Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 27
'.'•JLWAV. M JOAGUTM!/::
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER 27
...fá gullsmiðurinn
Guðbrandur J. Jezorski
og konan hans fyrir að
skipta um útstillingu
nánast í viku hverri
SJÓNVARPID
Undir fölsku flaggi Foreign Bo-
dy föstudag kl. 22.10. Bresk kyn-
lífs-kómedía af svipuðum meiði
og Áfram-myndirnar sálugu. Allt
að því sjúklega „pervers".
Hættu þessu voli, Hermann
Hör Auf zu Heulen, Hermann
sunnudag kl. 22.30. Þýsk sjón-
varpsmynd um Jón Kristófer
kadett þeirra Þjóðverja. Her-
mann á erfitt með að finna fót-
festu og gengur því í Hjálpræðis-
herinn. Handritshöfundur og
leikstjóri er Margrét Rún Guð-
mundsdóttir, þrítug Reykjavíkur-
mær.
SIÖD 2
Mannvonska The Euil thal Men
Do laugardag kl. 00.10. Charles
Bronzon.
Heimsins besti eiskhugi The
World's Greatest Lover laugardag
kl. 01.40. Þreytandi þrátt fyrir fá-
eina spretti.
BIOIN
Góðir gæjar Good Fellas Bíó-
borginni kl. 4.50, 7.30 og 10.10.
Hvað sem hver segir þá er Mart-
in Scorcese höfuðsnillingur. Hér
kemur hann með mafíósa-mynd
sem gerir aðrar slíkar óekta.
Ungu byssubófarnir II Young
Guns 11 Bíóhöllinni kl. 5, 7, 9 og
11. Ef einhver heldur að hann fái
svar við því hvers vegna fram-
hald var gert af fyrri myndinni
fæst það ekki í þessari mynd.
Rekinn að heiman Where the
Heart Is Laugarásbíói kl. 5, 7, 9
og 11. Mynd eftir þann mistæka
leikstjóra John Boorman, byggð
á ævi hans sjálfs. Sjálfsagt er erf-
itt að finna þann sem ekki leiðist
stóran hluta myndarinnar, en
takið eftir að það er dálítið per-
sónubundið hvaða hluti það er.
Draugar Ghost Háskólabíói kl.
5, 7, 9 og 11. Ástarsaga um par
þar sem annar helmingurinn er
dauður og á erfitt með að sætta
sig við það. Fyrir utan þennan líf-
vana er myndin bara enn ein
vellan.
Nýneminn The Freshman
Stjörnubíói kl. 5, 7, 9 og 11.
Kannski er það vegna þess að
Brando hefur áunnið sér góða
forgjöf — það fer kliður um sal-
inn þegar hann birtist — en lík-
lega er það vegna þess að hann
er góður. Myndin er líka fín.
LEIKHÚSIN
Ólíkir feðgar Blame it on the
Night föstudag kl. 23.25. Það eitt
að Mick Jagger skrifaði handrit-
ið ásamt leikstjóranum ætti að
segja allt sem þarf: Þetta er af-
skaplega vond mynd.
Einkaiíf Sherlocks Holmes
The Private Life of Sherlock
Holmes laugardag kl. 22.10. Stytt
útgáfa af þriggja og hálfs tíma
mynd Billys Wilder, byggð á
aldagömlu slúðri um Sherlock
gamla og hans einkavin, dr. Wat-
son. Ekki svo slæm.
Dauði Dantons eftir Georg Buc-
hner er fyrsta sýning vetrarins
hjá Nemendaleikhúsinu. Leik-
gerðin er eftir Hilde Helgason,
sem leikstýrir jafnframt hinum
upprennandi leikstjörnum.
Medea eftir Evripídes í þýðingu
Helga Hálfdanarsonar hjá Al-
þýðuleikhúsinu í Iðnó. Inga
Bjarnason leikstýrir og tekst vel
upp með þetta 2.400 ára gamla
leikrit.
Sigrún Ástrós, sem sló svo
rækilega í gegn í Borgarleikhús-
LÁRÉTT: 1 skyldleiki 6 fengur 11 gauía 12 hrúga 13 flasirnar 15
fyrirlestur 17 draup 18 hundur 20 snös 21 drykkjumann 23 örlög 24
axlaband 25 bíta 27 dýpi 28 vofur 29 krans 32 herða 36 óp 37
nokkur 39 karlmannsnafn 40 arða 41 svikull 43 ótta 44 skóf 46
snúrur 48 nema 49 venju 50 kveinstafina 51 hjálp.
LÖÐRÉTT: 1 lögsagnarumdæmið 2 bletts 3 hestur 4 þjótir 5 trjónur
6 bragð 7 blundi 8 sjó 9 lokkar 10 kátir 14 óvild 16 lubbi 19 varð-
maður 22 ávöxtur 24 myrkur 26 ónæði 27 látæði 29 kjaftfor 30
drepa 31 aðallega 33 tryllumst 34 eld 35 amað 37 stíf 38 þoka 41
hratt 42 vagn 45 óhreinki 47 hreyfingar.
Auðvitad eiga lánastofn-
anir ekki að styðja við
hæpnar f járfestingar
IÓLAFUR LAUFDAL
inu í fyrra, er aftur mætt á fjalirn-
ar og engu síðri en síðast. Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir fer á
kostum í eintali.
Ég er hættur. Farinn. (Ég nenni
ekki að taka þátt í svona asna-
legu leikriti.) Sýning sem kemur
flestum á óvart, jafnvel leikurun-
um sjálfum. Verðlaunaleikrit eft-
ir nýjan höfund, Guðrúnu Krist-
ínu Magnúsdóttur, í leikstjórn
Guðjóns Pedersen.
hefur einnig tekið þátt í samsýn-
ingum hérlendis og erlendis.
Brynhildur Þorgeirsdóttir á
Kjarvalsstöðum. Yfirlitssýning á
verkum eins athyglisverðasta
myndhöggvara landsins.
Eskimóalist á Kjarvalsstöðum.
Hugarheimur eskimóanna við
Beringshaf á fullt erindi við nú-
tíma Islendinga. Sýningin kemur
frá Smithsonian-safninu í Wash-
ington.
Grétar Reynisson sýnir í Ný-
listasafninu. Grétar er einn af
ungu mönnunum, framsækinn
og kjarkmikill listamaður.
Lýður Sigurðsson sýnir olíu-
málverk í Gallerí Borg við Aust-
urvöll. Myndir Lýðs eru súrreal-
ískar, nosturslega unnar náttúru-
lífsmyndir.
BÓKIN ■■■■■■
Spegillinn hefur ekkert
ímyndunarafi. Þetta er þriðja
ljóðabók ungs höfundar, Krist-
jáns Kristjánssonar, en í fyrra
sendi hann frá sér skáldsöguna
„Minningar elds“. Eins og nafn
bókarinnar gefur til kynna er
Vinsœlustu
myndböndin
1. Sea of Love
2. War of the Roses
3. Let it Ride
4. Tango and Cash
5. Skin Deep
6. Major League
7. Fabulous Baker
Boys
8. Black Rain
9. Family Business
10. Driving Miss Daisy
2
dal, Jón Hlöðver Áskelsson, Ró-
bert Abraham Ottósson og Þor-
kell Sigurbjörnsson.
VEITINBAHÚSIN*
Prikið á horni Bankastrætis og
Þingholtsstrætis er einn af horn-
steinum Reykjavíkur. Þar er
hægt að fá allt sem kaffihús þarf
að bjóða uppá; kaffi, meðlæti,
blöð og sæti. Enginn óþarfi eins
og stríðstertur eða bjór. Eigend-
ur Priksins eiga heiður skilinn.
Það er einu sinni þannig að Is-
lendingar í bissness virðast ekki
sætta sig við annað en geta keypt
Range Rover á fyrsta degi. Prikið
er hins vegar svo lítið að það er
ekki á færi nema lítillátra og hóg-
værra að reka það.
NAETURLÍFIBBBH
Dansbarinn, Grensásvegi 7,
býður upp í dans með Manna-
kornum, einni þrautseigustu
dægurlagahljómsveit landsins.
Söngkonan Éllen Kristjánsdóttir
kemur fram með hljómsveitinni.
Þeir félagar Magnús Eiríksson og
Pálmi Gunnarsson halda upp á
fimmtán ára afmæli hljómsveit-
arinnar um þessar mundir, m.a.
með nýrri breiðskífu sem kemur
út seinnipart mánaðarins. Gestir
Dansbarsins fá því að heyra nýtt
efni frá þeim félögum í bland við
gamlar dægurperlur. Ókeypis
aðgangur fyrir matargesti á
Mongolian Barbecue.
Ég er meistarinn eftir Hrafn-
hildi Hagalín á litla sviðinu í
Borgarleikhúsinu. Spurningin er
bara hvort sæti losnar, slík er
ásóknin í miða á sýninguna.
TÓNLISTINBBNHN
Á laugardaginn kl. 14.00 bregða
hljóðfæraleikarar í sinfóníunni
sér í hlutverk einleikara; Guðný
Guðmundsdóttir og fleiri. Þá
gefur að heyra verk eftir Guð-
mund Hafsteinsson, Schönberg
og fleiri tónskáld.
Lynn Helding syngur verk eftir
Ravel, Atla Heimi Sveinsson og
Hector Berlioz á tónleikum Is-
lensku hljómsveitarinnar undir
stjórn Arnar Óskarssonar, sem
er nýkominn heim úr námi vest-
anhafs.
MYNDLISTINHHN
Ása Ólafsdóttir sýnir mynd-
vefnað í Nýhöfn, Hafnarstræti
18. Það er sannarlega tilbreyting
í að sjá myndofin verk úr ull, hör
og mohair í sölum borgarinnar,
en Ása er í fremstu röð lista-
manna á þessu sviði. Sýningin,
sem er sölusýning, er hennar
þrettánda einkasýning, en hún
Kristján að velta fyrir sér að ekki
er allt sem sýnist. Lítum á ljóðið
„Svefnspegla";
Gressier
Grand-Poujeaux
( sérverslun áfengis-
verslunarinnar í Mjódd
fæst meðal annars þetta
ágæta vín og kostar
1.520 krónur flaskan.
Þetta er höfugt vín,
bragðmikið og með
þéttu eftirbragði. Fyrir
þá sem eiga vínkjallara
er kjörið að geyma það í
þrjú til fjögur ár til við-
bótar en 1986-árgangur-
inn, sem seldur er í rík-
inu, er einstaklega góð-
ur.
Segið mér svefnspeglar: Hvers
vegna
hefur landamærum glersins ver-
ið lokað?
Einmitt nú meðan vakan er ófær.
PLATANHHBHl
Mótettukór Hallgrímskirkju
hefur gefið út hljómdisk með ís-
lenskri kirkjutónlist, sem aldrei
hefur heyrst áður af plötu. Disk-
urinn hefur að geyma fjórtán
verk, nýjar útsetningar á göml-
um sálmalögum við Passíusálma
Hallgríms, fjögur kórverk sem
öll voru samin á níunda áratugn-
um, frumflutta íslenska sálma,
nýjar útsetningar og frumsamið
kórverk við þrjá af þekktari
kvöldsálmum séra Hallgríms.
Hörður Áskelsson, stofnandi
Mótettukórsins, stjórnar. Sigrún
Hjálmtýsdóttir syngur einsöng
og tónskáld sem eiga verk og út-
setningar eru: Atli Heimir
Sveinsson, Gunnar Reynir
Sveinsson, Hjálmar H. Ragnars-
son, Hörður Áskelsson, Jón Nor-
FJOLMIÐLAR WA
Eftir tvö fjörug ár í kjöl-
far þess að ríkiseinokun
var aflétt á útvarps- og
sjónvarpsrekstri finnum
við lítið fyrir samkeppn-
inni í fréttatímunum.
Fréttatímar ljósvakamiðl-
ana eru orðnir álíka leiðin-
legir og fréttir prentmiðl-
anna, þar sem engin telj-
andi samkeppni hefur ver-
ið síðan Dagblaðið og Vísir
sameinuðust.
í upphafi var fréttastofa
Stöðvar 2 rekin með mikl-
um krafti. Öfugt við frétta-
tíma ríkissjónvarpsins virt-
ist markmiðið að halda
áhorfendum vakandi. Nú
virðist metnaðurinn nán-
ast horfinn. Eins og á ríkis-
sjónvarpinu miðast hann
við að senda út skamm-
lausa fréttatíma.
Litlu útvarðpsstöðvarn-
ar gáfust allar upp á frétta-
útsendingum og höfðu því
miður ekki mikil áhrif á
fréttastofu ríkisútvarpsins.
Hún heldur áfram að vera
leiðinleg þar sem yfir-
menn hennar virðast telja
að það beri vott um áreið-
anleika.
Eins og áður sagði er
nánast engin samkeppni
milli blaðanna. Alþýðu-
blaðið, Tímiifti og Þjóðvilj-
inn eru hvert í sínum
heimi. Mogginn þjáist af
svipuðum merkilegheit-
um og ríkisútvarpið og DV
virðist á engan hátt finna
sig eitt og yíírgefið á síð-
degismarkaóinum. Það
líkist því æineira morgun-
blaði þrátt fyrir síðdegis-
formið. Þaðer jafnsorglegt
og miðaldiji frú í ungpíu-
dressi.
--------‘f1
Gunnar Sméri Egilsson