Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 31

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 22. febr. 1990 31 FIMMTUDAGUR 22. febrúar Stöð 2 kl 22.10 KOBBI KVIÐRISTA (Jack the Ripper) Bresk sjón varpsrnynd Leiksljóri Duvicl Wickes Aöulhlutverk Michael Cuine, Jane Seymour, Armand Assanle, Ray McAnully oJl. Mynd sem fjallar um eltingaleikinn við Jack the Ripper, byggð á seinni tíma rannsóknum á morðunum og nýtirsérsömuleiðis seinni tíma vitn- eskju til að reyna að komast nær því hver var morðinginn og hvað lá að baki hræðilegum glæpum hans. Kn það breytir litlu, þetta er eilíft dular- mál, enda kannski ekki gaman að því að öðrum kosti. Stöð 2 kl. 23.50 DRAUGAR FORTÍÐAR •k-k-kVi (The Mark) Bresk bíómynd Gerö /.967 Leiksljóri Guy Green Adalhlutverk Sluarl Whitmun, Maria Schell, Rod Steiger Hér er mynd unr mann sem komist hefur í hann krappan. Hann er kyn- feröisafbrotamaður, öfuguggi var það víst kallað fyrir tíma sálfræöing- anna, sem losnar úr fangelsi og reynir að bæta ráð sitt. Það er hins- vegar erfiðara en menn halda að gera slíkt. Stuart Whitman, sem leikur manninn ógurlega, fékk til- nefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Hörkumynd, en bara fyrir fullorðna. FEinK'Si eftir Mike Atkinson o.ÞAZHA KE-MVR ST&R/ n/esfa n-Os/.,. FUSTUDAGUR 23. febrúar Stöð 2'kl. 22.00 SÆLUDAGAR Bundarísk bíómyhd Gerd B)7S Leikstjóri Terrence Malick Adalhlulverk Richard Gere, Brooke Adams, Sam Shepurd, Lindu Manz Ástarþríhyrningurinn er viöfangs- | efni þessarar myndar, en þó ekki nema að hálfu leyti. Hitt meginvið- fangsefnið er landslag og fólk í landslagi, enda fékk myndin Ósk- arsverðlaun fyrir kvikmyndatöku á sínum tíma. Hún missir sín því nokkuð í sjónvarpi en á að standa íyrir sínu engu að síður. Segir af fá- tækum Chicago-búa sem keppir um ástir stúlku við ríkan en hlédrægan Texas-búa. Sagan gerist í miðvestur- ríkjunum um aldamótin og baksvið hennar er hveitiuppskerutíminn. Sjönvarpið kl. 22.50 KÆLIKLEFINN *** (The Cold Room) Baridurísk sjónvarpsmynd Gerd 19H4 Leikstjóri Jumes Dearden Adallilulverk George Segal, Amanda Pays, Warren Clurk Ruglingslegur reyfari um stúlku á háskólaaldri sem þvælist með föður sínum til Austur-Þýskalands, kemst þá að því að hún er komin í vond mál, maðurinn í næsta herbergi er flóttamaður og hún þarf að fást við verkefni sem geta orðið henni fjötur um fót svo ekki sé meira sagt. Frem- ur slöpp mynd, kannski nærri með- allagi. LAUGARDAGUR 24. febrúar Stöð 2 kl. 21.20 ÞRÍR VINIR ** (Three Amigos) Bandarísk bíómynd Gerð im> Leikstjóri John Landis Aðalhlutverk Sleve Marlin, Chevy Chase, Martiri Short, Patrice Mart- inez Þetta er svona mynd sem Banda- ríkjamenn kalla ,,one-joke-movie”, byggir á því aö brandararnir koma allir frá sama sjónarhorni, byggja á samskonar misskilningi o.s.frv. Hér segir af þremur náungum sem eru kvikmyndastjörnur á tímum þöglu myndanna, þar leika þeir í vestrum og svo eru þeir sendir til Mexíkö, að þeir halda til að vera skemmtilegir smástund. Svo er þó ekki; gert er ráð fyrir að þeir losi þorp eitt við bófa og illmenni sem herja á þaö. Þá eru góð ráð dýrog skiljanlegt þetta með brandarana sem koma allir úr sömu átt. Sjónvarpið kl. 21.45 DJÖFLAHÆÐ Áströlsk sjónvarpsmynd Gerð 19H7 Leikstjóri Steve Mason Aðalhlutverk Peter Hehir, Mary Haire, John Flaus Ung systkini flytjast til frændfólks síns þegar móðir þeirra fer á spítala. Þau eiga eftir að lenda þar í ýmsum ævintýrum. Stöð 2 kl. 23.05 HÚSIÐ Á 92. STRÆTI ★ ★★ Vi (The House on 92nd Street) Bandarísk bíómynd Gerð 1945 Leikstjóri Henry Hathaway Aðulhlutverk William Eythe, Lloyd Nolun, Signe Husso, Leo G. Currol Hér er á feröinni hörkumynd af gamlaskólanum. Reyfari með heim- ildamyndarívafi, þar sem notast er við sannsögulegar heimildir og myndin tekin á stöðum þar sem sag- an raunverulega gerðist. Þetta er niósnamynd sem segir af Banda- ríkjamanni sem tekur aö sér aö njósna fyrir nasista í Bandaríkjun- um á tímum síðari heimsstyrjaldar- innar. Hann er þó tvöfaldur i roðinu, því hann starfar í raun og veru fyrir Bandaríkjamenn og lætur vesalings Þjóðverjana alltaf hafa vitlausar eða einskis nýtar upplýsingar. Svo dreg- ur til tíðinda þegar atómsprengjan kemur inn í myndina. Þá er eins gott að gera enga vitleysu. Sjónvarpið kl. 23.20 VÍSUNDA-VILLI0G INDÍÁNARNIR ** (Buffalo Bill and the Indians) Bandarísk bíómynd Gerð 1976 Leikstjóri Robert Altman Aöallilutverk Paul Newmun, Burt Ijjncaster, Joel Grey, Geraldine Cliuplin Myndin hefur líka gengið undir nafninu sögutími Sitting Bulls. Alt- man setur fram þá kenningu að Vís- unda-Villi hafi verið svindlari, að hann hafi aldrei gert þaö sem menn segja hann liafa gert, s.s. reynir að níða niður goðsögn. Þessa hug- mynd gælir Áltman viö í tvo tíma samfleytt, sem gerir myndina þreyt- andi. Stöð 2 kl. 00.35 FÍFLDJÖRF FJÁRÁÆTLUN *% (How to Beat the High Cost of Living) Baridarisk bíómynd Gerð 1980 Leikstjóri Robert Scheere Aðalhlutverk Susan Saint-Jumes, Jarie Curtin, Jessica Lange, Richard Benjamin Varla oröum eyöandi á þessa mynd sem fær lægstu einkunn. Hún segir frá þremur húsmæðrum sem liugsa upp vafasamar leiöir til aö treysta fjárhaginn svo þær þurfi ekki að skera niöur innkaupin. Yndislega spennandi eða hitt þó heldur. dagbókin hennar dZ/OL Nú er anima á Kinimelnum end- anlega orðin ga-ga. Hún las í ein- hverju blaði að maöur gæfi svindlað á ellinni og oröiö unglegri og ung- legri með hverjum degi — og nú er hún hörð á |)ví að gefa þessari að- ferð séns. Greyiö hefur náttúrulega engu að tapa, svo þetta er kannski skiljanlegt, og þetta hefði ekkert far- ið í taugarnar á mér, ef tveir strákar i mínum bekk hefðu ekki endilega þurft að labba framhjá, þegar sendi- ferðabíllinn kom með heilsuræktar- tækin. Þeir ætluöu að kafna úr hlátri og eru búnir að kjafta í aílan bekkinn. Kg skil ekkert í henni ömmu að fá sér Jjessi tæki, því það stóð ekkert um það í greininni að vöðvabúnt væru unglegri en annaö fólk. Það var bara sagt að fólk ætti aö reyna hressilega á líkamann, t.d. með því að fara í göngutúr, en amma tekur allt með svo svakalegu trompi. (Mamma segir að þaö séu bara til tveir litir í lífinu hjá ömmu: svart og livítt. Það sé allt annaðhvort æ<Si eða ógeð!) Kn kellingin er líka orðin soldið mikiö gömul, svo hún hefur líklega haldið að hún þyrfti að gera meira en að fara í göngutúr til að veröa ungleg og fersk. Það er nú ekki nema vika síöan amma keypli tækin, en hún er striix farin að hlaupa í spegilinn á morgn- ana til að gá hvort hrukkunum er eitthvað að fækka. Auðvitað er and- litið alltaf eins og þá hendist hún eins og vitlaus manneskja í klifru- grindina, sem hún lét festa á vegg- inn í þvottahúsinu. Það teygir hún sig út og suöur og hangir eins og sig- in ýsa, þangaö til hún smellir sér á þrekhjóliö og hjólar fleiri, fleiri kíló- metra. Þá eru það lóöin, sem hún lyftir bæði standandi, sitjandi og liggjandi til að virkja alls konar vöðva, sem örugglega höfðu ekki hugmynd um að þeir væru til í kroppnum á henni fyrir sjö dögum. (Pabba fannst þetta með lóöin ein- um of langt gengið hjá ömmu, en hún sagðist sko ekki ætla að vera með einhverja slepjuhandleggi, þegar lærvöðvarnir og kálfarnir væru orönir eins og grjót!) Það er hins vegar ekki nóg með að amma hegði sér eins og asni á bakviö lokaöar dyr. Hún er farin að stunda Vesturbæjarlaugina á hverj- um einasta degi — manneskja, sem hefur ekki svo mikiö sem átt sund- bol í hundrað ár! Kn þaö væri svo sem í lagi að hún rifjaði upp sund- tökin, ef hún þyrfti ekki aö láta allan heiminn vita meö því aö skokka (já, skokka!) upp eftir í þeim skærapp- elsínugulasta jogging-galla, sem nokkru sinni hefur verið framleidd- ur, og með ennisband í stíl. Mamma og pabbi eru búin að fá nokkrar upphringingar frá vinkon- um ömmu, sem eru alveg í rusli yfir þessu. Þær halda aö hún sé orðin kölkuð og galin. Kn það er jafnvon- laust að ætla aö koma vitinu fyrir hana ömmu og að færa Esjuna norð- ur í land. Þaö er bara verst aö hún veröur fyrir svo ógeðslegum von- brigöum eftir smátíma, þegar hún fattar að hrukkurnar haggast ekki. . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.