Pressan


Pressan - 08.11.1990, Qupperneq 14

Pressan - 08.11.1990, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER \ \ Hann hugsar lengra en til líðandi stundar! Hygginn stjórnandi, sem oft þarf að sinna aðkallandi verkefn- um erlendis, hefur kynnt sér ótvíræða kosti Saga Class farmiða Flugleiða. Hann getur t.d. flýtt brottför sinni ef vel gengur eða seinkað henni komi eitthvað óvænt uppá. Hann kann að notfæra sér tengiflugsrétt- indi Saga Class farþega. Hann nýtir sér líka 50% makaafsláttinn og tryggir fleira en viðskiptasambönd sín erlendis. Hann hugsar lengra en til líðandi stundar og notar því Saga Class farmiða Flugleiða. FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐEINS Á UNDAN l væntanlegri bók sinni fjallar Þórarínn Tyrfingsson á opinská- an hátt um leið sína til alkóhólisma. Það sem vafalaust kemur einna mest á óvart í því sambandi er, að Þórarinn rekur sjúkdóminn ekki síst til mikillar drykkju í tengslum við handboltann. Eftir leiki, einkum á ferðalögum, var nær undantekn- ingarlaust dottið hressilega í það. Sem sé: íþróttirnar voru ekki það aðhald sem ætla mætti... að kom fram í PRESSUNNI um daginn að frænka Jóhannesar Gunnarssonar, formanns og fram- kvæmdastjóra Neyt- endasamtakanna, ynni á skrifstofunni með honum. Þetta hefur verið gagn- rýnt í stjórn samtak- anna en Jóhannes gaf þá skýringu í PRESSUNNI að frænkan hefði verið fengin til að sjá um bókasafn sam- takanna og halda því við. Hún hefði verið í fullu starfi við að koma safn- inu í fastar skorður og síðan í hluta- starfi við að halda starfi sínu við. Samkvæmt reikningum samtak- anna eru bóka- eða blaðakaup þeirra ekki umtalsverð og vandséð að fullt starf sé að halda reiðu á þeim. í fyrra voru bækur og blöð keypt fyrir 30 þúsund, árið á undan fyrir 20 þúsund og árið þar á undan fyrir 34 þúsund krónur. Fyrir þessa fjármuni er ekki hægt að fá fleiri bækur en svo að fullvaxinn maður gæti borið þær... í* angelsismálastofnun ríkisins er ný stofnun, en við hana hafa miklar vonir verið bundnar og stóð til að efla starfsemina þar jafnt og þétt. Innan stofnunarinnar ríkti hins veg- ar engin ánægja þegar fjárlaga- frumvarpið fyrir næsta ár leit dags- ins ljós. Þar er stofnuninni úthlutað 22,2 milljónum króna og miðað við óbreyttan starfsmannafjölda eða átta manns. Haraldur Johannes- sen, forstjóri stofnunarinnar, mun í kjölfarið hafa ritað fjárveitinga- nefnd Alþingis bréf, þar sem hann lýsir vanþóknun sinni á afgreiðslu frumvarpsiris og krefst þess að mið- að verði við tólf starfsmenn, enda hafi hástemmdar yfirlýsingar verið gefnar um eflingu stofnunarinn- ar... 68 55 H4ÍU

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.