Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 2

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER Fréttahaukurinn HELGI PÉ. er orðinn að frétta- gauknum HELGA PÉ. Á síðasta útvarpsráðs- fundi kom inn á borð óvenjuleg beiðni frá út- varpsstjóra AÐAL- STOÐVARINNAR um að fá að útvarpa fréttum ríkisútvarpsins. Snjall leikur hjá AÐALSTOÐ- INNI sem þar með mundi sleppa við þau leiðindi að þurfa að safna fréttum. Því miður vildu fýlupokarnir í út- varpsráði ekki sam- þykkja þetta- Enginn skilur af hverju ÁSTA SIGRÍÐUR EIN- ARSDÖTTIR vann ekki keppnina Ungfrú heimur enda bar hún af sem gull af eiri í keppninni eins og áhorfendur STÖÐVAR 2 fengu að sjá. Reyndar virðast menn almennt ekki taka mikið mark á þessari ágætu útlits- keppni. Er tekið sem dæmi um það að enskar veðmálastofur ansa því ekki þó að menn komi inn og vilji veðja á feg- urðardísirnar. Eru menn þar á bæ svo vissir um að úrslitin séu ákveðin fyrirfram. Þess í stað er mönnum boðið að veðja í næsta hundaveðhlaupi. Lítið hefur heyrst til HREGGVIÐS JÓNS- SONAR alþingismanns siðan úrslit í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi lágu fyrir. Dvelst hann nú í Dan- mörku sem er vel við hæfi því hann er nú manna á meðal kallaöur HREGGVIÐUR XII. Steingrímur, geturðu ekki fengið Arafat til að hjálpa Guðmundi G. Pórarinssyni? „Nei, ég tel þaö óþarft. Guðmundur hjálpar sér best sjálfur." Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur leitað lið- sinnis Yassirs Arafat, leiðtoga PLO, við að útvega leyfi fyrir Gísla Sigurðsson lækni að flytja frá Kúvæt. Hver er þessi Bonný, sem hef- ur tryllt alla kiwanisklúbba landsins? Þessi glæsilega kona sem tínir af sér fötin, en hefur hingað til ekki svipt hulunni af andlitinu? Þessar spurningar brenna á vörum margra lands- manna, sem eru orðnir leiðir á að sjá bara bossann á henni. Og í rauninni er það synd að Bonný skuli ekki hafa svipt af sér grímunni, því hún þarf ekk- ert að skammast sín fyrir þá Ellý Halldórsdóttur sem býr að baki, enda varð hún fræg langt á undan Bonný fyrir söng sinn með hljómsveitinni Q4U. S.ÞÓR EINN SÁ FLOTTASTI Reynir Jónasson er líklega einn skrautlegasti poppari landsins. Nú þeysir hann um með nikkuna með Bubba Morthens, milli þess sem hann leikur við hvern sinn fingurígiftingarveislum og þenur organið við alvarlegar kirkjuleg- ar athafnir. Þótt ekki sé nema vegna taglsins fagra á Reynir skilið að vera útnefndur einn sá skrautlegasti í bransanum. PRESSAN gefur Reyni hiklaust fjórar stjörnur. GAMAN AÐ ROKKA, segir Helena Jónsdóttir, 22 ára gömul ballerína. Ballerína Hún er ballerína að at- vinnu, en lætur sig ekki muna um að semja rokk- og tvistdansa fyrir söngleiki og uppákomur á öldurhúsum borgarinnar. Helena Jóns- dóttir heitir stúlkan, 22ja ára gömul, dansari hjá Is- lenska dansflokknum. Hún samdi dansatriðin í söng- leiknum „Rokkað á himn- um“, sem nú er sýndur á Hótel íslandi, og stjórnar þar hópi 12 dansara. I fyrra hafði Helena umsjón með dansi í rokkóperu á sama stað, auk þess sem hún samdi dansatriði fyrir keppnina Ungfrú ísland, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur vafið utan á sig,“ sagði Helena í samtali við PRESSUNA. Á skömm- um tíma hefur hún komið rokki / M tmsti óvenjuvíða við; unnið í leik- húsi, leikið í auglýsingum og unnið fyrir sjónvarp. En fyrst og fremst er hún ball- ettdansari og nú er aðalstarf hennar hjá íslenska dans- flokknum. Þar dansaði hún á dögunum í Konsert fyrir sjö, í Pétri og úlfinum og í desember byrjar hún að æfa fyrir uppsetningu á Jóns- messunæturdraumi, sem frumsýndur verður þann 20. janúar. En hvað er ballerína að gera í rokki? „Ég hef gaman af því,“ svarar Hel- ena létt í bragði, en draum- ur hennar var alltaf að verða ballettdansari, eins og raunin er orðin. Hún byrjaði 12 ára í Listdansskóla Þjóð- leikhússins og stefndi síðan ótrauð þang- að sem hún er komin. LITILRÆÐI af skjaldarmerki Hún amma mín — bless- uð sé minning hennar — var stundum á efri árum að hugleiða hin flóknari rök lífsins og tilverunnar. Einusinni kallaði hún á mig og spurði: — Hvað gerir hann Her- mann Jónasson? Og ég svaraði: — Amma mín, hann Her- mann Jónasson er forsætis- ráðherra. Og amma mín svaraði: — Það veit ég vel, en vinnur maðurinn ekkert? Mér hefur oft dottið þetta tilsvar ömmu í hug og þá sérstaklega þegar fólk hef- ur verið að velkjast í vafa um hvort landsfeður og þingmenn hefðu eitthvað fyrir stafni. Persónulega er ég klár á því að fulltrúum þjóðarinn- ar á þingi fellur aldrei verk úr hendi. Og auðvitað hefur þjóð- arheill jafnan forgang. Eitt af því sem hefur nú um nokkurt skeið vafist fyr- ir löggjafarsamkundunni er „skjaldarmerkismálið" en að dómi góðra manna hef- ur almenningi í landinu hingaðtil ekki verið nægi- lega ljóst að þinghúsið er fundarstaður íslenskra manna. Manni skilst að þjóðin bókstaflega vaði í villu og svíma vegna þess að á þaki hússins trónar talan níu og ofaná henni kóróna sem í fyrsta lagi gæti gefið til kynna að húsið hafi verið reist í stjórnartíð Kristjáns regis níunda og í annan stað mætti svo — að dómi þeirra gleggstu úr röðum landsfeðra — gera því skóna, að í húsi með slíkt merki á þakinu sætu tæp- ast íslenskir menn á mál- þingi heldur öllu fremur danskir. Allir góðir og réttsýnir menn sjá að þessu verður að kippa í liðinn hið snar- asta, sérstaklega eftir að húsfriðunarnefnd lagði blátt bann við því að hrófl- að yrði við fangamarki Kristjáns níunda. Það verður að gera ís- lensku þjóðinni það ljóst í eitt skipti fyrir öll, og á myndrænan hátt, að vor allranáðugasta majestæt, Kristján IX, er hér ekki lengur við völd. Til að varpa ljósi á þá staðreynd hefði auðvitað verið gráupplagt að setja plakat framaná svalir þing- hússins með íslenska skjaldarmerkinu, en það fékkst ekki einu sinni fyrir húsfriðunarnefnd. Nú virðist hinsvegar far- sæl lausn í sjónmáli. Húsameistari ríkisins hef- ur semsagt lagt fram tillögu um að skjaldarmerki ís- lenska lýðveldisins verði sett á stöpul fyrir framan húsið og annað fyrir ofan stól forseta sameinaðs þings. Um þessa tillögu verður sjálfsagt fjallað í þinginu frameftir vetri, en ef hún nær fram að ganga verður húsið eyrnamerkt þannig að öllum á að vera ljóst að þegar erlendir hagsmunir eru á dagskrá fá íslenskir að fljóta með. Ef ég man rétt er íslenska skjaldarmerkið í öllum stól- setum á Alþingi — einsog til að þingheimur komist í sannfærandi snertingu við lýðveldið — og verður þessvegna bæði fyrir ofan og neðan forseta „samein- aðs“, að ekki sé nú talað um stöpulinn góða. Þá má geta þess að land- vættirnar: örn, dreki, tarfur og þurs, tróna fyrir ofan gluggana utandyra á hús- inu, svo segja má að Al- þingi sé óumdeilanlega að verða alíslensk stofnun, bæði inni sem og utandyra. Mikið held ég amma verði kát í Paradís þegar hún sér að á Alþingi er sko ekki setið auðum höndum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.