Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 3

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. febr. 1990 3 Þ egar erlend handknattleiks- landslið koma hingað til lands þykir það að vonum vænn biti fyrir hótel- in. Undanfarið þegar landslið hafa komið hingað upp hefur keppend- um verið fundinn samastaður á Holiday Inn-hótelinu. Þykir hótelið hafa náð góðum viðskiptum þar, enda gistir íslenska landsliðið einn- ig á Holiday Inn fyrir leiki. . . Þ ing Norðurlandaráðs fer fram í nýbyggðum og glæsilegum ráðstefnusölum Háskólabíós eftir rúma viku. Höfum við heyrt að komið hafi í Ijós að við hönnun byggingarinnar hafi láðst að leita til sérfræðinga á sviði ráðstefna, en byggingunni er öðrum þræði ætlað hlutverk ráðstefnumiðstöðvar. Vegna þessa skorti alla aðstöðu fyrir tæknimenn í sölunum. Ráðstefnu- miðstöðvar spretta upp í nágranna- löndunum og þar er viðurkennt lág- marksskilyrði að gert sé ráð fyrir flóknum búnaði af ýmsu tagi við hönnun s.s. fyrir tæknibúr, túlkun- arklefa, o.fl. Allt þetta skortir hins vegar í Háskólabíói... ■ gær hélt Félag leiðsögu- manna hátíðarfund í Holiday Inn. Tilefnið var fyrsti alþjóðadagur leiðsögumanna, en alþjóðasam- band þeirra átti einnig fimm ára af- mæli. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, er heiðursfélagi Félags leiðsögumanna á íslandi, og hélt hún ávarp á fundinum. Leið- sögumenn gera fleira en að funda í tilefni þessa dags. Um helgina verð- ur almenningi boðið upp á ókeypis ferðalag með leiðsögn um Reykjavík. Ferðirnar verða farnar frá Hlemmi á laugardaginn klukkan tvö eftir hádegi. Islenskir leiðsögu- menn vilja gera átak í sambandi við ferðaþjónustu á íslandi. Þeir eru óánægðir með að sífellt fleiri út- lendingar vinna hér sem fararstjór- ar. Þetta telja þeir slæma þróun, því útlendingarnir séu ekki eins hæfir til að kynna landið auk þess sem ís- lendingar missi þarna atvinnutæki- færi... e ^^vo virðist sem Islendingar séu í æ ríkari mæli að snúa sér aftur að lesmáli í frístundum. Frá bókasöfn- um berast nefnilega þær fréttir að þróunin sé að snúast við og eftir samdrátt í útlánum bóka á síðustu þremur árum hafi orðið mikil út- lánsaukning á síðasta ári. . . o ^ÍFinn þeirra sem hingað til lands komu með Václav Havel, for- seta Tékkóslóvakíu, var Martin Palous, fulltrúi samtakanna Borg- aravettvangs. Meðal þess sem Palous tjáði blaðamanni Pressunnar var að markmið Borgaravettvangs í kosningunum 8. júní væri ekki að sigra, heldur að stuðla að lýðræðis- legum kosningum í Tékkóslóvak- íu ... M manudaginn mæta norræn- ir húsnæðismálaráðherrar til fundar í Reykjavík, en þeir koma á undan öðrum sem taka þátt í Norðurlanda- ráðsþingi. Húsnæðismálin tilheyra félagsmálaráðuneytinu á íslandi. Eftir fund ráðherranna verður farið með þá í skoðunarferð um Reykja- vík, út í Viðey og í Svartsengi. .. lenn eru sífellt að fá hug- myndir fyrir Reykjavíkurborg. Nýjasta hugmyndin mun vera sú að borgin kaupi Reiðhöllina. Þessi skoðun er viðruð í nýjasta frétta- bréfi Fáks og þar bent á að Reið- höllin, sem varð gjaldþrota í haust, sé nú í eigu opinberra sjóða og banka og hægt að fá hana á hag- stæðu verði og kjörum ... 1| m aramotin skipti Sam- vinnuskólinn á Bifröst um nafn og heitir nú Samvinnuháskólinn. Skólinn hefur starfað sem háskóli síðastliðið eitt og hálft ár og útskrif- ar í vor sína fyrstu rekstrarfræð- inga, 33 talsins. Nafnbreytingin komst ekki á fyrr en um áramótin. Meðalaldur nema í rekstrarfræði við Samvinnuháskólann er 28 ár. Háskólinn leggur áherslu á að nem- endur hafi reynslu úr atvinnuiífinu og er að því leyti frábrugðinn Há- skóla íslands. Stúdentspróf úr hag- fræði- eða viðskiptadeildum er skil- yrði til þess að komast beint inn í rekstrarfræðideild. Fólk sem ekki hefur stúdentspróf, en þriggja ára framhaldsskólanám að baki, getur byrjað í eins árs undirbúningsnámi fyrir rekstrarfræðina. Meðal náms- greina sem kenndar eru við Sam- vinnuháskólann eru markaðsfræði, fjármálastjórnun, starfsmanna- stjórnun, framleiðslustjórnun, stefnumótun og lögfræði. Ragn- heiður Björk Guðmundsdóttir, formaður skólafélagsins, segir að fá- ir þekki nýjar aðstæður við skólann sem nú er orðinn háskóli og sjálfs- eignarstofnun .. . A ^ÉPftir nýafstaðið þing íslenskra kvikmyndagerðarmanna er ekki alltof bjart yfir mönnum þar á bæ og jafnvel talað um að vorinu í íslenskri kvikmyndagerð sé að ljúka. Ekki eru þó allir á þeirri skoðun og vestur á Bíldudal eru menn ekki sammála því að farið sé að hausta. Þar er nú unnið að gerð tveggja leikinna spennumynda. Aðstandandi ann- arrar þeirra, Valdimar Ottósson, segir í samtali við Vestfirska fréttablaðið að ekki sé ákveðið hvernig myndinni verði komið á framfæri, en líklega verði hún sett á spólur sem síðan verði leigðar út. . . I PRESSUNNI í dag er viðtal við þrjá Slóvaka, sem voru hér staddir með Havel forseta. Þessir menn óskuðu eftir að fá að sjá sjónvarps- fréttir á laugardagskvöldið til að sjá hvernig fjallað yrði um heimsókn forseta þeirra hingað til lands og var auðvitað orðið við þeirri ósk. í frétt- um Stöðvar 2 var meðal annars rætt við Vilborgu Dagbjartsdótt- ur, rithöfund og kennara, sem sagði meðal annars að „þetta væri stór dagur í lífi sósíalista". Slóvökunum var mjög brugðið við þessa yfirlýs- ingu og sögðust vona að konan væri sú eina í hópi þeirra, sem tóku á móti forseta og fylgdarliði, sem hrif- ist enn af sósíalismanum ... 1 * - fiÉA ‘4 k < • .. rw VEITINGASTAÐÖR A HEIMSVISU yandaður veitingastaður - þægilegt umhverfi og þjónusta eins og hún gerist best. Á matseðli er lögð áhersla á tilbrigði við hefðbundna matargerð, sem byggð er á reynslu frönsku meistaranna. í>ú getur valið um þrjá mismunandi matseðla. í fyrsta lagi hinn hefðbundna „a la carte“, í öðru lagi 3ja rétta matseðil og í þriðja lagi svokallaðan „smökkunarseðil“, þar sem valdir eru 8 réttir með tilheyrandi úrvals víntegundum. OPNUNARTÍMI Setrið er opið á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 19.00. Vinsamlega pantið borð tímanlega í síma 84168. ASGEIR HELGIERLINGSSON nam matargerðarlist bæði hérlendis og í Frakklandi. Hann vann í tvö ár hér heima, undir handleiðslu Fran^ois Fons og í Frakklandi vann hann á þekktum veitingastað í borginni Nime. • SIGTÚNI 38 • SÍMI: 91-689000

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.