Pressan - 19.07.1990, Síða 28

Pressan - 19.07.1990, Síða 28
PRESSU MOJLAR skal tekið fram að venjulegir Jónar geta ekki vænst þess að fá lánuð númer hjá Bifreiðaskoðun Islands. Þetta voru undantekningar sem að- eins voru veittar fyrir beiðni ráðu- neytisins og vegna þess að hinir írægu bíleigendur þóttu sérlega ábyrgir aðilar. Að lokum má geta þess að ef menn þykjast finna fleiri óskráða bíla á vegunum þá er trú- lega um prentvillu í bifreiðaskrá að ræða. . . lú er ljóst að eftirmaður Ein- ars Karls Haraldssonar sem rit- stjóri Nordisk Kontakt, með aðset- ur í Svíþjóð, verður ekki íslending- ur. Hitt tiöfum við eftir áreiðanleg- um heimildum að meðal umsækj- Ið undanförnu hafa farið fram viðræður nokkurra alþýðubanda- lagsmanna við forráðamenn í Al- þýðuflokki, sem gætu leitt til þess að einhverjir þekktir allaballar gengju til liðs við krata áður en langt um líður. Ýmis nöfn hafa verið nefnd, aðallega úr röðum Birtjngar- manna, og má þar t.d. nefna Ossur Skarphéðinsson. Einnig hafa nokkrir þekktir alþýöubandalags- menn innan verkalýðshreyfingar- innar verið bendlaðir við þessar þreifingar, m.a. Guðmundur J. Guðmundsson og Þröstur Olafs- son. Ljóst er, að ef margir áhrifa- miklir menn úr Ólafs-arminum ganga í Alþýðuflokkinn mun staða Ölafs Ragnars Grímssonar sem formanns verða mjög erfið og því berst hann á móti þessum hugsan- lega flótta úr flokknum. Annars eru fleiri en allaballar orð- aðir við inngöngu í Alþýðuflokkinn. Heyrst hefur að tveir þjóðkunnir menn ætli bráðlega að gerast flokksbundnir kratar: Jakob Frí- mann Magnússon Stuðmaður og Jón Óttar Ragnarsson fyrrum sjónvarpsstjóri. . . lenn velta því nú fyrir sér hver muni taka við framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins, en eins og kunnugt er losnaði sú staða þegar Sigurður Geirdal varð bæj- arstjóri í Kópavogi. Að því er best verður vitað er flokkurinn enn framkvæmdastjóralaus og ekki nóg með það; hann er líka skrifstofulaus, þar sem kontórnum við Nóatún hefur verið lokað. Það er þó víst ekki þar með sagt að Framsókn hafi lagt upp laupana í Reykjavík, því til stendur að kippa þessu í liðinn að lokinni sumarlokun skrifstofunn- enda hafi verið Bogi Ágústsson, fréttastjóri Ríkissjónvarpsins. Af þessu er Ijóst að Bogi getur vel hugs- að sér að róa á ný mið... rndurskoðendur brjóta heil- ann mjög þessa dagana um skulda- bréf þau sem nýir meirihlutaeig- endur Stöðvar tvö vöktu athygli á, á sögulegum blaðamannafundi um daginn, þegar sameiningin við Sýn . var endanlega drepin. Þetta voru þrjú „einskis virði” skuldabréf upp á 24 milljónir samtals, óveðtryggð og óverðtryggð en með 5% ársvöxtum og fyrstu afborgun ekki fyrr en 1994, gefin út af þeim Jóni Óttari Ragnarssyni, Hans Kristjáni Árnasyni og Ólafi H. Jónssyni. Síðar bar Hans Kristján því m.a. við að um væri að ræða uppgjör á reikn- ingum þeirra og skuld stöðvarinnar við þá þremenningana. Það sem endurskoðendur eiga erfitt með að skilja — hvað þá venjulegir borgarar — er hvernig skuld stöðvarinnar við þremenningana hafi getað breyst í skuldabréfaeign stöðvar- innar. Spurt er: Af hverju gáfu þre- menningarnir út skuldabréf til stöðvarinnar ef þeir áttu kröfuna á félagið en ekki öfugt? Ef stöðin yfir- tók skuld þremenninganna sam- kvæmt þessum bréfum, þannig að um sé að ræða skuldabréfaskuld stöðvarinnar, hver er þá kröfueig- andinn? Ef um er að ræða verð- bréfaeign stöðvarinnar, þýðir það að þremenningarnir hafi skuldað stöðinni tvöfalda launakröfuna?. . . lokkuð sérkennileg uppá- koma átti sér stað um daginn, þegar „aðilar vinnumarkaðarins“ hittu fulltrúa ríkisstjórnarinnar til að ræða aðgerðir vegna þess að verð- bólgan var að fara yfir rauða strik- ið Traustar heimildir segja okkur að Ásmundur Stefánsson forseti ÁSI og Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ hafi verið sam- mála um að þeir Árni Benedikts- son frá Vinnumáíasambandi samvinnufélaganna og Ogmund- ur Jónasson frá BSRB ættu ekki að sitja þennan fund. Stóð í nokkru þrefi um þetta um stund og þótti ýmsum sem þeir Ásmundur og Þór- arinn væru orðnir ansi samrýmdir. Á endanum fengu Árni og Ögmund- ur því þó framgengt að fá að vera með... Ithugulir áhugamenn um bíla voru undrandi á því aö í fylgdarliði Elísabetar Englandsdrottningar fyrr í sumar var á ferðinni rauður Landrover, óskráður, ótryggður og eigendalaus, en samt á íslenskum númerum frá Bifreiðaskoðun Is- lands. Þetta mæltist ekki vel fyrir og veltu menn því fyrir sér hver bæri ábyrgðina í hugsanlegum árekstri við draugabíl þennan. Einn- ig kom það fram að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem óskráðir bílar ækju um göturnar hér á landi. Bif- reiðaskoðun Islands hefur þó hald- góðar skýringar á fyrirbærinu. Drottningin kom með bílinn með sér að utan en hún vildi hafa hann á íslenskum númerum meðan á Is- landsdvöl stæði. Bifreiðaskoðun Is- lands varð því við beiðni utanríkis- ráðuneytisins um að lána drottning- unni númer pg sérskrá bílinn í nokkra daga. í tölvuskrá um bíla kemur sérskráningin ekki fram og virðist bíllinn því vera bæði eig- endalaus og ótryggður. Þegar páf- inn kom í heimsókn á sínum tíma var honum líka lánað íslenskt núm- er á bíl sem hann flutti með sér. Það Ireki norðursins Hallbjörn Hjartarson, kántrísöngvarinn góð- kunni, heldur til Bandaríkjanna inn- an fárra daga. Er förinni heitið til „Mekka kántrítónlistarinnar" Nash- ville, þar sem Hallbjörn hyggst hljóðrita plötu með heimamönn- um. . . r msókn kaupmannanna á bak við Stöd 2 um 200 milljóna kr. lánsábyrgð Reykjavíkurborgar velkist enn i borgarkerfinu óaf- greidd. Málið var ekki tekiö fyrir á borgarráðsfundi sl. þriðjudag. Innan viðskiptalífsins er altalað að eigendur Stöðvarinnar hefðu aldrei farið að senda borginni formlega umsókn um að hún tryggði lántök- una nema vera búnir að sannfærast um að Davíð Oddson sæi til þess að umsóknin fengi jákvæða af- greiðslu. Aftur á móti hafi menn ekki reiknað með svo harðri and- stöðu sem þetta mál hefur sætt með- al almennings og í skrifum Morg- unblaðsins. Er helst reiknað með að annað hvort muni borgin láta þetta mál lognast útaf án þess að gefa kaupmönnunum (ormlega neitun eða verði hreinlega við ósk kaupmannanna síðar meir þegar hægist um. . . \LADA Mm m n j| ■ \ mARA: \ FMMBIIIFSBÍLL í BBBBBIFBBh i ' LADASAMARA er glæsi- lega útfærður framdrifsbíll, sem hefur verið á götum _ \ landsins síðan árið 1986, _ hefursýnt að þörfin fyrir fjölskyldubíl, með þeim ■ eiginleikum sem þessi bíll' ----, býryfir, ermikil. - .* I \ \ \ • .\ um gamla bílinn upp ínýjan' og semjum um eftirstöðvar. \ ‘ ' \-i —:/ . 1 • v ^ Opið laugardaga frá kl. 10-14. I ‘ * ' * _ \ . 'FREí / ' I \ \Töl VerúlistiLm Staðgr. verð 1200 SAFÍR 4rog ....345.268,- 1500 STATION 4ra g 429.763,- 1500 STATI0N 5ra g 452.711,- 1500 STATI0N LUX 5 g ... 467.045,- 1600 LUX 5 g 454.992,- 1300 SAMARA 4 g., 3 d.. 452.480,- 1300 SAMARA 4 g., 5 d.. 492.349,- •1500 SAMARA 5 g„ 3 d. 495.886,- •1500 SAMARA-LUX 5 g., 3 d. 507.714,- *1500 SAMARA 5 g., 5 d. 523.682,- * 1500 SAMARA-LUX 5 g., 5 d. 542.029,- 1600 SP0RT 4 g 678.796, 1600 SP0RT 5 g 723.328,- * „Metallic" litir kr.l 1.000.- Mj AffíiMa 13 ■ W8 fteykjavík ■ sími 31238 ■ 881200

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.