Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 17

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 27. sept. 1990 17 PRESSU MQLAR ■ síðustu viku var haldinn full- trúaráðsfundur hjá Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar (St.Rv.), þar sem harkalega var tek- ist á um hvort kjósa ætti formann fyrir félagið að nýju eða ekki, eftir fráfall Haralds Hannessonar. Fram kom tillaga frá 21 fulltrúa um að ieitað yrði afbrigða þannig að við næstu stjórnarkosningar, í febrúar, yrði nýr formaður kjörinn til eins árs eða til loka yfirstandandi kjör- tímabils, en lög félagsins eru sérstök að því leyti að stjórnarkjör fer fram h ce r r i árlega, þannig að stjórnarmenn ganga út á víxl. Flutningsmenn bentu á nýlegt fordæmi um slíka af- greiðslu: I ársbyrjun 1988 óskaði þá- verandi varaformaður félagsins, Pétur Kr. Pétursson, starfsmanna- stjóri hjá borgarverkfræðingi, eftir lausn, en hann hafði aðeins klárað hálft kjörtímabil sitt. Þá var, eftir samráð við lögfræðing, lögð fram tillaga um afbrigði vegna kosningar sjötta stjórnarmanns til árs, sem var samþykkt samhljóða. Um leið var bent á að stjórnin væri nú aðeins skipuð 10 mönnum, en ætti sam- kvæmt lögum félagsins að vera skipuð 11 mönnum, og ennfremur að stjórnin hefði sjálf ekki leyfi til að kjósa sér formann, með því að Sjöfn Ingólfsdóttur gegndi áfram formennsku í forföllum, þrátt fyrir stjórnarkjör í febrúar. Ekki treysti stjórnin sér til að fara eftir fordæm- inu, sem margir núverandi stjórnar- manna stóðu að. í lok fundar kom upp tillaga um frestun málsins um mánuð og var hún samþykkt. .. 'm síðustu helgi voru kosnir fulltrúar frá Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur til að sitja flokks- þing Alþýðuflokksins í október. Eitt hundrað kratar gáfu kost á sér, en velja mátti fimmtíu manns á þingið. Þátttaka í kosningunni var afar dræm og mættu innan við hundrað manns í atkvæðagreiðsl- una. Það er því ljóst að ekki einu sinni þeir sem gáfu kost á sér hafa mætt til að greiða sjálfum sér at- kvæði! Eftir því sem við heyrum úr herbúðum kratanna náði Geir Gunnlaugsson ekki kjöri og sögur segja að meðal fimm neðstu manna á listanum hafi verið Stefán Frið- finnsson og Bryndís Schram . . . ■ útvarpsheiminum gengur mikið á. í síðustu viku sögðum við frá því að Ágúst Héðinsson ætlaði frá Islenska útvarpsfélaginu, af Bylgjunni yfir á Effemm, en nú heyrum við að tveir dagskrárgerð- armenn á Effemm ætli yfir á Stjörn- una. Það eru þeir Sigurður Ragn- arsson og Klemens Arnarson. Mun Sigurður sjá um þátt eftir há- degi á Stjörnunni en Klemens um morgunþætti milli 7 og 9 ... t I veir nýir þættir hefja göngu sína á Bylgjunni í október. Þátturinn Reykjavík síðdegis verður sendur út í síðasta skipti á morgun, 28. september, en í stað hans kemur nýr þáttur, ísland í dag. Það er hinn kunni útvarpsmaður Jón Ársæll Þórðarson sem mætir af miklum krafti á Bylgjuna á mánudaginn og stjórnar þessum þætti. Þá mun ætlunin að endurvekja viku- skammtinn, sem var í umsjá Ein- ars Sigurðssonar, fyrrum útvarps- stjóra Bylgjunnar og núverandi blaðafulltrúa Flugleiða. Þáttur þessi verður sendur út fjórða hvern sunnudag og meðal stjórnenda verða Ingvi Hrafn Jónsson, fyrr- um fréttastjóri ríkissjónvarpsins, og Sigursteinn Másson ... ^SUNDAKAFFI V/SUNDAHÖF Sími: 36320 Höfum opnað nýjan matsal í vesturenda hússins m/ölkrá. Allar veitingar. Bjóöum upp á fjölbreyttan matseöil dagsins. Einnig sérrétti. Boröapantanir í síma 36320. Opið föstudaqa 18-01 laugardaga 18-01 Þjónað til borðs, þú heyrir bara Ijúfa, lága tónlist Sundakaffi - ölkrá - bar - Sundahöfn e x t i r • skattafsláttur lánsréttindi • Með reglulegum sparnaði, hæstu vöxtum, skattafslætti og lánsrétti leggurðu Grunn sem er sniðinn að þínum þörfum. Grunnur er húsnæðisreikningur Landsbankans. Hann er bundinn í 3 til 10 ár og nýtur ávallt bestu ávöxtunarkjara sem bankinn býður á almennum innlánsreikningum sínum. Leggja þart inn á Grunn eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Hámarksinnlegg á ári er nú rúm 360.000,- eða 90.000,- ársfjórðungsiega. Þannig gefur til dæmis 360.000 króna innlegg 90.000 krónur í skattafslátt. Grunni fylgir sjálfkrafa lánsréttur að sparnaðar- tímanum loknum, en skilyrði er að lánið sé notað til húsnæðiskaupa eða endurbóta og viðhalds. Hámarkslán er nú 1,8 milljónir króna. Grunnur er þannig bæði góð sparnaðarleið fyrir þá sem hyggja á húsnæðiskaup eða byggingu og kjörinn Hfeyrissjóður fyrir sparifjáreigendur. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna /l | • .mmmm * * mb . l............... ' lánsréttindi • h œ r r i v e x t i r • skattafsláttur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.