Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 4

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 22. febr. 1990 llUlræði af óútskýrðu ofbeldi Skemmdarverk, líkamsárásir, átök, innbrot, eignaspjöll, þjófnaöir, kynferðisafbrot, sifja- spjöll, nauöganir, rán, gripdeildir, sjálfsvíg, manndráp, morð. Gamlar konur rotaöar og rændar ellilaunun- um, miðborgin einsog vígvöllur, limlestir menn á víö og dreif, lögreglan ráöalaus gagn- vart óöum bullum sem engu eira. Allt í hers höndum. Þetta eru ekki fréttir frá Suður-Ameríku, Rúmeníu, Beirút í Líbanon eöa torgi hins himn- eska friðar. Nei, nei. Ástæöulaust aö leita langt yfir skammt og sækja vatniö yfir lækinn, einsog þaö er kallað. Þetta eru ósköp einfaldlega fréttir úr vinaleg- um smábæ á norðurhjara veraldar þar sem menn áttu sér í dentíð drauma um fagurt mannlíf í skjóli símastaura sem sungu í sól- skininu og uröu grænir aftur. Þetta eru dagvissar fréttir úr höfuðborg ís- lenska lýöveldisins; Reykjavík, og vígvöllurinn, sem er einsog valköstur á nóttunni en sorp- haugur á morgnana, er miðbærinn í Reykjavík. Átthagar mínir. Þarna er ég fæddur og uppalinn og þarna hef ég alið allan minn aldur í vel meira en hálfa öld. Á löngum lífsferli hef ég átt þess kost aö fylgjast með mannlífinu á „rúntinum", mannlífi sem löngum virtist fremur taka miö af loftvog- inni en ööru. Þegar loftvogin féll hvarf fólkið úr Austur- strætinu og þegar kólnaöi lagöist Austurstræt- iö í dvala. En um leið og sá til sólar var einsog lífsanda blásiö í götuna af þeim fítonskrafti aö iðandi mannlíf kviknaöi þar á hraða Ijóssins. I meira en 150 ár var þessi gata alfaraleið og jafnvel athvarf bæjarbúa. Embættismenn á spássértúrum, heiðurshjón á göngu, flagarar viö iöju sína, daöurdrósir aö gefa falskar vonir, ungt fólk aö draga sig saman, eöa segja hvert ööru upp, ósofnir bankamenn að skunda í vinnuna til móts viö þá sem eyða dögunum í þaö aö „berjast í bönkum", einsog þaö er kall- aö, útsofnir mangarar aö opna búöirnar sínar til aö selja kaupglööum vegfarendum nauðsynja- vöru eöa ójaarfa, Ijóöelskir reikunarmenn meö furöulega kokkteila á skrítnum flöskum, blómarósir, trúbadúrar, drukknir gleðimenn og frelsaöir gútemplarar. Ungir og gamlir, fallegir og Ijótir, blankir og ríkir, góöir og vondir fylltu Austurstræti ásamt meö lífgjafa sínum, blessaðri sólinni, þegar hennar naut viö eöa þá í notalegri rökkur- stemmningu annarra árstíða. Nú er þetta liöin tíö. Miðbærinn í Reykjavík hefur skipt um hlut- verk. Nú þjónar hann ööru mannlífi en áöur, eöa einsog segir í fjölmiðlum: — Miðbærinn er uppspretta ofbeldis, voöa- verka, líkamsárása, átaka og eignaspjalla. Rómantíkin heyrir sögunni til. Farvell Frans. Og nú vaknar spurningin: Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Sem betur fer eru meiri líkur á því aö rökræn og vitsmunaleg svör fáist nú en áður, því nú hefur þjóöin á aö skipa vösku liði sál-, félags-, atferlis- og afbrotafræðinga sem vinna aö því höröum höndum aö komast til botns í því sem á sænsku hefur verið kallað „problem" og hef- ur til skamms tíma verið svo framandi hugtak á íslandi aö enn er ekki til nothæf þýöing á orö- inu. Enn sem komið er hafa félagsfræðilegar rannsóknir á voöaverkum, ofbeldi, limlesting- um, nauðgunum og manndrápum aöallega beinst aö því aö kanna hvort þetta geti virki- lega verið tilfelliö og síðan aö reyna aö komast til botns i því hvaö þeir séu eiginlega gamlir sem láta svona. Þornaðir fylliraftar, einsog ég, hugsa aftur- ámóti sem svo: — Er ekki hugsanlegt aö þetta lið hafi fengiö sér rækilega í staupinu áöur en þaö lét til skarar skríða, kannske pillu eða tvær, óþverra í æö eöa kók í nefið? Spyr sá sem ekki veit. Þó maður geti auövitaö ekki tjáð sig faglega á félagsfræðilegu plani, þá verö ég aö segja aö ég sakna þess aö ekki skuli gerð viðamikil rannsókn á því hvort limlestingar og önnur voðaverk séu yfirleitt framin af allsgáðu fólki. Eöa er þaö hugsanlegt aö þaö sé öðru frem- ur drukkiö fólk og dópaö sem stendur aö þeirri skeggöld og skálmöld sem nú virðist ríkjandi í litla vinalega bænum á noröurhjara veraldar? Ég er nefnilega kominn á þá skoðun á gam- alsaldri aö þeir sem ekki geta drukkið og dópað án þess aö veröa óalandi og óferjandi í mann- legu samfélagi veröi bara að hætta aö drekká og dópa, þó þaö sé nú aö vísu vondur kostur. Hinum sem geta drukkið og dópaö dægrin löng „án þess aö komi niðurá neinum" óska ég svo hjartanlega til hamingju og óska þeim langra lífdaga. Guö láti gott á vita. NY/R B/LAR A HAGSTÆÐU VERÐ/ HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞÍN BÍLALEIGAN ' Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor- olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station »FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta- tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol, Toyota Landcruiser, Ford Econoline >5-12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5—7), Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11), Toyota Litace (8), Ford Econoline (12) Í GEYSIR sími: 688888 Suðurlandsbraut 16, Reykjavík, gengið inn frá Vegmúla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.