Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 28

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 28
28 Fimmtudagur 22. febr. 1990 annars konar viðhorf Orvœnting og sálarkreppa Bréfum til JRK verður að fylgja fullt nafn og kennitala, en þeim upplýsingum er haldið leyndum. Veljið dulnefni og handskrifið bréfið. Svörin byggjast á innsæi mínu og rithönd viðkomandi. Utanáskriftin er: PRESSAN — Jóna Rúna Kvaran, Ármúla 36, 108 Reykjavík. ,,Heil og sæl! Eg las af tilviljun grein eftir þig í Pressunni sem mér fannst mjög svo manneskjuleg og já- kvæð. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er að það gefur mér von og kannski er það sú eina sem ég á eftir. Ég er örvænting- arfull og finnst flest vonlaust, en ég veit samt að það er ekki rétt. Ég er á fertugsaldri og á tvær yndislegar stelpur. Sjálf er ég tóm og skynja ekkert nema ólýs- anlegan sársauka sem er að kæfa mig. Mér finnst að það hafi verið traðkað á sálu minni og ég er hrædd um að lífið verði alltaf svona. Finnst reyndar sífellt að eitthvað hræðilegt bíði mín, nán- ast hverja mínútu sem ég er lif- andi. Alltaf þegar maður telur sig örugga, þá er öllu kippt frá manni. Ég reyni að vera sterk og sýna engar tilfinningar. Hausinn á mér er að bræða úr sér. Ég vinn alla daga og er orðin ör- magna, en kemst ekki frá því dæmi fyrr en í vor. Ég bý ein með dætrum mínum úti á landi. Ekki veit ég af hverju ég skrifa þér, ókunnugri konu, en eitthvað rekur mig til þess. Hef reyndar engu að tapa. Að minnsta kosti líður mér ekki ver við það.“ Kæra Apríl! Ég þakka þér kærlega fyrir traustið sem þú sýnir mér ókunn- ugri. Þú gafst mér ekki upp dulnefni til að nota í svari til þín, því miður. Við skulum kalla þig Apríl af því það er táknrænt fyrir vissar upplýsingar sem þú gafst, en ég sé ekki ástæðu til að birta. Við skoðum á hvaða tímabili í lífinu þú ert og auk þess rithönd þína til glöggvunar. Tímabil breytinga skoöaö Það kemur skýrt fram í bréfi þínu, kæra Apríl, að þú ert svo sannarlega vonlaus og hrædd. Svoleiðis líðan er hreint út sagt ótrúlega þreytandi og dapurleg. Flestir sem eru á milli þrítugs og fertugs fara í gegnum miklar sálrænar og tilfinningalegar breytingar sem eru, þegar betur er að gáð, mjög eðlilegar. En þessar breytingar eru sjaldan teknar út með sældinni, svo mikið er víst. Eins og við höfum reyndar talað um áður liggja þær í leitinni að upplagi eða innra manni. Það þýðir einfaldlega, að fátt verður okkur óviðkomandi í tengslum okkar við þá nánustu og svo auðvitað okkur sjálf. Þegar við förum að uppgötva að ekki er allt sem sýnist í þeim tengslum er vandlifað. Þú segist vera nánast vonlaus, en bendir þó á að þú eigir tvær elskulegar dætur. Þarna ert þú á mjög varhugaverðri leið í hugsun. Betra væri að þú eyddir meiri hugsun í hvar þú getur bætt þig, svo þú getir reynst þessum tveim einstaklingum sú fyrirmynd sem þeir svo sannarlega eiga rétt á. Þannig beinir þú huganum frá sjálfri þér, þar sem hugsunin er lamandi á framkvæmdavilja þinn, í átt til trúar á sjálfa þig, sem brýn þörf er á. Þú talar líka um, að á þér hafi verið traðkað, sem kannski er nokkuð til í. Ef við ihugum hver traðkar á hverjum þá er niðurstaðan sú, að sá sem kveikir tilfinningalegar væntingar og fylgir þeim ekki eftir, sem í þessu tilviki myndi vera aðilinn sem brást þér, er að sjálf- sögðu að traðka á sinum innra manni. Þú mátt ekki yfirfæra röng viðhorf mótaðilans á þig, því þannig verður þú vanmáttug og færð aldrei lausn frá viðkomandi. Þrátt fyrir þetta er samviskusemin svo mikil, að þú víkur ekki daglega frá þeim kröfum sem ytra líf þitt gerir tií þín. Vinnur og vinnur, hvort sem þú ert ósofin eða hrædd. Þetta köllum við ótrúlega staðfestu, en deila má um hvort hún er ekki of dýru verði keypt. Betra væri í þessu ástandi að leita sér hjálpar sérfróðra manna, sem örugglega yrði léttir. Rithönd skoöuö og innsœi beitt Ef við skoðum rithönd þína er augljóst á henni, að þú þolir illa breytingar á tilfinningasviði. Tölu- stafir þinir sýna að þar ertu í vissri hættu; opin, einlæg, hrekklaus og trúgjörn. Þetta bendir á, að þarna þarftu að fara sérstaklega varlega. Þróa ástarsamband upp á löngum tíma og íhuga vandlega hvar tak- mörk hins aðilans gætu legið. Þetta er nokkuð trygg sjálfsvörn, þótt ekki sé hún óskeikul. Eins benda punktar og kommur til þess að þú getir auðveldlega axlað ábyrgð bæði á þér og öðrum, en á móti segir hallinn á skriftinni að þér finnist gott að koma vissum hlutum á aðra. Þarna gætir tímabundins ósamræmis í persónuleika þínum, sem hverfur trúlega um fertugt. Þetta gæti stjórnað því hve ákveðin þú ert í að láta enda ná saman, þótt þú sért yfirkomin af þreytu og vonbrigðum. Ábyrgðarkenndin hefur þarna vinninginn, en hefur jafnframt í för með sér að þú ert að springa í loft upp af streitu og ótta. Einfaldlega af því að þú gefur þeim tilfinningum ekki rétta aðhlynningu, heldur neitar að horfast í augu við þær og leita þér leiðsagnar. Kannski skammast þú þín fyrir þær, því þá yrðir þú náttúrulega að horfast í augu við að þér eru takmörk sett, eins og öðru viljasterku fólki. Vilja þinn ákvörðum við af því að allir stilkir stafa þinna eru einfaldir en ekki með lykkju eins og oftast er. Bilið á milli orðanna segir að þú sért hlédræg, með of lágt sjálfsmat og treystir fáum. Þetta gerir þig að félagslyndum einfara. Upphafsstafir segja að þú sért skorpumanneskja í vinnu og þurfir að geta verið værukær á milli. Þetta gæti skýrt hvers vegna pressan sem þú hefur verið í gerir þig svona vonlausa. Sem sagt þú þarft meiri hvíld og ró fyrir sjálfa þig og langanir þínar. Innri stafir handarinnar segja þig sáttfúsa en skapstóra. Þess vegna getur þú illa tekið óréttlæti. Allt sem hefur í för með sér neikvæða uppbyggingu, sem grefur undan öruggu heimilislífi, veldur „panik" hjá þér, það sést á hvernig þú losar um stafina innbyrðis. Þú heldur þétt um pennann þannig að skriftin er einföld og skýr, sem bendir til að þú sért greind, músíkölsk, ósnobbuð og eigir mjög frjótt ímyndunarafl til. Þetta segir til um, að ímyndun getur verið viðbót við þau óþægindi sem henda þig hverju sinni, þar af ieiðandi áttu til að mikla hlutina fyrir þér. Þú ert fordómalaus og já- kvæð að upplagi, en þrjósk í meira lagi. Ennin þín segja að þú sért stolt og óttist höfnun. Þess vegna fer slíkt ástand trúlega svona illa með þig. Eða eins og hárprúði hag- fræðingurinn sagði svo spekings- lega á erfiðum tímamótum í lífi sínu: „Elskurnar mínar, það er ekkert mál að reikna út eigur annarra, sé bókhaldið í lagi. En eigi maður hins vegar að reikna út mannssálina kemur í ljós að maður verður að skella sér í endurmenntun.“ Gangi þér svo allt í haginn, kæra Apríl. Guð veiti þér styrk í tíma- bundnum erfiðleikum þínum og gefi þér kærleika gagnvart sjálfri þér. JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL kynlifsdálkurinn Of þröng forhúð Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. „Kæra Jóna. Ég kynntist strák fyrir tveim- ur vikum. Hann er sá besti strák- ur sem ég hef kynnst — hrein- skilinn, skemmtilegur, gott að tala við hann og svo er hann auð- vitað ofsalega góður í rúminu! Mig langar að spyrja þig að einu: Hvernig er það — þegar forhúðin á strákum er of þröng? Nefnilega að hann er svoleiðis. Viltu svara mér þessu? Hann ætl- ar að fara í aðgerð bráðlega og kvíðir fyrir. Ragga.“ Sæl Ragga og takk fyrir bréfið. Ég skal svara eftir bestu getu þó ég sé ekki sérfræðingur í „karlasjúkdóm- um“. Best væri að spyrja lækninn sjálfan, sem þú segir að hann fari til á næstunni. Hœtta á sýkingu Forhúðina eða húðina sem hylur liminn er venjulega hægt að hreyfa auðveldlega fram og til baka. Stund- um getur forhúðin verið svo þröng að ekki er hægt að draga forhúðina frá kóngnum. Þetta ástand getur valdið sýkingu, því það er erfiða/a að þvo „smegmað" í burtu ef ekkfer hægt að draga forhúðina aftur. Smegma safnast þá fyrir og verður gróðrarstia baktería. Smegma er náttúrulegt efni sem myndast hjá báðum kynjum og er samsett úr fitu, dauðum húðfrumum, óhreinindum, svita og bakteríum — líkist helst osti. Ef hreinlæti er gott, þ.e.a.s. for- húðin dregin aftur og limurinn þveginn, á eðlileg smegmamyndun ekki að stuðla að sýkingu. Sársauki viö samfarir Einnig getur sársauki myndast við samfarir út af of þröngri forhúð. Bandvefur getur myndast milli kóngsins og forhúðarinnar, sem ger- ir það að verkum að enn erfiðara er að hreyfa forhúðina. Og þegar stinn- ing verður veldur óhreyfanleg for- húð óhóflegum þrýstingi á kónginn og sársauki fylgir í kjölfarið. Þú ættir því ekki að pressa of mikið á hann með að hafa samfarir, þvi líkur eru á því að hann finni til við samfarirn- ar. Spurðu hann að því í góðu tómi. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að hann vill fara í aðgerð — einmitt stuttu eftir að hann byrjar með þér! Getur réttlœtt umskurö Stundum þarf viðkomandi strák- ur ekki að fara í aðgerð, því upp úr kynþroska verður oft auðveldara að hreyfa forhúðina, en ef hún helst þröng getur þurft skurðaðgerð — oftast í formi umskurðar. Of þröng forhúð eða „phimosis", eins og það nefnist innan heilbrigðiskerfisins, er eiginlega eina ástæðan sem réttlæt- ir umskurð. Við umskurð er forhúð- in fjarlægð. Ef hann þarf að fara í slíka aðgerð tekur nokkurn tíma fyrir liminn að gróa. Umskurður á ekki að breyta neinu um getu til ástaleikja. Sumir karlmenn halda að umskorið tippi sé næmara fyrir örvun og að þá sé erfiðara að hafa hemil á sáðláti, til dæmis fyrir þá sem þjást af of bráðu sáðláti. Rannsóknir hafa sýnt að enginn fótur er fyrir þessu. Kyn- svörun er mjög svipuð meðal um- skorinna karlmanna og annarra. Á meðan gætuð þið notið hvort annars án þess að hafa samfarir. Nú vantar mig leiðarvísi um hvernig best sé að haga sér á meðan limur- inn er að gróa, en mér dettur til dæmis i hug að ekki sé heppilegt að honum standi mikið á því tímabili. Svona álíka og þegar manneskja sem er nýbúin að fara í uppskurð á kvið vill ekki heyra marga brand- ara!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.