Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 12

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 22. febr. 1990 Það var ekki fyrr en hæglátasti maðurinn hóf upp raust sína að allir þögnuðu. Kanadamaðurinn, John Hasek, sem er formaður félags Tékka í Kanada, sem í eru yfir 200.000 Tékkar, hlustaði með and- akt á manninn, horfði síðan á hann stórum augum og sagði: ,,Ég trúi ekki að þetta sért ÞÚ!“ „ÞÚ“ var enginn annar en Ján Budaj, _ leiðtogi samtakanna Verejnost proti násiliu í Slóvakíu, en nafn þeirra má þýða sem Al- menningur gegn ofbeldi. John Hasek sagði okkur að Ján Budaj væri í raun Havel þeirra Slóvakíu- manna og þótt þeir væru báðir í fylgdarliði forsetans höfðu þeir ekki verið kynntir en gafst þarna óvænt tækifæri til að skiptast á skoðunum næstu tvær klukkustundirnar. Hinir Slóvakíumennirnir voru Jozef Kucerák, hagfræðingur og þingmaður, og Martin Bútora, fé- lagsfræðingur og rithöfundur, sem skrifað hefur tíu bækur, flestar í samvinnu við konu sína. Hann færði okkur að gjöf nýjustu bók sína sem fjallar um alkóhólisma. Þetta er hin veglegasta bók sem mikil vinna hefur greinilega verið lögð í eftir því sem sjá mátti á heimildaskránni, en kostar aðeins 39 krónur í Tékkóslóv- akíu, sem myndi samsvara 63 ís- lenskum krónum. Fyrir mörg hundruð blaðsíðna, innbundna bók. í neðanjarðar- hreyfingunni Það kom fljótlega fram í samræð- um okkar að þeir Martin Bútora og Ján Budaj hefðu staðið að útgáfu blaða andófsmanna í Slóvakíu. Martin segir þá hafa þekkst lengi en samtökin hafi verið formlega stofn- uð 19. nóvember, sama dag og Obc- anské fórum, flokkur Havels (Borg- aravettvangur), var formlega settur á stofn í Prag. „Við vissum ekki hver af öðrum og að þessi tvenn samtök skyldu stofnuð nánast á sömu mín- útunni var tilviljun ein,“ sagði Mart- in. Hann segist ekki hafa skrifað sjálf- ur undir Charta 77, en hafi hins veg- ar verið annar af tveimur kennurum við háskóla í Bratislava, sem neit- uðu að taka þátt í andmælum gegn Charta 77: „Og slík neitun hafði sömu merkingu og að rita nafn sitt Þeir voru að leita að sundlaug. Voru komnir niður i kjallara ó Hótel Sögu en sáu engin merki þess að þar væri hægt að komast i sund. Þeir stöðvuðu unga konu sem þeir sáu og spurðu hana hvort hún vissi hvar sundlaugin væri. Þegar hún uppgötvaði að þeir voru frá Tékkó- slóvakiu og þeir uppgötvuðu að hún var hálfur Tékki gleymdist sundlaugin. TEXTI OG MVNDIR: ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR Ján Budaj, leiðtogisamtakanna ,,AI- menningur gegn ofbeidi", og Martin Bútora, rithöfundur og andófsmaður, ísamtaii við PRESSUNA. Ján Budaj: „Nú vita þeir í örygg- islögreglunni allt um mig, en ég ekkert um þá ..." ur talað við okkur á ensku, biður John Hasek að túlka samræður okk- ar: „Ég vil heldur svara á mínu máli,“ segir hann og brosir ljúflega. „Það þarf svo lítið til að hlutirnir misskiljist." Ján Budaj er 38 ára Slóvaki, sem alla tíð hefur barist gegn yfirráðum kommúnista. Þótt hann gerði sér grein fyrir hættunni sem því fylgdi að segja skoðanir sínar lét hann ekkert kúga sig. Vegna skoðananna var honum meinað að taka próf í eðlisfræði og stærðfræði, sem hann hafði numið í fjögur ár við háskól- ann í Bratislava: „Ég var sendur í hegningarvinnu, sem var þeirra leið til að þagga nið- ur i mér,“ segir Ján. „Það varð til þess að styrkja mig enn frekar. Þetta var nefnilega sú leið sem ég hafði fundið til að koma skoðunum mín- um á framfæri. Hegningarvinna var versta hegningin sem þeir beittu á þessum tíma. Því neðar sem þeir settu mig, því hærra talaði ég. Ég náði eyrum félaga minna og benti þeim á að þetta væri sú leið sem við gætum valið. Við þyrftum að vísu að leggja á okkur erfiðisvinnu, en með- an við þyldum hana gætum við sagt hug okkar. Þegar ég var kominn í starf kyndara var ekki hægt að færa mig neðar.“ Alltaf hólfu skrefi áundan öryggislögreglunni Hann skipulagði útgáfu blaða Nokkrum mínútum síðar voru þeir sestir inn á íslenskt heimili þar sem þeir gæddu sér á íslenskum pönnukökum, íslensku ís-kóla, kaffi og Tuborg-bjór frá Danmörku. Þetta var svolítið sérkennilegur hópur þarna í stofunni. Þrír Slóvakar, einn Tékki með kanadískt vegabréf, þrír hálfir Tékkar og þrír íslendingar. Umræðuefnið skorti ekki: Tékkó- slóvakía á leið til lýðræðis og þær breytingar sem því eiga eftir að fylgja. Hovel Slóvakíumanna á Charta 77,“ segir hann. „Pólitískar hræringar voru aldrei jafnmiklar í Bratislava og í Prag, en í Slóvakíu voru alltaf starfandi nokkrar neðan- jarðarhreyfingar. Sú öflugasta og sem hafði mestu áhrifin var hreyf- ingin sem Ján Budaj hefur leitt og er kjarninn á bak viðsamtök okkar, Al- menning gegn ofbeldi." Almenningur gegn ofbeldi Þegar Martin Bútora lítur til hins örlagaríka dags, 17. nóvember, og fannst vanta enn meira. Við ákváð- um á þessum fundi að láta meira heyrast frá okkur innan háskólanna og á götum úti. Lítt óraði okkur fyrir því þegar við samþykktum þetta að á sömu stundu væru mótmælin í Prag að ná hámarki." Spurnir af þeim mótmælum höfðu þeir um kvöldið og laugar- daginn 18. nóvember fóru nokkrir úr hreyfingu Jáns Budaj í miðborg Bratislava með kerti og nellikur: „A sunnudeginum boðuðum við til stofnfundar „Almennings gegn of- beldi" og þangað mættu hundruð manna. A mánudeginum skiptu fé- lagsmenn þúsundum." Meðan samræður okkar fara fram er glatt á hjalla í stofunni. Þar dans- ar slóvaskur þingmaður tékkneskan Meöan gestir frá Tékkóslóvakíu sátu í Þjóðleikhúsinu og reyndu aö skilja íslensku sátu þessir heiðursmenn í félagsskap ís- lensk/tékkneskra kvenna og gæddu sér á íslenskum pönnu- kökum meö rjóma! Frá vinstri: Jozef Kucerák, þingmaður Sló- vaka, Elísabet Magnúsdóttir snyrtifræöingur, John Hasek, formaður Félags tékkneskra i Kanada, Ján Budaj, leiötogi sam- takanna „Almenningur gegn of- beldi", og Ingunn Magnúsdóttir danskennari. er beðinn að rifja hann upp segir hann brosandi: „Þeim degi gleymi ég aldrei. Við vorum tuttugu félag- arnir sem sátum á kaffihúsi og ræddum um hvað hægt væri að gera. í þessum hópi var Ján Budaj, leiðtogi okkar, og niðurstaða fund- arins var sú að við yrðum að færa út kvíarnar og koma boðskap okkar víðar. Við höfðum gefið út bók árið 1987 sem fól boðskapinn i sér og hún hafði náð til margra, en okkur Martin Bútora: „Tilviljun ein aö samtökin „Almenningur gegn of- beldi" og „Borgaravettvangur" skyldu stofnuö á sömu mínútunni." polka við íslenskéui danskennara og Ján Budaj nýtur þess að drekka ís- lenskt Braga-kaffi innan um íslenskt kvenfólk í þessu samkvæmi: „Það er erfitt að dansa polka," segir Mart- in en ákveður að prófa og það næsta sem sést er rithöfundurinn í léttri sveiflu! í hegningarvinnu Ján Budaj, sem fram að þessu hef-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.