Pressan - 08.11.1990, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER
Oskjuhlíðarhúsiú
MILLJONIR
Framkvœmdir
keyröar áfram þótt
endanleg nýting
lœgi ekki fyrir
Samningur sá sem var undirritaöur viö Brauöbœjar-
menn 18. október síöastliöinn kostar Hitaveitu Reykja-
víkur og Reykjavíkurborg aukalega um 30 milljónir
króna. Vegna hugmynda Brauöbœjarmanna um nýtingu
Öskjuhlíöarhússins, Perlunnar, og þann veitingarekstur
sem þar þarfaö vera veröur aö rífa niöur veggi og auka
viö þann húsakost sem fyrir er. Heildarkostnaöur viö
húsiö, á verölagi dagsins í dag, er nú áœtlaöur um einn
milljaröur króna.
„Ég tel að það hafi verið hand-
vömm hjá þeim að semja ekki strax
við þann aðila sem kæmi til með að
sjá um reksturinn. Ég sagði þeim
fyrir tveimur árum að þeir ættu að
flýta sér að finna rekstraraðila, því
að hann ætti örugglega eftir að
koma með sínar hugmyndir um
breytingar á húsnæðinu," sagði
Skúli Þorvaldsson, veitingamað-
ur á Hótel Holti. Skúli hefur verið í
samningaviðræðum við þá hita-
veitumenn um rekstur staðarins, en
ekki náðist samkomulag þeirra í
milli.
Nú, þegar samið hefur verið við
Bjarna I. Árnason veitingamann í
Brauðbæ, kemur í ljós að þær hug-
myndir sem hann og samstarfs-
menn hans í Brauðbæ hafa um veit-
ingareksturinn koma ekki heim og
saman við innréttingar Öskjuhlíðar-
hússins.
TVÆR SKRIFSTOFUR
FJARLÆGÐAR
Brauðbæjarmenn ætla að hafa
allt annan rekstur á fjórðu hæð
hússins en áður var fyrirhugað. Það
er næsta hæð fyrir neðan sjálfan
veitingastaðinn, þar sem menn
munu elta steikurnar í hring. Þar
átti meðal annars að vera skrifstofu-
aðstaða. Nú er hins vegar byrjað að
rífa niður veggi á hæðinni en sam-
kvæmt upplýsingum sem fengust
frá Benedikt Olgeirssyni, verk-
fræðingi hjá SH-verktökum í Hafn-
arfirði, sem sjá um verkið, eru ein-
göngu hlaðnir milliveggir rifnir.
Eitthvað af þeim mun þó hafa verið
búið að flísaleggja.
„Hugmyndir okkar ganga út á að
hafa töluverðan rekstur á fjórðu
hæðinni. Við ætlum að hafa þarna
ísbúð og kaffiteríu. Þetta var ekki
inni í myndinni áður en við komum
til. Hugmyndin er að hafa þarna að-
stöðu fyrir fólk sem vill skoða húsið
en um leið vernda efstu hæðina fyr-
ir miklum umgangi," sagði Bjarni I.
Árnason. Hann sagði einnig að
þessar hugmyndir kæmu heim og
saman við það sem starfsmenn
borgarinnar hefðu viljað gera og
tók hann fram að þetta hefði allt
verið gert í besta samkomulagi við
þá.
300 FERMETRA JARÐHÝSI
FYRIR BJARNA
Vegna breyttrar skipunar á fjórðu
hæð Öskjuhlíðarhússins þurfti að
breyta þeim þjónustuhúsum sem
verða fyrir utan sjálft húsið. Þar er
fyrirhugað að verði jarðhýsi, sem
séu nokkurs konar þjónustuhús fyr-
ir veitingareksturinn.
Meðal annars verður að reisa um
300 fermetra jarðhýsi sem ekki var
reiknað með, en talið er að kostnað-
ur við það verði ekki undir 15 millj-
ónum króna. Hús þetta á að koma í
staðinn fyrir skrifstofurnar á fjórðu
hæð auk þess sem talið er að vanti
einhverja lageraðstöðu.
Jóhannes Zoéga, umsjónarmað-
ur byggingarinnar og fyrrverandi
hitaveitustjóri, staðfesti það í sam-
tali við PRESSUNA að starfsemin
yrði öll stærri í sniðum en áður
hefði verið ætlunin. „Þetta verður
talsvert öðruvísi rekstur en ætlunin
var að hafa á Skúlatímabilinu og
þarna verður að gera ákveðnar
breytingar. Ég get hins vegar ekki
gefið upp neinar tölur um hvað það
kostar," sagði Jóhannes. Það kom
hins vegar fram hjá honum að áætl-
aður heildarkostnaður við Öskju-
hlíðarhúsið væri um einn milljarður
króna á verðlagi dagsins í dag. Það
er því óhætt að segja að húsið sé að
verða komið í gott perluverð.
ARKITEKTINN HÉLT ÁFRAM
AÐ TEIKNA
Að sögn Skúla Þorvaldssonar hóf-
ust viðræður við hann í október
1989 um að taka við rekstri staðar-
ins. Hinn 14. febrúar á þessu ári
mun síðan hafa komið ákveðið til-
boð frá hitaveitumönnum og segist
Skúli hafa svarað því fimm dögum
seinna eða 19. febrúar. Síðasti fund-
ur þeirra í milli var síðan 11. apríl.
Eftir það gerðist síðan ekkert
næstu fimm mánuði eða fram til 11.
september. Þá sagðist Skúli hafa
heyrt aftur frá hitaveitumönnum,
sem hefðu enn leitað eftir samning-
um við hann. Skúli sagðist hafa
hafnað því, enda þá löngu orðið
Ijóst að ekki semdist.
Allan þennan tíma var fram-
kvæmdum haldið áfram við húsið
og einhverjir veggir og „veggstubb-
ar“ (eins og einn viðmælenda
PRESSUNNAR kaus að orða það)
reistir. Þrátt fyrir að ljóst væri að rót-
tækar breytingar yrði að gera þegar
rekstraraðili fengist virðast umsjón-
armenn hússins ekki hafa séð
ástæðu til að hægja á framkvæmd-
um eða hætta þeim.
„Við unnum þetta eftir ákveðnu
tímaplani, sem gengur út á það að
húsið verði opnað næsta vor. Ein-
hverra hluta vegna tókst ekki að fá
rekstraraðila fyrr og við því er ekk-
ert að segja. Aðvitað er leiðinlegt að
þurfa að færa til veggi sem nýbúið
er að reisa en þeir sem voru að
vinna þetta unnu undir ákveðinni
tímapressu," sagði Ingimundur
Sveinsson, arkitekt hússins, þegar
hann var spurður að því af hverju
ekki þótti taka því að hægja á fram-
kvæmdum. Hann sagðist ekki
treysta sér til að gefa upp kostnaðar-
verð vegna breytinganna.
Ingimundur tók fram að Skúli
hefði verið nokkurs konar ráðgjafi
við hönnun hússins og staðfesti
Skúli það. Sagðist hann meðal ann-
ars hafa ráðlagt að færa eldhúsið
upp á sjálfa veitingasöluhæðina, en
upphafíega mun hafa verið ætlunin
að hafa það á fjórðu hæð. Skúii
sagði jafnframt að allan þann tíma
sem hann hefði verið í sambandi við
þá sem eru að reisa húsið hefði
hann haft uppi varnaðarorð um að
breytingar yrðu óhjákvæmilegar
þegar rekstraraðili fengist.
Fram kom hjá flestum framantöld-
um viðmælendum PRESSUNNAR
að þeim þætti ekki um háar upp-
hæðir að tefla, þó enginn þeirra
drægi beinlínis í efa að talan yrði ná-
lægt 30 milljónum króna, eins og
heimildir PRESSUNNAR herma.
Til að gefa einhverja vísbendingu
um hve lengi húsaleigan fyrir Öskju-
hlíðarhúsið verður að greiða þetta
upp má benda á eftirfarandi: Húsa-
leigan sem Brauðbæjarmenn eiga
að greiða verður 4% af veltu að frá-
dregnum virðisaukaskatti. Menn
telja nokkuð nærri lagi að nettóvelt-
an verði um 200 milljónir króna á
ári og húsaleiga samkvæmt því um
8 milljónir. Það tekur því um fjögur
ár að fá inn fyrir þeim breytingum
sem hafa verið ákveðnar eftir 18.
október.
Sigurður Már Jónsson
S.ÞÓR