Pressan - 27.09.1990, Síða 27

Pressan - 27.09.1990, Síða 27
r 0S8! 'W'. .W. .u.t.l-i- r.i.n'l Fimmtudagur 27. sept. 1990 27 kvikmyndir helgarinnar FIMMTUDACUR 27. september Stöð 2 kl. 23.15 ÁELLEFTU STUNDU*** (Deadline USA) Bandarísk bíómynd frá 1952 Leikstjóri: Richard Brooks Adalhlutverk: Humphrey Bogart, Ethel Barrymore, Kim Hunter, Ed Begley Ritstjóri dagblaðs og starfsfólk hans óttast að missa vinnuna með til- komu nýrra eigenda þar sem núver- andi eigendur blaðaútgáfunnar sjá sér ekki fært að halda starfseminni áfram. Um þær mundir sem verið er að ganga frá sölu f yrirtækisins er rit- stjórinn að rannsaka feril Rienzis nokkurs, sem talinn er forsprakki glæpahrings. Þegar betur er að gáð tengist Rienzi einnig óupplýstu morðmáli. Takist ritstjóranum að koma upp um glæpahringinn í tæka tíð er blaðinu og starfsfólkinu e.t.v. borgið. Spennandi og skemmtileg mynd, vönduð afþreying. FOSTUDAGUR 28. september Stöð 2 kl. 21.25 BARA VIÐ TVÖ* (Just You and Me, Kid) Bandarísk bíómynd frá 1979 Leikstjóri: Leonard Stern Aöalhlutverk: George Burns, Brooke Shields, Burl Ives Burns leikur gamlan fjöllistamann sem situr uppi með unglingsstúlku sem hefur strokið að heiman. Þetta er vandræðaleg og hallærisleg gam- anmynd í flesta staði. Shields er von- laus leikkona þrátt fyrir stórkostlegt útlit en handritið er óásjálegt í alla staði. Burns rembist eins og rjúpan við staurinn við að halda vitleys- unni á floti og verðskuldar eina stjörnu fyrir þrautseigjuna. Ríkissjónvarpið kl. 22.15 DÁTAR**,/2 (Yanks) Bandarísk bíómynd frá 1979 Leikstjóri: John Schlesinger Adalhlutverk: Richard Gere, Lisa Eichhorn, Vanessa Redgrave, Villiam Devane Nokkuð hjartnæm mynd sem fjallar um ástarsambönd bandarískra her- manna og breskra kvenna í síðari heimsstyrjöldinni. Þrátt fyrir góða spretti nær hún ekki þeirn áhrifa- mætti sem til var ætlast og hlýtur að teljast í hópi margra miðlungsverka Schlesingers sem hefur gert a.m.k. eitt meistaraverk, Midnight Cow- boy. Stöð 2 kl. 23.20 ÖLDURÓT (Eaux Troubles) Frönsk spennumynd Þessa mynd höfum við ekki séð og í þokkabót fylgja engar upplýsingar um efni hennar, ártal eða aðstand- endur. Stöð 2 kl. 00.50 FURÐUSÖGUR VI** (Amazing Stories VI) Bandarísk bíómynd frá 1985 Framleidandi: Steven Spielberg Leikstjóri: Martin Scorcese, Paul Michael Glaser, Donald Pertie Adalhlutverk: Sam Waterston, Helen Shaver, Max Gail, Kate McNeil, Chris Nash, Sid Caesar, Lea Rossi Ein skásta myndin úr þessum innan- tóma flokki hugverka; hrollur sem vekur ekki ótta vegna sláandi al- vöruleysis. Hér koma þó góðir menn við sögu í leikstjórn og árang- urinn er betri en í hinum myndun- um. Fyrsta sagan segir frá hryllings- sagnahöfundi sem fer að sjá óhugn- anlega persónu í hvert skipti sem hann lítur í spegil. Önnur sagan er um lögregluþjón sem ásakar sig um að vera valdur að dauða vinnufé- laga síns. Sú þriðja er um útbrunn- inn töframann sem fær kærkomið tækifæri til að sanna sig með ein- stökum spilastokk. Við mælum helst með fyrstu sögunni. LAUGARDAGUR 29. september Stöð 2 kl. 21.20 PETER GUNN** (Peter Gunn) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1989 Leikstjóri: Peter Strauss Aöalhlutverk: Peter Strauss, Barbara WilUams, Pearl Bailey Pétur þessi Gunnarsson kvað vera hetja frá tímum Keflavíkursjón- varpsins. í þessari nýlegu sjónvarps- mynd er persónan endurlífguð og lendir í nýjum ævintýrum. Gunn á m.a. í höggi við lögreglumenn sem snúið hafa af vegi dyggðarinnar, en slíka starfsmenn ríkisins kallar kan- inn sóðalöggu (a Dirty Cop). Þokka- leg afþreying en efnið býður ekki upp á meira. Aldrei mjög spennandi og aldrei leiðinleg. Ríkissjónvarpið kl. 21.30 DÁÐADRENGUR (Good Boy) Bandarísk bíómynd frá 1988 Leikstjóri: Tom Robertson Adalhlutverk: Richard Farnsworth, Anne Ramsey, Ryan Francis, Maureen Sullivan Þessa mynd höfum við ekki séð en hún fjallar um sumar í lífi tólf ára drengs og vina hans í litlu þorpi í Mississippi. Hljómar ágætlega. Stöð 2 kl. 22.55 HÁSKAFÖR** (The Dirty Dozen; The Deadly Mission) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1987 Aöalhlutverk: Telly Savalas, Ernest Borgnine, Vince Edwards, Bo Svenson Stjörnur meðalmennskunnar í lítt minnisstæðri endurgerð gamallar stríðsmyndar: Harðsnúin sérsveit þarf að bjarga vísindamönnum úr klóm nasista. Vel gert, ófrumlegt og þokkalega spennandi. Ríkissjónvarpið kl. 23.00 SPRENGJUTILRÆÐIÐ í BIRMINGHAM*** (Who Bombed Birmingham?) Bresk sjónvarpsmynd frá 1990 Leikstjóri: Mike Beckham Adalhlutverk: John Hurt, Martin Shaw Byggt á sönnum atburðum: í nóv- ember 1974 gerði írski lýðveldisher- inn sprengjuárás á tvær krár í Birm- ingham með þeim afleiðingum að 21 lést. Sex írar voru snarlega teknir fastir og fundnir sekir þó þeir stæðu fast á sakleysi sínu. Varð réttlætið að víkja vegna þess hve lögreglunni lá á að leysa málið? Skítalykt af mál- inu. Gæðamynd sem tekur á heitu og viðkvæmu efni. Frábær leikur og vönduð framleiðsla í hvívetna. Breskt þjóðerni er gæðamerki á sjónvarpskvikmyndir. Stöð 2 kl. 00.30 INNRÁS ÚR GEIMNUM*** (Invasion of the Body Snatchers) Bandarísk bíómynd frá 1978 Leikstjóri: Philip Kaufman Aöalhlutverk: Donald Sutherland, Brooke Adams, Leonard Nimoy, Jeff Goldblum, Don Siegel Alveg rosalega skemmtileg og krassandi hrollvekja sem jafnframt vekur upp söknuð eftir gamla góða Tónabíói, en þar var hún sýnd. Geimverur yfirtaka iíkama fólks með skelfilegum afleiðingum. Skemmtileg undantekning frá þeirri reglu sem yfirleitt gildir um myndir með söguefni á borð við þetta, en þær eru oftast rusl. Háspenna og vandaður óhugnaður. SUNNUDAGUR 30. september Stöð 2 kl. 12 TIL HINSTU HVILU*** (Resting Place) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1986 Leikstjóri: John Korty Aöalhlutverk: John Lithgow, Richard Bradford, M. Emmet Walsh Vönduð sjónvarpsmynd um klikkun kynþáttamisréttisins: Stríðshetja lætur lífið í Víetnam. Þegar á að jarðsetja manninn í heimabæ sínum kemur babb í bátinn því maðurinn var svartur en kirkjugarðurinn að- eins ætlaður hvítum. Ríkissjónvarpið kl. 21 NÚ FÆRIST ALVARA f LEIKINN Ný tékknesk sjónvarpsmynd sem við þekkjum hvorki haus né sporð á. Nú færist alvara í leikinn ... Stöð 2 kl. 21.50 SKUGGI**1/2 (Casey's Shadow) Bandarísk bíómynd frá 1978 Leikstjóri: Martin Ritt Aöalhlutverk: Walter Matthau, Alexis Smith, Robert Webber, Murray Hamilton Hestatamningamaður þarf að ala upp þrjá syni sína einn eftir að kon- an yfirgefur fjölskylduna. Karlinn hefur ekki sýnt sömu ákveðnina við synina og bikkjurnar sínar og því þarf hann að taka á honum stóra sín- um í hlutverki uppalandans. Fremur hugnæm mynd sem þó nær ekki þeim áhrifum sem hún hefði getað með aðeins betra handriti. Ágætur leikur. Meðmæli. Stöð 2 kl. 23.45 MARAÞ0N- MAÐURINN **** (The Marathon Man) Bandarísk bíómynd frá 1976 Leikstjóri: John Schlesinger Aöalhlutverk: Dustin Hoffman, Sir Laurence Olivier, Roy Scheider, William Devane, Marthe Keller Frábær spennumynd, óhugnanleg, vel leikin og raunveruleg: Hoffman leikur námsmann af gyðingaættum sem flækist í njósnamál. Olivier leikur gamlan nasista og er vægast sagt andstyggilegur. Næstbesta mynd Schlesingers en jafnframt gott dæmi um fjölhæfni hans þegar höfð eru í huga verk gjörólík henni, eins og sú besta þeirra, Midnight Cow- boy. Eindregin meðmæli.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.