaði." — Jónas Kristjánsson um rikis- styrki, i Nýju helgarblaði. „Likamsmeiðingar í Reykjavík á síðasta ári: Tuttugu og sjö manna hópur er hættulegast- ur" — Fyrirsögn í DV. „Best væri auðvitað að fiskstofnarnir væru það stórir að algert frelsi gæti rikt. Slíkt væri i anda sjólf- stæðisstefnunnar . . ." — Haft eftir Guðmundi H. Garðarssyni i Morgunblaðinu. „Fátt er raunalegra en sorp- blaðamenn að berhátta sig frammi fyrir alþjóð. Enda sjón- arspil þeirra Herdísar Þor- geirsdóttur og Ólafs Hanni- balssonar vafalitið átakanleg- asta uppákoma fjölmiðlanna um árabil." — Jón Óttar Ragnarsson i svari við svari við svargrein i Morgunblaðinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.