Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 10

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 22. febr. 1990 Er það rétt að laganemum sé stundum boðið í veislur hjá sýslu- mannsembættum úti á landi? „Það kemur fyrir að við heim- sækjum fógetaskrifstofur úti á landi.“ Er veitt vín í þeim heimsóknum? „Við höfum ekki meira um þetta að segja." Hvað finnst ykkur um að þiggja boð á vegum skattborgaranna? „Þetta eru bara boð,“ segir for- maður Orators, Gunnar Sturluson. Því miður var ekki hægt að fá svör við fleiri spurningum hjá félagi laga- nema, en Pressan hefur heimildir fyrir því að um fleiri boð hefur verið að ræða hjá opinberum stofnunum. Reyndar þiggja laganemar einnig veislur hjá ýmsum stærri einkafyrir- tækjum, til dæmis bönkum. Sníkja út boð Sumir stúdentar telja það virðing- arvott að fá að mæta í móttökur, en þurfa þó yfirleitt að taka frumkvæð- ið sjálfir og biðja um að sér verði boðið. Iðnaðarráðuneytið hefur yf- irleitt orðið við slíkum beiðnum frá verkfræðinemum annað hvert ár. A þessu ári mun það ekki halda neitt hanastélsboð fyrir stúdenta. „Það hefur verið sóst eftir þessu af hálfu verkfræðinema en því mið- ur getur ekki orðið af þessu í ár. Ráð- herra hélt slíkt boð í fyrra en neitar núna, vegna þess að ríkið er í ströngum megrunarkúr," segir ráðu- neytisstjórinn, Páll Flygenring. Ástæðuna fyrir því að iðnaðarráðu- neytið hefur áður haldið móttökur fyrir verkfræðinema telur Páll vera að þeir tilheyri einna helst því ráðu- neyti, eins og viðskiptafræðin til- heyrir viðskiptaráðuneytinu. En Páll sagði að nemar bæðu sjálfir um þetta á hverju ári. „Sama gildir sjálf- sagt um aðrar deildir háskólans," segir Páll Flygenring. Þetta fékkst staðfest bæði í iðnað- arráðuneytinu og viðskiptaráðu- neytinu, því á báðum stöðum var spurt að því hvort erindið væri að sníkja út boð, þrátt fyrir að undirrit- uð hefði kynnt sig sem blaðamann. Rektor þekkir þetta ekki Rektor háskólans, Sigmundur Guðbjarnason, sagðist ekki þekkja samkvæmislíf hinna einstöku deilda og vildi því ekki taka afstöðu til þess hvort það væri við hæfi að stúdent- ar sníktu sér boð hjá ráðuneytun- um, eða hjá fyrirtækjum. „Það eru of mörg nemendafélög til þess að hægt sé að fylgjast með allri starfsemi þeirra. Ég veit að nemendur fara í kynningarferðir til ýmissa stærri fyrirtækja og þiggja þá gjarna veitingar. En þetta eru heimsóknir sem tengjast náminu," segir rektor, og nefnir sem dæmi heimsóknir í virkjanir úti á landi. „Ég þekki ekki til þess að stúdentar fari í boð eingöngu vínsins vegna, og vildi kynna mér þeirra hlið máls- haldið háskólastúdentum móttökur áður fyrr og segja að líklega hafi öll ráðuneytin einhvern tímann haldið stúdentum hóf. í forsætisráðuneyt- inu er hverju nemendafélagi yfir- leitt vísað til síns heima, laganem- um til dómsmálaráðuneytis, við- skiptafræðinemum til viðskipta- ráðuneytis og þar fram eftir götun- um. Viðskiptaráðuneytið býður hvorki viðskiptafræðinemum né laganem- um til drykkju á þessu ári. Atli Freyr Guðmundsson í viðskiptaráðuneyt- inu segir þessi boð ekki beinlínis með því nauðsynlegasta í verka- hring ráðuneytisins. Nú þurfi að spara og þá sé eðlilegt að fella niður þessi boð og ýmsa aðra risnu. Einn- ig séu það margar deildir og sérskól- ar til að kannski sé vafasamt að sumum sé boðið en öðrum ekki. Rifja upp gamlar minningar Bæði viðskiptafræðinemar og laganemar þáðu áður árlegt boð viðskiptaráðherra, en á síðasta ári var laganemum ekki boðið og ein- ungis síðustu árgöngunum í við- skiptafræði. Atli Freyr Guðmunds- son telur eldgamlar hefðir hafa sitt að segja, en þar að auki sé þetta per- sónubundið og fylgi gjarna ráðherr- um, sem bjóða þá þeim deildum sem þeir voru sjálfir í á sinum tíma. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þetta passar mjög oft. Til dæmis ef ráðherra eða forstjóri fyr- irtækis er lögfræðingur eykur það mjög möguleika laganema á að komast í veislu. „Venjulegar mót- tökur#/ Flugmálastjórn hefur tvisvar Hér heilsar gestgjafinn, Davíð Oddsson borgarstjóri, Gunnari G. Schram, prófessor i lagadeild. Laganemum hefur í áraraöir ver- ið boðið í hanastél hjá ríki eða; bæ fyrir árshátíð þeirra 16. febrú- ar. ins áður en ég gef út nokkrar yfirlýs- ingar um það. Ég geri ráð fyrir að nemendafélögin endurspegli þjóð- félagið á margan hátt, en starfsemi þeirra, til dæmis Orators, er að mörgu leyti til fyrirmyndar," segir Sigmundur Guðbjarnason. Veislum fer fækkandi Veislum í ráðuneytunum sem byggjast á eldgömlum hefðum, einkum meðal laganema, fer nú fækkandi. Dómsmálaráðuneytið bauð laganemum síðast 16. febrúar í fyrra, á 60 ára afmæli Orators, og ráðuneytisstjórinn, Þorsteinn Geirs- son, veit ekki til þess að neitt boð sé ;á döfinni í ár. Hann segir að yfirleitt hafi boðin verið haldin í sambandi við árshátíð laganema, en útilokar ekki móttökur í annan tíma „ef sér- stakt tilefni er til þess“. í menntamálaráðuneytinu hafa hanastél fyrir nemendafélög stúd- enta ekki verið haldin í nokkur ár, jafnvel ekki síðan á ráðherratíma Ragnhildar Helgadóttur, en hún bauð lagadeild í kokkteil á sínum tíma. Þess má geta að Ragnhildur er lögfræðingur að mennt. „Við höfum ekki fengið beiðnir frá nemendafélögum siðustu árin, sennilega vegna þess að þau vita að slík boð liggja ekki á lausu," segir Árni Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Sömu sögu er að segja úr forsætisráðu- neytinu, en þar segjast menn vísa nemendafélögum til þejrra ráðu- neyta sem hæfa hverri grein. Þó þvertaka þeir ekki fyrir að hafa haldið móttöku fyrir laganema, síð- ast nú í haust. í bæði skiptin var sóst eftir þessu af hálfu deildarinnar. „Þeir báðu um venjulega móttöku og fengu það. Þetta á þá að vera hluti af náminu og prófessorarnir báðu um það. Móttakan fólst í kynn- ingu á fyrirtækinu, svo var gefið í staupinu og snarl með,“ segir Pétur Einarsson flugmálastjóri. „Við höld- um ekki standandi veislur. Það er orðið svo mikið um þetta að ekki er ástæða til þess að hafa mikið við. Síðasta boð kostaði 22 þúsund krón- ur, fyrir 60 manna hóp. Þeir sækja alveg í fyrirtæki þar sem lögfræð- ingar eru við stjórn," segir Pétur Ein- arsson flugmálastjóri, en hann er lögfræðingur að mennt. Laganemar og viðskiptafræði- nemar kynna sér á hverju ári starf- semi banka, ekki eins banka á ári heldur margra, og þiggja veitingar með. „Þessar deildir standa okkur næst og þetta er svo sannarlega hluti af námi þeirra," segir Björn Tryggvason í Seðlabankanum. Hvernig er veitingum háttað í þessum móttökum? „Þessu er yfirleitt mjög í hóf stillt. Gestirnir fá ekki kokkteila hér. Þeir fá hvítvín, kaffi og kökur," segir Björn Tryggvason. Landsbankinn býður báðum deildum á hverju ári og þar er veitt vín. „Eitthvað létt,“ segir Jóhann Ágústsson. í Búnaðarbankanum er ekki lengur veitt sterkt vín, en drukkinn bjór og hvítvín. Þar koma viðskiptafræðinemar helst við sögu, en laganemum hefur aðeins einu sinni verið boðið. „Við lítum á þetta sem góða auglýsingu fyrir bank- ann,“ segir Kristján Gunnarsson í Búnaðarbankanum. Ráðamenn nefna gamlar hefðir sem helstu rek fyrir veisluhöldum á kostnað hins opinbera. Sumar deildir háskólans stunda það að sníkja sér veislur hjá opin- berum aðilum og einkafyrirtækj- um. Rektorgerir ráð fyrirað nemenda- félögin endurspegli þjóðfélagið. Arlegar móttökur með vínveiting- um í flestum bönkum eru taldar hluti af námi laganema og við- skiptafræðinema. i Laganemar i boði borgarstjóra á Kjarvalsstöðum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.