Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 10

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER Skömmu aður en Veitingahöllin uar tekin til gjald- þrotaskipta samdi Alþingi við eiganda fyrirtœkisins um áframhaldandi matarkaup, en undir nafni nýs fyrirtœkis. Með þessu tókst eigandanum, Jóhannesi Stefánssyni, að bjarga þessum örugga uiðskiptasamningi undan skiptum á þrotabái Veitingahallarinnar. Eðlilega hefðu þessi og aðrir samningar Veitingahallarinnar átt að renna inn í báskiptin. Pá hefðu lánardrottnar fyrirtœkis- ins, sem standa ná frammi fyrir gífurlegu tapi, hugsan- lega getað dregið úr tjóni sínu. Síðustu eitt eða tvö árin fyrir gjaldþrot Veitingahallarinnar hf. voru viðskipti Múlakaffis færð í stór- um stíl yfir á nafn Veitingahallarinn- ar, þar með taldar launagreiðslur. Undir það síðasta var Múlakaffi al- farið rekið af Veitingahöllinni, sem leigði aðstöðuna og tækin af Veit- ingum hf. Bæði fyrirtækin voru eign Jóhannesar Stefánssonar og fjöl- skyidu. Nokkrum dögum fyrir gjaidþrot sagði Jóhannes í Veitingum hins vegar upp leigunni á Múlakaffi til Veitingahallarinnar vegna vanskila. Með öðrum orðum sagði Jóhannes Stefánsson upp leigusamningi við sjálfan sig og kallaði sjálfan sig stór- felldan vanskilamann. MATVÆLI VEITINGAHALLARINNAR FLUTT í MÚLAKAFFI FYRIR GJALDÞROT í kjölfar gjaldþrots Veitingahallar- innar fannst hins vegar 1,6 milljóna króna virði af matvælum í Múla- kaffi, sem voru eign Veitingahallar- innar. Samkvæmt heimildum blaðs- ins höfðu matvælin verið millifærð á Veitingar, nýjan rekstraraðila Múlakaffis, sem húsaleiga. Þorsteinn Eggertsson, bústjóri þrotabús Veitingahallarinnar, vildi hvorki játa þessum atriðum né neita, en sagði mikið verk óunnið við að yfirfara bókhald fyrirtækisins og að í ýmsum atriðum samtvinnað- ist rekstur þessara tveggja fyrir- tækja, þannig að erfitt væri að að- skilja þau. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er Alþingi ekki sá eini af fyrrum viðskiptaaðilum Veitinga- hallarinnar sem fær nú mat frá Veit- ingum. í kjöifar þess að Jóhannes sagði sjálfum sér upp ieigunni á að- stöðu og tækjum Múlakaffis hefur nýja fyrirtækið hans, Veitingar hf., í raun yfirtekið munniega og skrif- lega matarsamninga við mjög stóra aðila. Þessi viðskiptavild Veitinga- haliarinnar hefur því ekki komið til gjaldþrotaskipta. „Ég sé ekki í fljótu bragði að ástæða hafi verið til að forðast viðskipti við Jóhannes," segir Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis. FLEIRI RÍKISFYRIRTÆKI FÁ MAT HJÁ JÓHANNESI Þessir aðilar eru meðal annars Innkaupastofnun ríkisins (vegna fangelsa), Eimskipafélag íslands, Rafmagnsveitur ríkisins, Hagvirki og Ármannsfell. Þá hefur Veitinga- höllin séð um mat í stórar veislur, meðal annars í Domus Medica og Hreyfilshúsinu. Hér er því um að ræða stóra við- skiptaaðila sem Jóhannes hefur bjargað frá gjaldþrotinu. Samning- arnir geta á hinn bóginn ekki talist verðmæt eign til handa þrotabúinu þar sem fyrirtækið hefur ekki verið selt í fullum rekstri. Ef gripið yrði til þess ráðs er hins vegar ekki að efa að sú viðskiptavild, sem felst í þess- um stóru samningum, yrði hátt met- in. Um matarsamninginn við Alþingi sagði Þorsteinn Eggertsson bústjóri að þar væri ekki hægt að tala um eign sem þrotabúið ætti tilkall til. „Öðruvísi hefði þó horft við ef við „Við höfum átt ágæt samskipti við Jóhannes Stefánsson og ég harma hvernig fór hjá honum," segir Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings. hefðum kosið að halda rekstrinum áfram. Fyrst við gerðum það ekki getum við ekki heft samningsfrelsi Alþingis. Það er þess mál ef það hef- ur samið við sama aðila í öðru fyrir- tæki.“ VÍSAR Á ENDURSKOÐANDANN - SEM ER í FLÓRÍDA Jóhannes Stefánsson staðfesti í samtali við PRESSUNA að Veitingar hf. hefðu sagt Veitingahöllinni hf. upp leigu á aðstöðu og tækjum Múlakaffis, en sagðist ekki klár á því hvernig það hefði komið til, þar eð hann hefði ekki séð um þau mál sjálfur. Hann neitaði því að starfs- fólk Veitinga hefði verið fært yfir á launaskrá Veitingahallarinnar. „Það var ekkert „plott" með það í gangi milli fyrirtækjanna. Þegar Veitingar og Múlakaffi sameinuðust fækkaði starfsfólki eitthvað. Að öðru leyti vil ég ekkert tjá mig um þessi mál, endurskoðandi minn veit mun meira um þau en ég. Ég vísa því á hann.“ Endurskoðandi Jóhannesar er Gudjón Eyjólfsson. Hann er nú í fríi á Flórída og kemur ekki til landsins fyrr en undir lok mánaðarins. JÓHANNES EINFALDLEGA ÓHEPPINN - SEGIR FRIÐRIK ÓLAFSSON Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR tilkynnti Jóhannes Stefáns- son Alþingi nokkrum dögum fyrir gjaldþrotið að hann væri að hætta með Veitingahöllina og spurði hvort það vildi ekki eiga við hann við- skipti áfram, þótt það yrði undir nýju nafni. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í samtali við PRESS- UNA að hann hefði enga annmarka séð á því að skipta við Veiting- ar/Múlakaffi þegar Veitingahöllin var tekin til gjaldþrotameðferðar. „Þótt sami maðurinn stýri báðum fyrirtækjum er um algerlega aðskil- in fyrirtæki að ræða. Auðvitað vildi ég hafa þessa hluti á hreinu og því leituðum við til Halldórs Halldórs- sonar skiptaráðanda, sem tjáði okk- ur að ekkert væri við þetta að at- huga. Alþingi hefur einfaldlega leit- að til aðila sem vitað er að eru góðir og ódýrir," sagði Friðrik. Hann sagðist ekki hafa séð ástæðu til að leita með sérstöku út- boði til annars aðila, þótt Jóhannes væri gjaldþrota með Veitingahöll- ina. „Ég sé ekki í fljótu bragði að ástæða hafi verið að forðast við- skipti við Jóhannes. Þótt menn stýri nokkrum fyrirtækjum og eitt þeirra beri sig ekki þýðir það ekki að mað- urinn sé óaiandi og óferjandi. Hann var einfaldlega óheppinn með þetta, eins og gengur og gerist. Við hugsum fyrst og fremst um að fá hingað ódýran og góðan mat,“ sagði Friðrik Ólafsson. ÁTT ÁGÆT VIÐSKIPTI VIÐ JÓHANNES Guörún Helgadóttir, forseti sam- einaðs þings, sagði í samtali við PRESSUNA að á forsetafundi nokkru fyrir gjaldþrotið hefði verið rætt um útboð vegna mötuneytis- mála þingsins. „Áður en að slíkri ákvörðun kom birtust í fjölmiðlum fréttir af gjald- þroti þessu. í kjölfarið fólum við fjár- málastjóra og skrifstofustjóra að kanna stöðu fyrirtækisins með mötuneytið í huga og leituðu þeir meðal annars til skiptaráðanda. Þá var á forsetafundi tekin sú ákvörðun að eiga viðskipti áfram við Jóhann- es í Múlakaffi, fyrst engir meinbugir þóttu á því. Sú ákvörðun er þó eng- an veginn endanleg, því enn stend- ur sú afstaða óhögguð að huga að útboðsleiðinni. Ég vil hins vegar bæta því við að við höfum átt ágæt samskipti við Jóhannes Stefánsson og ég harma hvernig fór hjá hon- um.“ Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.