Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 22

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 22. febr. 1990 SAMVINNUBANKINN KREDITKORT Sparisjóðsbækur Almennar sparisjóðsbækur eru eitt elsta reikningsform banka og sparisjóða. Bækurnar bera vexti, en eru óverðtryggðar og eru inn- stæður alltaf lausar til útborgunar án fyrirvara. Hóvqxtabók Er tilvalin fyrir þá sem vilja ávaxta sparifé sitt á háum vöxtum án bindingar og kjósa bókarform- ið umfram önnur reikningsform. Úttektargjald er 0,25% sem reikn- ast af hverri úttekt en þó ekki að uppfærðum vöxtum síðustu 12 mánuðina. Úttektargjald Hávaxta- bókar er það lægsta sem bankar bjóða á sérkjarareikningum sín- um. Verðtryggðir_____________ reikningar Reikningarnir eru með 6 og 18 mánaða binditíma, verðtryggingu og vöxtum sem eru því hærri sem bindingin er lengri. Raunávöxtun á 18 mánaða verðtryggðum reikn- ingi Samvinnubankans var sú hæsta sem bankar buðu upp á ár- inu 1989 eða 6%. Launavelto Þeir sem hafa fengið greidd laun eða tryggingabætur reglulega inn á reikninga í bankanum í a.m.k. 3 mánuði eiga kost á launaveltuláni, séu þeir skuldlausir við bankann. Spari- og Skólaveltulán eru undanskilin þessum takmörkum. Upphæð og lánstími Launaveltu-i Sparileiðir__________________ íslandsbanka Auk hefðbundinna innláns- reikninga, svo sem almennra sparisjóðsbóka og verðtryggðra reikninga, býður íslandsbanki upp á þrjár sparileiðir sem miða að því að hver viðskiptavinur geti fundið þá ávöxtunarleið sem honum hentar. Sparileið 1 veitir eiganda auð- veldan aðgang að sparifé sínu enda ætluð þeim sem vilja geta gripið til þess með litlum fyrir- vara. Vaxtatímabilið er sex mán- uðir og standi innstæða óhreyfð á tímabilinu ber hún verðtryggða vexti. Vextir á innstæðu hækka í fjórum þrepum, um 0,5% og er þar miðað við hvert sex mánaða tímabil sem innstæða stendur óhreyfð. Reikningseigandi getur tekið út af reikningnum einu sinni á hverju tímabili án greiðslu þókn- unar og aö auki eru vextir tveggja vaxtatímabila lausir til úttektar án þóknunar. Á Sparileið 2 taka vextir mið af innstæðu reiknings, það er vextir hækka um 0,5% í fjórum þrepum miðað við ákveðnar upphæðir. Innstæða undir 50.000 krónum ber þannig 2,5% raunvexti en fari innstæða yfir 500.000 krónur ber hún öll 4,0% raunvexti. Vaxta- tímabil Sparileiðar 2 er einnig sex mánuðir og ber óhreyfð innstæða á tímabilinu verðtryggða vexti. Eins og á Sparileið 1 getur reikn- ingseigandi tekið út einu sinni á vaxtatímabilinu án sérstakrar þóknunar og vextir tveggja vaxta- tímabila eru lausir til úttektar án þóknunar. Vextir á Sparileið 3 eru nokkru hærri en á hinum Sparileiðunum, enda er markmið bankans að veita hærri vexti til þeirra við- skiptavina sem geyma sparifé sitt í lengri tíma. Vaxtatímabilið er 6 mánuðir, en vextir leggjast viö höfuðstól í lok almanaksársins. Að vaxtatímabili loknu ber óhreyfð innstæða verðtryggingu og þókn- un vegna úttektar fellur niður ef innstæða er óhreyfð í 18 mánuði eða lengur. Eins og á hinum spari- leiðunum tveimur eru vextir síð- lána ræðst af umfangi og tíma- lengd viðskipta. Einnig eiga viði skiptamenn kost á yfirdráttar- heimild á tékkareikningum. Sparivelta__________________ Er sérstakur sparireikningur með lánsrétti. Sparnaður fer fram með jöfnum mánaðarlegum inn- borgunum. Að loknum sparnaði á reikningseigandi rétt á Spariveltu- láni. Upphæð og lánstími ræðst af sparnaðarupphæð og sparnaðar- tíma. Skólavelta__________________ i Fyrir námsmenn eða þá sem hyggja á nám býður Samvinnu- bankinn sparireikninga með há- um vöxtum og lánsrétti. Lánstím- inn er mjög sveigjanlegur og láns- réttinn má geyma í 9 mánuði frá lokum sparnaðar eða safna hon- um saman yfir allt að þrjú sparn- aðartímabil. Skuldabréfqlón Samvinnubankinn veitir bæði verðtryggð og óverðtryggð skuldabréfalán. Til tryggingar lán- um til 18 mánaða eða skemur er ýmist krafist sjálfskuldarábyrgðar tveggja aðila eða fasteignaveðs. Fasteignaveðs er krafist af lengri lánum. Vixillón____________________ Þau eru með ýmsu móti, m.a. í formi yfirdráttar, reikningsláns eða með kaupum á viðskiptakröf- um. Reikningslán eru föst rekstr- arlán sem greiðast niður á um- sömdum lánstíma eins og venju- ustu tveggja vaxtatímabila lausir til útborgunar án sérstakrar þókn- unar. Tékkoreikningur____________ íslandsbanka______________ Á Tékkareikningi íslandsbanka fyrir einstaklinga er að finna nokkrar nýjungar. Sameinaðir eru kostir tékka- og sparireiknings með þvi að reikna dagvexti í stað vaxta af lægstu stöðu á 10 daga fresti. Þá geta viðskiptavinir valið um tvenns konar tékkhefti með tékkareikningi bankans. Annars vegar hefðbundin hefti með svuntu og hins vegar sérprentuð hefti með mynd af reikningseig- anda ef óskað er. Sérprentuðu heftin eru einnig óvenjuleg að því leyti að hverjum tékka fylgir afrit þar sem hægt er að skrá í hvað tékkinn var notaður og hafa þann- ig ávallt nákvæmt yfirlit yfir færsl- ur á reikningnum. Hægt er að fá yfirdráttarheimild allt að 50.000 krónum án heimildargjalds, því aðeins eru greiddir dagvextir af upphæð heimildar sem notuð er hverju sinni. Þá auðveldar tékka- reikningurinn viðskiptavinum lántöku þar sem hægt er að fá Reikningslán allt að 300.000 krón- um afgreitt beint af þjónustufull- trúa í útibúum bankans. Þá tekur íslandsbanki ábyrgð á tékkum gefnum út af reikningseiganda allt að upphæð 10.000 krónum. Önnur þjónusta____________ íslandsbanka______________ íslandsbanki hefur samstarf við VISA ísland og Eurocard og er nú hægt að sækja um Eurocard á öll- um afgreiðslustöðum bankans. VISA-kortin eru, enn sem komið er, því miður aðeins afgreidd í þeim útibúum bankans sem áður tilheyrðu Iðnaðarbanka og Al- þýðubanka, en á næstunni verður væntanlega hægt að fá þau kort afgreidd á öllum afgreiðslustöðum bankans. Islandsbanki býður að auki upp á ýmsa aðra sérþjónustu svo sem félagaþjónustu, húsfé- lagaþjónustu, greiðsluþjónustu, hraðþjónustu og tölvubanka. leg skuldabréfalán. Til tryggingar rekstrarlánum er ýmist krafist sjálfskuldarábyrgðar eða fast- eignaveðs. Rekstrarlón fyrirtækjo Þau eru með ýmsu móti, m.a. í formi yfirdráttar, reikningsláns eða með kaupum á viðskiptakröf- um. Reikningslán eru föst rekstr- arlán sem greiðast niður á um- sömdum lánstíma eins og venju- leg skuldabréfalán. Til tryggingar rekstrarlánum er ýmist krafist sjálfskuldarábyrgðar eða fast- eignaveðs. Afurðalón Þau eru veitt til fyrirtækja í sjáv- arútvegi, landbúnaði og iðnaði. Lánin eru ætluð til að fjármagna birgðir afurðanna fram að sölu þeirra. Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans Er sérstök deild innan bankans, sem annast öll almenn verðbréfa- viðskipti, svo sem umboðssölu verðbréfa og verðbréfaútboð fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir. Jafn- framt því að veita fjármálalega ráðgjöf gefur deildin út mánaðar- legt fréttabréf um fjármál og verð- bréfaviðskipti viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. I dag eru starfræktir 34 sparisjóðir vítt og breitt um landið og eru afgreiðslustaðir þeirra 45 alls. Eitt af höfuðmarkmiðum sparisjóðanna er, að með starf- semi sinni stuðli þeir að upp- byggingu eigin heimabyggðar. Hagur viðskiptavinanna er tví- þættur. í fyrsta lagi fá þeir per- sónulega og góða þjónustu; og í öðru lagi styðja þeir við at- vinnulífið, launþegana og fólk- ið í hverri heimabyggð um leið og þeir skipta við sparisjóðinn. Nú sem endranær er kappkost- að að veita persónulega þjónustu, jafnvel sniðna að þörfum hvers einstaklings. Sparisjóðirnir eru léttir, liprir og eru fljótir að aðlag- ast breyttum aðstæðum í umhverf- inu, viðskiptavinum til hagsbóta. INNLÁNSFORM Trompbók: Trompbókin er laus og hentar því sérstaklega vel þeim sem vilja greiðan aðgang að sparifé sínu án fyrirvara. Auk þess er ekkert út- tektargjald. Á síðasta ári veitti Trompbókin einna hæstu ávöxtun í bankakerf- inu, eða 25,52% að jafnaði. Við- skiptavinir sem eru 67 ára og eldri njóta sérstaks vaxtaauka og var ársávöxtun þeirra 25,86%. Öryggisbók:_______________ Öryggisbókin er bundin í eitt ár. Hún er sniðin fyrir þá sem kjósa öryggi ásamt góðri ávöxtun. Vext- ir fara stighækkandi á allri upp- hæðinni sem inni á bókinni er, eft- ir því sem innstæðan vex. Þessir vextir voru á síðasta ári á bilinu 26,51%—27,40%. Sértékkareikningur: Sértékkareikningur sparisjóð- anna er sniðinn aö þörfum nútím- ans þar sem krafist er öryggis og skjótrar þjónustu. Daglega eru reiknaðir sparisjóðsvextir á alla innstæðu reikningsins og á þann hátt sameinar hann kosti veltu- reiknings og almennrar spari- sjóðsbókar. Notendur Sértékkareiknings geta sótt um yfirdráttarheimild skv. nánari reglum sparisjóðanna þar um. ÚTLÁNSFORM Launalón: Föstum viðskiptavinum spari- sjóðanna gefst kostur á allt að 18 Kreditkort hf. var stofnað 13. janúar 1980 af nokkrum ein- staklingum sem höfðu hug á því að gefa út greiðslukort hér á landi. Fyrirmyndin var feng- in utanlands frá, en þar hafði tíðkast um árabil að hægt væri að greiða fyrir vöru og þjón- ustu með greiðslukorti. Félagið hóf útgáfu greiðslukorta um mitt ár 1980. í upphafi var ein- ungis um að ræða kort til innan- landsnotkunar, en árið 1982 hófst útgáfa alþjóðlegra korta. Þau kort voru þó einungis heimiluð til þeirra sem voru í viðskiptaferðum og þurfti samþykki Seðlabanka ís- lands til að fá slík kort. Kreditkort hf. var í upphafi einkafyrirtæki, en árið 1982 gerðust þrír bankar aðil- ar að félaginu, en þeir voru: Út- vegsbanki Islands, Verslunarbanki Islands hf. og Sparisjóður vél- stjóra. Árið 1983 var heimild til útgáfu korta gefin grjáls og félaginu veitt heimild til útgáfu alþjóðlegra korta til allra. Þetta kort er gefið út samkvæmt samningi við Eurocard International. Með þessu var kort- höfum gert kleift að hagnýta sér kosti þessa greiðsluforms bæði hér á landi og erlendis. Kreditkort hf. er aðili að alþjóð- legri keðju Eurocard, sem síðan tengist alþjóðlega kortafyrirtæk- mánaða launaláni. Réttur til launaláns skapast sjálfkrafa með því að leggja reglubundnar greiðslur inn á reikning í spari- sjóðunum og getur viðskiptavin- urinn fengið lánið með eins dags fyrirvara. Möguleg lánsupphæð fer hækk- andi, eftir því sem reglulegur sparnaður stendur lengur yfir og getur orðið allt að kr. 350.000 eftir 12 mánaða sparnað. Heimilislón: Heimilislán er samningsbundið sparnaðarform sem veitir rétt til láns. Öllum viðskiptavinum sem vilja sýna fyrirhyggju í fjármálum sínum standa heimilislán til boða. Sparisjóðirnir lána til viðbótar því sem viðskiptavinurinn hefur sparað. Eftir þrjá mánuði nemur lánið 100% af sparnaði, 125% eftir sex mánuði, 150% eftir níu mán- uði og 175% eftir eitt ár. ÖNNUR ÞJÓNUSTA Landsþjónusta: Hver sparisjóður er sjálfstæður, en vegna samvinnu þeirra inn- byrðis er unnt að leggja inn á við- skiptareikning í hvaða sparisjóði sem er og taka út af bókum gegn framvísun þeirra. Þeir viðskipta- vinir sparisjóðanna, sem flytja á milli landshluta eða starfssvæða, geta flutt áunnin réttindi sín frá einum sparisjóði til annars. Símabankinn: Með tilkomu Símabanka spari- sjóðanna er viðskiptavinum þeirra gert kleift að fá margvísleg- ar upplýsingar, gegnum síma, varðandi viðskipti þeirra í spari- sjóðunum, hvar sem er og hvenær sem er sólarhringsins. Þær að- gerðir sem hægt er að fram- kvæma í gegnum Símabankann eru m.a.; fá upplýsingar um stöðu reiknings, upplýsingar um síðustu hreyfingar reiknings, millifærslur milli reikninga, fá sparisjóðsfréttir, taka við eða senda skilaboð til sparisjóðsins og fá upplýsingar um gengi, vexti o.fl. Rétt er að taka fram að Síma- bankinn er mjög einfaldur í notk- un. Greiðsluþjónusta____________ / Greiðslureikningur: Greiðslureikningur sparisjóð- inu MasterCard. Alþjóðlega kortið sem félagið gefur út er því bæði. Eurocard og MasterCard. Saman mynda þessi fyrirtæki ásamt ACCESS á Bretlandi stærsta sam- skiptanet heims, með yfir 7.300.000 aðildarfyrirtækja í verslun og þjónustu. Kreditkort hf. hefur alla tíð haft aðsetur í Ármúla 28, Reykjavík. Þar hefur öll starfsemi fyrirtækis- ins farið fram. Fyrirtækið byggir á miðstöðvar- fyrirkomulagi, þannig að öll skráning, tölvuvinnsla og inn- heimta fer fram hjá fyrirtækinu sjálfu, ekki í bönkunum. Með þessu hafa skapast samræmdari vinnubrögð og betri yfirsýn yfir starf og stöðu fyrirtækisins. í byrjun þessa árs varð breyting á eignarhluta í fyrirtækinu, ein- staklingarnir sem stofnuðu það seldu Landsbanka íslands, Búnað- arbanka íslands og Samvinnu- banka Islands sinn hlut í félaginu. Einnig komu nokkrir sparisjóðir inn í fyrirtækið. Með þessari breytingu er boðið upp á Eurocard-þjónustu í nánast öllum bönkum og sparisjóðum á landinu. Einnig er boðið upp á Eurocard-þjónustu í öllum póst- húsum landsins, samkvæmt samn- ingi sem gerður var við Póst og síma árið 1988. anna er fyrir þá sem vilja hafa fjár- málin í lagi og nota tímann til ann- ars en að hlaupa milli banka og sparisjóða til að greiða reikninga. Reikningurinn byggir á mjög einfaldri hugmynd, en veitir þó visst öryggi í fjármálum. Starfs- menn sparisjóðanna aðstoða við að áætla útgjöld ársins og hvernig þau megi inna af hendi. Litið er á útgjöld ársins sem eina heild og þeim jafnað niður á tólf mánuði. Þessi tólfti hluti er því næst milli- færður mánaðarlega af launa- reikningi yfir á Greiðslureikning. Sparisjóðurinn sér síðan um að greiða þá reikninga sem menn óska og veitir jafnframt yfirdrátt- arlán fari útgjöld einstakra mán- aða fram úr innstæðu á Greiðslu- reikningi. Dæmigerð útgjöld sem hentugt er að fela sparisjóðunum að greiða með greiðsluþjónustunni eru t.d.; afnotagjöld af síma, orkureikning- ar, áskriftargjöld, tryggingar, húsaleiga, félagsgjöld, fasteigna- gjöld o.fl. Gjoldeyrisþjónusta: Gjaldeyrisþjónusta sparisjóð- anna nær til allra þátta gjaldeyris- viðskipta. Viðskiptavinum standa til boða ferðatékkar í fjölmörgum mynd- um og seðlar í helstu gjaldmiðlum. Þá annast sparisjóðirnir hvers- kyns yfirfærslur til aðila erlendis, erlendar innheimtur, greiðslu- ábyrgðir vegna inn- og útflutnings og erlend lán. Innlendir gjaldeyrisreikningar sparisjóðanna eru einnig hag- stæður ávöxtunarkostur þeim sem eiga gjaldeyri og bjóðast í ýmsum myntum. Félogq- og húsfélaga- þjónusta:_____________________ Félaga- og húsfélagaþjónusta sparisjóðanna er ítarleg inn- heimtuþjónusta fyrir almenn fé- lagasamtök og húsfélög. Á þenn- an hátt sjá sparisjóðirnir um inn- heimtu og bókhald á allt að níu ólíkum gjaldaliðum fyrir hvern viðskiptaaðila. Auk þeirra þátta sem þegar hafa verið nefndir bjóða sparisjóðirnir upp á fjölþætta og víðfeðma þjón- ustu á mörgum öðrum sviðum, t.d. greiðslukorta- og hraðbankaþjón- ustu, fyrirtækjaþjónustu, fjár- málaráðgjöf, verðbréfaþjónustu og fleira. ÍSLANDSBANKI SPARISJÓÐIRNIR ERU LÉTTIR OG LIPRIR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.