Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER 19 %^amkvæmt könnun félagsvís- indastofnunar glata A-flokkarnir hvor sínum manni í Reykjavík, en Framsóknarflokkur- inn nær tveimur mönnum inn í stað eins. Þetta þýðir að Guðmundur G. Þórarinsson hefði náð inn á þing þrátt fyrir að falla í annað „platsins" í Finni Ing- viðbrögðum Guð- sætið vegna, ólfssyni. Af mundar að dæma hefur hann þó ekki mikla trú á að framsókn nái tveimur mönnum inn. . . ' irtingarmenn og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, munu staðráðnir í að koma Svavari Gestssyni burt úr Reykjavík og er Vesturland helst nefnt sem væntan- legt kjördæmi fyrir hann, þ.e. ef Skúli Alexandersson og hans menn gefa sætið eftir. Eins og sagði í PRESSUNNI í síðustu viku er unnið að málamiðlun við Birtingu, sem mun geta sætt sig við að Ragn- ar Arnalds flytji sig suður og taki oddasæti Svavars. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að það lendir á Birtingarmönnum að losa listann við Guðrúnu Helgadóttur sem hingað til hefur verið talin í þeirra hópi. Svanfríður Jónasdóttir, að- stoðarmaður Ólafs í fjármálaráðu- neytinu, og Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi eru orðaðar við ann- að sætið, í stað Guðrúnar...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.