Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER 9 400 þúsund krónur á mánuði en Páll skilaði ekki leigugreiðslum til hús- eigenda. Á tveimur árum hafði hann því nálægt 10 milljónum fyrir leiguna, án þess að hlutafélagið Lækur, sem er eigandi hússins, fengi leigugjaldið til sín. KEYPTI ALLT SEM HREYFÐIST „Páll virðist hafa farið á algjört út- gjaldafyllerí. Ýkjulítið má segja að hann hafi keypt allt sem hreyfðist. Meðal þess sem hann keypti má nefna heildverslunina ísleið, sjoppu í Breiðholti, Skallasjoppuna í Lækj- Skömmu eftir ad bjórinn var leyfdur létu sjö adalstjórnendur Sanitas af störfum. Sjömenningarn- ir sem höfbu átt stœrstan þátt í hinni miklu uppbyggingu sem ordid hafdi í fyrirtœkinu. Medal þeirra sem létu af störfum var Ragnar Birgisson forstjóri. Ragnar er fyrrum tengdasonur Páls G. Jónssonar. Ragnar hœtti fyrir mitt ár 1989. Hann gerdist meöeigandi í Opal, þar sem hann er framkvœmda- stjóri. Helgi Sigurdsson, sem var tæknilegur framkvæmdastjóri, hætti og keypti fyrirtækið Frostver í Hafnarfirði. Fjármálastjórinn, Jó- hann Sveinsson, lét af störfum og fór utan til náms. Rúnar Björgvins- son, sem var markaðsstjóri, er nú í stjórnunarstarfi hjá Burstafelli og á hlut í því fyrirtæki. Baldvin Valdi- marsson var framkvæmdastjóri á Akureyri, nú framkvæmdastjóri hjá Niðursuðuverksmiðjunni K. Jóns- son á Akureyri. Gudlaugur Gud- laugsson var sölustjóri hjá Sanitas. Hann hætti og fór til starfa hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga. Hann stoppaði stutt þar. Hann er einn af starfsmönnum söludeildar Ölgerðarinnar Egils Skallagríms- sonar. Kristinn Kristinsson, sem var innkaupastjóri, flutti til Blönduóss, eftir að hann hætti hjá Sanitas. Eftir að Ragnar Birgisson keypti sig inn í Ópal bauð hann Kristni vinnu þar. Kristinn tók tilboðinu og er nú starfsmaður sælgætisgerðarinnar. ÆVINTÝRALEG SÖLUAUKNING Páll G. Jónsson keypti fyrst hlut í Sanitas árið 1978. Skömmu síðar varð hann aðaleigandi fyrirtækis- ins. í fyrstu gekk reksturinn ekki vel, en mikil þáttaskil urðu haustið 1986. Þá voru keyptar nýjar átöpp- unarvélar, fyrir dósir, en það voru fyrstu vélar sinnar tegundar hér á landi. Skemmst er frá því að segja að söluaukningin varð ævintýraleg, langt fram úr björtustu vonum. Árið 1987 tvöfaldaðist gossalan. Sanitas fékk af því tilefni alheimsviður- kenningu frá Pepsi fyrir mestu sclu- aukningu á árinu. 1988 var einnig gott ár hjá fyrirtækinu og aftur fékk það viðurkenningu frá Pepsi. 1988 varð Sanitas umsvifameira en Öl- gerðin Egill Skallagrímsson, í fyrsta sinn. Einnig velti Sanitas meira fé á árinu en Sól hf. Ekki tókst að fylgja þessu eftir árið 1989. í lok ársins 1988 var eigið fé Sanit- as á annað hundrað milljónir króna. argötu, rekstur verslunarinnar við Garðatorg í Garðabæ og fleira. Ég held að óhætt sé að segja að hann hafi tapað á öllum þessum viðskipt- um,“ sagði maður í viðskiptalífinu. Maðurinn hélt áfram: „Hann hef- ur líka keypt húseignir og lóðir. Barkarskemman í Hafnarfirði er eitt dæmið. Gunnar Jóhannsson í Fóð- urblönduninni keypti húsið af Sæ- plasti á 100 milljónir. Gunnar átti það ekki lengi því Páll keypti húsið af honum fyrir 120 milljónir, en til hvers veit ég ekki. Húsið stendur autt og er sennilega illseljanlegt. Árið 1987 varð hagnaður af rekstr- inum um 20 milljónir, allar tölur eru á þávirði. BRUGGVERKSMIÐJAN STÆKKUÐ Árið 1988 var hafist handa við að stækka bruggverksmiðjuna á Akur- KOSTAKAUP i Hafnarfirði varð gjald- þrota. Páll átti um 600 þúsund hjá fyr- irtækinu. Til að komast hjá tapi keypti hann verslunina og tapaði peningum á viðskiptunum. eyri. Stækkunin kostaði um 150 milljónir króna. Árið 1988 tapaði Sanitas um tíu milljónum króna, en á árinu hafði mikið fé runnið til fram- kvæmdanna á Akureyri og eins var verið að greiða niður „dósalínurn- ar“ I Reykjavík og fyrir norðan. Á því ári var framkvæmdum lokið og bjórframleiðslan hófst, án þess að tekjur kæmu á móti. Samkvæmt þeim áætlunum sem lágu fyrir var fjárfestingin í brugg- verksmiðjunni arðbær. Áætlanir um bjórsölu stóðust hins vegar ekki. Páll gerði ráð fyrir að hún yrði 20 til 25 milljónir lítra á ári og taldi víst að Sanitas fengi helming markaðarins. Aðrir starfsmenn fyrirtækisins voru ekki eins bjartsýnir, þeir töldu að heildarsalan yrði um 12 milljónir lítra og eðlilegt væri að gera ráð fyr- ir að þeir fengju um þriðjung mark- aðarins, eða um f jórar milljónir lítra. Þessar áætlanir stóðust ekki. Sal- an varð „aðeins" sjö milljónir lítra. Af því var markaðshluteild Sanitas 3,5 milljónir lítra, eða 50 prósent markaðarins. Sanitas fékk því þann hluta markaðarins sem Páll vonað- ist eftir, en markaðurinn varð mun minni. Þrátt fyrir að öðrum starfs- mönnum Sanitas skeikaði um fimm milljónir lítra í áætlunum sinum um heildarmarkaðinn voru þeir aðeins 500 þúsund lítrum frá því sem þeir töldu eðlilegt að reikna með að San- itas næði í sinn hlut. Flestir þeir sem PRESSAN hefur rætt við eru á því að sú sala sem San- itas náði hafi dugað til að standa straum af fjárfestingum bruggverk- smiðjunnar. Þar fóru 120 milljónir. Ævintýrið með Stöð 2 er annað dæmi. Hann keypti hlut fyrir 105 milljónir króna. Þeir peningar voru teknir úr rekstri Sanitas. Hann fékk þessa peninga að vísu endurgreidda en eigi að síð- ur leyfði hann sér að taka 105 millj- ónir út úr rekstri Sanitas." LOFORÐ SVIKIN Lögmenn sem PRESSAN hefur rætt við segja að nú stefni í að sótt verði að Páli vegna skuldahalans. Áhyggjur vegna framtíðar fyrir- tækja Páls eru því ekki einungis „Það er ekki rétt. Þetta var offjár- festing. Sanitas nær sér ekki á strik eftir þessar miklu fjárfestingar. Það er sama hvað hver segir, þeir fóru of geyst," segir þekktur iðnrekandi. ÆVINTÝRALEG BJÓRSALA Þegar bjórinn var leyfður hófst mikil samkeppni. Sanitas náði undraverðum árangri. I fyrstu var fyrirtækið með 80 til 90 prósent af veitingahúsamarkaðinum og 50 til 60 prósent af sölu í verslunum ÁTVR. „Við vissum að erfitt yrði að halda þessari stóru hlutdeild í áfengis- verslunum. Það átti hins vegar að vera hægt að halda nánast öllu og jafnvel bæta við söluna á veitinga- húsunum. Það hefur ekki tekist og ég veit ekki hvers vegna. Ég hætti það snemma eftir að bjórinn var leyfður. Það er ljóst að eitthvað hef- ur brugðist. Það er nefnilega ekki nóg að ná markaðinum, það er ekki síður mikil vinna að halda honum," sagði einn þeirra sjö stjórnenda sem létu af störfum hjá Sanitas skömmu eftir bjórdaginn. „Þetta var ævintýri. Við unnum brjálæðislega. Það gekk allt upp og hópurinn var mjög samstiga. Við töldum ekki eftir okkur að vinna sólarhringum saman. Það er engin spurning að Ragnar Birgisson stýrði þessu og þetta verkefni hvíidi mest á honum. Éjg hef hugsað um það að ef einhver Islendingur átti skilið að fá markaðsverðlaun Noðurlanda, sem Jón Óttar Ragnarsson fékk, þá var það Ragnar Birgisson," sagði annar sjömenninganna. AFSKIPTIN MEIRI MEÐ VAXANDI VELTU Páll G. Jónsson hafði lengst af lítil afskipti af rekstri Sanitas. Hann lét Ragnari Birgissyni og öðrum yfir- mönnum eftir daglegan rekstur fyr- irtækisins, en eftir dósavæðinguna og þá miklu veltuaukningu sem fylgdi í kjölfarið jókst áhugi hans á fyrirtækinu. Eftir að bjórinn var leyfður og velta Sanitas varð mun meiri en nokkru sinni fékk Páll æ meiri áhuga á fyrirtækinu. Þrátt fyr- ir að þær vonir sem hann hafði um bjórsöluna hryndu ætlaðist hann til þess að auknar tekjur Sanitas yrðu meðal annars notaðar til að standa straum af miklum skuldahala Pólar- is. Ungu mennirnir sjö voru ekki sáttir við með hvaða hætti Páll vildi nota þessar auknu tekjur. Þeir létu allir af störfum fáum vikum eftir 1. mars 1989, bjórdaginn sjálfan. bundnar við stóru lánardrottnana. Aðrir eru þegar farnir að hugsa sér til hreyfings. Sumir segja hann kald- an og óheiðarlegan. Hann lofar ítrek- að greiðslum en stendur við fæst sem hann segir. Lögmenn sem PRESSAN hefur haft tal af segja að nú verði ekki lengur unað við orðin tóm og að Páll megi búast við hrinu fjárnáma. Það er æ algengara að Sanitas geti ekki afgreitt framleiðsluvörur sínar. Ástæðurnar eru fyrst og fremst hrá- efnisskortur. PRESSAN veit að er- lendir aðilar, sem hafa lengi skipt við Sanitas, hafa fyrir nokkru skrúf- að fyrir frekari viðskipti. Páll leysti málið með því að kaupa sömu vöru af umboðsmanni erlenda fyrirtæk- isins hér á landi. ÚRSLITASTUNDIN Örlög Sanitas eru að ráðast. Toll- stjórinn lét fyrir nokkru innsigla verksmiðju fyrirtækisins í Reykja- vík. Eftir þriggja tíma lokun var inn- siglið rofið. Páli tókst að greiða inn á skuldina og fékk frest til morgun- dagsins til að greiða það sem eftir stendur. Ef ekki tekst að forðast lok- un má búast við að Sanitas heyri brátt sögunni til. Sá lánardrottinn sem á mest á hættu er Landsbankinn. Þar er leit- að allra leiða til að bjarga Sanitas. Hagsmunir bankans eru verulegir, en Landsbankinn hefur ekki lengi verið viðskiptabanki Sanitas. Til skamms tíma hafði fyrirtækið við- skipti við Iðnaðarbankann. Iðnað- arbankinn lokaði á þau viðskipti eft- ir að Páll hafði tekið við stjórn fyrir- tækisins. Eftir lokunina færði Páll bankaviðskipi sín yfir í Landsbank- ann. Sigurjón M. Egilsson STÓRVERSLUNINA við Garðatorg keypti Páll til að forða sérfrá tapi. Það tókst ekki og Páll tapaði umtalsverðu fé á viðskiptunum. TOPPARNIIFLÚBU PÚ |L| ú þegar ljóst er að Halldór Guðbjarnason fær bankastjórastól Landsbankans er komin upp ný staða fyrir Geir Magnússon, bankastjóra í Samvinnubankanum, sem lengi var talinn líklegastur allra til að fá stöðuna. Vilhjálmur Jóns- son, forstjóri Olíufélagsins, ku ekki geta hugsað sér annan eftirmann en Geir. Geir mun ekki vera frá því að þiggja frekar stöðu forstjórans en bankastjórans... A stjórnarfundi Sláturfélags Suðurlands í gær var ákveðið að ganga til viðræðna við ríkið um sölu á húsinu í Laugar- nesi. Nefnd sú sem ríkisstjórnin skipaði, undir forystu Jóns Sveinssonar, að- stoðarmanns forsæt- isráðherra, hefur ákveðið að mæla með sölunni. Mun það vera niður- staða hennar að ríkið geti notað húsið og þá meðal annars undir listaháskóla eða jafnvel þjóðminja- safn. Þá hefur Steinþór Skúlason, forstjóri SS, hitt Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra að máli út af húsinu. Mun vera rætt um einhver eignaskipti I tengslum við kaupin... C B^æplast á Dalvík keypti Plast- einangrun á Akureyri fyrir nokkru. Sæplast hefur til þessa rekið Plast- einangrun áfram á Akureyri. Innan skamms verður sennilega breyting þar á. Pétur Reim- arsson, fram- kvæmdastjóri Sæ- plasts, og aðrir stjórnendur fyrirtækisins eru alvar- lega að hugsa um að flytja alla starf- semi Plasteinangrunar til Dalvíkur. Því stefnir í að enn þrengi að vinnu- markaðinum á Akureyri... C Avtjórn ríkisspítalanna leigði á sl. ári Golfklúbbi Garðabæjar spildu úr Vífilsstaðalandi undir 9 hola golfvöll til 20 ára. Leigugjaldið er út af fyrir sig óvenjulegt; 40 félagsskírteini hjá golfklúbbnum. Árgjald hjá klúbbn- um er um 26 þúsund krónur fyrir einstakling og leiguvirðið því ná- lægt einni milljón króna. Það var Starfsmannaráð ríkisspítalanna sem fékk skírteinin til ráðstöfunar og auglýsti ráðið eftir umsóknum um notkun á þessum hlunnindum. Skír- teini buðust til árs í senn „gegn vægu verði“ og gat hver sem er meðal þúsunda félagsmanna ráðs- ins sótt um. Kynningin hefur hins vegar farið fyrir ofan garð og neð- an, því aðeins örfáir nýttu sér þetta gullna tækifæri til niðurgreiddrar golfiðkunar í sumar. Á sama tíma gat golfklúbburinn ekki selt skír- teini til samsvarandi fjölda einstak- linga, en á hinn bóginn kemur það kannski ekki að sök, því Garðabæj- arkaupstaður sér um að ræsa fram og rækta landspilduna... eir sem fylgdust með próf- kjörsþátttöku Hreggviðs Jónsson- ar veittu því athygli að félagi hans, Ingi Björn Albertsson, veitti vini sínum engan stuðning...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.