Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 26

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 26
— tilfinningaleg og félag; „í minu tilviki var enga hjálp að fá við þessu. Bara löðrunga og annað i þeim dúr. Þetta var ekki talin heimska fyrir það að i öðrum fögum stóð ég mig alltaf vel. Ég fór lika á fætur fyrir allar aldir til þess að læra námsgreinar eins og landa- fræði og sögu. En einmitt þess vegna var alltaf talið að þetta væri striðni eða prakkaraskapur. Það þótti skrýtið að ég gæti lært allt nema lestur.## EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR Ofangreindur kafli er tekinn úr bók séra Sigurðar Hauks Guð- jónssonar „Guö almáttugur hjálpi þér" og þarna er séra Siguröur að tala um lesblindu sem háði honum sem barni. Hann segir að í þá daga hafi menn ekki skilið að þetta var raunverulegt vandamál, hann hafi ætlaö sér að gera vel en ekki getað: „Þeir voru líka ófáir löðrungarnir sem ég fékk út á þetta," segir séra Siguröur Haukur þegar hann minn- ist þess aö hann gat ekki munaö hvort stafurinn m var með tveimur eöa þremur leggjum eða hvernig stafirnir b og d sneru. Þurfum stöðugt að treysta á ritað mál En skyldu þeir sem aldrei hafa átt viö lesblindu aö stríða geta sett sig í spor þeirra sem hún háir? Frá því viö vöknum á morgnana til þess tíma aö við leggjumst til hvíldar á ný erum við háð hinu ritaöa máli. „Við þurfum stöðugt að treysta á ritað mál, hvort sem við erum að líta á götuskilti, fletta upp í símaskrá eða panta okkur á veitingahúsi," segir Charlotte Griffiths hjá samtökum lesblindra á Bretlandi, sem um þess- ar mundir standa fyrir átaki til að vekja eftirtekt á vanda þeirra sem eiga við lesblindu að stríöa. Lesblinda, eða dyslexia, fékk formlegt nafn sitt fyrir rúmri öld, ár- ið 1886, þegar skólalæknir á Bret- landi uppgötvaöi aö nemandi skól- ans var haldinn blindu gagnvart orðum. En þótt svo langt sé liöiö var það ekki fyrr en eítir 1960 að sett var upp sérstök stofnun í Bretlandi til aðstoðar lesblindum. En hvernig er lesblinda útskýrð? Oví svarar Arthur Morthens, sér- kennslufulltrúi viö Fræðsluskrif- stofu Keykjavíkurumdæmis: „Þrátt fyrir miklar rannsóknir veit enginn með öruggri vissu hvers vegna sumir einstaklingar eiga í miklum lestraröröugleikum, þótt þeir sýni eðlilegan þroska á öðrum sviöum," segir Arthur. „Menn hafa reynt að skoða málið útfrá tveimur meginsjónarhornum; í fyrsta lagi út frá læknisfræöilegu sjónarhorni, þar sem vandamálið er skilgreint út frá taugafræðilegum þáttum. Tauga- boð við úrvinnslu frá auga til heila eru ekki sem skyldi. Uppeldis- og kennslufraeðilegir þættir eru hér víkjandi. I öðru lagi hefur veriö reynt að útskýra dyslexiu frá upp- eldis-, kennslufræðilegum og lestr- arfræðilegum vanda sem lýsir sér í samspili margra þátta. Þar skipta mestu áhrif uppeldis, seinn mál- þroski og lítill orðaforði ásamt kennsluaðferðum." Arthur segir að til séu margar mis- munandi útgáfur af lesblindu. „Al- gengast er að stafagerö, heildarorð og línur detta í sundur og umsnún- ingur stafa og stafavíxl eru einnig al- geng og nemandinn á þar af leið- andi mjög erfitt með heildarlestur. Nátengdir þessum lestrarörðugleik- um verða síðan í flestum tilvikum skriftarörðugleikar, þannig að mikl- ir umsnúningar verða í skrift, nem- endursleppa úr orðum, annaöhvort að framan eða aftan og þeir snúa við stöfum eins og f og v, b og g og fleirum." Kóngafólk lesblint? Á Norðurlöndunum hefur löng- um verið sagt að kóngafólkiö sé les- blint og í því sambandi bent á kon- ung einn sem ávallt skrifar orðið kóngur þannig að hann víxlar sam- an öðrum og þriðja staf. Samkvæmt þeim kenningum er lesblinda ætt- geng: „Sumir vilja halda því íram að dyslexia sé ættgeng," segir Arthur. „Eg tel þó að rannsóknir séu ekki enn nægilega sterkar til að hægt sé að sanna að svo sé. Hins vegar vit- um við að foreldrar sumra barna með dyslexiu hafa sjálfir átt við lestraröröugleika að stríða og viö sem störfum að þessum málum hér þekkjum að við höfum fengiö börn úr ættum og frá foreldrum þar sem lestrarörðugleikar hafa þekkst. Slíkt er þó langt frá því aö vera algilt." En hvenær er hægt að sjá hvort Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son var lesblindur sem barn. „Þetta var ekki talin heimska fyr- ir það að í öðrum fögum stóð ég mig vel," segir hann meðal ann- ars í endurminningum sínum. barn er lesblint? Arthur svarar því til að slíkt komi mjög snemma í ljós: „Lesblinda kemur fljótt fram," segir hann. „Núna eru til dæmis lögð greinandi lestrarpróf fyrir nemendur strax í sjö ára bekk og þá kemur fram í flestum tilfellum hvort einhverju er ábótavant. Ef úrvinnsla hvað varðar formskynjun og annaö er ekki eölileg kemur þaö snemma fram." 4% af grunnskóla- nemum eiga við alvarlega lesörðug- leika að stríða Lestraröröugleikar eru ekki eins sjaldgæfir hér á landi og margir kynnu að ætla. Aö sögn Arthurs eiga um 1.100 nemendur í grunn- skólum Reykjavíkur viö lestrarörö- ugleika að etja: „Það er nálægt 8% nemenda í grunnskólum en þeir sem eiga viö alvarlega lestrarörðug- leika að stríða, það sem kallast dys- lexia, eru 400 nemendur, eða um 4% af heildarfjölda grunnskóla- nema í Reykjavík. Sá hópur þarf mikla aðstoð til að ná upp lestri og börn meö slíka sértæka lestrarörð- ugleika eiga oft við aðra erfiðleika að stríða jafnframt. Það er nefnilega ekki aðeins að þessi börn eigi í erfið- leikum meö lestur, heldur einnig skrift, og þau eiga erfitt með að komast í gegnum lesgreinarnar. Þetta veldur því aö sjálfsímynd þess- ara krakka veröur neikvæð og þaö kemur upp minnimáttarkennd hjá þeim. Alvarlegir lestrarörðugleikar hafa því oft í för meö sér margvís- lega aðra erfiðleika." Að sögn Arthurs eru ekki tengsl milli þess aö ganga illa í lestri og reikningi: „Við höfum auðvitað kynnst nemendum sem eiga við mikla stærðfræðiörðugleika að stríöa, sem þá í raun er systir dys- lexiunnar, nema hvað að þar eru þaö tölur sem brenglast. Hins vegar er sannleikurinn sá að texti í náms- bókum er tyrfinn fyrir þann hóp sem á við lestrarörðugleika að stríöa. Námsbækur eru á þungu máli og þessir nemendur eiga i miklum erf- iðleikum meö að lesa námsbækur, til dæmis mannkynssögu og landa- fræði." Lært af hljóð- snældum eða eftir upplestri Leiö úr þeim ógöngum er til dæm- is sú að foreldrar lesa upphátt úr skólabókunum fyrir börn sín: „Oftar en ekki aðstoða foreldrar börn sín með þessum hætti og nemendur læra þá námsefnið utan að og standa sig ágætlega í tímum. Vanda- málið hefur veriö það aö skólarnir koma ekki nægilega til móts við að prófa þessa nemendur munnlega. Þeir kunna oft á tíðum námsefniö ágætlega en í prófi lenda þeir í erfið- leikum meö að lesa próffyrirmæli SÁ EKKI HVAD ÉG SKRIFAÐI Ein þeirra sem þekkja vel þá tilfinn- ingu að rugla saman stöfum er Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokk- anna: „Lesblinda er bæöi til í lestri og skrift og mín lesblinda fólst í staf- blindu í skrift. Eg átti í miklum erf- iöleikum meö aö sjá hvaö ég hafði skrifaö,” segir Guðrún og nefnir að hún hafi til dæmis skrifað „ap" i staðinn fyrir „pa" eða eitthvaö í þeim dúr: „Það var mikil barátta á minum yngri árum að sjá hvort ég hefði skrifaö rétt eða ekki. Ég gat alltaf lesið Dg þótt ég teldi mig ekki vera vel læsa komst ég upp í 9,8 í hljóð- lestri. Auðvitað háði skrifblindan mér í prófum og ég gerði villur, en þó ekki svo alvarlegar að ég fengi rangt fyrir svörin. Á þessum tíma var málið afgreitt á þann hátt aö ég væri léleg í stafsetningu." Stafblindan varð Guðrúnu þó til nokkurs góðs, þótt síðar yrði. Það er í raun hennar vegna sem Guð- rún á afar auðvelt með að tala blaðlaust: „Ég var léleg að lesa upphátt, las vitlaust og svo framvegis, og það leiddi snemma til þess að þeg- ar ég þurfti að koma einhvers stað- ar fram talaöi ég fremur en að lesa. í fyrsta skipti sem ég gerði þetta var ég við nám í kennara- skólanum. Þá var ég komin í gegn- um allt kerfið án þess nokkurn tíma að þurfa að standa frammi fyrir hópi fólks. Þarna átti aö skrifa grein og lesa hana upp, en ég tók ákvörðun um að læra grein- ina utan að og flytja hana blað- laust." Guðrún segist auðvitað skilja betur en aðrir þá sem eiga við lestrar- eða skriftarörðugleika að stríöa: ,,en á hinn bóginn þá skilja kennararnir mínir þetta mjög vel. Hérna áður fyrr var maður ekki aö halda þessu á loft og þetta var vel dulið. Ég sagði frá þessari staf- blindu minni á fundi hjá Lands- samtökum foreldra barna með les- erfiðleika fyrir ekki mjög löngu. Ein bekkjarsystir mín úr gagn- fræðaskóla frétti af þessu og full- yrti að ég væri ekki að segja satt. Svona vel faldi ég þetta". Þegar Guðrún er spurð hvort stafblindan hafi háð henni veru- Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri hjá Námsflokkunum: „Hélt bara að ég væri svona léleg t stafsetningu og var ekkert að tala um það upp úr þurru!" lega í skólanámi svarar hún: „Já eins og gefur að skilja féll ég í enskum stíl og íslenskri stafsetn- ingu í MR — en náði mér upp í rit- gerðareinkunn. Núna tala ég og skrifa ensku og íslensku nokkurn veginn rétt. Þegar ég var komin í dönskunám við háskólann spurði ég kennarann minn hvort ég ætti að fara í próf, en hún ráðlagði mér að gera það ekki. Ég ákvað samt að taka prófið, sat dögum saman við að skrifa upp stílana aftur og aftur og þrælaðist á sjálfri mér þangað til ég náði þessu rétt. Þá var enga hjálp að fá og þótt aðstoð sé veitt í miklu ríkara mæli í dag heyrði ég nýlega í stúlku sem er í menntaskóla og á við lesblindu að stríða, og stendur nú höllum fæti. Það hefur aldrei verið tekið á vandamáli hennar og hún hefur komist í gegnum allt kerfið á greindinni, þrátt fyrir lélega lestr- arkunnáttu. Ég held það sé lífs- nauðsynlegt að taka á vandamáli af þessu tagi fljótt, því það fer illa með fólk." Og hvort hún hafi viljandi ekki rætt um stafblinduna fyrr en á síð- ustu árum svarar Guðrún: ,,Ég gerði mér ekki grein fyrir að það væri eitthvað annað að mér en það að ég væri léleg í þessum námsgreinum! Og maður talar auðvitað ekki um þær hliðar upp úr þurru. ..!“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.