Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 16

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 22. febr. 1990 Umferðarslys í Reykjavík Svartur blettur i umferðinni er staður þar sem svo mörg óhöpp og slys verða, miðað við umferðarþunga, að ástæða er til að gripa til aðgerða. Hundruð milljóna þyrfti til að lagfæra slika bletti i Reykjavik. Gerð var tillaga um að bæta þrjátiu þeirra á siðasta ári. Borgarráð veitti 4,3 milljónum til verks- ins, sem þýddi að hægt var að bæta 18 staði. Framlagið var hækkað i rúmlega 6 milljónir i ár. Það dugir þó hvergi nærri til ef bæta ætti alla svarta bletti. Samt sem áður borga flestar bæturnar sig upp á skömmum tima i færri óhöppum. EFTIR: ÖDDU STEINU BJÖRNSDÓTTUR — Hundruð milljóna þarf til að bæta hættulega bletti i gatnakerf i Reykjavíkur. Borgin veitir 6 milljónir í ár f>aö er fleira en fjármagn sem hindrar umbætur. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvernig á að bæta svörtu blettina. í mörgum tilfellum er um að ræða staði þar sem draga þarf úr hraða. Fyrir nokkrum árum var farið að setja umferðaröldur á slíka staði, en umferðarnefnd Reykjavíkurborgar sem nú starfar er í mörgum tilfellum á móti slíkum lausnum og vill reyna aðrar leiðir. „Aðrar leiðir" eru þrengingar á götum, miðeyjur og hlykkir. Að sögn Þórarins Hjaltasonar, yfir- manns umferðardeildar Reykjavík- ur, þykja hlykkirnir fýsilegri kostur en öldur víða erlendis, á þeim göt- um þar sem einhver umferð er að ráði. Skró yfir óhöpp Við afmörkun svartra bletta er annars vegar tekið tillit til fjölda óhappa og hins vegar hvort slys verða og hversu alvarleg þau eru. Þessir þættir eru að einhverju leyti breytilegir frá ári til árs, en yfir fimm ára tímabil má finna ákveðinn stöð- ugleika. Umferðardeild Reykjavík- urborgar hefur gert tölvubanka þar sem öll lögregluskráð óhöpp eru sett inn. Með því móti er hægt að mæla tíðni og alvarleika óhappa á ýmsum stöðum siðustu fimm árin. Með athugunum á slysum síðasta Laugarnv. viö Laugaveg 51 óhapp, 5 sl á 8 dögum. Kostnaður 56 þús. Laugavegur, Laugarnesv./Bolholt 13c ar sig á 2,5 mán. Frestað Laugalækur/Rauöalækur 10 óhöpp, þe þús. borgar sig á 3 mán. Lækjarg., Amtmannsst., Bankastræti 27 óhöpp þar af 1 alv. slys. Grindverk, 50% bót borg- ar sig á 3 mán. Lækjargata/Amtmannsstígur 32 óhöpp, 3 slys. Miðeyju lokað, 20% bót borgar sig upp á rúmum mánuði. Skólabrú/Lækjargata 38 óhöpp, þar af 5 slys, 2 alv. Gang- brautarljós, 30% bót. Borgar sig á 11 mán. Frestað. Hringbraut, Tjarnarg./Bjarkargata 14 óhöpp, 3 slys, 1 alv. Girt í miðeyju, 30% bót borgar sig upp á 2,5 mán. Verður gert í vet- ur Hringbraut, Laufásvegur/Miklabraut 34 óhöpp, þaraf 2 slys, 1 alv. Girt í miðeyju, 20% bót. Borgarsig á 11 mán. Frestað aö hluta. Miklabr., Engihl./Reykjahl. 55 óhöpp, þar af 2 alv. slys. Gönguljós, girt. 30% bót. Kostn. 625 þús. Borgar sig á 20 mánuðum Langahlíö/Miklabraut 59 óhöpp, 9 slys, 6 alv. Undir- göng löguð, miðeyja girt. 20% bót, frestað í borgarráði. Borgar sig á 3 árum. Suðurl.br./Hallarmúli fjöldi óhappa 71, slys: 2, eitt alvar- legt, beygjubann, 15% bót borgar sig á rúmum mánuði, kostn. 33. þús. Miklabraut/Réttarholtsvegur 24 óhöpp, 3 slys, 2 alv. Undir- göng, girt. 70% bót. Borgar sig á 4,7 árum. Frestaö í borgarráði. Höföabakki/Fálkabakki 22 óhöpp, 1 alv. slys. Beygjubann, 15% bót. Kosth. 24 þús. borgar sig á 2,5 mán. Austurberg/Hraunberg 11 óhöpp, þar af tvö slys og eitt alv., betrúmbætur 5% með stoppskilti, borgar sig á 2,5 mán. Kostn. 5 þús. \ X'-A<

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.