Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. febr. 1990
13
eit nokkftf
sinni fy"
neðanjarðarhreyfingarinnar og
naut þar meðal annars liðsinnis
Martins Bútora. Öryggislögreglan
hafði hann á lista sínum yfir andófs-
menn en gat aldrei sannað neitt á
hann:
„Þeir voru alltcif á hælum mér,“
segir Ján og brosir. „En ég var ailtaf
hálfu skrefi á undan. Þeir tóku mig
oft í stuttar yfirheyrslur. Þeir þekktu
mig og vissu hvað ég var að bralla,
en þeim tókst aldrei að sanna það.
Sú staðreynd að þeir töluðu við mig
gerði mér í raun auðveídara um vik
og þessar yfirheyrslur veittu mér
sjálfsöryggi. Eftir hverja heimsókn
vissi ég nefnilega hvað þeir vissu
um mig. Samband við óvininn er oft
til hjálpar, því það er ekkert jafn-
slæmt og hræðslan við hið óþekkta.
Með því að láta taka mig með jöfnu
millibili vissi ég hversu mikið þeir
höfðu vitneskju um.“
Ján viðurkennir þó að hafa oft
hugsað til þess hvað gerðist ef hann
næðist og hægt væri að sanna á
hann neðanjarðarstarfsemi: „Þessi
áhætta fól í sér fangelsun og auðvit-
að átti ég oft von á að nú gætu þeir
sannað eitthvað á mig. Ég er þess
vegna orðinn sjálfmenntaður lög-
maður! Ég fór í gegnum hundrað yf-
irheyrslur í huganum og lærði um
leið að verja mig. Ég var orðinn eins
og þrautþjálfaður lögfræðingur ...“
segir hann og brosir.
Sjálfsmorð stríðir
gegn trú okkar
Hann segir að samtökin „Al-
menningur gegn ofbeldi" séu í raun-
inni ekki stofnuð í kringum Havel:
„Við stofnuðum samtökin einkum
með því markmiði að útrýma of-
beldi," segir hann. „í Prag höfðu
verið mótmæli vegna fangelsunar
Havels og einnig til að minnast
sjálfsvígs Jáns Palach. Þar sem meg-
inþorri íbúa Slóvakíu er kaþólikkar
getum við ekki af heilum hug gert
mann sem svipt hefur sig lífi að
hetju. Sjálfsmorð stríðir gegn trú
okkar. Við vissum að Havel yrði sá
sem líklegastur væri til að ná eyrum
alheimsins. Hann var þekktur rit-
höfundur og verk hans höfðu verið
þýdd á mörg tungumál. Fangelsun
hans gerði þó ekki útsiagið hjá okk-
ur í Slóvakíu heldur það ofbeldi sem
námsmenn í Prag voru beittir á torgi
heilags Václavs 17. nóvember. Mæl-
irinn varð fullur, við höfðum fengið
nóg.“
Hann segir að afgerandi árangur
byltingarinnar í vetur verði að fara
að sjá dagsins ljós: „Fólk verður að
sjá árangurinn í betra lífi, betri efna-
hag, betri skólum. Við verðum að
þrýsta á að árangurinn komi í ljós
svo íbúar iandsins sjái að byltingin
hafi verið annað og meira en orðin
tóm. Það eru ekki aðeins við sem
sjáum allt aðra hluti blasa við en
nokkru sinni fyrr. Heimsmynd
þeirra sem alltaf höfðu skipt heimin-
um í svart og hvítt gjörbreyttist á
nokkrum dögum.- Flestir íbúar
heimsins eru nú í áfalli yfir því sem
fram fór bak við veggi kommún-
ista."
Byltingunni er
ekki lokið
Þegar Ján Budaj er spurður hvað
framtiðin feli í sér fyrir íbúa Tékkó-
slóvakíu svarar hann: „Byltingunni
er ekki lokið. Landar mínir eru enn-
þá dauðskelkaðir. Við vitum aldrei
hverju við eigum von á næst. Félag-
ar úr samtökunum „Almenningur
gegn ofbeldi" hafa komið að íbúð-
um sínum í rúst. Samtökin fá stöð-
ugt hótanir og sprengjuhótanir eru
daglegt brauð. Þótt opinberlega sé
búið að leggja niður öryggislögregl-
una þá eiga þeir sem í henni voru
enn byssur sínar og þeir eru enn að
störfum. Ég er miklu hræddari núna
en áður. Nú veit ég ekki hverjir eru
óvinir mínir eða hvað þeir eru að
undirbúa. Þeir vita hins vegar allt
um mig því ég vinn fyrir opnum
tjöldum. Sálræna stríðið er meira nú
en nokkru sinni fyrr. Byltingin mun
halda áfram en meðan fólkið missir
ekki trú á sigur, þá er von.“
Grétar Hjaltason sýnir vatnslitamyndir
Opið alla daga
12.00-15.00 og 18.00—01.00
föstudaga og laugardaga til 03.00
MATUR, ÖL
OG LIFANDI TÓNLIST
GÍSLI OG HERDÍS
FRÁ VESTMANNAEYJUM
SPILA FRÁ FIMMTUDEGI TIL SUNNUDAGS
SJÁUMST
MED
ENDURSKINI!
yUMFERÐAR
RÁÐ
ENDURSKINS-
MERKI fást i
apotekum
og vidar.
Nýjung frá Kaupjiingi hf.:
Við hjá Kaupþingi hf. getum hjálpað þér að
gera greiðsluyfirlit yfir þær skuldbindingar
sem þú hefur tekið á þig. Þú kemur til okk-
ar með upplýsingar um eignir þínar og
skuldir og færð greiðsluyfirlit \fir væntan-
legar afborganir og stöðu skulda og eigna.
Hvenær sem forsendur breytast getur þú
síðan komið og fengið nýtt greiðsluyfirlit.
Með hjálp yfirlitsins er auðveldara að
skipuleggja öll útgjöld heimilisins og gera
viðeigandi ráðstafanir fyrir framtíðina.
Ef þú vilt hafa góða yfirsýn yfir fjármálin,
Tomdu þá og nýttu þér fjármálaráðgjöf
Kaupþings hf.
KAUPÞING HF
Kringluntii 5, 103 Reykjavík
Sírni 91-689080