Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 22. febr. 1990
27
sleg vandamál geta fylgt
Arthur Morthens, sérkennslufulltrúi hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur: „Tii eru mismunandi tegundir af
lesblindu."
og spurningar. Þetta vandamál
mætti leysa á þann hátt að lofa þess-
um krökkum aö taka munnleg próf.
Það eru til skólar hér í borg, til dæm-
is Ölduselsskóli, sem hafa veitt
þessa undanþágu og komiö til móts
viö nemendur með verulega lestrar-
örðugleika, með því að leyfa þeim
að taka munnleg próf. Þetta hljóta
skólar að verða aö gera í ríkari
mæli, því þeir verða auðvitað að aö-
laga sig þessum hópi nemenda,"
segir Arthur. Hann bendir á aö
námsgagnastofnun gefi út hljóö-
snældur með námsefni á og blindra-
bókasafnið hafi einnig gefiö út
hljóösnæidur sem geti nýst börnum
með lestraröröugleika töluvert.
„Þessar hljóösnældur finnst mér að
skólarnir eigi aö kaupa sem
kennslutæki," segir Arthur. ,,For-
eldrar eiga ekki að þurfa að kaupa
þær fyrir börn sín, heldur er það
mín skoðun aö þær séu sjálfsagt
kennslutæki."
Hvort lesblinda sé algengari hjá
drengjum eða stúlkum svarar Art-
hur að tíðnin sé mun hærri hjá
drengjum: „Reyndar er það svo í
sérkennslu almennt að hlutföllin
eru 70% hjá drengjum á móti 30%
stúlkna og þar sem við þekkjum til
er dyslexia mun algengari hjá
drengjum."
Það getur tekið gríðarlega langan
tíma að hjálpa börnum með lestrar-
örðugleika: ,,Það er misjafnt
hversu langan tíma börn þurfa,“ seg-
ir Arthur, ,,en alvarlega, sértæka
lestrarörðugleika tekur langan tíma
að laga. Að vísu hefur maður séð
kraftaverk gerast í sumum tilvikum
og krakka ná lestrinum upp á einu,
tveimur árum, en hjá miklum meiri-
hluta tekur þetta langan tíma."
Lestrarsérdeild
fyrir fullorðna
nauðsynleg
Að sögn Arthurs hefur í nokkur ár
veriö starfrækt skipulögð iestrarsér-
deild við Fellaskóla í Reykjavík, en
betur má ef duga skal:
„Draumur okkar er sá að koma
upp annarri lestrarsérdeild við Æf-
ingaskóla Kennaraháskóla Islands,"
segir Arthur. ,,Sú deild myndi þá
jafnframt verða miðstöð lestrar-
rannsókna viö KHI og þar yröi jafn-
framt hægt að sinná fullorðnu fólki
sem á við leserfiðleika að stríöa.
Deildin í Fellaskóla er sú eina á land-
inu, ætluð nemendum í Reykjavík
og þar er alltaf yfirfullt. Við höfum
sótt nokkuð stíft að fá að stofnsetja
þessa nýju lestrarsérdeild og höfð-
um fengið fjármagn fyrir innri upp-
byggingu, það er að segja tækjabún-
aði, en á fjárlögum í ár fékkst ekki
fjármagn til aö kaupa þetta tréhús
sem við óskuöum eftir undir deild-
ina."
Þegar Arthur er spurður hvort all-
ir þeir 400 nemendur sem eiga við
alvarlega lestrarörðugleika að
stríða fái þá hjálp sem þeim ber
svarar hann:
,,Það er reynt að hjálpa öllum.
Hins vegar er sérkennsluþcirfin í
Reykjavík miklu meiri en það tíma-
magn sem okkur er úthlutað til að
hjálpa börnunum. Það þýðir aö þótt
við reynum að bjarga barni um tvo
tíma á viku getur sérfræðingur lagt
til að barnið fái hjálp í fimm klukku-
stundir. Við hjálpum öllum, en hvort
sú hjálp dugar er annaö mál."
Þolinmæði og mildi
í stað löðrunga
Eins og séra Sigurður Haukur seg-
ir frá i bókinni sem vitnað er til hér
að framan voru löörungar nánast
það eina sem hann fékk þegar hon-
um tókst ekki að lesa. Telur Arthur
að enn tíðkist að foreldrar skammist
sín fyrir börn sín sem ekki standa sig
eins og til er ætlast og beiti þau jafn-
vel harðræði til aö fá þau til aö læra
að lesa?
,,Ég vona nú að slíkt tíðkist ekki
lengur, en auövitað vitum viö að
uppeldi er misjafnt á heimilum,"
segir Arthur. ,,Þaö kann að vera aö
einhverjir beiti hörku til aö fá barn
sitt til að lesa, en hvað varöar svona
sértæka lestrarörðugleika eru það
þolinmæöi og mildi sem skipta höf-
uðmáli en ekki liarka og barsmíöar."
Aður en skilningur á ýmsum or-
sökum lestraröröugleika jókst
reyndu margir foreldrar að leyna
því hvernig barn þeirra var statt í
námi:
,,Þaö er rétt að þetta var gríöar-
lega viðkvæmt mál og er það reynd-
ar enn hjá sumum," segir Arthur.
,,Aöur voru börn með lestraröröug-
leika afgreidd sem seinfærir neni-
endur og skilningur á þessu máli var
ekki mikill. Auðvitað höfðu einstak-
ir menn mikinn skilning á þessu
vandamáli hér á landi sem annars
staðar, en almenn vakning varð
ekki hér fyrr en eftir 1970. Með
grunnskólalögunum fóru menn að
gera sér betur grein fyrir þessum
málum og eftir því sem við eignuð-
umst fleiri sérkennara, sem þó varð
ekki að ráði fyrr en eftir 197.3, jókst
skilningurinn mjög."
Arthur segir aö milli 17 og 18%
grunnskólanema þurfi á sérkennslu
aö halda og þeim megi skipta í þrjá
hópa: ,,í fyrsta lagi eru þaö börn
með almenna namsörðugleika,
seinfærir nemendur. í öðru lagi
börn með sértæka lestraröröug-
leika og loks börn sem eiga við fé-
lagslega og tilfinningalega örðug-
leika að stríða. Langstærstur hluti
sérkennslunnar felst í hreinni lestr-
arkennslu."
Þá voru nemendur
felldir á prófum
Fins og íram hefur komið eru það
ekki eingöngu börn sem eiga við
mikla lestrarörðugleika að stríða. I
þeim hópi er einnig fullorðið fólk
sem þyrfti, ef vel ætti aö vera, að
eiga möguleika á aðstoð í lestrarsér-
deild:
„Eftir aö nýja framhaidsskólalög-
gjöfin kom til, sem felur í sér að
framhaldsskólinn sé fyrir alla, þá
eru aö sjálfsögðu nemendur innan
framhaldsskólanna sem eiga við
lestrarörðugleika að stríða. í háskól-
anum eru einnig nemendur sem
bæöi eiga við lestrar- og skriftarörð-
ugleika aö stríöa. Þetta er hörkugott
námsfólk, enda hafa lesblinda eöa
sértækir lestraröröugleikar ekkert
með greind að gera. Þetta fólk á í
miklum erfiðleikum þrátt fyrir að
hafa gengiö í gengum allan mennta-
skólann og það er ekkert annað fyr-
ir framhaldsskólana aö gera nú en
að aölaga sig breyttum aðstæðum.
Það þarf aö veita þeim nemendum
sem inn í framhaldsskólana koma
verulega aðstoð, þuríi þeir á henni
að halda, hreinlega veita þeim lestr-
arkennslu í miklu ríkari mæli en
gert hefur verið. Aöstoð við þá nem-
endur sem eiga í erfiðleikum með
lestur hefur verið lítil sem engin, og
þeir nemendur sem átt hafa viö dys-
lexiu að stríða í framhaldsskólum
hafa í mörgum tilfellum einfaldlega
verið felldir á prófum."
HINN HNIOG SANNISTÓRÚTSÖLUMARKADUR
BIIDSHOFDA 10
Opnunartími: Föstudaga kl. 13-19,
laugardaga kl. 10-16, aðra daga kl. 13-1