Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 17

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 22. febr. 1990 17 Y áratug má meðal annars sjá tíðni slysa á börnum á ákveðnu árabili og samanburð á tíðni slysa fyrir og eftir að umferðaröldur hafa verið settar upp. Samanburður á ákveðnum göt- um á árunum 1979 til 1987 sýnir að þar sem ekki voru settar upp öldur jókst slysatíðni úr 8,6 slysum að meðaltali 1979—1983 í 10 slys að meðaltali 1984—1986. í götum þar sem settar voru hraðahindranir reyndist slysatíðni að meðaltali 14,8 á árunum 1979—1983 en lækkaði niður í 7,50 eftir að hindranirnar voru settar á árunum 1984—1987. Þessar athuganir sýna því 50% slysafækkun á meðal barna þar sem hraðahindranir voru settar upp. Lækjargatan svartur blettur Verstu staðirnir eru ekki alltaf ná- kvæmlega þeir sömu ár eftir ár en sumir koma þó sifellt fyrir. Þar á meðal er Lækjargatan frá Lækjar- torgi að Skólabrú. Á þessum stutta kafla urðu 65 óhöpp á árunum 1983—1987, þar af fjögur þar sem alvarleg slys eða dauðsföll hlutust af. Þá má benda á staðinn Laugar- nesveg við Laugaveg, sem er nokk- urn veginn fyrir neðan sjónvarps- húsið. Þar varð 51 óhapp á árunum 1983—1987, þar af fjögur alvarleg slys eða dauð^föll. Annar staður sem benda má á er gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Á árunum 1983 til 1987 urðu alls 169 óhöpp þar, fjögur alvarleg slys eða dauðsföll og 12 minniháttar slys. Þá má benda á gatnamót Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbraut- ar, þar sem 142 óhöpp urðu á þessu árabili, þar af 9 alvarleg slys og dauðsföll og 21 minniháttar slys. Borgar sig á átta dögum Flestar endurbæturnar kosta frá 5 þúsund krónum (skilti) upp í milljón en þær borga sig í færri óhöppum á skömmum tíma, samkvæmt áætl- um umferðardeildar. Það kostaði til dæmis 56.000 krónur að loka mið- eyju á Laugavegi við Laugarnesveg (sjá kort), og samkvæmt áætlunum umferðardeildar borgaði sú endur- bót sig á átta dögum í færri óhöpp- um. Aðrar umbætur borga sig á allt frá mánaöartima og upp í ár. Dýrasta lagfæringin er að gera tveggja hæöa gatnamót. Einn þeirra staða þar sem slík gátnamót myndu flýta mjög fyrir umferð er á mótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka og myndi slíkt kosta um 150 milijón- ir. Gunnar H. Gunnarsson verkfræð- ingur, sem hefur umsjón með um- ferðartölvubankanum, telur að slík breyting borgi sig upp á um það bil tíu árum í færri óhöppum og slys- um. Að sögn Þórarins Hjaltasonar eru slík tveggja hæða gatnamót á aðal- skipulagi borgarinnar og hann telur líklegt að gerð verði tillaga um þessa framkvæmd, þegar næst verður gerð fimm ára framkvæmda- áætlun um vegamál, sem borgin gerir í samvinnu við vegagerðina. Óráðið hvað gert verður á árinu Þórarinn segir ekki ákveðiö hvaða svartblettir verði lagfærðir á árinu, en. líklega verði haldið áfram með þessa þrjátíu sem gerð var til- laga um á síðasta ári. Borgarráð hef- ur að vísu frestað tillögum um fjórar þessara lagfæringa. Fjárveitingin, sem er 6 milljónir, veitir ekki mikið svigrúm, en Þórarinn segTr einhverj- ar lagfæringar greiðast af öðrum gjaldaliðum,. þ.á m. umferðarljós, gangbrautarljós og skilti. Alls er ákveðið að verja um sjötíu milljón- um til málaflokka er heyra undir umferðarmál hjá Reykjavíkurborg í ár, þaö er máiaflokka eins og um- feröarljósa, gangbrautarljósa, um- ferðaralda, skiltabrúar og hliðar- skilta auk svartblettanna. Kostnaðurinn flyst á sjúkrastofnanir Á síðasta ári var aðeins hægt að lagfæra 18 svartbletti vegna lítillar fjárveitingar og það þó að garð- yrkjudeild greiddi fyrir tvær lagfær- ingar. Af þessum rúmlega sjötíu milljónum sem borgin veitir í um- ferðarmál fara sex í að lagfæra sfaði sem eru sérstaklega hættulegir. Það þýðir að einungis minnstu lagfær- ingar eru mögulegar; ef dýrari fram- kvæmdir bættust við kostaði þaö tugi milljóna, jafnvel hundruð. Með- an þeir peningar fara í annað halda árekstrarnir áfram, stórir og smáir, og útgjöldin þeirra vegna fara á aðra gjaldaliði, eins og tryggingar og sjúkrastofnanir. lys, 4 alv. Miðeyju lokað, 50% bót borgar sig thöpp, 2 alv. slys. 30% bót, girt í miðeyju borg- ir af 1 alv. slys. Steinalda, ÚRVAL AF HEIMILISTÆKJUM, T.D. KAFFIVÉLAR, BRAUÐRISTAR, ÖRBYLGJUOFNAR, GUFUSTRAUJÁRN, HRÆRIVÉLAR O.FL. 0.FL. MARGAR GERÐIR AF LJÓSUM 0G KÖSTURUM. PERUR í MIKLU ÚRVALI.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.