Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 15
Fyrir nokkru fflutti útff lutningsffyrirtæk- ið Marbakki hf. inn verulegt magn aff fullunninni raekju ffró Kanada og seldi hana áffram til Bretlands sem islenska vöru. Raekjan var tekin úr erlendu um- búðunum, sett i umbúðir fyrirtaekisins og siðan seld til Bretlands og ffleiri landa sem ffullunnin islensk fframleiðsla, toll- frjálst. EFTIR KRISTJÁN PÉTURSSON, FYRRV. TOLLGÆSLUSTJÓRA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI, ÁSAMT ÓMARI FRIÐRIKSSYNI MYND: EiNAR ÓLASON Skv. fríverslunarsamningum ís- lands við EB fær pilluð íslensk rækja frjálsa tollmeðferð innan EB-landa ef uppruni hennar er íslenskur. Rík- isstofnanir hafa velt málinu fyrir sér í rúmt ár án þess að komast að nið- urstöðu. Forstjóri Marbakka segir að þetta hafi verið mistök þeirra og hann hafi ekki endurtekið þennan leik. En því er haldið fram að tölu- vert sé um ólöglegan útflutning af þessu tagi og fyrirspurnir hafi borist að utan vegna þessa. Höfundur greinarinnar hefur um nokkurt skeið kannað hvernig út- flutningur þessi á sér stað. Upphaf málsins má rekja til þess að upp komst, að Marbakki hf. flutti inn iausfrysta, pillaða rækju frá Kanada árið 1988 og seldi hana til Bretlands undir merkjum fyrirtækisins sem ís- lenska vöru. Til að rækja frá íslandi njóti tollfrjálsrar meðferðar innan EB-landa verður hún að vera full- unnin hérlendis og fullnægja gæða- kröfum Ríkismats sjávarafurða (reglur þessar er að finna í bókun 6 í fríverslunarsamningnum varðandi einhliða fríðindi fyrir íslenskar sjáv- arafurðir). Samkvæmt framansögðu ætti að vera loku fyrir það skotið að Mar- bakki hf. fengi svokallað EUR.l-skír- teini sem gefið er út af ríkistollstjóra og er flutningsskírteini sem notað er í fríverslun á milli íslands og ríkja innan EB og EFTA. Tollstjóraemb- ættið gefur skírteinin út á þeirri for- sendu að rækjan hafi verið veidd af íslenskum skipum. Á sérstökum reit er tekið fram að ísland sé uppruna- land vörunnar. Undir það ritar út- flytjandinn. Rangar upplýsing- ar útflytjanda Af þessu er Ijóst að rangar upplýs- ingar útflytjanda um uppruna vör- Marbakki hf. kcypti tilbúna rækju frá Kanada, umpakkaði og seldi til Bretlands sem íslenska vöru, tollfrjálst Fyfirspurnir hafa borist að utan vegna ólöglegs útflutnings á rækju. Embættis- menn velta málinu fyrir sér i heilt ár án niðurstöðu. Rúm 150 tonn fullunninnar rækju keypt frá Kanada á siðustu tveimur árum. Fórþað tollfrjálst inn á £ vrópumarkað sem íslensk sjávarafurð? unnar og meðferð hennar gera hon- um kleift að koma rækjunni til Bret- lands og fleiri EB-landa tollfrjálst en Kanadamenn þurfa að greiða um 17% toll til að koma vörunni inn á EB-markaðinn beint. Þetta á sér stað með þeim hætti að í fyrstu gefur Ríkismat sjávarafurða út heilbrigðisvottorð fyrir rækjuna. Þar er ekki kannað sérstaklega hvaðan hún er upprunnin. Því næst kemur utanríkisráðuneytið til skjal- anna en það veitir útflutningsleyfi. Þar töldu menn sig ekkert vita um uppruna vörunnar þar sem slíkt er ekki tiltekið á vottorði löggiits mats- manns ríkismatsins. Þar er því ein- göngu gengið úr skugga um að sölu- verð rækjunnar sé í samræmi við það sem gengur og gerist á mark- aðnum og að tryggilega sé gengið frá greiðsluskilmálum. Ef sérstakar umkvartanir berast um útflutning sem brýtur í bága við samninga við EB fer ráðuneytið af stað og kannar málið. Það átti sér stað í umræddu tilfelli vegna útflutnings Marbakka á Kanadarækjunni. Sú athugun hefur nú staðið yfir í rúmt ár án niður- stöðu. Vísar ráðuneytið á ríkismatið sem það segir að eigi að ganga úr skugga um að farið sé að reglum. Hlýtur að vekja athygli að Mar- bakkamálið er búið að velkjast á milli ráðuneyta og stofnana á annað ár án þess að úrlausn fáist. Nokkrir embættismenn voru settir í málið en komust lítt áfram þar sem óhugs- andi er við núverandi skipulag að finna út hvort tilbúinni rækju sem flutt er inn í landið er umpakkað hér og hún send á Evrópumarkað undir íslenskum merkjum. Tugmilljóna- útflutningur? Fjárhagslegur ávinningur Mar- bakka er augljós; um 17% tollur, sem Kanadamenn hefðu þurft að greiða, fellur niður, sé varan flutt frá Islandi sem fullunnin íslensk vara. Jón Guðlaugur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Marbakka, segir að hér hafi eingöngu verið um 20 tonn að ræða sem fóru á Bretlandsmark- að. Samkvæmt upplýsingum frá hag- stofunni var flutt inn verulegt magn af fuliunninni rækju frá Kanada í gegnum Bandaríkin árið 1988 eða rúmlega 70 tonn. Á sama ári voru flutt út til EB-landa rúm 30 tonn fuli- unninnar rækju héðan til Danmerk- ur, 22 tonn til Bretlands, 11 tonn til Frakklands og 10 tonn til Þýska- lands. Á síðasta ári voru fiutt til ís- lands 82 tonn af fullunninni rækju beint frá Kanada. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um hverjir fluttu inn eða hvort þeirri rækju hefur að- eins verið umpakkað hér og hún síðan send inn á Evrópumarkað eða eitthvað annað. Ber augljóslega brýna nauðsyn til að kannað verði hver meðíerð rækjunnar hefur ver- ið og hvort sami aðili eða fleiri hafi komið hér við sögu. Ef öllu þessu magni hefur verið komið úr landi á röngum forsendum er hér um að ræða útflutning fyrir tugi milljóna króna. Vísar hver á annan Þegar höfundur greinarinnar var að afla upplýsinga um málið var leit- að til viðkomandi ráðuneyta og stofnana. Virtust menn ýmist ekki vita neitt eða vildu hreinlega ekki veita upplýsingar. Svo virðist sem viðkomandi ríkisstofnanir treysti í blindni hver annarri og enginn beri endanlega ábyrgð á mistökunum. Vísaði hver á annan. Hefur þó feng- ist staðfest að fyrirspurnir hafa bor- ist að utan frá um þennan ólöglega útflutning. Kunnugir telja að ólög- legur útflutningur, af þessu tagi hafi verið stundaður í verulegum mæli. Auk þess að vera lögbrot kann slíkt að skaða hagsmuni íslendinga al- varlega vegna fríverslunarsamn- inga við EB og EFTA. in9. land) UMSÓKN UM IRTEINI 9. land) (valfrjá/s n,fylling) n9) i,a 09 le9und slykkja'; vörufegund jjjjfcýrtngaré bakhlið í56345 •J'nsókn udi Hutningsskirteini til nota 1 fr- ÍSLANDS 'VerS'Un milli l3ndS’ rik'aöandalags eða ,a„d ,SAi _________________ ‘a-PPrunnar | eða'tds ÍSLAND 7 Afhugasemd/r Útflytjandi verður að fylla út svona skirteini þegar fluttar eru tollfrjálsar sjávaVafurðir á Evrópumarkað, Skilyrði er að varan feé jslensk. Á skírteininu er skýrt tekið fram að ísland sé upprunaland vörunnar. Yfirvöld viröiJst hafa fá rað til að koma í veg fyrirað útflytjendur Vnisnoti þetta skv. núverandi reglum og eftirliti. ([< m3o. s. frv 1 (valfrjá/s útfylling) ningar I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.