Pressan - 08.11.1990, Side 21

Pressan - 08.11.1990, Side 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER 21 Jón Páll Sigmarsson sterkasti fjármálamadur heims Enginn Schwarz- enegger I bakhúsi viö Suðurlandsbraut eru undarlegir menn á ferli. Þeir hegða sér eins og smiðir en líta ekki út fyrir að vera það. Verkfœrin íhöndum þeirra virðast hafa annað hlutverk en að negla, saga og hefla. Þeir ganga til verks með sérkennilegri einbeitingu, eins og maður gerir ráð fyrir að musterissmiðir hafi gert til forna. Enda eru þeir að reisa musteri, þar sem menn munu svitna, öskra og að lokum umbreytast. Yfir þessu öllu vakir maður sem í daglegu tali er kall- aður „sterkasti maður heims“, svona til að aðgreina hann frá hinum hluta mannkynsins. Það er ekki einfalt mál að fá Jón Pál Sigmarsson í viðtal. í fyrsta lagi virðist hann ekki vera mikið fyrir að spjalla um siálfan sig. Flestum virð- ist það í mótsögn við sjónvarpstrúð- inn sem öskrar „I’m a Viking", en svona er það nú samt. Þá er maður- inn með eindæmum upptekinn þessa dagana. Það liggur beint við að spyrja hann hvort hann ætli nú að fara að græða peninga — er bísn- issmaðurinn að brjótast út úr líkam- anum? „Nei, ég er ekki að þessu til að græða peninga, ég er ekki þannig maður. Ég er í raun eins og venjuleg- ur íslenskur verkamaður sem er að reyna að láta drauminn rætast. Þetta er fyrst og fremst hugsjón." Jón sér vantrúarsvipinn á blaða-. manninum og brosir þar sem hann situr uppi á væntanlegu afgreiðslu- borði í hálfkaraðri líkamsræktar- stöð sinni. Blaðamaðurinn segist hafa heyrt að stöðin komi til með að kosta 50 milljónir króna og að bankastjórinn í Grjótaþorpinu, Herluf Clausen, hafi lagt peningana til. Jón Páll neitar því að Herluf sé þátttakandi í ævintýrinu. „Ég hef hins vegar heyrt svona sögur — mér skilst að Herluf eigi að hafa lánað okkur fyrir tækjunum." Jón segir að hann sé að sjálfsögðu ekki einn í þessu. Með honum séu nokkrir kunningjar úr „bransanum" og þá komist menn auðvitað ekki hjá því að skulda eitthvað. Hann segist ekki vera ríkur maður. Hann grípi ekki í digra sjóði til að fjár- magna slík ævintýri. Meðal annars hafi hann orðið að selja íbúð sína, þannig að hann hann fær að búa hjá kunningjum í bili. ENGINN PAPPÍRS-PÁLL Jón Páll segir að fjármálin séu ekki hans deild í fyrirtækinu. „Ég er enginn Pappírs-Páll,“ segir hann brosandi en segir síðan alvar- legri í bragði að hann hafi aldrei tek- ið bankalán. Hann hafi einu sinni gert tilraun til þess vegna íbúðar- kaupa en móttökurnar í bankakerf- inu hafi gert hann afhuga því. Þá neitar hann því staðfastlega að hann sé að verða einhver íslenskur Arnold Schwarzenegger. Segir þó að ferill Schwarzeneggers sé athygl- isverður og hann hafi gaman af myndum hans. Margir sem fylgjast með Jóni Páli eru sannfærðir um að hann sé ríkur — annað komi ekki til greina miðað við hve eftirsóttur hann sé til að aug- lýsa vörur og taka þátt í auglýsing- um. Þá fái hann dágóðar summur fyrir að vinna kraftakeppnir víða um heim. Aðrir halda því reyndar fram að þetta sé allt saman orðum aukið og sagt hefur verið að hann verði að vinna þær keppnir sem hann tekur þátt í — einfaldlega til að eiga fyrir fargjaldinu heim. Jón Páll segir að hann hafi unnið töluvert fyrir kunningja sinn í Skot- landi sem reki mjólkurbú. „Hann hefur verið að framleiða íslenskt skyr og koma því á markaðinn. Ég bý hjá honum þegar ég er úti og hann hefur verið að reyna finna eitt- hvað að gera fyrir mig.“ — Hógvær athugasemd frá manni sem mun vera orðinn nokkuð þekktur á Bret- landseyjum og birtist reglulega í auglýsingatímum þar. LÆTUR SKAPIÐ BITNA Á LÓÐUNUM Jón segist ekki vera að hugsa um að breyta um lífsstíl — hann ætli áfram að standa í kraftakeppnum. En sér hann sjálfan sig vera að fást við þetta um fimmtugt? Jón Páll seg- ist síður en svo vera á niðurleið. „Ég vann keppnina „Sterkasti maður heims" í fyrsta skipti 1984, en þegar ég tapaði titlinum árið eftir afskrifuðu mig margir. Menn fóru að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að finna frambærilegri mann. Það er nú kannski hægt að svara þessu með að benda á að síðan í ág- úst hef ég bætt við mig þrem titlum, þar á meðal titlinum „Sterkasti maður í heimi“.“ Jón Páll hefur unnið þann titil fjór- um sinnum eða oftar en nokkur annar. Það vakti athygli að um síðustu helgi fór fram kraftakeppni hér á landi án þátttöku Jóns Páls. Frá um- boðsmanni hans fór harðorð frétta- tilkynning, þar sem vakin var at- hygli á tilraunum til að útiloka Jón Pál. Hann sjálfur segist ekki vilja ræða þetta, en greinilegt er að hon- um gremst hvernig mál hafa þróast. Hann játar að allt svona stúss fari illa í sig — segir að friður og sátt séu honum mikilvæg. Hann neitar þó að hann sé skaplaus, hann reyni bara að beina því að lóðunum. I framhaldi af því förum við að ræða um drauma manna og kraftatröllið kemur blaðamanni dálítið á óvart með því að læða út úr sér að hann Ég leita ekki og hef aldrei leitad neitt eigi sér í raun þann draum að geta séð sem flesta^ hamingjusama í kringum sig. f hugskoti blaða- mannsins flýgur hjá mynd af Jóni Páli í „súpermann“-búningi að út- breiða frið og sáttfýsi — ekki svo ólíkindalegt þegar á allt er litið! LÍÐUR BEST HEIMA í framhaldi af því freistast maður óneitanlega til spyrja Jón Pál hvar hann eigi sínar bestu stundir og enn kemur hann á óvart. „Mér líður best heima hjá mér, ég er líklega það sem menn kalla heim- ilismaður. Ég hef gaman af að elda og reyni að gefa mér góðan tíma í það.“ Jón Páll brosir hógværlega þegar hann er spurður hvort hann sé góður kokkur — segist þó halda að það bragðist ágætlega sem hann eldar. „Þá hef ég afskaplega gaman af því að leika mér með guttanum mín- um, þó að alltof lítill tími hafi gefist til þess undanfarið." Jón Páll á sjö ára gamlan son en hanp og móðir piltsins slitu samvist- ir fyrir nokkrum árum. Ég spyr hvort það hafi tekið á að ganga í gegnum skilnað. Jón Páll gefur lítið út á það — segir að það sé lífsreynsla sem nánast annar hver íslendingur kynnist. Hann játar þó að fjölskyld- an sé honum mikilvæg. „Ég tel nú að lífið sé lítils virði án þess að eiga fjöiskyldu." Jón Páll segist ekki eiga í neinu föstu sambandi núna, enda komi ferðalögin illa heim og saman við slíkt. — En er hann að leita að þeirri einu réttu? „Ég leita ekki og hef aldrei leitað neitt." Jón Páll segir aðspurður að hann hljóti stundum athygli kvenna og sérstaklega í formi tvíræðra athuga- semda. „Ég fæ stundum að heyra athuga- semdir eins og: „Ekki vildi ég vera í rúminu með þér; þú ert svo þungur og stór.“ — Ég segi nú bara þá að sannur herramaður taki þungann að sjálfsögðu af með olnbogum og hnjám.“ HENTI SÍMASTAUR í TÁNA Á MICHAEL CAINE Stundum leitar sú hugsun að manni að Jón Páll hafi alla burði til að ná heimsfrægð, en hann segir sjálfur að slíkt gerist hægt. Úti í hin- um stóra heimi fari oft lítið fyrir „heimsfrægð" íslendinga. Hann segir til dæmis að ekki sé hlaupið að því að komast að í kvikmyndum, eins og Schwarzenegger hefur gert. Nú er reyndar á leiðinni í kvik- myndahús mynd þar sem Jón Páll sést í smáhlutverki. Það er hinn kunni breski leikstjóri Michael Winner sem leikstýrir og myndin heitir Bullseye. Með aðalhlutverkin fara ekki ófrægari kappar en Roger Moore og Michael Caine. Jón Páll gerir reyndar lítið úr sínum þætti. „Þeir leika menn á flótta og fara í gegnum leikvang þar sem Hálanda- leikarnir fara fram. Ég hendi síma- staur í tána á Michael Caine.“ Á morgun leggur Jón Páll enn einu sinni land undir fót. Áfanga- staðurinn er Japan og þar ætlar kappinn að bregða sér í líki jóla- sveins og taka þátt í kynningu á ís- landi um leið og eftirlíking af Höfða verður vígð. Hann segist að sjálf- sögðu hlakka til ferðalagsins en hugurinn er greinilega í líkamsrækt- armusterinu, sem í dag er eina heimilið sem sterkasti maður í heimi á. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.